Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1987, Side 4
4
FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ 1987.
Fréttír
„Fasteignasalinn" er enn í farbanni:
Sveik út úr fólki á
annan tug milljona
leiddi síðan til þess að það missti teignasalanum.
fasteignina í Smáíbúðahefi sem það Samkvæmt heimildum DV ætlaði
,fasteignasalinn“ að öýja land en
„Fasteignasalinn", sem sat til
skamms tíma í gæsluvarðhaldí en
hefur verið í farbanni síðan hann
var látinn laus, er talinn hafa svikið
á annan tug milljóna út úr fólki sem
fól honum að annast fasteignavið-
skipti sín, samkvæmt upplýsingum
sem DV hefirr aflað sér.
í samtölum sem DV hefur átt við
nokkra hlutaðeigandi hafði „fast-
eignasalinn“, sem í raun hafði ekki
löggildingu sem slikur, þann háttinn
á að kaupendur og seljendur eigna
hittust aldrei, en hann hafði sjélfur
milligöngu, en þó þannig að pening-
amir skiluðu sér ekki frá kaupanda
til seljanda. „Fasteignasalinn1' starf-
aði á ábyrgð manns sem hefur
réttindi fasteignasala, en sá mun
ekki hafa kornið nálægt fasteigna-
sölunni.
DV hefur heimildir fyrir því að
„fasteignasalinn“ hafi tekið að sér
að aðstoða fólk við kaup á fasteign
í Smáíbúðahverfi, eftir að það hafði
selt fasteign í Álftamýri, en þetta
fólk missti tvær útborganir og
skuldabréf upp á eftirstöðvamar í
hendur mannsins, samtals að nafn-
verði um 600 þúsund krónur. Þetta
hefði fest kaup á. Talið er að tjón
fólksins nemi um 2 milljónum króna.
Um annað dæmi er blaðinu kunn-
ugt þar sem „fasteignasafrnn“ skilaði
ekki milljón króna útborgun sem
seljendur einbýlishúss í Breiðholti
áttu að fó. Þá mun maðurinn hafa
falsað framsal á að minnsta kosti
með handtöku hans kom rannsókn-
ariögreglan í veg fyrir það. Ekki
mun ljóst vera hver mun bera skað-
ann af því að fasteignasafrnn kom
ekki til skila greiðslum sem honum
var trúað fyrir, hvort það verður
kaupandi eða seljandi viðkomandi
einum tékka sem honum var af- eignar, en meginreglan mun vera sú
hentur, en tékkinn var stílaður á að kaupandinn beri þann skaða
seljanda eignar en gefinn út af kaup-
andanum. Hátt í tíu lögfræðingar -ój
eru með mál í gangi á hendur fas-
Sveik hundruð þúsunda
út úr Tiyggingastofnun
Aðstoðarstúlka á tannlæknastofu.
er sveik umtalsverða fjárhæð út úr
Tryggingastofnun, hefur gengist við
broti sínu og gert samkomulag um að
endurgreiða það sem hún tók ófrjálsri
hendi. Þetta staðfesti Amar Guð-
mundsson, deildarstjóri hjá rannsókn-
arlögreglunni.
Að sögn Amars nema upphæðirnar
hundruðum þúsunda og mun stúlkan
hafa útbúið reikninga fyrir tannvið-
gerðir sem aldrei vom framkvæmdar
og hirt sjálf endurgreiðsluféð frá slysa-
tiyggingadeild Trvggingastofnunar.
Málið hefur nú verið sent til n'kis-
saksóknara og mun hann meta hvort
ástæða er til að leggja fram refsiákæru
fyrir auðgunarbrot. -JFJ
A skákmót í Sovétríkjunum
Stórmeistaramir Jóhann Hjartarson
og Margeir Pétursson lögðu í morgun
af stað til Sovétríkjanna þar sem þeir
munu taka þátt í skákmóti í borginni
Dubana. Hér er um að ræða mót í 12.
styrkleikaflokki.
Nokkrir þekktir stórmeistarar eru
meðal þátttakenda, má þar til nefna
Efemi Geller, Romanishin, Razuvajev,
Dalmatov og Maranjuk, sem allir em
stórmeistarar frá Sovétríkjunum,
Ivanovic frá Júgóslavíu og Hodgeson
frá Englandi.
