Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1987, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1987, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚNÍ 1987. Fréttir Burðarþolið: Starfsmaður byggingafuHtma teiknaði húsið og tók út verkið Eitt þeirra tíu húsa sem gerð var úttekt á við gerð burðarþolsskýrsl- unnar margumræddu var Eldshöfði 18. í niðurstöðum nefndarinnar, sem vann að skýrslunni, segir að teikn- ingum diafi verið það ábótavant að ekki hafí verið unnt að meta raun- verulegt ástand hússins og þvi ekki réttlætanlegt að eyða tíma í athugun á þessu stigi. Byggingarsaga þessa húss er þyrn- um stráð. Arkitekt hússins er Jón Björnsson en um verkfræðiteikning- ar (burðarþol) sá Björgvin Víglunds- son sem þá var starfsmaður hjá byggingafulltrúanum í Reykjavík. Eigendur að Eldshöfða 18 eru þrír: Jörgen Sigurjónsson. Jón Sigurjóns- son og Armann Haraldsson. Þeir sömdu allir saman við Björgvin Víg- lundsson um að hann fengi fyrir sína vinnu 150 þúsund krónur frá hverj- um eiganda og átti vinna Björgvins að greiðast með vinnuskiptum. Þre- menningarnir önnuðust alla jarð- vinnu við byggingu Björgvins í Seláshverfi. Þetta samkomulag var gert á skrifstofu Björgvins hjá bvgg- ingafulltrúanum í Reykjavík. Framkvæmdir við byggingu húss- ins hófust í maí 1985. Þegar búið var að steypa plötu yfír kjallara í júlí- mánuði 1985 voru gerðar viðeigandi úttektir, þær annaðist starfsmaður bvggingafulltrúa, Björgvin Víg- lundsson, sá sami og teiknaði burðarþolsteikningar hússins. í apríl 1986 hófust framkvæmdir á ný. Það var uppsteypa á veggjum í hæð að þakvirki og fengnar úttektir, Björgvin annaðist þær ekki. í lok mai var lokið við að reisa 2/3 hluta hússins og ákveðið var að halda áfram framkvæmdum í samræmi við stimplaðar teikningar. Björgvin sendir reikning Þegar hér var komið sögu fengu Eldshöfði 18. Byggingasaga hússins er þyrnum stráð. byggjendurnir reikning frá lögmanni Björgvíns Víglundssonar. Var hann öllu hærri en um hafði verið samið. Þegar svo var komið var húsbyggj- endunum neitað um úttektir frá skrifstofu byggingafulltrúans í Reykjavík og ástæðan var ógreiddur reikningur frá Björgvin Víglunds- syni. Starfsmenn byggingafulltrúa gerðust sem sagt innheimtumenn fyrir Björgvin Víglundsson. Þegar skoða átti gögn hússins hjá byggingafulltrúa kom í ljós að engar teikningar höfðu verið lagðar inn til samþykktar nema að 1. hæð. Teikn- ingar vantaði að: veggjum í kjallara, loftplötu vfir kjallara og frárennsli í grunni. Þessar teikningarhöfðu ekki verið lagðar inn til samþvkktar en úttektir á viðkomandi verkþáttum höfðu þó alltaf fengist. Á þessum tíma var lýsing á verkinu send til byggingafulltrúa þar sem óskað var eftir að gert yrði eitthvað , . . Reykjavík, 30. maí 1986 Hr. Jon o. Sigurjonsson, ' Silungakvísl 3, 110 Reykjavík Björgvin víglundsson, verkí rieftingur hel:ur J'alif1* skriJ:stol:u minni aó krei ja v,f*UL' um þóknun vegna vtirkfræftiteikninga vifí byggingu ynar EldshöJóa 18, Reykjavík. GjaldJ:allna skuldin er skv. meAl ylgjandi yfirliti kr. 1.311.910,00. Björgvin samþykkir aA meta verkþátt yðar að Vesturasi 54 á ca. kr. 150.000,- er kemur til lækkunar. Skv. framanrituóu telst skuldin vera Til lrádrátt^r v/Vesturás 54 lnnheimtulaunu skv. gjaldskrá L.M.F.