Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1987, Side 30
30
LAUGARDAGUR 11. APRÍL 1987.
Fréttir
Frá v.: Brigitte Lemery, blaðamaður frá La Voix du Nord, Silvie Singier,
nemandi, frú og herra Delaporke, bæjarritari í Hem.
Fiönsk innrás
í Keflavík
Magnús Gíslason, DV, Suðumesjum;
Mikil eftirvænting ríkti meðal
nemenda 9. bekkjar Holtaskóla í
Keflavík á sunnudagskvöld eitt fyrir
stuttu en þá var von á 70 frönskum
jafnöldrum þeirra frá St. Paul-skóla
í Hem í Norður-Frakklandi. Búið var
að baka pönnukökur, steikja kieinur
og leggja á borð þegar Frakkarnir
komu í Holtaskólann.
Aðdragandinn að „innrás Frakk-
anna“ í Keflavík er nokkuð langur.
Francois Scheefer, yfirkennari við
St. Paul-skólann, sem er fararstjóri
hópsins, tók ástfóstri við ísland þeg-
ar hann kom hingað 19 ára að aldri
og hefur m.a. gefið út bók um ísland
á frönsku. Hann kom á þessu vin-
áttusambandi við Holtaskólann, með
aðstoð Þórs Stefánssonar, forseta
Alliance Francaise, sem einnig kenn-
ir frönsku við Fjölbrautaskóla
Suðurnesja.
„Nemendurnir hafa skrifast á og
þekkjast því orðið bréflega síðan í
haust," sagði Sigurður Þorkelsson,
skólastjóri í Holtaskóla, „og hafa
skrifin farið fram á ensku til þessa
en áhuga fyrir frönsku hefur eigi að
síður aukist hjá nemendum hér.
Frönsku ungmennin munu dvelja á
Suðurnesjum í hálfan mánuð. Þau
búa á einkaheimilum nemenda 9.
bekkjar Holtaskóla sem eru frá flest-
um byggðum á Suðurnesjum. Við
munum reyna að sýna þeim landið
eins og kostur er og meðal annars
dvelja að Krumshólum í þrjá daga.
I maíbyrjun munum við síðan fara í
boði þeirra til Hem og dvelja hjá
þeim í tvær vikur.“
Eftir að Frakkarnir höfðu gætt sér
á því sem á borðum var dreifðist
hópurinn - hver og einn hélt á brott
með íslenskum jafnaldra. Allt gekk
vel og skipulega enda höfðu kennar-
ar skólans lagt miklu vinnu í að allt
gengi greiðlega.
Samskipti skólanna hafa vakið at-
hygli í Frakklandi og verið getið í
blöðum, útvarpi og sjónvarpi. Einn
blaðamaður kom með hópnum, Brig-
itte Lemery, frá „La Voix du Nord“
(Rödd norðursins) sem hefur, eftir
því sem hún sagði, um milljón lesend-
ur. Fleiri fjölmiðlamenn komu 3.
apríl frá Frakklandi til að fylgjast
með heimsókninni.
I framhaldi af heimsókninni stend-
ur til að undirrita vinabæjarsamning
á milli Keflavíkur og Hem og bæjar-
ritarinn í Hem, Delaporke, kom með
hópnum ásamt eiginkonu sinni.
Hópmynd af Frökkunum við komuna til Keflavíkurflugvallar.
DV-mynd Magnús
Stöð 2 til Eyja fyrir kosningar?
Ómar Gaiðaisson, DV, Vestmannaeyjuin;
Nú er allt útlit fyrir að sendingar
Stöðvar 2 verði komnar til Vest-
mannaeyja fyrir kosningar. Á fimmtu-
dag var von á þrem sendum til landsins
og eru þeir ætlaðir til sendinga á efni
stöðvarinnar til Selfoss, Hvolsvallar
og Vestmannaeyja. Sent verður með
ljósleiðurum til Hvolsvallar og þaðan
með örbylgjusendi til Vestmannaeyja.
í Eyjum verður sendirinnr á Stóraklifi
og mun hann taka á móti efriinu firá
Hvolsvelli. Frá Stóraklifi verður sent
yfir bæinn.
Hannes Jóhannsson, tæknistjóri á
Stöð 2, sagði í viðtali við DV að stefiit
væri að því að koma sendunum upp
fyrir þingkosningamar þann 25. þ.m.