Að þessu móti loknu mun Margeir,
ásamt Jóni L. Ámasyni, taka þátt í
Norðurlandameistaramótinu í skák
sem haldið verður í Færeyjum í júlí.
íslendingar mega senda þrjá þátttak-
endur í efsta flokk Norðurlandamóts-
ins en ekki hefur enn verið ákveðið
hver sá þriðji verður.
Líkur em á að Helgi Ólafsson stór-
meistari taki þátt í skákmóti í Fíladelf-
íu í Bandaríkjunum sem hefst um
miðjan júlí.
-S.dór
Sigurður E. Sigurðsson sést hér með fyrsta stórlax sumarsins, veiddan
í Þverá á Kaðalstöðum. Þetta var 22 punda hængur og tók viðureignin
55 mínútur. Fiskurinn tók svarta og gula túpu nr. 6.
Millisvæðamót í skák:
Jóhann til
Ungverjalands
Eins og skýrt var frá í DV fyrir
skömmu hefur gengið illa að fá ein-
hveija aðila til að taka að sér milli-
svæðamótið í skák sem Jóhann
Hjartarson ávann sér rétt til þátttöku
í fyrr á þessu ári. Nú hafa Ungveijar
tekið mótshaldið að sér og hefst það
17. júlí í borginni Szirak.
Þetta er firnalega sterkt mót sem
nokkrir af sterkustu skákmönnum
heims taka þátt í. Þar má nefna meðal
annarra Boris Spassky, Ljubojevic og
Sax frá Ungverjalandi. -S.dór
Akureyri:
Tíu þúsund
til að upplýsa
bílstuld
Ungur Akureyringur, Þórður Kára-
son, borgar 10.000 krónur þeim sem
getur upplýst hver stal bíl hans og
skemmdi aðfaranótt laugardags.
Bíll Þórðar er Volkswagen Golf ár-
gerð 1982, vínrauður. Honum var
stolið á Brekkugötu við Ráðhústorg
og ekið utan í kantstein á homi
Drottningarbrautar og Kaupvangs-
strætis. Bíllinn skemmdist töluvert og
var skilinn eftir fyrir neðan leikhúsið
á Akureyri.
Þórður segist gjaman vilja fá upp-
lýsingar um þann sem skemmdi bílinn
og býður þeim sem kemur lögreglunni
á sporið 10.000 krónur í verðlaun
Ungfrú ísland:
IVær áður með
báða titlana
Ekki reynist það vera rétt að
Anna Margrét Jónsdóttir sé sú
fyrsta sem hlýtur báða titlana,
ungfrú ísland og ungfrú Reykja-
vík, eins og sagt var eftir að úrslit
vom kynnt í Broadway á mánu-
dagskvöldið. Halldóra Björk
Jónsdóttir, sem varð ungfrú ísland
árið 1978, hlaut jaftifi-amt Reykja-
víkurtitilinn. Einnig féllu báðir
titlamir til sömu stúlkunnar árið
1980 en þá hlaut Elísabet Trausta-
dóttir þá. Anna Margrét er því sú
þriðja í röðinni sem hlýtur báða
þessa eftirsóttu titla. BTH
í dag mælir Dagfari
Fjölskyldustefna
Um hvítasunnuna tók þjóðin sér
fri frá störfum. Menn héldu að
stjómmálamennimir gerðu það líka.
En annað kom á daginn. Sú fréttatil-
kynning var gefin út að þeir hefðu
notað tímann til að fjalla um fjöl-
skyldustefnu næstu ríkisstjómar.
jínginn hefur áður heyrt talað um
fjölskyldustefnu í pólitík og ráku því
flestir upp stór augu. Allir þekkja
atvinnumálastefnu, efnahagsstefnu,
utanríkisstefnu og svo ffamvegis en
fjölskyldustefna var nýtt í orðabók-
inni og í fyrsta skipti frá því lýðveld-
ið var endurreist tókst íslenskum
stjórnmálamönnum að koma kjós-
endum sínum á óvart. Ekki einu
sinni í kosningabaráttunni var
minnst einu orði á fjölskyldustefhu
enda hafa kjósendur staðið í þeirri
trú að stefhur væru myndaðar um
flokka en ekki fjölskyldur.
