Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1987, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1987, Blaðsíða 19
ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚNÍ 1987. 19 DV Erlendir fréttaritarar Aukin harka í bresku kosningunum Jón Omuir HaMórsson, DV, Landon; Aðeips tíu dagar eru nú til þing- kosninganna í Bretlandi og hefur kosningabaráttan farið harðnandi með degi hveijum og það svo mjög að gamlir stjómmálamenn eins og Ed- ward Heath, fyrrverandi forsætisráð- herra, hafa kallað þetta óhreinustu kosningabaráttu þar í landi á síðari timum. Það er eir.kum Neil Kinnock, leið- togi Verkamannaílokksins, sem hefur mátt þola óhróður í blöðum landsins en allur þorri breskra dagblaða er í eigu harðra stuðningsmanna Ihalds- flokksins og breytast mörg þessara blaða í hreina kosningasnepla þegar boðað hefúr verið til þingkosninga. Traust almennings á Kinnock hefur hins vegar farið mjög vaxandi síðustu vikur ef marka má skoðanakannanir. Hægfara sókn Allar skoðanakannanir benda til verulegs forskots Ihaldsílokksins en einnig til hægfara sóknar Verka- mannaflokksins. Þannig bendir flest til að talsvert hafi dregið saman með flokkunum og eins að kosningabanda- lag frjálslyndra og jafnaðarmanna nái ekki að sprengja tveggja flokka kerfið í þessum kosningum. Meðaltal hinna fjölmörgu skoðana- kannana, sem gerðar voru i síðustu viku, gefa Ihaldsflokknum 42 prósent atkvæða, Verkamannaflokknum 34 prósent og Kosningabandalaginu 21 prósent. Ef úrslit yrðu á þessa leið myndi Ihaldsflokkmnnn hljóta 360 þingsæti af 650 í neðri málstofunni og með því rétt og styrk til að stjórna Bretlandi næstu fimm árin. Djúpstæður ágreiningur Síðustu tvo til þrjá daga hefur kosn- Margaret Thatcher, forsætisráðherra Breta, bauð starfsmönnum flokks sins tók sér smáhvíld frá kosningabaráttunni. ingabaráttan farið að snúast að nýju um innanlandsmál eins og heilbrigði- skerfi og menntamál en dagana þar á undan höfðu deilur flokkanna snúist að mestu um vamarmál þar sem djúp- stæður ágreiningur er á milli flok- kanna. Sú ákvörðun Verkamanna- flokksins að eyðileggja öll kjamorkuvopn Breta á næsta kjör- tímabili, nái flokkurinn meirihluta á þingi, er sennilega þyngsti baggi flokksins í þessari .baráttu og er raun- ar hald margra að flokkurinn hefði átt talsverða möguleika á sigri í kosn- ingunum ef ekki væri fyrir stefnu hans í afvopnunarmálum. Varnarmálin hafa orðið eitt helsta tromp Ihaldsflokksins í þessari kosn- upp á kökur þegar hún um helgina - Simamynd Reuter ingabaráttu vegna þeirra vona sem vaknað hafa um samninga milli stór- veldanna sem íhaldsmenn rekja til ákveðinnar stefnu Bretlands, Banda- ríkjanna og fleiri vesturvelda á síðustu árum. Síðustu daga fyrir kjördag mun Thatcher sækja fund leiðtoga sjö helstu iðnríkja Vesturlanda í Feneyj- um og er sá fundur talinn munu gefa íhaldsflokknum vind í seglin rétt fyrir kjördag. Fjármálastofhanir Bretlands hafa veðjað á sigur Ihaldsflokksins og hefur gengi pundsins og verð á hlutabréfum rokið upp síðustu daga en hvort tveggja myndi hrynja í verði ef fjár- magnseigendur landsins teldu stjóm Ihaldsflokksins í nokkurri hættu. Mikið innstreymi hefur verið á pen- ingum frá útlöndum síðustu daga og hafa japanskir og bandarískir aðilar keypt verðbréf í miklum mæli í þeirri vissu sinni að Thatcher muni vinna kosningamar. Milljónir skipta um skoðun Allt getur þó enn gerst í þessum kosningum eins og best sést ef til vill af því að frá því kosningabaráttan hófst fyrir hálfúm mánuði hafa sex milljónir kjósenda skipt um skoðun ef marka má skoðanakannanir. Mest hefur flæðið orðið innan stjómarand- stöðunnar og hefur íhaldsflokkurinn í heildina ekki tapað að neinu marki á þessum tveimui- vikum. Fimmtungur kjósenda hefur hins vegar enn ekki