Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1987, Síða 6
6
ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚNÍ 1987.
Fréttir
Mikil ölvun í Húsafelli og á Geirsárbökkum:
Síðasta sinn sem Húsafell
verður opið um hvrtasunnu
- segir Kristleífur Þorsteinsson bóndi
Eitthvað virðast þeir hafa átt vantalað hvor við annan strákarnir og ákveðið að best væri að láta hendur skipta. Félag-
ar þeirra fyigjast spenntir með viðureigninni. DV-mynd S
„Það var ógurlega mikil ölvun hér
og víst er að áfengissalan leggur ekki
mikið til umhverfismála. Umgengnin
var mjög slæm,“ sagði Kristleifur Þor-
steinsson, bóndi að Húsafelli, í samtali
við DV í gær, en þar var töluverður
mannsöfhuður um helgina, eins og
reyndar undanfarin ár.
Kristleifur sagðist giska á að á milli
átta hundruð og þúsund manns hefðu
verið í Húsafelli þessa hvítasunnu-
helgi. „Það var ekki meira af tjöldum
hér en um meðalhelgi á sumrin, en
talsvert um að fólki þvældist hingað
stund og stund.“
Að sögn Kristleifs var vakt við sund-
laugina og svæðið þar í kring jafnt
nótt sem dag alla helgina og slapp það
svæði sæmilega. Annars staðar var
heldur hörmulegt um að litast og mik-
ið að gera við að hirða rusl og lagfæra
skemmdir.
„Fjölskyldan er ákveðin í að þetta
verði í síðasta skiptið sem við höfum
opið hér um hvítasunnuhelgi. Ég hef
reyndar verið þeirra skoðunar eftir
hverja hátíð, en nú er fjölskyldan ein-
huga um þetta. Það er meira tjón af
þessu en gróði. Það komu inn um það
bil hundrað þúsund krónur fyrir tjald-
Peningamarkaður
INNLÁNSVEXTIR Innlán óverðtryggð (%) hæst
Sparisjóðsbækur óbund. 10-12 Ib.Lb
Sparireikningar
3jamán. uppsögn 11-15 Sb
6 mán. uppsögn 12-20 Ib
12 mán. uppsögn 14-25,5 Sp.vél.
18 mán. uppsögn 22 24,5 Bb
Ávisanareikningar 4-10 Ab
Hlaupareikningar Innlán verðtryggð 4-7 Sp
Sparireikningar
3ja mán. uppsögn 1.5-2 Ab.Bb. Lb.Sb. Úb.Vb
6 mán. uppsögn Innlán meðsérkjörum 2,5-4 10-22 Ab.Úb
Innlán gengistryggð
Bandarikjadalur 5,5-6,5 lb
Sterlingspund 7,5-10 Vb
Vestur-þýsk mork 2.5-3.5 Ab.Vb
Danskarkrónur 9-9,5 Ab.Sb. Sp.Úb
ÚTLÁNSVEXTIR Útlán óverðtryggð (%) lægst
Almennir víxlar(forv.) 21-24 Bb.Úb
Viöskiptavíxlar(forv.)(1) 24-26 eða kge
Almennskuldabréf 21,5-25 Úb
Viðskiptaskuldabréf(1) kge Allir
. Hlaupareikningaríyfirdr.) Útlán verðtryggð 21,5-25 Úb
Skuldabréf
Að2.5árum 6,5-7,5 Lb
Til lengritíma Útlán til tramleiðslu 6,75-7,5 Úb
isl.krónur 18,5-24 Ab
SDR 7.75-8 Bb.Lb, Úb
Bandarikjadalir 8-9 Sb
Sterlingspund 10,25-11,5 Lb
Vestur-þýsk mörk 5,25-5,75 Bb.Lb
Húsnæðislán Lífeyrissjóðslán 3.5 5-6,75
Dráttarvextir 33,6
VÍSITÖLUR
Lánskjaravisitala júní 1687 stig
Byggingavisitala 305 stig
Húsaleiguvisitala Hækkaöi 3% 1. april
HLUTABRÉF
Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.:
Almennar tryggingar 110 kr
Eimskip 248 kr
Flugleiðir 170 kr.
