Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1987, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1987, Blaðsíða 33
ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚNl 1987. 33 Dægradvöl Topperinn kominn á flot en það kallast þessi tegund seglbats sem Viktor Steinarsson, tólf ára, kemur á skrið. Viktor ver öllum sínum frístundum í Nauthólsvikinni. DV-mynd KAE Byr í seglin - sighngastarfið í Nautholsvík hafið Nú er öll sumarstarfsemi að fara í gang og svo er einnig um siglinga- klúbbinn Siglunes sem hefur aðstöðu í Nauthólsvíkinni í Reykjavík. Þar hefjast byrjendanámskeið i dag fyrir krakka á aldrinum fimm til sjö ára. Siglingaklúbburinn er einnig með framhaldsnámskeið fyrir tólf til fimmtán ára unglinga og starfsemin er á vegum íþrótta- og tómstundar- áðs Reykjavíkurborgar. Umsjón með siglingastarfinu í sumar hefur Páll Kolbeinsson og sagði hann að sigl- ingaklúbburinn hefði yfir að ráða seglbátum, vélbátum, árabátum, kaj- ökum og kanóum ásamt 16 svoköll- uðum jullum sem eru litlir seglbátar fyrir byrjendur. Námskeið og bátaleiga Fyrir utan námskeið fyrir börn og unglinga á fólk þess kost að leigja báta alla eftirmiðdaga og töluvert hefur verið um að fjölskyldur og kunningjar taki sig saman og skreppi í skemmtisiglingu. Þar sem ekki er boðið upp á námskeið fyrir fullorðna hafa félagar úr siglingaklúbbnum Siglunesi tekið að sér að sigla með fólki og kenna því þannig ýmis und- irstöðuatriði í siglingatækni. Páll sagði að siglingastarfið hefði ætíð gengið áfallalaust enda væri gæslan ströng, allir í björgunarvest- um og gæslumaður úti á bát. í fyrstu er siglingatæknin kennd á litlum jullum en á framhaldsnámskeiðinu fá vanir siglingamenn að sigla svo- kölluðum topper sem er hraðskreið- ari og krefst meiri kunnáttu. Nógurer vindurinn „Öll aðstaða til að stunda siglingar hér við land er hin besta því nógur er vindurinn," sagði Páll og taldi furðu sæta að fleiri skyldu ekki not- færa sér vindana hér við land til að stunda siglingar með seglum. Er- lendis er það einmitt oft vöntun á vindi sem háir þeim siglingamönnum sem sigla undir seglum. Þó sagðist Páll hafa orðið var við að áhugi fólks á bátasportinu hefði aukist mikið á undanförnum árum. í Nauthólsvíkinni einni væru oft allt að eitt hundrað krakkar á degi hverjum yfir sumartímann. Aðspurð- ur hvort farið væri að keppa í sigling- um árlega sagði Páll að enn sem komið væri kepptu menn einungis sín á milli í gamni. „Aðalatriðið er að hafa gaman af þessu,“ sagði Páll að lokum. Starfsmenn siglingaklúbbsins hafa verið að yfirfara bátakostinn og eru nú til í slaginn. Á myndinni eru Páll umsjónarmaður, Viktor, Sigurður og Ingibjörg. DV-mynd KAE Vinningstölurnar 30. maí 1987. Heildarvinningsupphæð: 4.943.246,- 1. vinningur var kr. 2.476.368,- og skiptist á milli 3ja vinningshafa, kr. 825.456,- á mann 2. vinningur var kr. 742.298,- og skiptist hann á 422 vinningshafa. kr. 1.759,- á mann 3. vinningur var kr. 1.724.580,- og skiptist á 10.452 vinningshafa sem fá 165 krónur hver. Upplýsingasimi: 685111. m Gabriel HÖGGDEYFAR NÝ STÓRSENDING! 7 SÖMU HAGSTÆÐU VERÐIN. SKEIFUNNI5A, SIMI: 91-8 47 88 VANTAR í EFTIRTALIN HVERFI Skipholt 30—út Bolholt Laugaveg 170-180 Vatnsholt AFGREIÐSLA Þverholti 11 - Sími 27022 Nauðungaruppboð sem auglýst var í 132., 139. og 146. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1985 á eigninni Asbúö 41, Garðakaupstað, þingl. eign Kristjáns Rafnssonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Garðakaupstað á skrifstofu embættisins að Strandgötu 31, Hafnarfirði, föstudaginn 5. júni 1987 kl. 13.45. Bæjarfógetinn í Garðakaupstað. Aðalstræti Garðastræti Hávallagötu 1-19 #*««***«****«****«« Skaftahlið Nauðungaruppboð sem auglýst var í 102. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1984 og 2. og 8. tölu- blaði þess 1985 á eigninni Brekkubyggð 83, Garðakaupstað, þingl. eign Einars Friðþjófssonar, fer fram eftir kröfu Verzlunarbanka Islands, Gjald- heimtunnar í Garðakaupstap og Ara ísberg hdl. á skrifstofu embættisins að Strandgötu 31, Hafnarfirði, föstudaginn 5. júní 1987 kl. 14.15. Bæjarfógetinn i Garðakaupstað. Nauðungaruppboð sem auglýst var i 82., 86. og 90. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1986 á eign- inni Kriunesi 6, Garðakaupstað, þingl. eign Jónu Bjarnadóttur og Jóns Inga Ólafssonar, fer fram eftir kröfu Veðdeildar Landsbanka Islands á skrifstofu embættisins að Strandgötu 31, Hafnarfirði, föstudaginn 5. júní 1987 kl. 14.45. Bæjarfógetinn i Garðakaupstað. Nauðungaruppboð annað og síðara á eigninni Markarflöt 53, Garðakaupstað, þingl. eign Valdi- mars Bjömssonar, fer fram á skrifstofu embættisins að Strandgötu 31, Hafnarfirði, föstudaginn 5. júní 1987 kl. 13.30. Bæjarfógetinn i Garðakaupstað.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.