Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1987, Blaðsíða 19
FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 1987.
23
íþróttir
'ardal
dsliðsins á heimavelli í 24 ár
Athygli vakti að Ásgeir Sigurvins-
son fór út af áður en leLktíminn var
allur. Sagði Sigi Held þjálfari að því
hefðu forráðmenn Stuttgart ráðið.
„Ásgeir mátti mæta A-Þjóðverjum
með því skilyrði að hann léki ekki
allan tímann," sagði Held.
Erfitt er að geta um frammistöðu
einstakra leikmanna íslenska liðsins
en þó er vert að nefna Sigurð Jóns-
son, sem var sá eini sem barðist að
einhverju marki, en hans framtak
var bara ekki nóg. Aðrir leikmenn
léku langt undir getu. Til að mynda
sáust Ásgeir og Ragnar varla. Lárus
Guðmundsson og Pétur Amþórsson
komu inn á sem varamenn en sýndu
htið.
Það eru örugglega mai'gir sem setj-
ast nú niður og leita orsakanna fyrir
þessari útreið. Við stilltum upp okk-
ar sterkasta liði, alls átta atvinnu-
mönnum sem ætla má að séu í
toppformi, en ekkert dugði til. Leik-
menn þessir koma saman tveimur
dögum fyrir landsleiki og gefur það
augaleið að sá tími er engan veginn
nægur til að hrista saman heilsteypt
lið. Ónnur landslið fara í æfingabúð-
ir á ári hverju. Þetta þarf hér ef við
ætlum okkur einhvem hlut í keppni
sem þessari.
Vonandi setjast menn nú niður
með uppbrettar ermar og fyrirbyggja
að úrslit sem þessi líti dagsins ljós
í framtíðinni. -JKS
„Ótrúlegar
lokatölur"
- sagði Eldingin, Andreas Thom
Eldingin a-þýska, Andreas Thom,
gerði þrennu í leiknum í gær, var hann
enda einn bestur maður á vellinum.
Hraði hans er ótrúlegur og með hon-
um lagði kappinn drögin að þessum
stóra sigri A-Þjóðverjanna.
Að vonum var Thom ánægður með
afrek sitt með sama lagi og leik a-
þýska liðsins í heild.
„Ég verð nú að viðurkenna að þetta
eru hreint ótrúlegar lokatölur,“ sagði
Thom í spjalli við DV í búningsklefa
eftir leikinn í gærkvöldi.
„Vitanlega bjóst ég ekki við svona
stórsigri. Islenska liðið var ótrúlega
slakt og það brotnaði algerlega saman
þegar staðan var orðin 3-0. Við geng-
um þá á lagið og náðum mjög góðum
leik. Það gekk hreinlega allt upp hjá
okkur. Aðstæðumar voru samt erfiðar
og völlurinn slæmur. Engu að síður
var stórkostlega gaman að spila þenn-
an leik og ég er glaður að a-þýska
þjóðin fékk að njóta þess að horfa á
leikinn í sjónvarpi."
-RR
•Andreas Thom fór hreiniega á kostum i gær.
DV-mynd GunSver
Staðan í 3. riðli
Úrslit í gærkvöldi:
ísland - A-Þýskaland.........0-6
Noregur - ÚSSR...............0-1
Staðan:
Sovétríkin.........5 4 1 0 10-1 9
A-Þýskal...........5 2 2 1 8-2 6
Frakkland.........4 12 1 2-2 4
ísland.............5 0 2 3 1-11 2
Noregur............3 0 1 2 0-5 1
Markahæstir:
Andreas Thom. A-Þýskal..........4
Igor Belanov, USSR.............3
Úrslit í riðlinum til þessa
Island - Frakkland...........0-0
Ísland-USSR..................1-1
USSR - Noregui’..............4-0
A-Þvskaland - ísland.........2-0
Frakkland - USSR.............0-2
Noregur - A-Þýskaland........0-0
A-Þýskaland - Frakkland.......0-0
Frakkland - Island...........2-0
USSR - A-Þýskaland...........2-0
Stange
huggaöi
Held
„Það verður að segjast eins og
er að leikur íslenska liðsins kom
mér mjög á óvart. Þetta var sama
liðið sem lék svo vel gegn Sovét-
mönnum og Frökkum - í dag var
það gjörhreytt," sagði Bemd
Stange, landsliðsþjálfari A-Þjóó- k
verja, eftir leikinn. Hann átti erfitt
með að dylja gleði sína en var þó
prúður í framgöngu. Reyndi meira
að segja að hugga Sigi Held á
ganginum fyrir framan búnings-
klefann. Þá hljóp hann upp í stúku
þegar eftir leikinn vegna viðtals
hjá a-þýska útvarpinu. Já, það var
mikil gleði í herbúðum Þjóðveija.
„Þetta var góður leikur hjá okk-
ur. Leikmenn okkar em að ljúka
tímabilinu og eru í góðu líkamlegu
ástandi. Þá er ég með mjög ungt
lið sem við bindum miklar vonir
við í firamtíðinni þar eru til dæmis
fimm leikmenn undir 20 ára aldri.
Ég átti því ekki von á þessum úr-
slitum.'1 Stange sagði að A-Þjóð-
verjar hefðu enga möguleika í
riðlinum - til þess væri forvsta og
geta Sovétmanna of mikil. „Mér
fannst Eðvaldsson bestur Islend-
inga í f>Tri hálfleik en Siggi
Jónsson bestur í þeim seinni."
-SMJ
Alger
hiyllingur
„Þessi leikur á sjálfsagt eftir að
hafa slæm áhrif á íslenska knatt-
spvrnu ef á heildina er litið," sagði
Pétur Pétursson sem misnotaði.
vítaspjTnu í gærkvöldi.
„Það var alger hrvllingur að
tapa þessum leik. 0-6. en kannski
heppni að ekki skyldi hafa fiirið
verr. Ég vil alls ekki kenna leik-
skipulaginu eða þjálfaranum um
þessar ófarir. Bjartsýnin varð okk-
ur að falli að rnínum dómi."
Pétur sagðist jafitframt hafa tek-
ið mörg vítin og aldrei bilað.
..Ef fólk telur að vítið hafi ráðið
úrslitum hlýt ég að taka sökina á
mínar herðar." sagði hann.
-JÖG
MEÐ
A HRINGVEGINUM
GETRAUNASEÐILL
SKILAFRESTUR ER TIL ÞRIÐJUDAGS 9. JÚNÍ.
Sendist til 1. Verðlaun: Myndavél frá Ljósmyndaþjónustunni, Laugavegi 178, að verð-
DV-FERÐABLAÐ mæti kr. 5.750,-
Þverholti 11 2. Verðlaun: Sjónauki frá Gelli, Skipholti 7, að verðmæti kr. 2.890,-
P.O. Box 5380 3. Verðlaun: 2 stk. filmur + framköllun frá Ljösmyndaþjónustunni, Laugavegi
125 Reykjavík 178, að verðmæti kr. 1.660,-
3C-
A MYNDINNI SJAIÐ ÞIÐ?
□ INGÓLFSFJALL
□ ESJU
□ HEKLU
Nafn........
Heimilisfang
Póstnúmer...
Sími........