Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1987, Blaðsíða 36
Ætluðu
að myrða
Thatcher
I > Lögreglunni í Bretlandi tókst fyrr
í þessari viku að koma í veg fyrir
þá ætlun tilræðismanna frá Irlandi
að myrða Margareth Thatcher, for-
sætisráðherra og leiðtoga íhalds-
manna. Að sögn dagblaðsins Today
var ætlunin að myrða Thatcher þeg-
ar hún kom fram á kosningafundi í
Skotlandi og hafði verið smyglað
sérstökum leymskytturiffli til lands-
ins í því skyni.
Lögreglan vildi hvorki neita né
staðfesta fregnir þessar í gær en
kvaðst haíá handtekið íra sem. væri
að aðstoða við rannsókn málsins.
-HV
Kaffibaunamálið:
/i,
dóminum
yfir Erlendi
Ríkissaksóknari hefor áfrýjað
dómum Sakadóms Reykjavíkur í
„kaffibaunamálinu" svokallaða
gagnvart öllum ákærðu, samkvæmt
upplýsingum sem DV fékk hjá Hall-
varði Einvarðssyni ríkissaksóknara.
Svo sem kunnugt er áfrýjuðu allir
' þeir starfsmenn Sambandsins sem
hlutu dóm í Sakadómi. Fyirum for-
stjóri SÍS, Erlendur Einarsson,
áfrýjaði ekki en hann var sýknaður
í Sakadómi. Ríkissaksóknari hefur
ný áfrýjað gagnvart öllum þeim sem
ákærðir voru, þar á meðal sýknu-
dóminum yfír Erlendi.
Ekki er búist við því að mál betta
komi til flutnings í Hæstarétti fyrr
en næsta vetur. -ój
Hagfræðiritið Vísfaending:
„Gengislækkun
framundan“
Ekki tilefhi nú, segir Þórður Friðjónsson
„Það ætti að liggja í augum uppi
að gengislækkun krónunnar er
framundan til að draga úr frekari
halla á viðskiptum við útlönd,“ segir
í tímarxtinu Vísbendingu. Ritið fjall-
ar um efhahagsmál' og er þekkt fyrir
fróðleik um þau efrú. Það er gefíð
út af Kaupþingi h£
Þar segir að allt útlit sé fyrir að
menn hafi rasað umráð fram í launa-
samningum, sé* litið til gengis
krónunnar. Bent er á aukningu
kaupmáttar eftir siðustu samninga
upp úr áramótum. Vísbending telur
líklegt að verðbólga fari vaxandi á
þessu og næsta ári og verði 20-30
prósent 1987. Þá er fjallað um yfir-
vofandi halla á viðsláptajöfnuði.
Hann er talinn munu verða um 1,5
prósent af framleiðslu í landinu. Það
renni stoðum undir þá skoðun að
verð á erlendum gjaldejri sé nú orð-
ið allt og lágt. Þetta auki viðskipta-
hallann við útlönd. Bent er á að
gengisfelling sé skammgóð lækning.
Aukinn spamaður þurfi að koma tiL
DV bar þessi sjónarmið undir Þórð
Friðjónsson, forstöðumann Þjóð-
hagsstofhunar. Hann sagði að gengi
krómmnar og verðbólga mundu
einkum ráðast af efriahagsstefnu
næstu ríkisstjómar. Staða efbahags-
mála nú gæíi ekki of sjálfstætt tilefrn
til gengislækkunar. Afkoma sjávar-
útvegs væri mjög góð, líklega betri
en um langt árabil. Þótt stefhi í haila
á viðskiptum við útlönd gæti verið
um aðrar ástæður að: ræða en þær
sem gengisfellingfengi lagfært. Ljóst
væri að þegar til lengri tíma væri
litið gæti verðlag hér ekki haldið
áfram að hækka langt umfram erlent
verðlag. Koma þyrfti verbólgunni
niður á svipað stig og væri í helstu
viðskiptalöndum okkar ef takast
ætti að viðhalda fastgengisstefhu og
sæmilegu jafiivægi í efhahagsmál-
um. -HH
RokksfQrmenniniir Jón Baldvin Hannibalsson, Þorsteinn Pálsson og Steingrimur Hermannsson
mættu í liús Dagsbrúnar við Lindargötu tii fyrsta fundar í þrihliða viðræðum Alþýðuflokks, Sjálfstæð-
isflokks og Framsóknarflokks um myndun rikissfjórnar klukkan 10 i morgun. Formennirnir hyggjast
í dag ákveða hvemig viðræðunum verður háttað. DV-mynd KAE
FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 1987.
