Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1987, Blaðsíða 12
12
FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 1987.
Neytendur
Stjupmóðirin efst á
vinsældalistanum
Nú er runninn upp tími sumar-
blómanna. Fólk hefur væntanlega
að mestu lokið við gróíhreinsun í
görðum sínum og notar nú góðviðr-
is- og fh'daga til þess að planta út
blómum, trjám og runnum.
Sumir voru svo forsjálir að sá til
sumarblómanna sjálfir fyrr í vor og
fá fjölæru plöntumar hjá vinum og
vandamönnum. En þeim til hagræð-
ís, sem þurfa að kaupa plöntumar,
gerðum við smákönnun, bæði á verði
og eins hvað er vinsælast í ár.
20 % verðhækkun
Hefðbundin sumarblóm kosta 30
kr. Það er 20% verðhækkun frá í
fyrra, en þá kostuðu þau 25 kr. Hefð-
bundin sumarblóm em m.a. stjúp-
mæður, sem em einna vinsælastar
allra sumarblóma, morgunfrúr,
ljónsmunni, alisíur, hádegisblóm o.
rn.fi. Tegundir eins og tóbakshom
(petunia), flauelsblóm og dalíur
kosta 150 kr.
Mikilvægt er að vera iðinn við að
klípa visnuð blóm af stjúpmæðnm-
um og tóbakshomunum, smærri
blóm hreinsa sig sjálf.
Matjurtimar kosta allar 22 kr.
plantan. Þeim er plantað i jiffipotta
sem hægt er að láta í sjálft beðið þvi
potturinn eyðist í moldinni.
Við á neytendasíðunni fórum í
heimsókn í nokkrar gróðrarstöðvar
og er hér greint frá því sem fyrir
augu bar. Þvi miður er ekki hægt
að heimsækja allar stöðvamar á
svæðinu en þær em mun fleiri en
hér em taldar upp. -A.BJ.
Hengilísa á 190 kr. og
pelagóníur á 290 kr.
Svipað úrval er af plöntuni í þeim gróðrar-
stöðvum sem við heimsóttum og mikið til
sömu tegundirnar á boðstólum. Hefðbundin
sumarblóm kostuðu alls staðar 30 kr. og pott-
aðar matjurtir 22 kr.
Við rákumst þó á ýmislegt á yfirreið okkar.
eins og t.d. í Alaska við Miklatorg sáum við
lísu í hengipotti. svokallaða ..hengilísu" sent
kostaði 190 kr.. og einnig venjulega lísu í
potti á 100 kr. í Alaska kostaði hengilobelía
95 og 100 kr.. begóníru' kostuðu 150 og 220
kr\. pelagoníur 290 kr.. bláhnoðrar 100 og 150
kr„ fuksía 290 kr. Hefðbundnú sumarblómin
kostuðu það sama alls staðar eða 30 kr. og
dalíur og tóbakshorn 150 kr„
Limgerðisbirki. 50 70 cm á hæð. kostaði 110
kr. í Alaska. Qórar stærðir kostuðu frá 190
kr. upp í 250 kr. 160 cm á hæð kostaði birkið
500 kr. Fallegt og beinvaxið.
Kvistar vom til af ýmsum geiðum og kost-
úðu 300 og 320 kr. Svrenur sem voru 120 cm
kostuðu 750 kr„ þéttar og góðar plöntur að
sögn Kristínar Birgisdóttir garðvrkjufræð-
ings, sem unnið hefur í þrjú ár við plöntuaf-
greiðslu hjá Alaska.
Þama vom til fimrri ára alaskaaspir, 3ja
metra háar á 3900 kr. og 50-60 cm plöntur á
380 kr. Tveggja ára gljávíðir kostaði 90 kr.
og 4 ára 200 kr. Viðja 40 kr. og tvær stærðir
af alaskavíði kostaði 60 og 90 kr. Rósirnar,
bæði dorn og hnausa rósir. kostuðu 450 kr.
og meyja- og hjónarós á 400 kr.
