Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1987, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1987, Blaðsíða 27
FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 1987. dv Sandkom Módelsamtökin B3 - 87. Módel- samtökin Farmanna- og fiskimanna- sambandið varððO ára á þriðj udaginn og hélt upp á það með hefðbundum ræðuhöldum og veitingum. Meðal gesta voru þessir heiðursmennsem kiesst var á fremsta bekk í samræmi viðtitlatogið í þessu þjóðfélagi. Eins og allirsjá eru þetta fulltrúar módelsamtak- anna 83-87. Ræðumaðurinn varsömumegin og ljósmynd- arinn og þess vegnagetum við ekki greint frá nafni hans né útliti, en okkurgrunar að hann sé í skipstjórasamband- inu og kunni il la við sig í landi. Þríhjólið Tilraun Þorsteins Pálssonar til þess að mynda ríkisstjóm í Rúgbrauðsgerðinni fór út um þúfur eins og frést hefur og þar með vonir hans um ríkis- stjómina Kviðreisn með Kvennalista og Alþýðuflokki. Sumir vildu raunar kalla þá fyrirhuguðu ríkisstjóm Þru- muna í samræmi við fæðingar- staðmn. Þetta ersem sagt allt úrsögunni og ekki meira um það. Nú er Jón Baldvin aftur á móti byrjaður á þriðjutilraun- inni frá kosningum og hefur kallað tilSjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk. Jón Bald- vin er að vísu margbúinn að lýsa því yfir að samstarf við framsóknarmennséekki eftir- sóknarvert og ekki heldur að Alþýðufiokkurinn verði þriðja hjól undir vagni núverandi stjómarflokka. Þegar hann sérnú ekki annan kost vænni var Þjóðviljinn ekkiseinn á -sér að finna nafn á hugsanlega ríkisstjóm þessara þriggja flokka og kallar hana auðvit- aðÞríhjólið. Ólafur formaður Fyrir skemmstu var ákveðið á fundiSamlagsskreiðarfram- leiðenda að leggjasamlagið niður og það helstsem fyrst. Samlagið hefur verið einn helsti útflytjandi skreiðartil Nígeríu en síðustu ár hefur það yfirleitt ekkert fengið borgað fyrir þáskreið þrátt fvrirmikla eftirgangsmuni. Fremstur í flokki rukkaranna hefur auðvitað verið Ólafur Bjömsson, útgerðarmaður í Keflavík.sem hefur verið og er ennþá formaðursamlags- ins. En Ólafur er víðar formaður og þar á meðal ístjórnSjúkra- húss Keflavíkur. Þar hefur einniggengið á ýmsu og yfir- menn fokið út h ver af öðrum. Núna síðastsagði Ijósmóðirin upp af því að Ólafur formaður kenndi henni um allt of iitlar bameignir á Suðumesj um. Starfsfólkið er jafnvel svoreitt út í formanninn að jaðrar við uppreisn. Eiga menn nú allt eins von á því að sjúkrahúsið verði lagt niður undir forystu Ólafs. 1 000 seppar „Fjórhjóiintil vandræða," segir Þjóðviljinn og á ekki við fjögurra flokka ríkisstjómina semSteingrimur Hermanns- son ætlar ef til vill að mynda þegar Jón Baldvin hefur geng- iðsértil húðar.Þjóðviljinn á við ökutækin sem em á fjórum hjólum en með reiðhjólastýri ogteljasttil torfærutækja. Það er orðið talsvert síðan hagorður maður stakk upp á lipurra heiti á þessum appar- ötum og kallaði þauseppa. Þetta heiti er eins og sniðið fyrirfjórhjólin og vísar meðal annars til jeppa, sem er heitið á öflugra og fullkomnara tor- fæmtæki, eins og allir vita. Það liggur í augum uppi að hvolpurinn heitirseppi. Álúðu Eyfirðingarsmala núsaman milljónum króna til þess að kaupa lúðulok og ala þau upp ígömlumtönkum á Hjalteyri. Þetta á að vera tilraun ogsvo sem ekkert nema gott eitt að