í. Sar.itals kr. 1.311.910,00 "(3 50.000,00) 1.161.910,00 59.575,00 kr. 1.221.485,00 óskast oJangreind skuld greidd eða um hana samið á skrifstofu undirritaós innan 7 daga frá dagsetningu bréfs þessa, en að þeim tíma liðr.um verður krafan innheimt meó málssókn án frekari Krafa Björgvins, sem lögfræðingur hans sendi eigendum Eldshöfða 18. KRISTJÁN STEFÁNSSON HÉRADSDÓMSLÖGMADUR RANARGÖTU 13-101 REYKJAVlR- SlMAR 10412-27765 - PÓSTHÖLF 712 í málinu þar sem gangur málsins var farinn að skaða húsbyggjendur veru- lega. Björgvin fær skeyti Björgvin Víglundsson fékk sent skeyti frá húsbyggjendunum þar sem óskað var eftir að teikningar að hús- inu yrðu sendar strax inn til sam- þykktar. Honum var einnig tilkynnt að teikningarnar yrðu sendar til gjaldskrárnefndar verkfræðinga og verðlagðar þar. Björgvin fékk annað skeyti hálfum mánuði síðar. Þar seg- ir að þar sem hann hafi ekki enh sent teikningarnar inn til samþykkt- ar muni þeir óska eftir umsögn varðandi hönnun á burðarvirkjum og jafnframt var óskað eftir að ekki kæmu fleiri teikningar frá honum. Fundur með byggingafulltrúa í sama mánuði var haldinn fundur með eigendum hússins og bygginga- fulltrúanum, Gunnari Sigurðssyni. Kvaðst Gunnar Sigurðsson ætla að ræða við Björgvin Víglundsson og Hallgrím Sandholt þannig að lausn fengist á málinu. Gunnar Sigurðsson sagði að styrkja þyrfti útveggi húsanna með súlum, sem steypa þyrfti eftir á, og merkti hann þær ir.n á teikningu. Gunnar sagðist ætla að ræða frekar um þetta við Björgvin. Ekkert heyrst frá byggingafulltrúa Um miðjan apríl á þessu ári hafði ekkert heyrst frá byggingafulltrúa né Björgvin. Eftir að gerð var úttekt á burðarþoli hússins hefur liðkast til hjá byggingafulltrúa. Hagsmunir Björgvins tengjast ekki lengur emb- ætti byggingafulltrúa, þar sem honum hefur verið vikið úr störfum þar. -sme Kvennalistakonurnar Málmfríður Sigurðardóttir og Guðrún Agnarsdóttir ganga á fund forseta í gær. Albert Guðmundsson, formaður þingflokks Borgaraflokksins, gengur á braut. DV-mynd Brynjar Gauti Foiystumenn hjá fbrseta - línur nokkuð að skýrast Erilsamt var hjá forseta íslands, Vigdísi Finnbogadóttur, í gær. Þá boðaði forsetinn talsmenn allra stjómmálaflokka á sinn íúnd og ræddi við þá um stöðuna í stjómar- myndunartilraununum. Steingrímur Hermannsson, for- maður Framsóknarflokksins, sagði eftir fundinn að mjög margt hefði skýrst að undanfömu. T.d. hefðu skilyrði Kvennalistans nú komið fram og Jón Baldvin hefði fallið frá fyrri yfirlýsingum sínum um ógild- ingu landbúnaðarsamningsins svokallaða. Steingrímur sagði einnig að sjálfstæðismenn væm búnir að útiloka samstarf við Borgaraflokk- inn svo að það mynstur væri út úr myndinni í bili. Jón Baldvin Hannibalsson, for- maður Alþýðuflokksins, sagði eftir fundinn með forseta að fjögurra flokka stjóm væri pólitískur upp- boðsmarkaður og um hana nennti hann ekki einu sinni að hugsa. Því virðist staðan nú nokkuð að skýrast og athygli manna beinist mest að stjóm Sjálfstæðisflokks, Al- þýðuflokks og Framsóknarflokks. -ES Herþotur ollu refabændum tjóni „Þetta em læður sem eiga 3-4 daga í got og gutu hreinlega