Fjölærar plöntur kostuðu 90 til 300 kr„
gott úrval af steinbrjótum var til á 90 til 110
kr. plantan.
Við látum þessa upptalningu nægja. Þess
má loks geta að Alaska er nú rekið af sama
aðila og plöntusalan hjá Alaska i Breiðholti
og gróðrarstöðin Birkihlíð í Kópavogi.
-A.BJ.
Kristín er þarna með kúlulagað flauelisblóm
sem kostar 150 kr.
DV-mynd JAK
Fólk kaupir gjarnan 30-50
sumarblóm í garðinn sinn
1 Grænuhlíð við Bústaðaveginn em sumar-
blómin á 30 kr„ eins og hjá hinum blómasöl-
unum, og dalíur og tóbakshom á 150 kr.
Fjölærar plöntur vom þar til frá 90 kr. upp
i 270 kr. Pottaðar matjurtir kostuðu 22 kr„
nema salat það kostaði 12 kr. Allar matjurt-
imar eru í pottum.
„Þetta er góður tími til að planta út ein-
mitt núna. Fólk notar kvöldin og helgamar
til þess að snyrta til hjá sér og skrýða allt
með blómum," sagði Vernharður Gunnarsson,
garðyrkjumaður í Grænuhlíð við Bústaðaveg-
inn, í samtali við DV.
Hann sagði að sala sumarblóma væri alltaf
að aukast. Vemharður gerði ráð fyrir að fólk
keypti svona á bilinu frá 30 til 50 plöntur eða
fyrir ca 2500-3000 kr.
Svalakassarnir em vinsælir. I þá fara gjam-
an stjúpmæður sem klæða þá vel. Einnig
hentar tóbakshomið vel. En hafið hugfast að
klípa visnuðu blómin einkum af þessum tveim
tegundum.
Grænahlíð hefur löngum haft á boðstólum
fallegar rósir. Þær kosta á bilinu frá 400 til
460 kr. Þórður Runólfsson afgreiðslumaður
sagði að það væri alveg á færi hvers sem er
að rækta rósir, en þær þyrftu nokkra umönn-
un, bæði gott skjól, áburð og sól.
Limgerðisplöntumar í Grænuhlíð vom
myndarlegar. Þar var m.a. til viðja (90 cm) á
60 kr. mispill á 100 kr. (60-120 cm), ýmsar
tegundir af blómstrandi runnum kostuðu frá
250 kr. Birkikvisturinn, sem er einna vinsæl-
astur var jafnframt sá ódýrasti. Þá em
fagursýrenur eftirsóttar, fallegar plöntur sem
allar vom með knúppa og tilbúnar að
blómstra í sumar.
-A.BJ.
Fagursýrenan I höndunum á Vernharði
Gunnarssyni tilbúin að blómstra i sumar.
DV-mynd JAK
Gljávíðirínn þolir
ekki götuljósin
„Það er alltaf töluvert sem selt er
af grænmetisplöntum fyrir heima-
garða. Fólkið vill helst þær tegundir
sem eru fljótvaxnar, eins og blóm-
kál, brokkál og salat. Þetta er allt
pottað og plöntumar kosta 22 kr.,“
sagði Pétur N. Ólason í gróðrarstöð-
inni Mörk við Stjömugróf.
Pétur er danskur að ætt og upp-
mna en í ágúst em tuttugu ár síðan
hann opnaði gróðrarstöðina í
Stjömugrófinni þar sem hann hefúr
um tvo og hálfan hekíara lands und-
ir ræktun. Alltaf er verið að bæta
við og þótt aðaláherslan sé lögð á
tré og runna em á boðstólum í Mörk
allar tegundir af blómstrandi sumar-
blómum, fjölbreytt úrval er af
grænmeti og fjölærum jurtum.
