Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1987, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1987, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 1987. Stjómmál_______________________________________________________________________________ dv Alþýðufíokkur, Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur reyna: Jon Baldvin með nýjan stíl á stjórnarmyndunarviðræðum Fyrsti fundur í þríhliða viðræðum Alþýðuflokks. Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks um myndun ríkis- stjórnar hófst klukkan 10 í morgun í húsakvnnum Verkamannafélagsins Dagsbrúnar við Lindargötu. Formenn flokkanna þriggja mættu þá einir til að ákveða hvernig viðræðunum verð- ur háttað. Jón Baldvin Hannibalsson, sem hef- ur umboð forseta til stjórnarmyndun- ar, vakti athygli á blaðamannafundi síðdegis í gær íyrir nýjan stíl á viðræð- unum og samskiptum við íjölmiðla. Hann dreifði fréttatilkynningu ogboð- aði að hann myndi reglulega gera slíkt og halda blaðamannafundi meðan hann stýrði viðræðunum. Hann hefur að höfðu samráði við formenn hinna flokkanna ákveðið að efni viðræðnanna verði fjórskipt: Fyrst verði rætt um meginmarkmið fyrirhugaðs stjórnarsamstarfs, þvi næst um fvrstu aðgerðir, síðan um verkefhaskrá fyrir kjörtímabilið og loks um verkaskiptingu milli ráðu- neyta og skiptingu starfa á milli ráðheira. -KMU Visbending um ráðherraefni Vangaveltur um ráðherraefni flokk- anna eru hafnar. Nokkra vísbendingu gefur hvaða menn flokkamir hafa til- nefnt til að taka þátt í stjómarmynd- unarviðræðunum. Fyrir Alþýðuflokkinn mæta Jón Baldvin Hannibalsson formaður, Jó- hanna Sigurðardóttir varaformaður og Jón Sigurðsson, efsti maður i Reykjavík. Athygli vekur að í frétta- tilkynningu Alþýðuflokksins er Kjartan Jóhannsson, sem þátt tók í viðræðunum við Sjálfstæðisflokk og Kvennalista, ekki nefndur. Af hálfu Sjálfstæðisflokksins taka þátt í viðræðunum Þorsteinn Pálsson formaður, Friðrik Sophusson vara- fomiaður og Ólafur G. Einarsson, formaður þingflokksins, þeir sömu og vom í viðræðunum við Alþýðuflokk og Kvennalista. Framsóknarflokkurinn sendir Stein- grím Hermannsson formann, Halldór Asgrímsson varaformann og Guð- mund Bjamason, ritara flokksins. -KMU Nytt skatta- og fjáimálakeifi fyrsta krafa Stefán Valgeirsson vill raöherraembætti fyrir samtök sin, styðji Baldvin fyrir viðræður. hann rikisstjórn. Hér heilsast þeir Stefán og Jón DV-mynd Brynjar Stuðningur Stefáns kostar ráðherrastól Alþýðuflokksins Stefán Valgeirsson, þingmaður Samtaka um jafnrétti milli landshluta, hyggst ekki taka þátt í myndun ríkis- stjómar nema samtök hans fái ráð- herraembætti. „Getur þú nefnt mér dæmi um að Málefnalegur ágreiningur Alþýðu- flokks og Framsóknarflokks ætti ekki að verða djúpstæður í komandi stjórn- armyndunarviðræðum ef marka má orð Steingríms Hermannssonar, form- anns Framsóknarflokksins, eftir fund hans með Jóni Baldvini Hannibals- syni, formanni Alþýðuflokksins, í það hafi nokkurn tíma skeð að aðili sem tæki þátt í að mynda ríkisstjóm hafi ekki fengið ráðherraembætti?" spurði Stefán á móti þegar DV lagði fyrir hann spumingu um þetta atriði. Það virðist því sem Stefán ætli að gærmorgun. „Það hefur verið lengst bil í land- búnaðarmáium. Ég trúði því um daginn að hann væri horfinn frá þeim kröfum og ég trúi því enn í raun,“ sagði Steingrímur. „Ég held hins vegar á ýmsum öðrum sviðum, félagslegum sviðum og í ríkis- verðleggja sig dýrar en „eitt banka- ráð“, eins og Jón Baldvin Hannibals- son hefur sagt að hann kosti. fjármálum kannski til dæmis, sé ekki langt á milli flokkanna. Ég vil taka það fram að þessar við- ræður við Jón voru mjög gagnlegar og mjög málefhalegar og ég get ekkert annað en gott um þær sagt.