Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1987, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1987, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚNf 1987. Menning Tákn og draumsýnir Borghildur Óskarsdóttir í Gallerí Svart á hvítu Borghildur Óskarsdóttir hefur um langt skeið verið nokkurs konar huldukona í íslensku myndlistarlífi. Vandaðir leirmunir og drög að leirskúlptúrum eftir hana birtust öðru hvoru á samsýningum allan áttunda áratuginn, en sjaldnast í nægilegum mæli til að hægt væri að leggja mat á markmið hennar og viðhorf. hyrstu einkasýningu sína hélt Borghildur ekki fyrr en 1983 en hana tókst mér ekki að berja augum. Önnur einkasýning hennar ári seinna bætti litlu við það sem menn þegar vissu um Borghildi, nema hvað svo virtist sem hún hefði ekki gert upp við sig hvort hún ætti að halda sig við gerð leirmuna eða fara út í frjálsan skúlptúr. Eftir sýningu hennar í Gallerí Svart á hvítu að dæma virðist Borg- hildur nú hafa afráðjð að helga sig skúlptúmum. Hún sýnir 14 mynd- verk úr steinleir eða í bland með sandblásnu gleri, gjaman á blágrýt- isstéttum. Efniviður hennar, steinleirinn. hefur trúlega talsverð áhrif á þá formgerð sem hún, og fleiri leirlista- menn hafa tileinkað sér. Leir er tæpast efni fyrir þá sem hneigjast til opinnar og fíngerðrar myndmótunar og brennsluofninn setur mönnum skorður hvað umfang verka varðar - þótt vitaskuld sé gerlegt að vinna stór samsett verk með þeim hætti. Efnismikill og rammger Leirskúlptúr hefur sem sagt til- hneigingu til að verða allt í senn, einfaldur að formi til, efhismikill og rammger og það þótt umfangið sé ekki mikið. An þess ég hafi fyrir því fullvissu þykir mér einnig líklegt að þessi „jarðbundni“ efniviður hafi einnig áhrif á það myndmál og þar með inntak sem listamaðurinn leggur út af. Leirlistamaður er til dæmis stórum líklegri til að tileinka sér lífrænt myndmál þar sem „mjúk“ form, gró- andi og aðrar líkingar úr náttúru eða líffiæði eru fyrirferðarmestar Borghildur Óskarsdóttir ásamt skúlptúrnum „Skuggaskjól". DV-mynd KAE heldur en hið „vélræna" konstrúkt- ífa myndmál. Borghildur gerir sér fulla grein fyrir kostum og annmörkum efhivið- ar síns. Kostunum snýr hún sér í hag, notar sterklegan leirinn til að gera skúlptúra sína nærverugóða eða aðsópsmikla, allt eftir þeim til- finningum sem hún vill vekja með okkur. Því það liggur nokkuð ljóst fyrir að listakonan hefur stórum meiri áhuga á tótemískri og táknrænni Myndlist Aðalsteinn Ingólfsson náttúru skúlptúra sinna, heldur en formrænu samræmi. Það kemur til dæmis glöggt fram í „uppstillingum“ hennar á steinleir og gleri, gjörólíkum efnum. Ný vídd Hér er á ferðinni súrrealískt „tableau“, þar sem togstreita ólíkra efnisþátta á að skapa nýja vídd í myndverki, vídd draumanna. Súr- realisminn, og þá ekki síst skúlptúr Giacomettis, hefur reynst Borghildi dágott veganesti. En öðrum þræði er glerið samein- ingarafl þessara samsettu verka því í því efhi felst hin táknræna þunga- miðja þeirra, sjá til dæmis „Svona er lífið“, þar sem tvö upprétt leirform halla sér yfir reglulega lagaðan glerklump. Að vísu er hér, sem og annars stað- ar í skúlptúrum Borghildar, um fremur almenna táknræna skírskot- un að ræða, en það spillir ekki áhrifunum til muna. Það er þó áferðin sem helst stuðlar að fjölbreytni og virkni þessara skúlptúra. Sumir þeirra eru dökkir, sléttir og harðneskjulegir, aðrir ljós- ir, yrjóttir og ljúfir að sjá. Sýning Borghildar í Gallerí Svart á hvítu stendur til 8. júní nk. -ai Nauðungaruppboð á eftirtöldum fasteignum fer fram í dómsal embættisins, Skógarhlíð 6, 3. hæð, á neðangreindum tíma: Þórufell 20, íb. 3-3, þingl. eigandi Ingi Þór Bjömsson, fimmtud. 