Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1987, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1987, Page 2
2 LAUGARDAGUR 11. APRÍL 1987. Fréttir Jón Helgason dómsmólaráöherra kynnir hinar nýju tillögur á fundi í gær. DV-mynd Brynjar Ný skipan björgunarmála: Aðalstjómstöð staðsett hjá Almannavömum Nefnd sú sem Jón Helgason dóms- málaráðherra skipaði til að gera tillögur um fyrirkomulag á skipulagi og yfirstjóm á leitar- og björgunar- störfum við landið hefur nú lokið störfum sínum og skilað áliti til ráð- herra. Sem kunnugt er af fréttum var nefnd þessi skipuð í kjölfar deilna sem upp komu milli Slysavamafélags Islands og Landhelgisgælunnar um stjórn á björgunaraðgerðum. í tillögum nefndarinnar, sem kynnt- ar vom blaðamönnum, segir m.a. að aðalstjórnstöð leitar- og björgunar verði staðsett í stjómstöð Almanna- vama en stjómstöðvar SVFÍ og LHG verði undirstjórnstöðvar. Nefndin gerir ráð fyrir að þrír aðilar myndi yfirstjóm leitar- og björgunar á sjó, þ.e. frá SVFÍ, LHG og Pósti og síma. Yfirstjóm komi saman til að samræma aðgerðir þegar meiriháttar slys verður á eða við sjó. Komi upp ágreiningur sker fulltrúi LHG úr um hann. Jón Helgason ráðherra sagði er til- lögumar voru kynntar að það þætti eðlilegt að Póstur og sími ætti fúlltrúa í yfirstjórn sökum mikilvægis fjar- skipta við björgunaraðgerðir. í máli hans kom einnig fram að yfirstjórnin starfaði á ábyrgð stjórnvalda og því hefði verið lagt til að fulltrúi LHG skæri úr um ágreiningsefni. Á fundinum kom fram hjá Jóni Helgasyni að ráðuneyti hans myndi hið fyrsta vinna að þvi að koma því skipulagi sem nú lægi fyrir í fram- kvæmd og væri ætlunin að reyna þessa skipun mála til næstu tveggja ára. Skýrsla sú sem nefndin vann er mjög ítaileg og þar m.a. fjallað um skipan björgunarmála í nágrannalöndunum. Ein af þeim forsendum sem nefndin telur að verði að vera til staðar til að hin nýja skipun komist í gagnið er að stefnt skuli að því að ísland staðfesti alþjóðasamkomulag um leit og björg- un á sjó sem gert var 1979 og leitist við að uppfylla skilyrði þess samkomu- lags eins fljótt og auðið er. Nefndina skipuðu þeir Böðvar Bragason lögreglustjóri, Snæbjöm Jónasson vegamálastjóri og Þorgeir Pálsson dósent. •FRI Skattamál Jóns Baldvins Hannibalssonar alþingismanns: Greinargerð frá endur- skoðanda Jóns Baldvins Eftirfararidi greinargerð barst til Jóns Baldvins Hannibalssonai' al- þingismanns frá endurskoðanda hans. Greinargerðin er tilkomin vegna umræðna um skattamál Jóns Baldvins í DV undanfama tvo daga. Jón Baldvin óskar eftir birtingu þessarar greinargerðar. Jafriframt skal það tekið frarri að þingmaðurinn sendi blaðinu eigin greinargerð. Vegna plássleysis bíður hún birting- ar til mánudags. „Til Jóns Baldvins Hannibalsson- ar, alþm. Vegna greinar í DV fimmtudaginn 09.04. um skattmál Jóns Baldvins Hannibalssonar alþm. vil ég undir- ritaður endurskoðandi, sem annaðist framtalið, taka fram eftirfarandi: 1. Þetta mál er svo lítilfjörlegt að furðu gegnir að dagblað skuli telja það fréttatilefrii. 2. Þegar ég gekk frá framtali ársins 1985 vegna tekna 1984, tók ég efL ir því að í gögnum þínum vom neftidarlaun vegna stjómarskrár- nefridar ekki á launamiða eins og undanfarin ár. Þú sagðir mér að þú hefðir fengið þessar tekjur, En þar sem þú hefð- ir ekki í höndum launamiða gæti verið að umrædd nefridarlaun væm innifalin í heildampphæð á launaseðli Alþingis, enda stjóm- arskrámefhd þingkjörin. Þar sem komið var að lokum framtals- frests, þegar gengið var frá framtalinu, var það látið fara óbreytt, enda um einfalt leiðrétt- ingaratriði að ræða. 3. Það má hins vegar heita fljótræði af minni hálfu, að hafa ekki nefnt nefridarlaunin á framtalinu með athugasemd um að ekki væri ljóst, hvort þau væm innifalin á launa- seðli Alþingis, eða hvort sér- stakan launaseðil vantaði. 4. í febrúar 1986 scndir þú mér ljós- rit af fyrirspum skattstoftmnar um þessi nefridarlaun. Ég fór og kannaði gögn Skattstofunnar. Sú könnun staðfesti að nefridarlaun- in vom ekki innifalin í heildar- launum eins og við ætluðum. Eftir þetta taldi ég ekki rétt að gera athugasemd við fyrirspumina. Við nefridarlaunin kr. 33.043 var bætt 25% álagi kr. 8.260 og þér gert að greiða skatta af hvom tveggja, sem þú gerðir. Skv. úr- skurði skattstjóra nam hækkun gjalda alls kr. 23.551 (þ.a. kr. 4.709 vegna viðurlaga). 