Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1987, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1987, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 1987. íþróttir „Leikurinn var hrein martröð ‘ ‘ - sagði Bjami Sigurðsson markvorður MarK á þessu augnabliki hefði getað breytt gangi leiksins. Ómari Torfasyni fellda myndin er táknræn fyrir darraðardansinn sem jafiian var í vítateig íslendin Niðurl I Lauj — stærsti ósigur íslenska lam Leikkerfið hentar ekki Hörður Hilmarsson Valsmaður. sem var í sigurliði íslands í rimm- unní við A-Þjóðverja árið 1975. var meðal áhorfenda í Laugardalnum í gærkvöldi. í spjalli við DV sagðist hann finna til ósigursins með landsliðs- strákunum. ..jiað er ekki erfitt að setja sig í þeirra spor.“ sagði Hörð- ur. „Engu að síður skorti í þessum leik þá baráttu sem hef'ur fleytt liðinu vfir margan hjallann í gegn- um tíðina." hélt hann áfram. „l'aö vantaði rétt hugarfar í upp- hafi. Að auki þvkir mér valið leikkerfi ekki hento liðinu. Menn spila ekki í þeim stöðum sem falla best að leikstíl þeirra. Sigurður Jónsson ieikur til að mvnda sem bakvörður og sem slikur koma fremur gallar hans í ljós en kostir. Að mínu viti er engin ástæða til annars en að skipa Amóri í sína stöðu. á miðjunni, og lato þá Lárus og l’étur um sóknina." -JÖG Svartasti dagur ferilsins „Þetta var í einu orði sagt hrika- legt. Spilið var í molum og eftir þriðja markið hrundi þetto endan- lega.“ sagði Gunnar Gíslason eftir hið sárgrætílega tap í gærkvöldi. „Sérhver maður getur spilað helmingi betur en í kvöld en ég hreinlega veit ekki hvað fór úr- skeiðis. Ég hef enga atsökun fvrir þessu stórtapi, þetta er áreiðanlega svartosti dagur á ferli mínum sem knattspymumanns. Það er ekki laust við að maður hinkri við og hreinlega hugsi sinn gang hvað framtíðina varðar.“ -RR Líktogað spila við Kýpur „Þetta var óvenjulega léttur leikur og það var eins og að spila við Lúxemborg eða Kýpur,“ sagði Jörg Stubner í hæðnistón eftir leikinn í gær. „Ég bjóst við íslendingum sterk- um og grimmum og að leikurinn yrði jafn og spennandi. Við komum íslendingum hins vegar í opna skjöldu strax í byrjun og refsuðum þeim fyrir einbeitíngarleysið.“ -RR „Þessi leikur var hrein martröð frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu," sagði Bjarni Sigurðsson, markvörður íslenska liðsins, eftir tapið stóra í gærkvöldi. Bjami mátti sækja boltann sex sinnum í netið að baki sér. Slíkt hefur aðeins einu sinni áður hent markvörð íslenska liðsins hér heima og var það í leik gegn Englendingum árið 1963. Sorglegt að svona ógæfa líti dags- ljósið, sérstaklega með hliðsjón af þeirri trú manna að slíkir ósigrar hljóti að hevra sögunni til. „A-Þjóðverjamir voru betri á öllum sviðum í þetto skiptið," sagði Bjarni og var eðlilega daufur. „í raun er sorglegt hversu illa fór með hliðsjón af þeim leikmönnum sem við höfum á að skipa. Ég held að okk- ar lið sé ekki síðra en það a-þvska í sjálfii sér. 1 þessum leik skorti hins vegar allan kraft. Vitanlega ætluðu sér allir að vinna og gera vel en ekk- ert varð síðan úr. Það virtist allt vera á móti okkur, við fengum fleiri færi en oft áður en þetta snerist allt í hönd- unum á okkur. Við verðum samt að halda haus þótt svona hafi farið. Landsliðið á fleiri leiki fyrir höndum og það verður að horfa til framtíðarinnar þótt leikir tap- ist,“ sagði Bjami að lokum. JÖG „Það verður að segjast eins og er að við spiluðum ekki sem lið. Við náðum ekki að sækja að neinu ráði. Eg vil meina að við höfum fengið fLeiri tækifæri í þessum leik en oft áður en því miður tókst okkur ekki að nýta þau sem skyldi, við hlutum því að tapa. Einnig var vömin mjög slök og eftir að þessi atriði eru talin upp er ekki von á góðu.