Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1987, Qupperneq 2
2
ÞRIÐJUDAGUR 9. JUNl 1987.
Fréttir
„Lét mig ekki dreyma
um báða titiana”
-segirAnna Margrét Jónsdóttir sem bæði var kjörin ungfrú Reykjavík og ungfrú ísland ígær
„Þegar tilkynnt var að ég hefði hlot-
ið titilinn ungírú Reykjavík reiknaði
ég með að ég væri útilokuð frá ungfrú
ísland-titlinum. Það hvarflaði ekki að
mér að ég gæti hlotið báða. Þetta 'er
auðvitað alveg stórkostlegt, ég trúi
þessu varla enn,” sagði Anna Margrét
Jónsdóttir, 19 ára Reykjavíkurmær,
eftir að hún hafði verið valin fegurst
þeirra tíu stúlkna sem tóku þátt í
keppninni Ungfrú ísland, sem haldin
var í veitingahúsinu Broadway í gær.
Anna Margrét var bæði kjörin
ungfrú ísland og ungfrú Reykjavík og
er það i fyrsta skipti sem báðir titlarn-
ir falla til sömu stúlku. í öðru sæti
varð Magnea Magnúsdóttir, í þriðja
sæti Sigríður Guðlaugsdóttir, Fjóla
Grétarsdóttir í fjórða og Hildur Guð-
mundsdóttir í fimmta. Húsfyllir var á
Broadway.
„Ég starfa núna sem flugfreyja og
þetta á varla að breyta mínum áætlun-
um mikið, að vísu kem ég til með að
taka þátt í fegurðarsýningum erlendis
í haust og hef meira að gera við sýn-
ingarstörf hér heima. Það er allt annað
að starfa við ljósmyndafyrirsætustörf
með svona titil heldur en venjulegt er,
það er engin hætta á að ég fái leið á
því en hins vegar hlakka ég mikið til
að takast á við það,” sagði Anna en
Úrslitin tilkynnt. Viðbrögðin iétu ekki á sér standa, Anna Margrét hrópar af undrun og ánægju yfir ungfrú Island-titlinum.
Hamingjusöm í hásætinu eftir krýn-
ingu. Anna Margrét var kjörin bæði
ungfrú Reykjavik og ungfrú ísland.
þegar spumingar voru lagðar fyrir
stúlkumar fym um kvöldið sagðist
hún vera orðin hálfleið á sýningar-
störfúm enda væri hún búin að starfa
við slíkt fjögur sl. ár.
Foreldrar Önnu Margrétar, þau Jón
Kristófersson og Marín Samúelsdóttir,
voru að sjálfsögðu yfir sig ánægðir
með sigurinn svo og unnnusti hennar,
Ami Harðai-son. „Það er mikil spenna
búin að ríkja á heimilinu að undan-
förnu,” sagði Marín en hún átti
heiðurinn af glæsilegum kvöldkjól sem
Anna Margrét kom fram í og stóð
saumaskapurinn fram á síðustu
stundu.
Anna Margrét sagði að ekkert frí
væri hjá henni á næstunni þótt dag-
skráin fyrir keppnina hefði verið
ströng enda hefði hún nóg að gera
næstu daga. Verðlaunin, sem hún
hlaut, vom ekki af verri endanum,
hvitagullshringur skreyttur átján
demöntum að verðmæti um 150 þús-
und krónur, blárefsjakki, gull- og
sifurúr auk fleiri veglegra gjafa .
-BTH
Ámi Harðarson, unnusti önnu Margrétar, sagðist hafa fengið mikinn hjartslátt á síðasta augnablik-
inu áður en úrslitin voru birt. Það var alltaf möguleiki, þótt hann teldi það ólíklegt eftir að Anna
haföi hlotið Reykjavíkur-titilinn. Hér sjást þau saman eftir krýninguna.
Dularfullur dauði Þverárhrossanna
Jón G. Haukssan, DV, Akuieyri;
Sagan um huldufólkið hefúr feng-
ið byr undir báða vængi í Öxarfirði,
svo dularfúllt þykir mönnum hvar
týndu hrossin frá Þverá komu í leit-
imar. Þau fundust á föstudaginn í
gili ofarlega í fjallinu Sandfelli sem
er um 3 km frá Þverá. Fjallið blasir
við frá bænum. Enginn skilur hvað
hrossin vom að gera uppi á fjallinu,
hvað þá hvemig þau komust upp.
Fjallið var kolófært í vetur, harð-
frosið þegar hrossin týndust.
„Það er fyrir mestu að hrossin em
fundin. Ég varð að finna þau,“ segir
Kristján Benediktsson, bóndi á
Þverá, við DV í gær.
Flestir skýra atburðinn þannig að
hrossin hafi fælst og steðjað upp á
fjallið, farið þar út á fönn og hrapað
100 metra niður snarbratta hlíðina,
í gil ofarlega í fjallinu.
Hestamir stöðvuðust á steinum,
hastarlega. Sumir þeirra vom möl-
brotnir. Fjórir vom ofar en þrír
neðar í fjallinu, þeir höfðu farið fram
af lítilli ídettabrún þar. Næstneðstur
Hrossin hröpuðu 100 metra og drápust. En hvernig og hvers vegna komust þau upp fjallið?
DV-mynd Kári Þórarinsson
var Lýsingur, foringi hópsins, 15
vetra, alinn upp á Þverá og hafði
aldrei farið frá bænum.
Hrossin vom öll ójámuð og ekkert
bar það með sér að brotnað hefði
úr hófunum þegar þau klöngmðust
upp fjallið. Og aldrei er vitað til þess
að hross hafi farið upp Sandfell.
Það sem meira er; fjallið var koló-
fært í vetur og vart fyrir aðra en vel
útbúna klifurmenn að komast upp.
Vélsleðamaður ætlaði í vetur að
þeysa upp melrindann norðaustan-
megin í fjallinu en það er eini
staðurinn sem er uppgengur. Vél-
sleðamaðurinn varð að snúa við, svo
miklir svellbunkar vom á leiðinni.
Kristján bóndi flaug meðfram hlíð
fjallsins í vetur. Engin vegsummerki
sáust þá, ekki einu sinni jarðrask.
Hrossin hurfu frá bænum snemma í
janúar. Það var eins og jörðin hefði
gleypt þau.
Þótt hrossin séu fundin er málið
bara enn dularfyllra. Seint á sunnu-
dagskvöld vom hrossin dregin niður
fjallið og urðuð við rætur Sandfells.