5. Ef almennur launþegi hefði átt í hlut hefði ég trúlega gert athuga- semd við fyrirspumina og beðið um að viðurlög yrðu felld niður með því að sýna fram á hversu fjarstæðukennt það er, að slíkar tekjur hafi ekki verið tíundaðar viljandi. I þínu máli var þetta ekki gert, vegna stöðu þinnar sem stjómmálamanns. Þú gekkst frá framtalinu skv. bestu samvisku og þeim gögnum sem þú hafðir í höndum. Báðir vissum við að ef um mis- skilning var að ræða með nefridar- launin yrði hann örugglega leiðréttur af skattstofri, eins og kom á daginn. Þetta bréf er þér heimilt að birta hvar sem er. Virðingarfyllst, Endurskoðunarskrifstofa Bjöms E. Ámasonar Amór Eggertsson löggiltur endurskoðandi.“ Fallast ekki á endurskoðun kjarasamninga Á fundi sem fulltrúar Alþýðusam- andí kjarasamninga. bands íslands, Vinnuveitendasam- Aftur á móti urðu aðilar sammála bandsins og Vinnumálasambandsins um að skipa nefnd sérfræðinga sinna héldu með sér í gær féllúst fulltrúar til að meta þær breytingar sem orðið atvinnurekenda ekki á það sjónar- hafa á kjarasamningum að undan- mið fúlltrúa Alþýðusambandsins að förnu. ástæða væri til að endurskoða gild- -S.dór Frá fundi aðila vinnumarkaðarins i gær frá vinsfri: Ásmundur Sfefánsson, Gunnar J. Friðriksson, Hjörtur Eiriksson og Bjöm Björnsson. DV-mynd KAE Markaðskönnun um neyslu á lambakjöti í gær kynnti markaðsnefiid land- búnaðarins könnun sem nefridin hafði látið Hagvang vinna fyrir sig. Könnunin náði til þúsund manna úrtaks og fengust svör frá 779 ein- staklingum á aldrinum 18-67 ára. Fyrst var spurt um álit á umræðu um landbúnaðarmál. Kom fram að 34% aðspurðra fannst hún jákvæð en 44% töldu hana neikvæða. Af þeim sem töldu umræðuna neikvæða var mikill meirihluti þeirrar skoðun- ar að hún einkenndist af ósanngimi. Er spurt var um viðhorf gagnvart atvinnugreinum kom í ljós að um helmingur aðspurðra var hlynntur því að sjávarútvegur yrði efldur, Qórðungur að efla bæri iðnað og 11% töldu að efla bæri landbúnað og þróa. Einnig voru könnuð bæði innkaup og neysla. Kom þar fram að mikill samdráttur hefur átt sér stað í neyslu lambakjöts og dreifist þessi minnk- andi neysla nokkuð jafrit yfir alla aldurshópa. Þannig sögðust 52% aðspurðra hafa minnkað innkaup á lambakjöti á síðustu þremur árum. Þar af sögðust 27% hafa minnkað neysluna vemlega. Er þeir sem höfðu minnkað neyslu á lambakjöti vom spurðir hvað hægt væri að gera til að auka sölu kjötsins sögðu 59% að verðið þyrfti að lækka, 17% töldu að ekkert gæti fengið þá til að auka neyslu að nýju. Einnig var spurt hvort þátttakend- ur vissu verð á lambakjöti og mikill meirihluti hafði ekki hugmynd um hvað það kostaði. Gilti þar einu um bæði kyn og aldur. Að lokum voru könnuð viðhorf fólks til bragðgæða lambakjöts. Um 88% svöruðu því til að þeim þætti kjötið ýmist gott eða mjög gott. Lít- ill hluti taldi það sæmilegt eða beinlínis vont, eða um 8%. -PLP Lóðin við Aðalstræti sem Olafur Laufdal hefur fest kaup á. _ DV-mynd KAE Olafur Laufdal: Kaupir lóð í Aðalstræti Ólafur Laufdal veitingamaður hefur fest kaup á lóðinni Aðalstræti 14-16, það er lóðina á hominu á móti Hjálp- ræðishemum. Kaupin fóru fram á seinni hluta síðasta árs en hefur verið haldið leyndum hingað til. Ólafur Laufdal sagði í samtali við DV að hann hefði enn ekkert ákveðið hvað hann ætlaðist fyrir með þessa lóð en ekki væri samt ætlunin að byggja á henni nýjan skemmtistað. Lóðir á þessum stað em þær dýmstu á öllu landinu og hafði DV fregnað að Ólafrir hefði gefið um 30 milljónir króna fyrir lóðina. Slíkt verð sagði hann algjörlega út í hött. Er þetta þá kannski nær 10 milljón- um? „Já, það má segja það en annars er verðið trúnaðarmál á milli mín og fyrr- um eigenda lóðarinnar," sagði Ólafrir. Eitt stórt timburhús er á lóðinni, Aðalstræti 16, en það er að stofrii til eina húsið sem eftir er af hinum upp- haflegu Innréttingum og gekk undir nafriinu Lóskurðarstofan. Það hefrir borið nokkur nöfn í gegnum tiðina, m.a. Andersenshús en það var Hans Andersen klæðskeri sem byggði húsið upp í núverandi mynd um síðustu aldamót. Öllum núverandi íbúum hússins hef- ur verið sagt upp húsnæðinu en Ólafrir sagði það alveg óákveðið hvað gert yrði við húsið. -FRl

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.