Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1987, Side 8
8
ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚNÍ 1987.
Utlönd
Nancyfékk blendnar viðtökur
Lögreglan í Stokkhólmi handtók á sunnudag um níutíu mótmælendur
fyrir utan hótel það sem Nancy Reagan, forsetafi-ú Bandaríkjanna, dvaldi
á en hún var þá stödd í Svíþjóð til að kynna sér meðferð á fíkniefnaneytend-
um þar í landi.
Forsetafrúin fékk ákaflega blendnar móttökur hjá Svíum. Á samkomu
foreldra og barna vai' henni fagnað mjög þegar hún dansaði við sænska
poppstjörnu á sviðinu. Þegar írúin hins vegar kom út af samkomunni mætti
henni stór hópur mótmælenda sem gerði hróp að henni og sagði henni að
hypja sig heim.
Síðar um kvöldið kom svo til mótmæla við hótelið sem hún dvaldi á og
hétu mótmælendur, sem kváðu það hræsni einbera hjá forsetafrúnni að
koma til Svíþjóðar að predika gegn fíkniefnaneyslu meðan Bandaríkin stæðu
í myrkraverkum i Suður-Ameríku, að hrella frúna meðan á dvöl hennar stæði.
Tamílar flýja
Jaffnaskagann
Hundruð tamfla hafa flúið Jaöha-
skagann á Sri Lanka undanfama tvo
daga. Óttast þeir frekari árásir örygg-
issveita á aðskilnaðarsinna tamíla, að
því er íbúamir sjálfír greina frá.
Fjögur hundruð tamílar komu í gær
í sex langferðabílum til Vavuniya sem
er hundrað og fjömtíu kílómetra fyrir
sunnan Jaffria . Fleiri hundmð hafa
lagt leið sína til nálægra bæja.
Indverski sendiherrann hefur beðið
stjómina um vemd fyrir indverska
borgara í Colombo þar sem hann ótt-
ast að mótmælagöngu búddamunka
gegn Indlandi, sem ráðgerð er í dag,
fylgi ofbeldi. Hyggjast munkarhir mót-
mæla því er Indverjar rufu lofthelgi
Sri Lanka í síðustu viku með því að
fljúga yfir Jaffnaskagann og fleygja
niður matarbirgðum til tamíla. Einnig
mótmæla þeir fjöldamorði skæruliða
tamíla á þrjátíu og tveimur munkum
fyrir viku. Fullyrða munkamir að Ind-
land hafi átt þar hlut að máli.
Siglingar á Persaflóa
ræddar á Feneyjafundinum
Hermaður skammtar tamilum hrísgrjón úr hjálmi sínum. Sýndu hermennirnir
á sér betri hliðina og deildu út matvælum í héruðum þeim er þeir hertóku
af aðskilnaðarsinnum tamíla í siðustu viku. Símamynd Reuter
Herða aðgerðir
gegn ríkisóvinum
Sex Kuwait-búar voru í síðustu viku dæmdir til dauða fyrir að hafa unn-
ið skemmdarverk á olíumannvirkjum í landinu og að hafa staðið að samsæri
gegn stjóm þess. Á sama tíma boða stjórnvöld í Kuwait harðari aðgerðir
gegn óvinum stjómarinnar og segja að lögregla landsins muni taka harka-
lega á öllum þeim sem ógna öryggi þess.
Talsmaður stjómarinnar sagði í síðustu viku að það væri ekki stefna
stjórnvalda að nota kúgun sem stjórntæki en til hennar yrði þó gripið þegar
á [jyrfti að halda.
Undanfarið hefur verið framið töluvert af pólitískum afbrotum í Kuwait,
meðal annars hefur emír landsins, Jaber Al-Ahmed al-Sabah, verið sýnt
banatilræði.
2000 handtekin
í Suður-Kóreu
Um tvö þúsund manns vom handtekin í Seoul, höfuðborg Suður-Kóreu,
aðfaranótt mánudagsins í aðgerðum sem lögreglan vonaðist til að kæmu í
veg fyrir óeirðir í tengslum við mikla mótmælafúndi, sem ætlað er að halda
í borginni á miðvikudag.
Margir hinna handteknu vom látnir lausir aftur en um eitt þúsund verða
dregnir fyrir rétt, sakaðir um að hafa ætlað að setja öryggi almennra borgara
í S-Kóreu í hættu.
Lögreglan í landinu er í viðbragðsstöðu vegna fundanna sem haldnir em
sama dag og tilkynna á að Roh Tae-Woo hafi verið útnefndur sem arftaki
Chund Doo Hwan í embætti forseta S-Kóreu á næsta ári.
Ríkisstjóm landsins hefur bannað fúndarhöld á miðvikudagiunn en þau
hafa verið skipulögð af hópum andstöðufólks, kirkju landsins og stjómarand-
stöðuflokkum.