“ -KMU „Nýtt skatta- og fjármálakerfi," nefhdi Jón Baldvin Hannibalsson fyrst á fundi í Alþýðuflokksfélagi Reykja- víkur fyrr í vikunni af kröfum sem Alþýðuflokkurinn setur fram í stjórn- armyndunarviðræðum við Sjálfstæðis- flokk og Framsóknarflokk. „Án þess að það komi til er allt ann- að unnið fyrir gýg. Þá komumst við aldrei til að vinna þau góðu verk sem við viljum gera. Meðan við ekki uppr- ætum skattsvik forréttindahópa, meðan \dð komum ekki á réttlátu skattakerfi sem hægt er að líta eftir og tryggir sæmilega ásættanlegan jöfnuð eftir efnum og ástæðum gagn- vart skattgreiðendum þá verða öll önnur mál þessa ríkisvalds í skötulíki. Ég segi í öðru lagi: Við hljótum að krefjast þess af samstarfsflokkum að umbótamál eins og tillögur okkar um einn sameiginlegan lífeyrissjóð fyrir alla landsmenn og samræmd lífeyris- réttindi verði þar efst á blaði. í þriðja lagi segjum við: Húsnæðis- mál. Nýr fjárhagsgrundvöllur fyrir húsnæðislánakerfið, sem núna er ekk- ert annað en biðlistar og lánsloforð, innistæðulausar ávísanir fyrri ríkis- stjornar. Við segjum löggjöf um kaupleiguíbúðir og aðgerðir strax til þess að bæta fyrir það sem þetta þjóð- félag hefur misgert við þann hóp sem við köllum misgengishóp og lenti í húsnæðismannraunum árin 1980 til 1985. I fjórða lagi: Átak til að stytta vinnu- tímann og bæta kjör þeirra sem verst hafa kjörin. Það þýðir nýja íjölskyldu- stefnu, algjörlega ný viðhorf, nýja forgangsröð félagslegra útgjalda, þar sem við gerðum okkur vægast sagt vonir um að við ættum málefnalega samstöðu með flokki eins og Kvenna- lista. í fimmta lagi: Ný atvinnustefna er byggir á auknu frjálsræði til sjós og lands og í utanríkisviðskiptum og er til þess fallin að leysa úr læðingi krafta, hugmyndir, framtak og dugnað einstaklinga í vaxtargreinum og til þess að koma í veg fyrir að staðnað ríkisvald verði áfram í þeirri stöðu að sinna fyrst og fremst sérhagsmunum gróinna atvinnuvega og samtaka," sagði Jón Baldvin. -KMU -KMU Ekki langt bil á milli flokkanna - segir Steingrímur um Alþýðuflokk og Framsóknarflokk Jón Baldvin má ráða dagskránni - en fær ekki að verða forsætisráðherra, segir Steingrímur „Við treystum ekki Alþýðuflokkn- um til að fara með forsæti í svona ríkisstjóm eftir næstum því þriggja ára opinbera baráttu gegn Fram- sóknarflokknum, samvinnuhreyf- ingunni og bændastéttinni," sagði Steingrímur Hermannsson, formað- ur Framsóknarflokksins, að loknum þingfiokksfundi í gær og eftir að hann hafði tilkynnt Jóni Baldvini Hannibalssyni, formanni Alþýðu- flokksins, þá niðurstöðu að Fram- sóknarflokkurinn væri reiðubúinn að ganga til stjómarmyndunarvið- ræðna við Alþýðuflokk og Sjálfstæð- isflokk. „Að sjálfsögðu er það Jón Baldvin sem leiðir þessar viðræður og ræður að meira eða minna leyti dag- skránni," sagði Steingrímur. Hann sagði hins vegar að fram- sóknarmenn hefðu ekki hafnað Þorsteini Pálssyni sem forsætisráð- herra í stjóm þessara þriggja flokka. Um næsta möguleika ef þessi stjórnarmyndun mistekst sagði Steingrímur: „Tveggja flokka stjóm þeirra flokka sem nú sitja. Mér finnst hann vera bestur. Með eða án Stefáns Válgeirssonar. Þetta gera löndin í kringum okkur. Schluter er húinn að sitja í fimm ár.“ Um það hvort til greina kæmi að Stefán Valgeirsson fengi ráðherra- embætti sagði Steingrímur: „Við kaupum engan fyrir neitt slíkt. Það kemur ekki til nokkurra mála.“ -KMU

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.