Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1987, Síða 28
40
ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚNÍ 1987.
Dægradvöl
Mikil nákvæmnisíþrótt
Billiard
„Þetta er mikil nákvæmnisíþrótt,"
sagði Gunnar Hjartarson, einn af
mörgum sem stunda Billann eins og
billiardstofan á Klapparstíg er
gjaman kölluð. Við hittum Gunnar
og fleiri þar í hádeginu einn góðviðr-
isdaginn. Úti skein sólin en þeim
félögum virtist finnast tímanum bet-
ur varið í biliiard heldur en að liggja
einhvers staðar í sólinni og flatmaga.
Billiard, eða ballskák, sem er ís-
lenska heitið yfir þessa íþrótt, er
töluvert stundaður hér á landi og
fara vinsældir hans vaxandi.
„Það er alltaf eitthvað minna um
billiard á sumrin," sagði Kári Ragn-
arsson, starfsmaður á Billanum, í
samtali við DV. „En það er hópur
af mönnum sem stundar þetta að
staðaldri allt árið. Sumir þeirra
koma hér á hverjum degi í hádeginu
eða á kvöldin til að spila.
Ég myndi giska á að það séu svona
þrjú til fjögur hundruð manns sem
spila billiard mikið. Og þeim hefur
fjölgað verulega í vetur. Það kom
oft fyrir að það var beðið eftir öllum
borðum og ég veit að hinar billiard-
stofúmar hafa sömu sögu að segja.“
- Hver heldur þú að sé skýringin á
því?
„Sjónvarpið er farið að fjalla meira
um þetta sport. Þeir sýndu til dæmis
frá úrslitaleiknum í fyrra. Ég gæti
trúað að það hefði haft áhrif,“ sagði
Kári.
Óánægja með stigamótin
- Hvemig er mótafyrirkomulaginu
háttað? Er eitt stórt mót á ári eða
mörg minni?
„Það em haldin sex stigamót á ári
og sextán stigahæstu spilaramir
komast í meistaraflokk og keppa á
Islandsmeistaramótinu. Það em
svona þrjátíu til fjömtíu manns sem
taka þátt í þessum mótum. Það em
reyndar margir óánægðir með þessi
stigamót. Þau taka heila helgi og til
að mynda fjölskyldumönnum finnst
- Allir sem eru i þessu af einhverri
alvöru eiga sinn eigin kjuða og
meðhöndla hann með virðingu,
segir Gunnar Hjartarson billiardspil-
ari. DV-mynd KAE
- Tekur það langan tíma að verða
góður billiardspilari?
„Það em strákar héma núna sem
em sautján ára og búnir að spila
billiard í þrjú til fjögur ára. Þeir em
að verða nokkuð góðir. Þetta er
spuming um tíma eða ástundun. En
svo em alltaf einhveijir sem ná bara
ekki tökum á þessu þótt þeir reyni.“
Nauðsyn að eiga kjuða
Kjuðinn er billiardspilaranum allt
og þó hægt sé að fá leigða kjuða á
billiardstofúnum eiga flestir spilarar
sjálfir kjuða.
„Allir sem em í þessu af einhverri
alvöru nota sinn eigin kjuða. Það
em sárafáir sem ekki eiga kjuða.
Það er fyrsta reglan í billiard að
skjóta alltaf með sama kjuðanum.
Það er með billiardspilarann eins og
þann sem æfir skotfimi, hann skýtur
alltaf af sömu byssunni,“ sagði
Gunnar.
„Kjuðinn er mikið atriði. Það
byggist á honum hversu miklum
snúningi þú getur náð á kúluna.
Menn velja því kjuðann af mikilli
nákvæmni. Hann þarf að vera af
réttri stærð og lögun, með rétta brún
og svo framvegis."
Að þessum orðum töluðum gekk
mótspilari Gunnars inn á Billann
og þá var ekki meiri timi fyrir hangs.
Þeir félagar tóku upp kjuðana og
hófu leikinn.
segir Gunnar Hjartarson billiardspilari
inu þijátíu til sextíu þúsund pund
þannig að það er mikið í húfi. Þetta
er náttúrlega atvinnumennska hjá
þessum mönnum,“ sagði Gunnar.
Spila upp á peninga
- Spilar þú í marga tíma á dag?
„Það er allur gangur á því. Það
kemur fyrir að ég spila allan daginn
en stundum bara stutt og stundum
eyði ég litlum sem engum tíma í
þetta.“
- Spila menn upp á peninga hér?
„Það er alltaf gert. Ef ekki eru
lagðir peningar undir er spilað upp
á tímann á borðinu, það er að segja
sá sem tapar borgar borðið. Þetta
eru samt engar stórar upphæðir en
menn leggja undir til þess að fá
meiri alvöru, meiri spennu í spilið.
Þetta er spuming um að tapa eða
græða eitt, tvö eða þrjú hundruð
krónur.“
- Eru þetta oftast sömu mennimir
sem spila saman eða spila allir við
alla?
„Það er ákveðin styrkleikagrúppa
sem spilar saman. Það þýðir ekkert
fyrir lélegan spilara að spila við ein-
hvem sterkan upp á peninga. Það
yrði bara plokk,“ sagði Gunnar og
brosti.
- Kanntu einhverja skýringu á því
hvers vegna svona fátt kvenfólk spil-
ar billiard?