Einhveijum datt í hug að eitthvað
hefði komið upp í fjölskyldunum hjá
pólitíkusunum, einhver hefði skilið
eða krakkamir farið í hundana og
þess vegna þyrfti að móta nýja steftiu
í heimilishaldinu hjá þeim sjálfum
enda ekki haft tíma til að sinna fjöl-
skyldunum af því að þeir em að
sinna þjóðinni. Það getur auðvitað
verið erfitt fyrir stjómmálamenn að
mynda ríkisstjóm ef allt er í kalda
koli heima fyrir og þess vegna skilj-
anlegt að þeir þurfi að sýna lit í
familíumálunum.
Smám saman rann þó upp fyrir
Islendingum að stjórnmálaforin-
gjamir vom ekki að tala um sínar
eigin frölskyldur heldur annarra
manna fjölskyldur. Foringjar stjóm-
málaflokkanna, sem nú sitja niðri á
Lindargötu til að mynda alvöru
stjóm á íslandi, vom um hvítasunn-
una niðursokknir í umræður um
nýja stefnu í fjölskyldumálum. Það
var meira að segja áður en þeh vissu
að unglingamir höfðu lagt þjóðgarð-
ana undir sig til að drekka frá sér
vitið, lausir undan eftirliti fjölskyld-
unnar.
Það er skiljanlegt að stjómmála-
flokkar vilji hafa afskipti af fjöl-
skyldunum í landinu. Hingað til
hefur fátt verið þeim óviðkomandi.
Þeh hafa verið með nefið niðri í
hvers manns koppi svo lengi sem
elstu menn muna. Best hafa þeir
unað sér þegar enginn hefur átt til
hnífs og skeiðar og þurft að leita
ásjár og fyrirgreiðslu hjá pólitíkus-
um. Þeh vita sem er að fyrirgreiðsl-
an er aðgöngumiði að atkvæðunum
eins og dæmin sönnuðu i síðustu
kosningum. Þess vegna verður að
reyra þjóðina í fjötra stjómmála-
flokka sem öllu stjóma og öllu ráða.
Almenningur verður að vera þeim
háður og undirgefinn til að flokkam-
ir geti haldið völdunum og deilt og
drottnað.
Ekki hefur þetta allt gengið eftir
því þjóðin hefur verið að hrista af
sér okið og kýs jafnvel eins og henni
sýnist sem kemur sér bölvanlega fyr-
ir flokka sem vilja stjóma landinu
án þess að hafa atkvæðafylgi til þess.
Þess vegna hefur það forgang í
stjórnarmyndunarviðræðum hvem-
ig næsta ríkisstjóm getur haft
afskipti af fjölskyldunum í landinu
til að þær verji atkvæðum sínum
rétt. Ráherramir eiga þá væntanlega
að fylgjast með því hvernig hjóna-
bandið gengur, hvemig krökkunum
gengur í skólanum og ríkisstjómin
getur tekið kynlífsnámskeiðið inn í
stefhuskrána hjá sér þar sem konum
er kennt að fá fullnægingu þegar
karlamir eru ekki heima.
Þessi fjölskylduráðgjöf mun
eflaust mælast vel fyrir hjá einstæð-
um mæðrum sem ekki hafa haft
neina fjölskyldustefnu aðra en þá
að bjarga sér frá degi til dags. Það
verður ekki dónalegt þegar ríkis-
stjórnin mun gera það að forgangs-
verkefni hjá sér að kynna sér
heimilishagi þessara mæðra og setja
á stofn hjúskaparmiðlun sem lið í
fjölskyldustefnunni. Enginn fröl-
skyldustefna stendur undir nafni
nema heimilið og hjónabandið
standi traustum fótum. Hjónabandið
er homsteinn þjóðfélagsins segja
kristnir stjómmálaflokkar og það er
í þeim anda sem frölskyldustefnan
var mótuð um hvítasunnuna.
Aðilar vinnumarkaðarins bíða nú
eftir nýrri ríkisstjóm. Það gera fjöl-
skyldumar í landinu líka. Fólk er
beðið um að fresta hjónavígslum,
skilnuðum og bameignum. Ríkis-
stjómin er að móta stefhuna um það
hvemig þetta skuli gert.
Dagfari