Mótmælaaðgerðir í Pakistan
Mótmælendur í Karachi, stærstu borg Pakistan, kveiktu í almennings-
farartækjum og bmtu rúður í borginni í átökum sem urðu við lögreglu þar
á sunnudag. Til átakanna kom í kjölfar mótmæla gegn aukinni skattheimtu
sem staðið hafa í Karachi alla síðastliðna helgi. Til átaka kom líka milli
þjóðarbrota Pashtuna og Mohajira en í kjölfar þess réðust Pashtunar á lög-
reglustöðvar til að mótmæla því að lögreglan vemdaði þá ekki gegn
Mohajirum.
Við upphaf fundar sjö helstu iðnríkja
heims í Feneyjum í gær reyndu
Bandaríkjamenn að róa bandamenn
sína með því að fullvissa þá um að
þeir hygðust ekki biðja þá um.að
senda skip til eftirlits á Persaflóa.
Varðandi efnahagsmál tilkynnti
Reagan Bandaríkjaforseti að inn-
flutningsbanni á japönskum vörum
væri aflétt en því var komið á fyrir
tveim mánuðum vegna meints niður-
greidds verðs á japönskum
tölvukubbum.
Fundurinn hófst með þriggja
klukkustunda kvöldverði sem jafn-
framt var vinnufundur. Rædd voru
samskipti austurs og vesturs, auk
þess sem vopnaeftirlit og umbóta-
stefna Gorbatsjovs var meðal þess
sem bar á góma, að sögn embættis-
manna.
Áður en fundurinn hófst átti Reag-
an Bandaríkjaforseti viðræður við
leiðtoga Ítalíu, Japans og Vestur-
Þýskalands til þess að leita eftir
stuðningi til þess að tryggja siglingar
á Persaflóa. Fjallað verður nánar um
siglingarnar í fundinum í dag.
Kanadamenn og Bandaríkjamenn
hvöttu leiðtoga iðnríkjanna til þess
að takast á við umframframleiðslu
og lækkandi verð á landbúnaðaraf-
urðum. Að sögn embættismanna er
mikill skoðanaágreiningur meðal
Evrópuþjóða hvað varðar slíkt þann-
ig að ekki er gert ráð fyrir árangri
á fundinum.
Efnahagsmál eru aðalviðfangsefni
fundarins en samkvæmt hefð eru
stjórnmál á dagskrá þegar menn
koma fyrst saman.
Þeir snæddu saman i Feneyjum i gærkvöldi, leiðtogar sjö helstu iðnríkja
heims. Símamynd Reuter
Sprengjutilræði í
kosningabaráttunni
Spánska lögreglan hefúr fundið
rúmlega hundrað kíló af sprengiefni
sem komið var fyrir á bílastæði við
þjóðveg nálægt Barcelona. Fullyrða
embættismenn að öfgamenn Baska
hafi ætlað sér að sprengja fyrir kosn-
ingamar sem haldnar verða á morgun.
Var sprengiefnið af svipaðri gerð og
það sem notað hefur verið við
sprengjutilræði í Barcelona undan-
fama níu mánuði. Það sem af er þessu
ári hafa Baskar aðeins einu sinni látið
til sín taka i Madrid. Var það við
upphaf kosningabaráttunnar fyrir
þremur vikum þegar sprengjum var
komið fyrir í þremur bílum fyrir utan
aðalbækistöðvar hersins. Aldraður
vegfarandi beið bana við sprengjutil-
ræðið.
Ef frá er talið rán á kaupsýslumanni
af Baskaættum hefur kosningabarátt-
an ekki einkennst af ofbeldi. Telja
stjómmálamenn skýringuna vera þá
að samtök Baska vilji ekki eyðileggja
tækifæri róttæklingsins Herri Batas-
una í kosningunum en hann aðhyllist
kröfur þeirra um sjálfstætt ríki.
Samstöðumenn handteknir
Jóhannes Páll páfi II. hóf í gær sjö
daga heimsókn sína til heimalands
síns, Póllands. Eftir að páfi hafði
kropið á kné og kysst jörðina, eins
og venja hans er á slíkum ferðum,
heilsaði hann Jaruzelski leiðtoga og
öðrum leiðtogum, bæði stjórnarinnar
og kirkjunnar.
Miklar öryggisráðstafanir vom
viðhafðar og þess var séstaklega
gætt að engin mótmæli ættu sér stað
þar sem leið páfa lá um. Nokkrum
klukkustundum fyrir komu páfa
voru fjórir meðlimir Samstöðu hand-
teknir í Lublin en þangað kemur
páfi í dag.
Lögreglan kom í veg fyrir að með-
limir friðarhreyfingar sýndu spjöld
sín þar sem páfi fór um miðborg
Varsjár en mannfjöldinn kom í veg
fyrir að lögreglan gæti haft á brott
með sér leiðtoga friðarhreyfingar-
innar. Meðlimir Samstöðu héldu
spjöldum á loft þar rétt hjá og sungu
nafn samtakanna.
Páfi hvatti til einingar í Póllandi
og vitnaði í mannréttindayfirlýsingu
Sameinuðu þjóðanna í ávarpi. Átti
hann langan fund með Jaruzelski en
ekkert hefur verið greint frá inni-
haldi viðræðna þeirra.