Hin nýja Boeing 737-400.
Boeingkaup Flugleiða:
Mesta
fjárfesting
íslensks
fyrirtækis
Jón G Hauksaan, DV, Akureyii;
Flugleiðir keyptu í gær tvær 158
sæta Boeing 737-400 vélar og tryggðu
sér jafhffamt kauprétt á tveim til við-
bótar. Þetta er mesta fjárfesting í sögu
íslensks fyrirtækis. Kaupverð vélanna
fjögurra er í kringum fimm milljarðar
íslenskra króna. Skrifað var undir
kaupsamninginn í gær- á Akureyri
þegar haldið var upp á 50 ára afinæli
atvinnufiugs á Islandi.
Mikil hátíðarstemmnigvar á fundin-
um á Akureyri í gær og margt manna.
Reyndar minntu kaupin í gær á ann-
ann stóran samning sem Loftleiðir
gerðu 1964 þegar félagið keypti 4
Rolls-Royce vélar frá Canadair. Sá
samningur gengur undir nafninu stóri
Loftleiðasamningurinn.
„Eg er mjög ánægður með kaupin,
þetta erubestu vélamar í Evrópuflug-
ið,“ sagði Sigðurður Helgason, stjóm-
arformaður Flugleiða, í gær. „Þær em
mjög spameytnar og með minnsta
kostnað á hvert sæti af þeim vélum
sem komu til greina.“
Að sögn Sigurðar munu Flugleiðir
fjármagna kaupin að langmestu leyti
með lánum, eða um 90-95 af kaup-
verði.
Boeing vélamar tvær verða afhentar
í apríl og maí 1989 og verða eingöngu
notaðar í Evrópuflugið, en á þeirri
leið hefru- orðið mildl aukning far-
þega.
Tapið á SÍS
40 milljónir
- Afkoma Sambandsins var alls ekki
viðunandi á síðasta ári. Halli á rekstr-
inum var 39,8 milljónir króna. Mest
er þetta tap vegna afskrifkðra skulda,
segir Guðjón Olafsson, forstjóri Sam-
bandsins, en 85. aðalfundur Sam-
bandsins stendur nú yfir á Bifröst.
Guðjón sagði Sambandið ætla að
draga úr kostnaði og gera reksturinn
hagkvæmari ti að meiri hagnaður yrði
a£ starfseminni.
- Það verður sett á oddinn að lækka
fjármagnskostnað fyrirtækisins, sem
er alltof hár, sagði Guðjón. -pal
Átta bðar í
tveimur árekstrum
Skömmu áður en landsleikur ís-
lendinga og Austur-Þjóðverja hófst
á Laugardalsvelli í gærkvöldi urðu
tveir árekstrar á milli átta bila sem
allir virtust stefna í Laugardalinn.
I fyrri árekstrinum, sem varð á
Kringlumýrarbraut, skammt norðan
Miklubrautar, lentu fímm bilar sam-
an. Lentu bílamir hver aftan á
öðrum. Einn bílanna varð að flytja
á brott með aðstoð kranabíls.
Síðari áreksturinn varð á mótum
Miklubrautar og Háaleitisbrautar.
Þar skullu saman þrír bílar. Tjón
varð ekki mikið.
Enginn slasaðist í þessum árekstr-
um. -sme
Bílvelta við
Seifoss
Klukkan rúmlega tvö í nótt varð
umferðarslys á Suðurlandsvegi, rétt
j.^vestan við„Selfeiss. Biffeið ók út af
veginum með þeim afleiðingum að hún
lenti út í skurð.
í bílnunr voru þrír farþegar auk bíL-
stjóra. Einn farþeganna var fluttur á
Sjúkrahúsið á Selfbssi en aðrir slösuð-
ust ekki. Biffeiðin er verulega milrið
skemmd. -sme
Dropar úr
lofti
Hann hangir ekki alveg þurr
þessa dagana og á morgun verður
ffemur hæg norðan- og norðaust-
anátt um land allt. Sums staðar
verður súld við norður- og austur-
ströndina en smáskúrir á víð og
dreif um landið sunnanvert:
LOKI
Þá seljast ailar frystikistur
fyrir kvöldið!
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta-
skot, sem birtisteða er notað í DV, greiðast 1.500
krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greið-
ast 4500 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt.
Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn.
Ritstjórra - Augiýsingar - Áskrift - Dreifirsg: Símí 27022