gert upp hug sinn og telja margir að Kosningabandalagið muni hreppa talsverðan hluta þessa hóps þar sem sá flokkur stendur á milli hinna í flest- um málum. Eins em verulegir mögu- leika taldir á því, í fyrsta sinn i breskum kosningum, að stór hópur kjósenda kjósi taktískt og velji þann flokk sem líklegastur er til að fella frambjóðanda þess flokks sem viðkom- andi er verst við. Leiðtogar Kosninga- bandalagsins hafa hvatt fólk mjög til að beita atkvæði sínu á þennan hátt og em þetta einu möguleikar flokksins til þess að bijótast í gegnum þær skorður sem einmenningskjördæmin setja öðrum en tveim stærstu flokkum landsins. Skýrari línur í grænlenskum stjórnmálum Haukur L. Hauksson, DV, Kaupmarmahö&i; Kosningamar á Grænlandi í síð- ustu viku sköpuðu skýrari línur milli hægri og vinstri í grænlenskum stjórnmálum. Sigurvegari kosning- anna var Inuitataqatigiit (IA-flokk- urinn) er fékk 3,2 prósentum fleiri atkvæði en við landstjómarkosning- amar fyrir þremur árum. Hlaut flokkurinn 4 þingsæti af 27. Stjórnarandstöðuflokkurinn At- assut er nú stærsti flokkur Græn- lands með 40,1 prósent atkvæða meðan stjómarflokkurinn Siumut fékk 39,8 prósent atkvæða. Hafa báðir flokkar 11 þingsæti sem fyrr. Hinn nýstofnaði hægri flokkur, pól- arflokkurinn, fékk einn mann kjör- inn. Óánægja með Motzfeldt Strax eftir kosningarnar leit út fyrir að Jonathan Motzfeldt, sem verið hefur landstjómarformaður í þau átta ár sem Grænlendingar hafa haft heimastjóm, væri búinn að vera sem formaður. Stjóm flokks hans, Siumut, ákvað á fundi eftir kosning- amar að veita hinum fertuga Lars Emil Johansen formannssætið og þar með umboð til stjómarmyndun- ar. Var uppi mikil óánægja með að Jonathan Motzfeldt hafði gefið borg- araflokknum Atassut undir fótinn eftir kosningamar auk þess sem hann þótti ekki sýna kosningabarát- tunni nægan áhuga. Áfram formaður Hafði Motzfeldt ekki verið til stað- ar á fundi þessum. Var hann í Nuuk á Suður-Grænlandi og við komuna þaðan var haldinn fúndur á sunnu- dag og þá ákvað stjórn Siumuts skyndilega að venda kvæði sínu í kross. Var Motzfeldt valinn sem áframhaldandi landstjórnarformað- ur fyrir flokkinn. Þar með er ljóst að stjórnin mun sem fyrr saman- standa af Siumut með finmi land- stjómarmenn og vinstri ílokkmmi IA með tvo. Reyndar hefiir enn ekki náðst samkomulag imi fjölda land- stjómamianna en eftir sigurinn hefur IA krafist fleiri en tveggja landstjómarsæta. Hverfa úr stjórn Lars Emil Johansen og annar Siumut maður, Moses Olsen, verða að gjalda fyrir uppreisnina gegn Motzfeldt með því að hverfa úr land- stjóminni. Formlega verður ný landstjóm skipuð 9.júní en þá kemur Akveðið hefur verið að Jonathan Motzfeldt verði áfram landstjórnarformað- ur á Grænlandi. landstjómin saman í fyrsta skipti eftir kosningamar. Astæðan til kosninganna var ó- sætti Motzfeldt og LA-flokksins. Boðaði Motzfeldt til kosninga þar sem samstarfsörðugleikar vom orðnir nokkrir og IA hafði meðal annars krafist þess að opinber rann- sókn færi fram á endumýjun Thuleradarsins. Motzfeldt kvað skýringar dönsku stjómarinnar nægilega góðar í því sambandi og hafði fengið nóg af óþægð IA-flokks- ins. Sameiginlegt framboó Lars Emil Johansen, sem leit út fyrir að verða hinn nýi landstjómar- fomiaður Grænlendinga, sá að sundmng á vinstri væng stjóm- málanna myndi styrkja hægri flokkana og myndaði því eins konar samning við IA þannig að stjómar- flokkamir buðu í raun fram saman. Þannig var komist hjá mglingi með- al kjósenda og fylginu haldið. Borgaraflokkamir Atassut og hinn nýi Pólarflokkur lögðu áherslu á einkarekstur í kosningabaráttunni en nær vonlaust var fyrir Atassut að leiða stjórnarmyndunarviðræður vegna gmndvallarágreinings um efnahagsmál.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.