Póstur og sími sér um uppsetningu
sendanna en vegna mikilla anna
þeirra starfsmanna, sem vinna við
upsetningima, er óvíst hvort það tekst.
Eins getur veður hamlað framkvæmd-
um. „En við leggjum allt í sölumar til
að þetta geti orðið,“ sagði Hannes.
Þess má geta að verslanir í Eyjum
em famar að undirbúa komu Stöðvar
2 með því að auglýsa loftnet og af-
ruglara.
Hin hliöin
• Kristján Sigfús Sigmundsson segir að sinn helsti veikleiki sé aó geta ekki sagt nei.
„Þorbergur er
minn uppáhalds
íþróttamaður' ‘
- segir Kristján Sigmundsson, markvörður og framkvæmdastjóri
Kristján Sigmunds-
son, landsliðsmark-
vörður í handknatt-
leik og nýkrýndur
Islandsmeistari með
Víkingi, sýnir lesend-
um DV hina hliðina á
sér að þessu sinni.
Kristján hefur um
langt árabil verið í
fremstu röð mark-
varða hér á landi og í
hófí, sem Víkingar
héldu eftir síðasta leik
Islandsmótsins á dög-
unum, var Kristjan
kosinn handknatt-
leiksmaður ársins hjá
Víkingi ásamt fyrir-
liða liðsins, Guðmundi
Guðmundssyni.
íristján var hinn
íressasti að venju
>egar við slógum á
>raðinn til hans í vik-
unni og varð fuslega
við því að svara spum-
ingum okkar og fara
svór hans hér á eftir:
Fullt nafn: Kxistján Sigfús Sig-
mundson.
Aldur: 29 ára.
Fæðingarstaður; Reykjavik.
Maki: Guðrún Herdís Guðlaugs-
dóttir.
Böm: Einn strákur, Sigmundur,
þriggja ára.
Bifreið: Toyota Corolla, árgerð
1987.
Starf: Framkvæmdastjóri.
Laun: Sæmileg.
Helsti veikleiki: Ég kann ekki að
segja nei.
Helsti kostur: Sveigjanlegur.
Hefur þú einhvem tíma unnið í
Umsjón:
Stefán
Kristjánsson
happdrætti eða þvílíku? Nei, aldrei
nokkum tíma.
Uppáhaldsmatur: Lambakjöt.
Uppáhaldsdrykkur: Mjólk.
Uppáhaldsveitingastaðun Hótel
Holt.
Uppáhaldstegund tónlistar Ég er
alæta á tónlist.
Uppáhaldshljómsveit: Genesis.
Uppáhaldssöngvari: Phil Collins.
Uppáhaldsblað: Morgunblaðið.
Uppáhaldstímarit: Heimsmynd.
Uppáhaldsíþróttamaður: Þorberg-
ur Aðalsteinsson.
Uppáhaldsstjómmálamaður:
Finnur Ingólfsson, annar maður á
lista Framsóknarflokksins í
Reykjavík.
Uppáhaldsleikari: Jack Nicholson.
Uppáhaldsrithöfundur: Alistair
MacLean.
Besta bók sem þú hefur lesið: Ég
lifi eftir Martin Gray.
Hvort er í meira uppáhaldi hjá þér
ríkissjónvarpið eða Stöð 2? Eins
og staðan er í dag myndi ég segja
Stöð 2.
Hver útvarpsrásanna finnst þér
best? Bylgjan.
Ætlar þú að kjósa sama flokk í
komandi alþingiskosningum og þú
kaust síðast? Já, ég reikna fastlega
með að gera það.
Hvar kynntist þú eiginkonunni? f
Verslunarskólanum.
Helstu áhugamál: Handknattleik-
ur og tónlist.
Fallegasti kvenmaður sem þú hef-
ur séð: Konan mín.
Hvaða persónu langar þig mest til
að hitta? Mig langar mikið til að
ræða málin við Gaddafi, leiðtoga
Líbýu.
Fallegasti staður á íslandi: Siglu-
fjörður.
Hvað ætlar þú að gera í sumarfrí-
inu? Það er alveg óráðið eins og er.
Eitthvað sérstakt sem þú stefnir
að á þessu ári: Ég stefhi bara að
því að standa mig sem best í því
sem ég tek mér fyrir hendur hveiju
sinni.
-SK