„Við byrjuðum fyrstir á því fyrir
tíu árum að sá til sumarblómanna í
potta. Það er betra fyrir báða aðila,
fyrir þá sem kaupa plönturnar því
þannig halda þær áfram að vaxa.
Þetta er einnig hentugra fyrir gróðr-
arstöðina. Þá verða afföllin mun
minni. Þá er hreinlega hægt að taka
frá þær plöntur sem ekki em tilbún-
ar í sölu en áður þurfti að henda
þeim,“ sagði Pétur.
Hann sagði að fólk ætti að hreinsa
blóm eins og stjúpur, tóbakshom og
bellis af visnuðum blómum. Blómin
em viljugri að blómstra ef þau sem
em visnuð em tekin í burtu. Mörg
litlu blómin hreinsa sig sjálf.
Skrautrunnar og stór tré
Skrautmnnar og stór tré eiga nú
vaxandi vinsældum að fagna.
„Fyrir nokkrum árum voru stór tré
ekki söluvara. Það var hreinlega
ekki hægt að selja þau. Fólk gat oft
fengið ókeypis tré þegar borgin var
að taka gömul lönd fyrir byggingar-
lóðir. Nú hefur þetta breyst. Fólk
vill gjarnan kaupa stór tré í dag,“
sagði Pétur. Hann sýndi okkur stóru
trén sem hann hefur á boðstólum.
Þama vom átta ára gamlar aspir,
um 2 ‘A m á hæð og kostuðu 2-3000
kr. 2ja metra hátt birki kostaði 3000
kr. 2 I4-3ja m há reynitré kostuðu
2200 kr.
„Reynirinn hefur ekki verið nógu
vinsæll undanfarið en ég vil endilega
halda honum á lofti. Hann er ein-
staklega fallegur sem stakt tré,“
sagði Pétur.
Ymsar tegundir em til af reyni-
viði, aðrar en þessi venjulegi, t.d.
úlfareynir. Hann er sérstaklega fall-
egur, ber afar falleg bleik blóm.
Úlfareynir var til á stærðarbilinu
1-1,25 m og kostaði 850 kr. Pétur
sagði að berin af úlfareyni væru
einkar góð í sultu, bæði sæt og víta-
mínauðug. Af einu meðalstóru tré
geta komið nokkur kg af berjum að
sögn Péturs.
Pétur sagði að aspir ættu það til
að fá haustkal en langflestar aspir
hér á landi em til komnar eftir vor-
hretið 1963, þegar nærri allar aspir
i landinu fórust. Pétur mælir með
birki í limgerði eða alparifsi, blá-
toppi, mnnamum eða jafnvel kvista-
tegundum.
„Gljávíðirinn er vinsælastur í lim-
gerði en hann hentar ekki nógu vel.
Hann kelur oft á haustin og svo
þolir hann ekki ljósastaura. Það er
mikill galli. Við erum nýlega búnir
að komast að raun um þetta en fólk
^hefur ekki skilið hvers vegna gljá-
víðirinn hefur farið illa þar sem
ljósastaurar lýsa á hann. Það ætti
heldur ekki að nota eins mikið af
alaskavíði og gert er í görðum. Hann
er of grófur og ætti ekki að nota
nema í skjólbelti á stóm landi, ekki
í litla garða,“ sagði Pétur.
Af skrautrunnum, sem við sáum i
Mörk, má nefna birkikvist sem kost-
ar eftir stærð 300, 350 og 400 kr„
loðkvista og dúnylla og sýrenur á
450 kr. Allar rósir í Mörk kosta
400-450 kr. Þá var nokkurt úrval af
plöntum fyrir garðskála en Pétur
sagði að slíkar plöntur væm dýrari
en venjulegar garðplöntur og oft
vandi að velja slikar plöntur.
-A.BJ.
... I—BTTr"T —Ir : Km
Pétur i Mörk sýnir okkur sjö ára
fjallafuru og fimm ára dvergfuru
sem kosta 650 kr. plantan.
DV-mynd K