“ Þetta sagði Sigfried Held í samtali við DV eftir að Islendingar höfðu verið teknir í kennslustund af sterku hði Austur-Þjóðverja. Leikurinn, sem fór fram á Laugardalsvelli í gærkvöldi, var liður í Evrópukeppn- inni í knattspymu. Austur-Þjóðverj- ar sigruðu, 0—H, og hefði sigur þeirra hæglega getað orðið stærri. Leita þarf áftur til ársins 1963 til að sjá svona stóran skell á heima- velli, það var gegn Englendingum en sá_ leikur tapaðist með sama mun. Úrslit leiksins voru að vonum gífurleg vonbrigði fyrir 12 þúsund áhorfendur. Þeir klöppuðu hins veg- ar liprum Austur-Þjóðverjunum lof í lófa í leikslok. Strax í upphafi leiks- ins hófu A-Þjóðverjar mikla pressu á íslenska markið. Sóknarmenn þeirra voru liprir og snöggir og gerðu oft usla í vöm íslenska liðs- ins. Agengni þeirra kom íslenska liðinu ósjaldan í opna skjöldu. • A 15. mínútu skomðu Þjóðverj- ar sitt fyrsta mark. Var Ralf Minge þar á ferð og átti sá ekki í erfiðleik- um með að koma boltanum í netið, 0-1. Mínútu síðar sköpuðu íslendingar sér ágætt tækifæri þegar Ómar Torfason skallaði knöttinn inn í vítateig Þjóðverja. Þar tók Amór Guðjohnsená móti honum með hjól- hestaspymu en boltinn fór rétt fram hjá stönginni. Stuttu seinna átti Pétur Pétursson máttlausan skalla sem Muller markvörður varði. • Síðan tóku Þjóðverjar aftur til við að pressa og markið lá í loftinu. A 36. mínútu er Thomas Doll aftur á ferðinni og gefur fállega sendingu inn í vítateiginn. Þar tekur Apdreas Thom við knettinum og skorar með hörkuskoti eíst í markið glæsilegt mark, 0-2. Undir lok fyrri hálfleiks áttu ís- lendingar sitt hættulegasta tækifæri í hálfleiknum. Pétur Pétursson gaf fallega skallasendingu inn í víteig á Ómar Torfason óvaldaðan, Ómar rakti knöttinn aðeins áfram og lét skot ríða af en Muller varði glæsi- lega. Ef Ómari hefði tekist að skora er aldrei að vita nema það hefði breytt gangi leiksins íslenska hðinu í hag. Islenska hðið kom tvíeflt til leiks í seinni hálfieik. Strax á annarri mín- útu barst knötturinn inn í víteig Þjóðveija, Atli Eðvaldsson var þar vel staðsettur og hugðist taka við boltanum. Fékk hins vegar bak- hrindingú og féll við. Góður dómari leiksins, Henning Lund Sörensen frá Danmörku, dæmdi umsvifalaust vítaspymu. Pétur Pétursson tók vít- ið en spyrna hans var máttlaus og Rene Múller markvörður varði án erfiðleika. • Á 49. mínútu skomðu Þjóðverj- arnir síðan eftir aukaspyrnu. Thomas Doll skoraði fram hjá Bjama í markinu eftir hörmuleg vamarmistök, 0-3. Þremur mínútum síðar átti Sævar Jónsson þrumuskot en Þjóðveijar vörðu skot hans á marklínu. • Á 23. mínútu fékk Andreas Thom knöttinn rétt fyrir utan víta- teig og engin hætta virtist á ferðinni. Thom var hins vegar ekkert að tví- nóna við hlutina, skaut fimaföstu skoti að markinu. Boltinn fór í ís- lenskan vamarmann, yíir Bjama markvörð og í netið. Þar stóð Bjami of framarlega í márkinu - því fór sem fór, 0 4. • Á síðustu fimm mínútum leiks- ins bættu Þjóðverjar við tveimur mörkum. Matthias Döschner skor- aði fimmta markið og síðan full- komnaði Andreas Thom þrennu sína með sjötta markinu eftir að hafa pijónað sig skemmtilega í gegnum vöm íslenska liðsins. Sigi Held .Leikslokin endurspeglast í hverjum andlits- | drætti landsliðsþjálfarans. Stórt tap að baki en hvað tekur við? DV-mynd GunSver _ „Eg er oríHaus - sagði Amór Guðjohnsen eftir leikinn áá „Ég er orðlaus, úrslitin eru hrika- leg og leikurinn er án tvímæla sá versti sem ég hef spilað fyrir Ls- land,“ sagði Amór Guðjohnsen í gærkvöldi. Var hann með allra dau- fasto móti enda ekki ástæða til annars. * „Við vorum æstir en samt ekki nægjanlega ákveðnir til að gera vel. Við spiiuðum alls ekki eins og við erum vanir að gera.“ Amór toldi rót ófaranna ekki liggja í leikerfi íslenska hðsins. „Éf vel gengur þá verkar þetto kerfi ágætlega. Því var til að mynda beitt í jafiiteflisleikjunum við Frakka og Sovétmenn í haust,“ sagði Amór. „I kvöld komumst við hins vegar aldrei í takt við það sem var að gerast á vellinum." -JÖG • Markakóngur Belgíu var að von- um daufur í gær.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.