Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1987, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1987, Blaðsíða 40
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta- skot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 1.500 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greið- ast 4.500 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifíng: Simi 27022 ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚNi 1987. Jón Sigurðsson: Látum reyna á þennan stjórnarkost „Líkingin um þriðja hjólið undir vagni er ekki svo galin ef þriðja hjól- ið gæti orðið stýrishjólið," sagði Jón Sigurðsson alþingismaður um þátt- töku Alþýðuflokks í stjóm með Framsóknarflokki og Sjálfstæðis- flokki. Jón lét þessi ummæli falla á íundi í Alþýðuflokksfélagi Reykja- víkur í gærkvöldi. „Það er ekkert áhorfsmál að við hljótum að láta reyna á þennan stjórnarkost ef Jóni Baldvini verður falið frumkvæðið," sagði Jón Sig- urðsson. -KMU Framkvæmda- atriði um NATO-fund „Á fundinum verða ýmis fram- kvæmdaatriði i sambandi við NATO-fundinn kvnnt þannig að blaðamenn verði betur i stakk búnir þegar slagurinn hefst í næstu viku,“ sagði Hjálmar Hannesson í utanrík- isráðuneytinu um blaðamannafund ^^sem vai- klukkan 10 í morgun. Hjálmar sagði ennfremur að dag- skrá fundarins yrði afhent en fyrstu gestimir kæmu 9. júní og þeir síð- ustu fæm 13. júní. „Camngton, framkvæmdastjóri Atlantshafs- bandalagsins. heldur blaðamanna- fúnd um hádegisbilið þann 10. júní, sem er eins konar upphaf fundar- ins,“ sagði Hjálmar. jpj Mikið um árekstra Á síðasta sólarhring var mikið um árekstra í Reykjavík. Alls urðu (. árekstrarnir tuttugu og sjö. Árekstr- amir vom misharðir. Aðeins í einu tilfelli varð slys á fólki. Þá voru ökumaður og farþegi fólksbfls, sem lenti í árekstri við vömbíl á Ártúns- holti í gærmorgun, fluttir á slvsa- deild. -sme LOKI Sturlunga hin nýja ætlar að endast svo sem hin fyrri! Kvartað vegna ósiðlegs framferðis læknis Landlækni hefur borist kvörtun frú konu vegna framferðis læknis. Eftir þvf sem næst verður komist mætti umrædd kona í skoðun hjá lækninum og eftir venjulega skoðun vildi hann að hún kæmi aftur síðar. Hún fór að ráðum læknisins og mætti á umræddum tfma. í þessari síðari skoðun tekur lækn- irinn upp á því að þukla konuna og strjúka. Henni þóttu þetta nokkuð skrýtnar aðferðir en gerði ekki at- hugasemdir fyrr en læknirinn renndi niður buxnaklaufmni og gerði sig líklegan til frekari athafna. Þegar ljóst varhvað læknirinn hafði í huga tók konan til fótanna og flúði. Kcnan hefur nú kvartað undan framferði læknisins til landlæknis. Að sögn ólafs Ólafssonar landlækn- is er þetta fyrsta kvörtun sinnar tegundar sem borist hefir'til hans þann tíma sem hann hefur gegnt embætti landlæknis. -sme Sagt er að Bláa lónið búi yfir miklum lækningamætti en vart læknar það ástsýki. Slíkt var þó ekki að sjá á þessu pari sem skrúbbaði sig vel og vendilega enda tími vorhreingerninga. DV-mynd GVA Er Olafur að guggna? Jcn G. Haúksson, DV, Akureyri Ólafur Guðmundsson, nýsettur fræðslustjóri á Norðurlandi eystra, segir það alveg á hreinu að hann hefði ekki komið nálægt fræðslu- stjóramálinu hefði hann vitað nákvæmlega