Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1987, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1987, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚNÍ 1987. 5 Fréttir Farsímakerfið sprungið - úrbóta að vænta „Því miður næst ekki í þetta númer sem stendur, gjörið svo vel að reyna aftur siðar.“ Það hafa eflaust allir sem reynt hafa að hringja í farsíma heyrt þetta svar. Frá því að farsím- inn hélt innreið sína hér á landi fyrir tæpu einu ári eru notendur orðnir þrjú þúsund talsins. Ef sama þróun heldur áfram verða eftir eins árs notkán fimmtán notendur á hverja þúsund íbúa. í Noregi hafa notendur verið flestir hingað til eða fjórir á hverja þúsund íbúa. íslendingar eiga samkvæmt þessu heimsmet í farsímaeign en það er ekki öll sagan því íslendingar hringja líka helmingi oftar en þeir sem næstir koma. Sjómenn eru manna duglegastir við að nota far- símann. Rúmlega helmingur allra hringinga úr farsímum er frá bátum og skipum. Magnús Waage hjá Pósti og síma sagði að ein skýring á þess- ari miklu notkun hér á landi væri meðal annars að hér væri til muna ódýrara að hringja úr farsíma en i nágrannalöndunum. Um það hvers vegna svo erfitt væri að hringja í farsímana sagði Magnús að notkunin væri mikil og miklu meiri en gert hefði verið ráð fyrir. Pósti og síma hefði aldrei te- kist að ná í skottið á sjálfum sér við útbreiðslu kerfisins. I síðustu viku var tölvan, sem afgreiðir númerin, stækkuð um fimmtíu prósent og verður stækkuð meira á næstu vik- um. Astandið er misslæmt víða um land. í sumar verður síðan radíó- stöðvum fjölgað. í haust er von til að kerfið verði orðið þolanlega gott. Magnús Waage sagði að vegna þess hversu afgreiðslufrestur væri langur á þeim tæknibúnaði sem Póstur og sími þyrfti til stækkunar á kerfinu hefði því miður ekki tekist að halda í við þróun í notkun farsímans. -sme Islenskir popparar vinsælir í Stavanger „Mikill fjöldi unglinga hefur hringt hingað á útvarpsstöðina til að fá upp- lýsingar um það hvar sé hægt að kaupa hljómplötu Herberts Guð- mundssonar, Can’t walk away. Ég einn hef svarað 150-200 slíkum upp- hringingum en í heildina eru þær mun fleiri,“ sagði Halldór Einarsson, dag- skrárgerðarmaður við útvarpsstöðina Siddis-radio í Stavanger. Halldór er með útvarpsþátt á ellefta tímanum á mánudagskvöldum en þá spjallar hann við hlustendur á ís- lensku og ensku og spilar jafnframt íslensk popplög við mikinn fögnuð hlustenda. „Lagið Beutiful girl, með Herbert, virðist einnig ætla að slá í gegn hjá okkur og eins lagið Look me in the eye, með Strax. Gallinn er 'oara sá að hér í Noregi er ekki hægt að fá plöt- urnar hans Herberts svo okkui- þætti vænt um að þið kæmuð þvi til skila að hér á hann marga aðdáendur. Ég er viss um að hér myndu plöturnar hans seljast mjög vel. Útvarpsstöðin, sem Halldór vinnur við, er önnur tveggja einkastöðva í Stavanger og nær hún til um 350 þús- und manns. -KGK Einar Óiason, Ijósmyndari Þjóöviljans, og Albert Guðmundsson hittust á leik Vals og Keflavikur í fyrradag og fór vel á með köppunum. Létu þeir töluð orð nægja i þetta skiptið en Albert gekk þó úr skugga um að Einar væri jafn vel tenntur og sókn Valsmanna sem sigruðu, 7-1. DV-mynd Brynjar Gauti Farmanna- og fiskimanna- sambandið fimmtugt Farmanna- og fiskimannasamband Islands, sem er samband yfirmanna á íslenska flotanum, fagnar um þessar mundir 50 ára afmæli sínu með sögu- sýningu, útgáfú afmælisrits og af- mælishófi. Þó að FFSÍ sé fyrst og fremst stéttarsamband hefur það markað djúp spor í sögu þjóðarinnar og verður því gert góð skil á sögusýn- ingu í samkomusal félagsins í Borgart,- úni 18. A sýningunni, sem hefst á miðvikudaginn og stendur í viku, verður á veggspjöldum dregin upp á myndrænan hátt þróun fjölda mála sem FFSI hefur unnið að. Gefið hefur verið út afmælisrit, sem er 4. 5. tölublað þessa árs af blaði FFSI, Sjómannablaðinu Vfkingi. Blaðið er að ýmsu leyti sérstætt meðal slíkra rita hvað efnistök og uppsetn- ingu varðar, er reynt að stikla á stóru í sögu sambandsins, auk hugleiðinga og heillaóska. Ritstjóri er Sigurjón Valdimarsson en blaðið er 244 síður að stærð og allt litprentað. Á afmælisdaginn sjálfan, þann 2. júní, verður boðið til hátíðarfundar í samkomusal sambandsins en þá verð- ur hálf öld liðin frá setningardegi fyrsta þings sambandsins. Á fyrsta þinginu var Ásgeir Sigurðsson skip- stjóri kosinn foi'seti sambandsins og gegndi því til dauðadags, eða f tæp 25 ár. Síðan hafa 10 menn gegnt forseta- starfinu en núverandi forseti er Guðjón A. Kristjánsson skipstjóri frá ísafirði. JFJ JEEP CHEROKEE - JEEP WAGONEER Árgerð 1988 CHEROKEE BASE KR. 1.010.000,- CHEROKEE PIONEER KR. 1.108.000,- CHEROKEE CHIEF KR. 1.160.000,- CHEROKEE LAREDO KR. 1.245.000,- Lúxus útgáfa - WAGONEER LIMITED - Verð kr. 1.635.000,- Bílar þar sem fara saman gæði og glæsilegt útlit! Aðeins það besta er nógu gott! Stuttur afgreiðslufrestur! Pantir þú strax ca. 2 mán. n Jeep umboðið ATH! Bíll innfluttur af Agli tryggir að sjálfsögðu mun betri endursölu. EGILL VILHJÁLMSSON HF. Smiðjuvegi 4, Kóp., s. 7 72 00 - 7 72 02.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.