Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1987, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 1987.
13
Neytendur
Hengilóbelía á móti norðrinu
og 3ja m
I Blómavali við Sigtún var mikið
úrval af sumarblómum og flölærum
jurtum. Sumarblómin kostuðu 30 kr.
eins og annars staðar, tóbakshom, og
dalíur 150 kr., önnur potta-sumarblóm
vom á verðinu frá 98 kr. upp í 150 kr.
Þama sáum við hengilóbelíu sem kost-
aði 150 kr. Trausti Gunnarsson versl-
unarstjóri sagði að hún væri alveg
tilvalin til að prýða norðurhlið hússins
í hengipotti, hún yndi sér þar mjög
vel og myndi blómstra í allt sumar.
í Blómavali sáum við stóreflis alpa-
rós með bleikum blómum og kostaði
hún 3950 kr. Einnig vom til litlar alpa-
rósir á 1300 kr. Stóru alparósimar em
mjög erfiðar í ræktun, varla á færi
annarra en algjörra „sérfræðinga", en
þó em dæmi þess að ræktun þeirra
hafi tekist vel í görðum hér. Rósimar
í Blómavali kostuðu 440 kr., pelargón-
íur 250 til 300 kr. Iðna lísa skartaði
þama og kostaði 150 kr.
Fjölæm jurtirnar vom til í miklu
úrvali. Einna vinsælastar em prímúl-
ur en þær em einmitt blómstrandi um
þessar mundir og til margar tegundir.
Gullhnappurinn er líka að blómstra
og því mjög vinsæll. Fjölæm blómin
kosta írá 95 kr. upp í 195 kr. Jarðar-
berjaplöntur, sem allar vom með
blómum, kostuðu frá 100 kr. og 150
alaskaösp á
kr. Allar matjurtirnar kostuðu 22 kr.
Loðkvisturinn á hraðleið upp
vinsældalistann
Loðkvisturinn, sem er frekar lítill
og phrjálegur um þessar mundir, er á
hraðri leið upp vinsældalistann. Hann
kostar 340 kr. Fólki til glöggvunar
má benda á að það er einmitt loðkvist-
ur sem er í beði fyrir framan Verslun-
arbankann við Grensásveg, mjög
skemmtileg og „smart“ planta.
„Þessi tegund hefur eiginlega tekið
við af birkikvistinum sem hefur verið
einna vinsælastur undanfarin ár,“
sagði Trausti er hann sýndi okkur
mnna- og trjáaúrvalið. Birkikvistur-
inn kostáði 360 kr. Þá sáum við
berberis, runna sem ber hvít ber og
verður að sögn Trausta sérstaklega
fallegur á haustin,í skæmm rauðum
og gulum litum. Hann kostaði 350 kr.
og er mikið notaður sem stök planta,
jafnvel innan um fjölærar plöntur.
Ýmislegt í limgerði var til í Blóma-
vali, t.d. gljávíðir á 80 kr., alaskavíðir
á 30 og 50 kr. og viðja á 35 kr. Trausti
sagði að bfátoppur væri vinsæll í lim-
gerði nú orðið og hefði reynst vef
bæði á Akranesi og Akureyri. Hægt
er að móta blátopp skemmtilega með
klippingu en hann er einnig mjög
2980 kr.
skemmtifegur ef hann er látinn vaxa
vilft, að sögn Trausta. Þá er enn ótaf-
inn einn kostur blátoppsins og raunar
annarra toppa. Vorhret skaðar þá ekki
hið minnsta. Eins og í vor, er kulda-
kastið kom eftir ótímabært vor, hafði
það engin áhrif, topparnir sem byrjað-
ir voru að bruma hættu vexti og biðu
þangað til aftur hlýnaði og héldu þá
áfram að vaxa.