hvernig það væri vax- ið. Þetta kemur fram í dagblaðinu Degi í morgun. ólafur hættí við að hefja störf á fræðsluskrifstofunni i gær, 1. júnf, eins og hann hafði ætlað. Hann var í morgun á fundi með Reyni Krist- inssyni, aðstoðarmanni mennta- málaráðherra. ólafúr segir í Degi: „Ég verð að játa það að ég hef ekki gert mér fulla grein fyrir málinu fyrr en nú, eftír að hafa komið norður og talað við menn augliti til auglitis." Um það hvort hann sé að breyta ákvörðun sinni um að taka við starfi fræðslustjórans segir hann: „Ég er að hugsa málið, í ljósi heimsóknar minnar. En ég get alla vega sagt sem svo að ég hefði betur verið búinn að hitta norðanmenn fyrr. Veðrið á morgun: Léttskýjað á Suðvestur- og Vestur- landi Á miðvikudaginn verður norð- austanátt á landinu, léttskýjað á Suðvestur- og Vesturlandi en ann- ars skýjað og víða rigning um norðan- og austanvert landið. Hiti verður 3-6 stig norðanlands en allt að 12 stig að deginum syðra. Skákmótið á Egilsstöðum: Hannes Hlrfar tapaði Fyrsta umferðin á opna skákmótinu á Egilsstöðum var tefld f gærkveldi en alls hafa mætt 56 keppendur til leiks. Af þeim eru á milli 10 o'g 15 út- lendingar. Samkvæmt upplýsingum, sem DV fékk hjá Sigurjóni Bjamasyni, einum umsjónarmanna mótsins, má meðal helstu úrslita nefha að Hannes Hlífar Stefánsson tapaði sinni skák á móti Pálrna Péturssyni frá Akureyri, Anna Gulko vann Jón Árna Jónsson og Dan Hansson og Gylfi Þórhallsson gerðu jafntefli. Fyrsti vinningurinn á mótinu kom eftir fremur skamman tíma en þá vann Bandaríkjamaðurinn Ted Bullockus danskan andstæðing sinn i aðeins 13 leikjum. Teflt er í Hótel Valaskjálf á Egils- stöðum. Verður önnur umferð í kvöld og hefst hún klukkan lð. -ój Neyðumst til að gefa frí - segir Gunnar Guðbjartsson „Aðstæðumar neyða okkur til að gefa frí sem auðvitað er bagalegt því hér er unnið eftir ströngu vinnuskipu- lagi. Hins vegar viljum reyna að greiða fyrir þessum fundi eins og okkur er mögulegt,“ sagði Gunnar Guðbjarts- son, framkvæmdastjóri Framleiðslu- ráðs landbúnaðarins. Skrifstofur Bændasamtakanna, sem til húsa em að Hótel Sögu, munu gefa frí alla vik- una eftir hvítasunnu vegna NATO- fúndarins í lok næstu viku. Bæði er þetta af öryggisástæðum og til að út- vega starfsmönnum fúndarins skrif- stofuaðstöðu. Á Hótel Sögu hefur verið gerður sérstakur starfsmannalisti að beiðni utanríkisráðuneytisins og sendur því. Bæði Margrét Bentsen, starfsmanna- stjóri hótelsins, og Árni Sigurjónsson hjá útlendingaeftirlitinu sögðu það af og frá að flokka ætti fólk eftir stjórn- málaskoðunum. „Hótel Saga verður afgirt og verið er að búa til aðgang- skort fyrir starfsfólk, ekki annað,“ sagði Ámi. -JFJ Vopnaleit á flugvellinum 4 4 4 \ 4 4 4 4 4 4 4 4 4 Nú hefur verið tekið í notkun sér- stakt vopnaleitartæki í flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli til að leita að vopnum og sprengjum í ferðatöskum, samkvæmt upplýsingum sem DV fékk hjá Sverri Hauki Gunn- laugssyni sendiherra. Sagði Sverrir Haukur að þetta tæki yrði notað til vopnaleitar fram yfir utanríkisráð- herrafund NATO, sem hefst hér á landi 11. júní næstkomandi. -ój 4 4 4 4 4 4 4 4 i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.