segj a um það að menn reyni ■að fetasig áffam ígróðabralli ásem flestumsviðum. ÁSuð- umesjum er verið aðgera tilraun með lúðueldi í smáum stíl sem er aukageta hjá lax- eldisstöð. Niðurstaða liggur ekkifyrir. Norðmenn hafastaðið í til- raunum með lúðueldi nokkur síðustumisseri og hafa kostað talsverðu til. Það er langt síð- an þeirsögðu að það lofaði góðu, semsegir auðvitað ekk- ert annað en það að þeir hafa ekki gefist upp. Sumartil- raunalúðumar þeirra hafa þó tekið tollinnsinn og kostar hver þeirra nú orðið um 13 milljónir króna. Annað eins fiskverð hefur víst aldrei heyrstfyrr og verðurtæplega slegið á Hjalteyri því hlutafé Eyfirðinganna mun ekki duga fyrir nema svosem hálfri, norskri tilraunalúðu. Yfirfrakki? Y firmönnum ferflölgandi hjá Ríkisútvarpinu á sama tíma og notkun á ríkisstöðv- unum fer minnkandi og einkastöðvunumfjölgar. Nú síðast var Ingimar Ingimars- son, fréttamaöur Útvarps, ráðinn fulltrúi ffamkvæmda- stjóra-Sjónvarps. Er það sagt sambærilegráðstöfun og ráðning Boga Ágústssonar. fféttamannsSjónvarps.sem fulltrúa framkvæmdastjóra LJtvarps. Bogi hefurmeðal annars veriðsettur í að„hagræða'‘ rekstri Rásar2,sem þýðirnán- ast niðurskurð á rekstrarfé. Núsegir sagan að Ingimar eigi umfram allt aðhyrja á „hagræðingu“ áfréttastofu Sjónvarpsins, en húnfórtugi milljóna fram úrfjárhagsáætl- un á síðasta ári. Sé þetta svona er Ingimar j'firffakki á Ingva Hrafn Jónsson frétta- stjórasem hefur ekki hingað til kunnað vel við sig í slíkum klæðnaði og kynni nú að ger- ast ókyrr enn einu sinni. Umsjón: Herbert Guómundsson Kiakkar * a slökkvi- stöð Júlia Imsland, DV, Hofn: Böm á leikskólanum Lönguhólum ó Höín komu í heimsókn á slökkvistöð- ina þar sem þeim vom -sýnd slökkvi- tæki og annar útbúnaður slökkviliðs- ins, meðal annars reykköfunartæki. Mikil nauðsyn er á að börnin kynn- ist reykgrímum slökkviliðsnianna til að þau verði ekki hrædd ef svo illa vildi til að ná þyrfti bömunum úr húsum fullum af reyk. Borið hefur á hræðslu bama sem sjá slökkviliðs- mann í fullum skrúða, enda líkist hann þá meir íbúa annars heims en jarð- neskum manni. Krakkarnir á Höfn máta hjálma og reykgrimur slökkviliðsins. Ljósm. Ragnar Imsland 31 . Ámeríska glerbrynjan SÖMU HAGSTÆÐU VERÐIN. SKEIFUNNI 5A, SÍMI: 91-8 47 88 Haukur og Ólafur hf., Ármúla 32, 108 Reykjavík. Sími: 37700. Raflagnaefni í úrvali! Dósir - rör - vír - tenglar - rofar - og allt sem þarf i töfl- una. FAM Lampar - heimiiistæki! Loftljós - kastarar - fluorisent lampar Ryksugur - kaffivélar - brauðristar o.fl. Rafvélar - handverkfæri! Motorla alternatorar - Fam ryksugur. Hobart rafsuðuvélar og vír - borvélar, slípirokkar, spil á bíla og ýmis hand- verkfæri í úrvali. Vönduð og þvær vel. Vestur-þýsku þvottavélarnar frá Miele þvo einstaklega vel, fara vel með þvottinn og eru einfaldar í notkun. Þær eru nákvæmar og áreiðanlegar. Veldu Miele — annað er málamiðlun. JÓHANN ÓLAFSSON & C0.HF Sundaborg 13 — sími (91)688588 t^~~ // ~ íjj) 1 □ IVfiele • Tekur 5 kg af þvotti • 47 lítra tromla • Stiglaus hitastilling • Lotuvinding, I lOOsn/mín • Kerfi fyrir hálfhlaðna vél • Orkusparandi kerfi • Leiðbeiningar á íslensku • Ryðfrítt stál í tromlum • Emaleruð utan og innan •2 hitaelement Settu gæðin á oddinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.