Birkiplöntur, 130 cm á hæð, kostuðu
180 kr. stk. og 85 cm plöntur kostuðu
130 kr. stk. Birkitré með hnaus, 2—214
m, kostaði frá 1000 kr. Loks voru þarna
himinháar aspir, 3-4 m á hæð, og ko-
stuðu 2980 kr. Þessar aspir eru 5-6 ára
gamlar frá Haflormsstað. Tveggja
metra aspir kostuðu 1800 kr.
Þá sáum við dvergeplatré sem henta
mjög vel í garðskála og kostuðu 1545
kr. Trausti sagði að þessi tré væru
mjög viðráðanleg fyrir gróðurskála-
eigendur og fulfvissaði okkur um að
þau myndu bera ávöxt. 1 það minnsta
vom þau flest alsett dásamlega falleg-
um epfablómum sem ilmuðu stórkost-
lega vel.
Ýmislegt fleira var á boðstólum sem
ekki er hægt að telja hér frekar.
-A.BJ.
VORB' LJÚFI OÐII SÁ MN lÁ
" piltnlliiilllBi]!g^^mMi«.^gTV^.: ^ o_ _.+, . 'Up.i'.rimimCfU. . r. \ | ...„.-ícrMii i / JuJ y | ' -íi íifeí'S 4 1 :'v" ^ j&ÉJ ffíjml 1 /’Ts : y )(f\ X ; . ■ ' : \ / / v / \ - / A | f /\ i Æ ». Æ Jm / í i LJ \ —SM§liíl / jáf / J
VORHAPPDRÆTTI SÁÁ r r
DREGIÐ 10. JUNI UPPLAG MIÐA 100.000
Verslunarhúsnæði
til leigu
Til leigu ca 110 fm verslunarhúsnæði við Laugaveg
(Hlemm). Laust strax. Möguleiki á margvíslegum
rekstri. Upplýsingar í síma 82128.
PANTANIR
SÍMI13010
KREDIDKOR TAÞJÖNUS TA
HÁRGREIÐSLUSTOFAN
KLAPPARSTÍG 29.
Laugavegi 1 — Sími 1-65-84
SUMARSKÓR
Póstsendum
IÐNSKÓLINN f REYKJAVIK
Innritun fyrir skólaárið 1987-1988
Innritun fer fram dagana 1 .-4. júní að báðum dögum
meðtöldum. Innritað verður í eftirtalið nám:
Ath: Siðasti innritunardagur
1. Samningsbundið iðnnám (námssamningur fylgi
umsókn nýnema).
2. Grunndeild í bókagerð.
3. Grunndeild í fataiðnum.
4. Grunndeild í háriðnum.
5. Grunndeild í málmiðnum.
6. Grunndeild í rafiðnum.
7. Grunndeild í tréiðnum.
8. Framhaldsdeild í bifreiðasmíði.
9. Framhaldsdeild í bifvélavirkjun.
10. Framhaldsdeild í bókagerð.
11. Framhaldsdeild í hárgreiöslu.
12. Framhaldsdeild í hárskurði.
13. Framhaldsdeild í húsasmíði.
14. Framhaldsdeild í húsgagnasmíði.
15. Framhaldsdeild í rafeindavirkjun.
16. Framhaldsdeild í rafvirkjun og rafvélavirkjun.
17. Framhaldsdeild í vélsmíði og rennismíði.
18. Almennt nám.
19. Fornám.
20. Meistaranám (sveinsbréf fylgi umsókn).
21. Rafsuðu.
22. Tæknibraut.
23. Tækniteiknun.
24. Tölvubraut.
25. Öldungadeild í bókagerðargreinum.
26. Öldungadeild í grunnnámi rafiðna og rafeinda-
virkjun.
Innritun fer fram í Iðnskólanum í Reykjavík frá kl.
10.00 til 18.00 alla innritunardagana og í Miðbæjar-
skólanum 1. og 2. júní.
Öllum umsóknum nýnema fylgi staðfest afrit prófskír-
teina.
Iðnskólinn í Reykjavík.