Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1987, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1987, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚNÍ 1987. 9 Þyrlur flughersins á Sri Lanka reiðubúnar til að leggja upp í árás á skæruliða tamíla. Hvatt til innrásar Indverja á SH Lanka ]ón Ormur Halldórsson, DV, Lcindon; Allmörg dagblöð á Indlandi hafa síðustu daga hvatt indversku stjórnina til að beita hervaldi til stuðnings tam- ílum á Sri Lanka en stjómarherinn þar í landi hefur haldið áfi-am sókn sinni inn á Jafíhaskagann sem hefur verið í höndum uppreisnarmanna ta- míla siðustu misseri. I það minnsta fimm hundruð manns hafa fallið í sókn stjómarhersins síð- ustu daga. Óttast margir enn verra blóðbað ef stjórnarherinn sækir lengra inn á skagann en fjöldi tamílskra flóttamanna hefur bæst við þéttbýlið þar sem þar var fyrir. Sumir telja að um átta hundmð þúsund manns búi nú á skaganum. Sókn stjórnarhersins hófst eftir að hryðjuverkamenn tamíla höfðu vegið nær tvö hundruð manns á tveimur dögum með árásum á almenning í tveimur af stærstu borgum landsins. Mánuðina þar á undan höfðu Indverj- ar reynt að koma á beinum viðræðum milli stjómarinnar og fulltrúa upp- reisnarmanna án verulegs árangurs. Rajiv Gandhi er nú undir miklum þrýstingi frá tamílum á Indlandi en þeir em um sextíu milljónir í syðsta fylki landsins. Gandhi mun telja sig svikinn af stjórninni á Sri Lanka sem hann telur ekki hafa gengið nægilega til móts við uppreisnarmenn. Yfirvöld á Sri Lanka telja sig einnig svikin af indversku stjóminni því skæmliðar tamíla hafa bækistöð sína á Indlandi og gæti indverska stjórnin ónýtt bar- áttu þeirra í einu vetfangi með því að loka búðum þeirra og aðflutningsleið- um til Sri Lanka. Hæpið verður þó að telja að Indverj- ar leggi í hemaðaríhlutun á Sri Lanka en þó er ekki hægt að útiloka slíkt, Rajiv Gandhi á mjög undir högg að sækja heima fyrir eftir hvem stjóm- málaósigurinn af öðrum á síðustu mánuðum. Flokkur hans hefur tapað vemlegu fylgi og áhrifum í ýmsum fylkjum landsins þar sem kosningar hafa farið fram að undanfömu og stjóm hans hefur mátt þola alvarlegar ásakanir um spillingu kringum vopna- kaup frá Svíþjóð. Ennfremur hefur ástandið i Punjab. Kasmír og Asan lítið batnað á síðustu mánuðum en á þessum stöðum og fleiri hefur fólk, sem vill sjálfstæði frá Indlandi, átt í bar- áttu við stjómvöld. Vegna þessa ástands á Indlandi er það því tvíeggjað sverð fyrir indversk stjómvöld að styðja aðskilnaðarsinna i grannríki. _____________Úflönd Forsætisráð- herra Barba- dos látinn Errol Walton Barrow, forsætis- ráðherra Barbadoseyja, lést skyndilega á heimili sínu í Bridgetown í gær. Barrow, sem var sextíu og sjö ára gamall, var leið- togi landa sinna þegar þeir fengu sjálfstæði árið 1966 eftir að hafa verið undir stjóm Breta. Ekki er ljóst hver dánarorsök Barrows var en í tilkynningu, sem lesin var í útvarpi, var skýrt frá að varaforsætisráðherra landsins, Erskine Sandiford, hefði tekið við embætti forsætisráðherra og að altir aðrir ráðherrar landsins yrðu endurskipaðir. Verkamanna- flokkurinn vill banna nektarmyndir Breska dablaðið The Sun, sem er söluhæsta blað Bretlands, skýrði lesendum sínum frá þvi í morgun að ef Verkamannaflokk- urinn næði meirihluta í kosning- um þeim sem fram undan em muni það verða til þess að daglegur skammtur toppleysis hverfi úr blaðinu. The Sun, sem selst í Qórum og hálfri milljón eintaka daglega, birtir á hverjum degi mynd af topp- lausri stúlku á blaðsíðu þrjú. í morgun var þriðja síðan auð og sagði blaðið að þannig yrði hún ef Verkamannaflokkurinn ynni sigur í kosningunum því að nokkr- ir af vinstri sinnuðum þingmönn- um flokksins vildu banna berbrjóstamvndir í dagblöðum. The Sun hefur alla tið stutt íhaldsflokkinn, flokk Margaret Thatcher forsætisráðherra. Ef til vill var það því ekki tilviljun að blaðinu láðist að geta þess að bann við nektarmvndum er aðeins áhugamál fáeinna þingmanna Verkamannaflokksins en hefur ekki fengið hljómgrunn annarra þar á bæ. Hoss útnefndur forsætisráðherra Hingað til óþekkt samtök múha- meðstrúarmanna hafa lýst sig ábyrg fyrir tilræðinu við Rashid Karami forsætisráðherra Líbanons. Talsmaður samtakanna hringdi til alþjóðlegrar fréttastofu í Beirút kvað samtökin hafa ákveðið að hefha aðgerða Sýrlendinga gegn múhameðstrúarmönnum í Trípólí. Fjölskylda Karamis, en hann lést eftir að sprengju hafði verið komið fyrir undir sæti í þyrlu er hann ferð- aðist í, er valdamikil í Trípólí og múhameðstrúar. Hefur fjölskyldan náin sambönd við Sýrland. Menntamálaráðherra Líbanons, Selim Hoss, hefúr verið útnefndur forsætisráðherra landsins eftir morðið á Karami. Hoss var forsætis- ráðherra í fjögur ár frá 1976. Hann er talinn samningalipur og fær um að koma á sættum. Almennt er óttast að borgarastyrj- öld brjótist út og hafa margir haldið sig innandyra eftir viðvörunarorð hersins. Lýst hefur verið yfir þjóðarsorg í viku og skipuð hefur verið nefnd til að rannsaka morðið sem fordæmt er meðal fjölda þjóða. Þúsundir manna söfnuðust saman í heimaborg Karamis í gærkvöldi þar sem kista hans var borin um götum- ar. Útför hans verður gerð á mið- vikudag. Aðrir þeir er vom um borð í þyrl- unni, þrettán talsins, særðust allir. Meðal þeirra var innanríkisráðherra landsins Al-Rassi. Flugmaðurinn særðist á öðm auganu og flaug hann þyrlunni með aðstoð á herflugvöll. Karami hafði verið í fríi í Trípóh' og var á leið til Beirút. Forsætisráðherra Libanons, Rashid Karami, lést i gær af völdum sprengju Selim Hoss, menntamálaráðherra Líbanons, hefur verið útnefndur forsætis- sem komið var fyrir undir sæti í þyrlu er hann ferðaðist i. ráðherra landsins. Hann hefur áður verið forsætisráðherra um fjögurra Símamynd Reuter ára timabil. - Símamynd Reuter ■ tem

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.