Hampiðjan 114 kr.
lönaðarbankinn 134 kr.
Verslunarbankinn 116 kr.
Úgerðarf. Akure. hf. 150kr.
Skagstrendingurhf. 350 kr.
(1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við-
skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja
aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi,
kge. Búnaðarbanki kaupir viðskiptavíxla
gegn 24% ársvöxtum, Samv.banki 25% og
nokkrir sparisj. 26%.
Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn,
Bb = Búnaðarbankinn, Ib = Iðnaðarbank-
inn, Lb = Landsbankinn, Sb = Samvinnu-
bankinn, Úb= Útvegsbankinn, Vb = Versl-
unarbankinn, Sp = Sparisjóðirnir.
Nánari upplýsingar um peningamarkaðlnn
blrtast i DV á fimmtudögum.
stæðin en brotin og eyðilögð verðmæti
fyrir svipaða upphæð. Og þá er meðal
annars eftir að borga laun. Þessi
krakkagrey eru svo sem ágætis mann-
eskjur, þó auðvitað séu einstaka
skúrkar innan um, þau voru bara mið-
ur sín af áfengisneyslu," sagði Krist-
leifur bóndi að Húsafelli.
Eins og öskutunna
Auk mannsafnaðarins að Húsafelli
voru margir unglingar samankomnir
á Geirsárbökkum. Stuðmenn stóðu
fyrir dansleikjum í Logalandi um helg-
ina og sóttu þá krakkar bæði úr
Húsafelli og frá Geirsárbökkum. Var
að vonum mikið að gera hjá lögregl-
unni í Borgamesi þar sem bæði þessi
svæði em í hennar umdæmi. Fékk hún
til liðs við sig einn bíl og áhöfn frá
lögreglunni á Akranesi, auk þess sem
eftirlitsbílar frá Reykjavík vom öðm
hvom á ferðinni þama.
„Miðað við fólksfjölda og þá ölvun
sem alltaf fylgir þessum útihátíðum
þá gekk helgin sæmilega fyrir sig,“
sagði Þórður Sigurðsson hjá lögregl-
unni í Borgamesi er DV ræddi við
hann í gær.
„Þessi helgi skar sig ekkert úr öðrum
hvítasunnuhelgum, þetta er hálfgerð
flatneskja," sagði Þórður.
Að sögn Þórðar var töluvert um ölv-
un, bæði í Húsafelli og á Gerisárbökk-
um. Yngri krakkar á aldrinum þrettán
til tuttugu ára vom í meirihluta á
Geirsárbökkum en þeir eldri sóttu
fremur í Húsafell.
„Þessum samkomum fylgir alltaf
eitthvað af smáum og stórum óhöpp-
um. Það var brennt tjald ofan af fólki,
en það slapp sem betur fer ómeitt. Síð-
an brenndi einn sig á grillolíu, eithvað
var um tognun, fingurbrot og minni-
háttar líkamsmeiðsl.“
Aðspurður um umgengnina sagði
Þórður hana hafa verið slæma. „Ég
hef að vísu ekki komið þama upp etir
nýlega, en mér er sagt að þetta sé eins
og í öskutunnu."
VAJ
Brjóstbirtan þykir ómissandi í útilegum, ailavega vandar hann sig, ungi piltur- Ekki er annað að sjá en þau skemmti sér konunglega við spilirí og söng,
inn sem hér sést blanda guðaveigamar, áður en hann skellir sér í fjörið. þessir krakkar sem Ijósmyndari DV rakst á á útimótinu á Geirsárbökkum.
Mikill fjöldi ungmenna var samankominn bæði á Geirsárbökkum og í Húsa- DV-mynd S
felli og ölvun talsverð. DV-mynd S
Mikill fjöldi unglinga fór í Borgarfjörðinn um helgina. Hér sjást nokkur þeirra bókstaflega velta út úr einni rútunni þegar á áfangastað er komið. Virðist hafa verið
svo margt í bílnum að þegar hurðin var opnuð ultu krakkarnir út. DV-mynd S