Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1987, Page 13
ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚNÍ 1987.
13
Neytendur
Stórsparnaður
að því að
drekka
undanrennu
Verð á landbúnaðarafurðum hækk-
aði um síðustu mánaðamót. Nú kostar
kg af lambakjöti í 1. verðfiokki í heil-
um skrokkum 269 kr. Ef um er að
ræða úrvalsflokk D* kostar kg 277,90
í heilu.
Nautakjötið er litið eitt dýrara,
stjörnunaut í 1. verðflokki kostar í
heilum og hálfum skrokkum 322,90 kr.
og 1. verðfl. UNI, sem er algengasta
kjötið, kostar 287,20 kr. kg.
Athugið að rugla þessu verði ekki
saman við verð sem þið sjáið í kjöt-
borðum verslana. Þar gildir írjáls
álagning, enda verðið allt annað. Þó
er hægt að fá heila lambaskrokka í
flestum stórum kjötverslunum á þessu
verði.
Mjólkurafurðir hækkuðu einnig í
verði núna um mánaðamótin. Lítrinn
kostar nú í femum 42,80 kr. Undan-
renna kostar 28,80, rjómapeli kostar
67,30.
Ópakkað kg. af skyri kostar 75,40,
1. flokks smjör kostar 267,40.
45% ostur kostar 407 kr. kg í bitum
en 367 kr. í heilum eða hálfum ostum.
30% ostur er á 306 kr. Langódýrasti
osturinn er eins og áður mysuostur
sem kostar 161 kr. kg.
Bent skal á að mikill spamaður er
að þvi að drekka undanrennu í staðinn
fyrir nýmjólk eða léttmjólk en hollusta
undanrennu er sú sama og nýmjólkur
nema hvað hún inniheldur færri hita-
einingar. -A.BJ.
NEVI - IÐNAÐARBANKINN -SLEIPNER
ÁRMÚLI7, 108 REYKJAVÍK. SlMI: 91-681040.
Hvað kostar að láta
reykja eða grafa lax?
Reyktur lax hefur löngum verið tal-
inn herramannsmatur og grafinn lax
með tilheyrandi sósum verður æ vin-
sælli forréttur. En það er hins vegar
ekki á allra færi að reykja laxinn eða
grafa hann samkvæmt kúnstarinnar
reglum. <
Aðstandendur Neytendasíðunnar
komust á snoðir um að að minnsta
kosti þrír aðilar á höfuðborgarsvæð-
inu sjá um að reykja og grafa lax fyrir
þá sem þess óska og færist eftirspum-
in eftir þessari þjónustu mjög í vöxt.
Egill Thorarensen hjá Síldarréttum
hf. fræddi okkur um það að nú orðið
kæmi fólk ekki einungis með lax og
silung til reykingar heldur einnig
ýmsar aðrar fisktegundir, t.d. grálúðu,
sem þykir prýðilegt álegg.
Auk Síldarrétta veita Reykofninn
og íslensk matvæli þessa þjónustu.
Þess ber að geta að laxinn rýmar
töluvert við reykinguna, þannig að
búast má við að úr reykingu fáist u.þ.
b. 50-60% af upphaflegri þyngd fisks-
ins.
Reykofninn og Síldarréttir hf. taka
220 kr. fyrir hvert útvigtað kíló, þ.e.a.
s. laxinn er ekki vigtaður fyrr en búið
er að fullvinna hann. í þessu verði er
innifalin flókun, söltun, reyking eða
grafkrydd, snyrting og lofttæmd
pakkning.
Þeir hjá íslenskum matvælum taka
hins vegar 110 kr. fyrir hvert kíló af
fiski sem er þá vigtaður áður en vinnsl-
an hefst. Snyrting og pakkning er þá
ekki innifalin í verðinu en lofttæmd
pakkning á bitum kostar 30 kr. en 60
kr. fyrir heilt flak.
Samkvæmt upplýsingum frá Agli
Thorarensen er búðarverð á reyktum
laxi, sem veiddur var í fyrra, 900-950
kr. en nýr reyktur lax, sem aldrei hef-
ur verið frystur, mun kosta 1125-1200
kr. kílóið. Með hliðsjón af töflunni
yfir verð á nýjum laxi ættu lesendur
nú að geta reiknað út hve mikið þeir
spara með þvi að láta sjálfir reykja
laxinn sinn. En þá verður að taka fyrr-
nefnda rýmun með í reikninginn og
svo kostar ferðin í reykhúsið sitt.
KGK
Ódýrari plöntur
í Hveragerði
Við sögðum frá algengu verði á
sumarblómum í höfuðborginni í
vikunni sem leið og gátum um
verð á plöntum hjá nokkrum
stöðvum. Við höfum fengið ábend-
ingar um að bæði blóm og matjurt-
ir séu ódýrari hjá gróðrastöðvum
í Hveragerði. Þar er oftast opið til
kl. 22 á kvöldin.
Dæmi um Hveragerðisverð: Þar
kostar tóbakshomið 95 kr. en 150
kr. í Reykjavík, stjúpmæður kosta
24 kr. en 30 kr. í Reykjavík og
matjurta plöntur 17 kr. í Hvera-
gerði en 22 kr. í Reykjavík.
VAMARÞIG
FJÁRMAGN
TIL FJÁRFESTINGAR í ATVINNUTÆKJUM ?
Sé svo, bendum við á góða leið til lausnar -
fjármögnunarleigu (leasing).
Meðal kosta fjármögnunarleigu Glitnis M. eru:
• 100% fjármögnun til nokkurra ára.
• Viðstaðgreiðumseljandatækiðogkemur
staðgreiðsluafsláttur þér til góða í lægri leigu.
• Engin útborgun við afhendingu tækis.
• Þægilegar mánaðarlegar leigugreiðslur.
• Óskertir lánamöguleikar hjá þínum
viðskiptabanka.
• Eitt símtal til okkar og á 48 klukkustundum
getur þú leyst fjármögnunarvanda þinn.
GlitnirM. Nýtt og öflugt fyrirtæld á íslenskum
Qármagnsmarkaði.