4. júní ’87 kl. 13.45. Uppboðsbeiðendur eru Gjaldheimtan í Reykja- vík og Veðdeild Landsbanka Islands. Iðufell 12,4.t.h„ þingl. eigandi Olafúr Vilbertsson, fimmtud. 4. júní ’87 kl. 16.30. Uppboðsbeiðendur em Sigurður G. Guðjónsson hdl„ Jón Ólafsson hirl„ Ólafúr B. Ámason hdl„ Gjaldheimtan í Reykja- vík, Páll Amór Pálsson og Agnar Gústafsson hrl. Álftahólar 6, 6. hæð B, þingl. eigandi Sigríður Sigurðardóttir, fimmtud. 4. júní ’87 kl. 11.00. Uppboðsbeiðendur em Landsbanki íslands og Útvegsbanki íslands. Kötlufell 5, íb. 0402, þingl. eigendur Ómar Geir Bragason og Jón- ína S. Haraldsd., fimmtud. 4. júní ’87 kl. 14.15. Uppboðsbeiðendur em Gjaldheimtan í Reykjavík og Þorvaldur Lúðvíksson hrl. Asparfell 2, 5. hæð, merkt C, þingl. eigandi Eiríkur Tiyggvason, fimmtud. 4. júní '81 kl. 16.00. Uppboðsbeiðandi er Ólafur Gústafs- son hrl. Álftaland 7, l.h.t.h., merkt 01-01, þingl. eigandi Einar Guðbrands- son, fimmtud. 4. júní ’87 kl. 10.45. Uppboðsbeiðandi er Gjaldheimtan í Reykjavík. Laugavegur 49, 3. hæð t.h„ þingl. eigandi Sig. N. Einarsson og Sigrún Unnsteinsd., fimmtud. 4. júní ’87 kl. 11.30. Uppboðsbeið- andi er Gjaldheimtan í Reykjavík. Baldursgata 3,1. hæð og jarðhæð, þingl. eigandi Sigrún Ragnars- dóttir, fimmtud. 4. júní ’87 kl. 10.30. Uppboðsbeiðendur eru Hafsteinn Baldvinsson hrl., Gjaldheimtan í Reykjavík, Tiygginga- stofriun ríkisins, Veðdeifd Landsbanka Islands, Guðjón Armann Jónsson hdl. og Landsbanki íslands. BORGARFÓGETAEMBÆTTŒ) í REYKJAVÍK Rjúpufell 31, 4.t.v„ þingl. eigandi Eyvör Baldursdóttir, fimmtud. 4. júní ’87 kl. 15.00. Uppboðsbeiðendur em Veðdeild Landsbanka íslands, Ólafúr Axelsson hrl„ Tómas Þorvaldsson hdl. og Friðjón Öm Friðjónsson hdl. Nauðungaruppboð annað og síðara á eftirtöldum fasteignum fer fram í dómsal embættisins, Skógarhlíð 6, 3. hæð, á neðangreindum tíma: Skipholt 25, hl„ talinn eigandi Garðar Sigmundsson, fimmtud. 4. júní ’87 kl. 11.15. Uppboðsbeiðandi er Gjaldheimtan í Reykjavík. Nönnufell 3,3.t.h., þingl. eigandi Hafliði B. Hákonarson, fimmtud. 4. júm' ’87 kl. 14.45. Uppboðsbeiðendur eru Veðdeild Landsbanka Islands, Sveinn H. Valdimarsson hrl., Guðjón Ármann Jónsson hdl„ Ásgeir Thoroddsen hdl. og Gjaldheimtan í Reykjavík. BORGARFÓGETAEMBÆTTE) í REYKJAVÍK Rauðás 19, hl„ talinn eigandi Teitur Eyjólfsson, fimmtud. 4. júní ’87 kl. 10.30. Uppboðsbeiðandi er Gjaldheimtan í Reykjavík. Iðufell 4, hl„ þingl. eigandi Þórstína B. Þorsteinsdóttir, fimmtud. 4. júní ’87 kl. 16.15. Uppboðsbeiðandi er Róbert Ámi Hreiðarsson hdl. Nauðungaruppboð þriðja og síðasta á eftirtöldum fasteignum Rauðás 23, 1. hseð B, talinn eigandi Teitur Eyjólfsson, fimmtud. 4. júm' ’87 kl. 10.45. Uppboðsbeiðandi er Gjaldheimtan í Reykjavík. Iðufell 12, 2.t.h„ þingl. eigandi Kristín Lárusdóttir, fimmtud. 4. júnf ’87 kl. 16.45. Uppboðsbeiðendur em Bæjarfógetinn í Kópa- vogi, Gjaldheimtan í Reykjavík, Veðdeild Landsbanka íslands, Ásgeir Thoroddsen hdl„ Jón Eiríksson hdl. og Málfl.stofa Guðm. Péturss. og Axel Einarsson. á fasteigninni Rauðalæk 22, vesturenda, fer fram á eigninni sjálfii fimmtud. 4. júní’87 kl. 17.00. Uppboðsbeiðendur em Landsbanki íslands og Jón Ólafsson hrl. frjlvufell 26, þingl. eigendur Pétur Rúnar Sturluson o.fl., fimmtud. 4. júní ’87 kl. 13.30._Uppboðsbeiðendur eru Gjaldheimtan í Reykja- 'ík, Útvegsbanki íslands og Stefán Pálsson hrl. BORGARFÓGETAEMBÆ'ITIÐ í REYKJAVÍK “ M

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.