Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1987, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1987, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚNÍ 1987. 3 Fréttir Flugstöð Leifs Eiríkssonar: Dómsmálaráðherra vill fá yfírstjóm löggæslunnar „Já, ég tel það bæði æskilegt og eðlilegt að löggæslan í flugstöðinni heyri undir dómsmálaráðuneytið en ekki utanríkisráðuneytið. Löggæsla í flugstöð ætti ekki að vera neitt undantekningaratriði í þessum eín- - ágreiningur milli hans og utanríkisráðherra um,“ sagði Jón Helgason dómsmála- ráðherra þegar DV innti hann eftir ágreiningi sem upp er kominn milli hans og utanríkisráðherra um yfir- stjóm löggæslunnar í nýju flugstöð- inni í Keflavík. Aðspurður kvað Jón Helgason „mismunandi viðhorf vera uppi í ríkisstjóminni um þetta mál. Löggæslan í flugstöðinni hefur verið í höndum utanríkisráðuneytis- ins vegna herstöðvarinnar en með nýju flugstöðinni telur dómsmála- ráðherra ástæðu til breytinga á þessari skipan. „Nú er flugstöðin komin út fyrir girðinguna. Það er búið að aðskilja herlið og þjóðlíf en sú staðreynd gerir þessar skipulags- breytingar enn brýnni,“ sagði dómsmálaráðherra. KGK „Jarðskjálftasveit“ skáta? Jón G. Baldvinsson, formaöur Stangaveiöifélags Reykjavíkur, tekur fyrsta flugu- lax sinn á sumrinu og þriðja laxinn í Noröurá sporðtaki. DV-mynd G. Bender Laxveiðin byrjaði mjög vel Laxveiðin hófst í gærmorgun í tveimur veiðiám og lofar byijunin góðu. Veiðimennirnir vom mættir til veiða um sjöleytið og hófust handa við veiðamar. „Það em fínar fréttir héðan úr Þverá og em komnir á há- degi 15 laxar, sá stærsti er 15 punda og veiddi Ingvar Vilhjálmsson lax- inn,“ sagði Jón Ólafsson í veiðihúsinu við Þverá í gær. „Fyrsti fiskurinn veiddist um hálfáttaleytið og það virð- ist vera mikið af honum víða í ánni, besti veiðistaðurinn er Kirkjustreng- urinn. Þetta em allt fallegir laxar og þessi byrjun lofar góðu. Það er ekki búið að ákveða hvenær opna á Kjarrá en það verður næstu daga. “ Við mættum um sjöleytið við Norð- urá og var veiðin róleg til að byrja með en rétt fyrir átta gerðist laxinn óður og fyrir neðan Laxfoss á Eyrinni og Skerinu fengust þrír á tíu mínútum og vom þetta hinir fallegustu laxar, allir 10 punda. Var stórkostlegt að sjá laxinn taka á stuttum tíma flugumar en alls veiddust 9 laxar fyrir neðan Laxfoss þennan fyrsta morgun og allir á flugu. „Það veiddust 14 laxar þennan fyrsta morgun og þetta er fín byrjun, mjög gott,“ sagði Jón G. Baldvinsson, Veidivon Gunnar Bender formaður Stangaveiðifélags Reykja- víkur, í veiðihúsinu við Norðurá í hádegishléinu. „Við misstum 7 laxa og fiskurinn tekur grannt, það var Ólöf Stefánsdóttir sem veiddi fyrsta laxinn." Veiðin í Laxá á Ásum hófst á hádegi í gær og verður spennandi að sjá hvernig hún fer af stað. Laxinn er kominn í Laxá í Kjós og var töluvert af fiski í Laxfossi, einn 20 punda var þar á sveimi innan um minni fiska. -G. Bender Drengur fyrir bð Atta ára drengur slasaðist allnokk- uð er hann hljóp á eftir bolta út á götu og skall framan á bíl á gatnamót- um Hofsvallagötu og Reynimels í fyrrakvöld. Strætisvagn hafði numið staðar á biðstöð og hljóp drengurinn út á götuna framan við hann en í sömu svifum kom BMW bifreið aðvífandi og skall drengurinn á henni. Talið var að drengurinn væri mjaðmagrindar- brotinn og hefði auk þess nokkur innvortis meiðsli. ELA/DV-mynd S ^ s Lord Líchfield, hirðljósmyndari bresku krúnunnar. Lord Lichfield gerir miklar kröfur um myndskarp- leika og gæði litsjónvarpstækis. Tatung uppfyllti kröfur hans og við treystum okkur hiklaust til að mæla með Tatung litsjónvarpstæki við þig. Tatung litsjónvarpstækin eru framleidd af verk- smiðju Tatung í Englandi sem er ein fullkomnasta litsjónvarpstækjaverksmiðjan í Evrópu. Gæðaeftir- lit er mjög strangt. Hvert einasta tæki gengur í sólarhring áður en það er endanlega afgreitt. Full- komin tölva skráir allar mælingar. Þetta tryggir þér vel stillt úrvals tæki. Vegna hagstæðra samninga getum við boðið Tat- ung litsjónvarpstækin á sérstökum opnunarkjör- um. Útborgun frá kr. 7.000,- Staðgreitt 20" standard kr. 37.856,- kr. 35.960,- 20" fjarstýrt 22" fjarstýrt 22" stereo, fjarst. 26" fjarstýrt kr. 42.990,- kr. 40.840,- kr. 45.220,- kr. 42.960,- kr. 49.990,- kr. 47.405,- kr. 57.350,- kr. 54.480,- Fætur með hjólum og hillu fyrirvideo fylgja með. Jón G. Haukssan, DV, Akureyii Hjálparsveitir skáta hyggjast stofna sérstaka sveit sem ætlað er bregðast við þegar landsskjálftar verða. Hug- myndin er að sveitin geti hvort tveggja sinnt björgunarstörfum innanlands sem utan. Tillögur þessa eínis voru samþykktar á þingi skáta á Akureyri um síðustu helgi. í sveitinni yrðu læknar, hjúkrunar- fræðingar, hyggingarverkfræðingar og auk þess vanir menn við ruðnings- störf. Fari svo að þessi nýja sveit sinni björgunarstörfum í útlöndum mun hún öðlast mikilvæga reynslu sem gæti komið að notum ef landskjálftar yrðu á Islandi. Kynntu þér TATUNG, það margborgar sig. EINAR FARESTVEIT & CO. Borgartúni 28 - sími 91-16995/91-6 22 900. HF.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.