Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1987, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1987, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 1987. 5 Fréttir Elvar Rúnarsson og Holmfríöur Karlsdóttir eiga stóra stund framundan. Samkomulagið upp á það besta, hún valdi prestinn en hann kirkjuna. Hófí valdi prest, Elvar kirkju „Þetta verður ánægjuleg athöfn eins og alltaf þegar ungt og ástfangið fólk giftir sig, en auðvitað verður hún nokkuð sérstök,“ sagði Bragi Fríðriksson, sóknarprestur í Garðabæ, en hann mun gefa þau HóLmfríði Karlsdóttur og Elvar Rúnarsson saman á laugardaginn. Bragi sagði enga sérstaka ástæðu vera fyrir því af hverju Háteigs- kirkja varð fyrir valinu. „Mér skilst að hún hafi valið prestinn en hann hafi valið kirkjuna." Bragi sagði að Hólmfríður væri fermingardóttir sín og hann væri vinur Qölskvldu hennar og hefði haft mjög gaman af því að fylgjast með henni. „Hún stóð sig ekki bara vel sem alheimsfegurðardrottning heldur tapaði aldrei sjálfri sér og það segir kannski mest imi hana sem manneskju." -JFJ Brúðarkjóll Hófíar úr silkisatíni - kniplingablúndum og perlum „Ég get ekki sagt ykkur annað en að kjóllinn er úr silkisatíni og skreytttur með kniplingablúndum og perlum,“ sagði Gróa Guðnadóttir saumakona sem nú er að ljúka við að sauma brúð- arkjól Hólmfríðar Karlsdóttur. Gróa sagði að kjóllinn væri ekki með löng- um slóða og það kæmi ekki til greina að segja blaðamanni meira. „Þú veist kannski alltof mikið og meira segi ég ekki. Kjóllinn er algerlega vemdaður og hann fær enginn að sjá fyrr en hún gengur í kirkjuna, það er gömul hefð.“ JFJ Gróa Guðnadóttir kjólameistari hefur i nógu aö snúast enda ekki á hverjum degi sem saumaður er brúðarkjóll á alheimsfegurðardrottningu. Hér heldur hún á silkisatíni og blúndum, efninu i kjól Hófiar. DV-mynd KAE ri AMC UMBOÐIÐ Árgerð 1988 CHEROKEE V\ Jeep UMBOÐIÐ BASE KR. 1.010.000 CHIEF KR. 1.160.000 PIONEER KR. 1.108.000 LAREDO KR. 1.245.000 Lúxus útgáfa - WAGONEER LIMITED Verð kr. 1.635.000,- Bíll þar sem fara saman gæði og glæsilegt útlit. ATH. Þegar að endurnýjun kemur tryggir bíll innfluttur af AGLI mun betri endursölu. '~‘í ' •.' ' riJeep egill a/ilhjálmsson hf. umboðið Smiðjuvegi 4, Kóp., s. 7 72 00 - 7 72 02.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.