„Þær hafa bara ekki áhuga á því
held ég.“
Nákvæmt auga
Á hverju byggist það að vera góð-
ur í billiard, er þetta fyrst og fremst
spuming um að vera hittinn?
„Fyrst og fremst byggist þetta á
nákvæmni augans, að sjá homin.
Það em ákveðin lögmál í þessu. Þú
getur ekki skorið boltann nema níu-
tíu gráður. Þetta byggist á því að
ná réttum snúningi á boltanum. Síð-
an er auðvitað mikilvægt að hafa
réttar hreyfingar og sveigjanleika,
en fyrst og fremst er þetta æfing.“
r
fara of mikill tími í þetta. Menn vilja
heldur eitt stórt mót á ári. Það em
nokkrir spilarar sem eiga tvímæla-
laust heima í meistaraflokki en em
þar ekki af því þeir vilja ekki taka
þátt í stigamótunum."
- Hveijir em það sem stunda þetta?
„Þetta em mest fúllorðnir menn
sem stunda þetta og nær eingöngu
karlmenn. Það em í mesta lagi tvær
þijár stelpur sem spila þetta af ein-
hveiju ráði hér,“ sagði Kári.
Brennivín og sukk
„Já, ég kem hér oft í hádeginu,"
sagði Gunnar Hjartarson aðspurður
en Kári hafði bent mér á að hann
væri einn af þeim bestu.
- Ertu búinn að spila billiard lengi?
„Það em tuttugu og fimm til þijá-
tíu ár síðan ég byrjaði í þessu.“
Blaðamaðurinn rak upp stór augu
og spurði hvort það væri virkilega
svona langt síðan menn byijuðu að
stunda billiard hér, hafði haldið að
þetta væri tiltölulega ný íþróttagrein
á íslandi.
„Mikil ósköp, billiard hefur verið
stundaður hér síðan 1930. Það er
bara svo nýlega byijað að fjalla um
þetta opinberlega. Þegar ég byijaði
í þessu var mikið um brennivín og
sukk á billiardstofunum og foreldrar
ekki par hrifnir ef þeir fréttu að
strákamir þeirra stunduðu billiard.
Það var hálfgert óorð á þessu, mikið
óverðskuldað, en að vísu sóttu rónar
dálítið í þessa staði af því þeir höfðu
ekki í önnur hús að venda.
Þetta hefur mikið breyst og nú er
farið að fjalla meira um billiard.
Þetta er til dæmis eitt vinsælasta
sjónvarpsefnið i Bretlandi.
Bestu spilaramir, eins og til dæm-
is heimsmeistarinn, æfa átta tíma á
dag. Það em haldin mót á tíu daga
fresti og verðlaunin geta verið á bil-
- Þeim hefur fjölgað mikið sem spila billiard, sérstaklega í vetur. Senni-
lega er það vegna þess að fjölmiðlar eru farnir að fjalla meira um þessa
íþrótt, segir Kári Ragnarsson, starfsmaður á Billanum.
DV-mynd BG
Spilum fýrir ánægjuna
og félagsskapinn
Billjardspilaramir Sigmar Bjöms-
son, starfsmaður glerverksmiðjunnar
Esju, Haraldur Sæmundsson kaup-
maður, Halldór Harðarson skrifetofu-
maður og Bjöm Ámason prentari,
tímdu tæplega að eyða dýrmætum
hádegistímanum í að tala við blaða-
mann, billiardinn átti hug þeirra allan.
Þeir tilheyra þeim hópi manna sem
að staóaldri stundar billiard og hefur
gert það í fjölda ára.
„Ég kem héma mjög oft í hádeg-
inu,“ sagði Bjöm, „Ég vinn héma rétt
hjá og kem þess vegna hingað. En ég
spila reyndar ekki alltaf, stundum
horfi ég bara á.“
Bjöm sagðist ekki stunda þetta sem
keppnisíþrótt. „Þetta er bara gert fyrir
ánægjuna og félagsskapinn,“ sagði
hann um leið og hann stillti sér upp
við borðið og handfjatlaði kjuðann af
öryggi.
„Hann skorar fallega bolta, hann
Bjöm,“ sagði Haraldur sem hafði
fylgst með meistaralegum leik Bjöms.
Haraldur sagðist sjálfur hafa byrjað
að spila billiard sem ungur strákur.
„Síðan snerti ég ekki á þessu í þijátíu
ár en er nú byrjaður aftur,“ sagði hann
og brosti.
Hann sagðist þó ekki stunda billi-
ardinn alveg reglulega. „Stundum kem
ég héma á hverjum degi í nokkrar
vikur og stundum ekkert i dálítinn
tíma.“
Þeir Halldór og Sigmar höfðu sömu
sögu að segja og spilafélagamir. Þeir
em búnir að stunda billiard í mörg
ár en keppa ekki, heldur stunda þetta
sjálfum sér til gamans. Allir em þessir
menn þó meira en liðtækir spilarar,
þótt þeir vildu sem minnst úr því gera
sjálfir.
Sigmar Bjömsson mundar kjuðann en spilafélagarnir, þeir Bjöm Árnason, Halldór Harðarson og Það fylgja þvi oft heilmiklar tilfæringar að spila billjard, eins og sést á þessum myndum.
Haraldur Sæmundsson fylgjast spenntir með. DV-mynd BG DV-mynd BG