vegna hræðslu. Þotumar gefa frá sér einhvers konar hljóðbylgjur sem dýrin þola ekki og hræðsla í einu dýri smitar út frá sér,“ sagði Snorri Stefánsson, refabóndi í Lundi i Borgarfirði. Herþota frá vam- arliðinu (sumir segja tvær) flaug þá lágt og hratt yfir Lundarreykjadal og virðist hafa rofið hljóðmúrinn. Að sögn Snorra em yrðlingamir, sem þannig em gotnir fyrir tímann, ekki nógu kröftugir til að komast á spena og deyja hreinlega liggjandi út í homi ef móðirin hefur hreinlega ekki étið þá. Ennþá spenna I refunum „Það er ennþá spenna í dýmnum og þær eru enn að láta. Gól í einni læðu hefur keðjuverkandi áhrif um húsið,“ sagði Snorri. Hann áætlar að á milli 49-50 hvolpar hafi látist og þar af helmingur blendingsdýr sem em mun verðmeiri. Lauslega áætlað tjón miðað við haustverð er því um 150- 200.000 krónur. „Ég fór þó betur út úr þessu en nágranni minn, Sigurður Oddur Ragnarsson á Oddsstöðum. Mér skilst að hjá honum hafi fleiri hvolpar drepist og heldur meira af blendingum." Snorri sagði að þeir hefðu sett sig í samband við varnarmálaskrifstofú ut- anríkisráðuneytisins og verið væri að kanna hvemig tekið yrði á málunum. „Þeir hafa verið mjög samvinnuþýðir, hvað sem síðar verður, en auðvitað vonumst við eftir því að við fáum tjó- nið bætt.“ Hjá vamarmálaskrifstofunni feng- ust þær upplýsingar að ekkert væri um málið að segja á þessu stigi, skrif- stofan yrði að fá frekari upplýsingar um hvað hafi gerst og hvort um tjón hafi verið að ræða. JFJ Steingrímur vill Stefán inn Áhugi á því aðfá Stefán Valgeirsson til þess að framlengja líf núverandi ríkisstjómar hefur nú aukist nokkuð meðal framsóknarmanna. Steingrímur Hermannsson, for- maður Framsóknarflokksins, kallaði Stefán á sinn fúnd í gærmorgun og ræddi þar við hann möguleikann á samstarfi við Framsóknarflokk og Sjálfstæðisflokk. Einnig ræddi Stein- grímur við Stefán um hvemig sam- starfi Stefáns og Framsóknarflokksins yrði háttað í framtíðinni. Stefán mun ræða við sína stuðningsmenn og ræða aftur við Steingrím innan tíðar. Framsóknarflokkur og Sjálfstæðis- flokkur hafa nú samtals 31 þingmann af 63. Með liðsinni Stefáns yrðu 32 þingmenn á bak við slíka stjóm og þar með meirihluti í sameinuðu þingi. Stjómin hefði síðan meirihluta í ann- arri þingdeildinni en í hinni væm jafnmargir frá stjóm og stjómarand- stöðu. Svo virðist sem Steingrímur Her- mannsson vilji hafa þetta stjómar- mynstur í bakhöndinni ef allt annað þrýtur. Ljóst er að Stefán myndi gera kröfú um ráðherraembætti í slíkri stjórn og einnig er ólíklegt að sjálf- stæðismenn væm tilbúnir til þessa samstarfs án þess að fá forsætisráð- herraembættið. Ekki er þó mikill áhugi í þeirra röðum á þessu mynstri. -ES í höfn er búist við að kjötið verði sent til kaupendanna í Japan og þá að líkind- um eftir öðrum leiðum en þeim sem síðast vom famar. -ój Hvalkjötið komið Hvalkjötið, sem v-þýsk stjómvöld Er hér um að ræða sex gáma, en kyrrsettu í Hamborg á dögunum, kom hvalkjöt þetta átti að fara til Japans. hingað til lands með leiguskipi Eim- Ekki var kunnugt um ástand kjötsins skipafélagsins, Dorado, í gær. þegar síðast fréttist, en ef allt er í lagi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.