Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1987, Síða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1987, Síða 5
FIMMTUDAGUR 11. JUNI 1987. 5 pv________________________Fréttir Orðið „eyðni“ hefur sigrað „Flest bendir því til að þessari „orða- deilu“ sé lokið,“ eru lokaorð eJónasar Ragnarssonar, ritstjóra Heilbrigðis- mála, í grein i tímaritinu um skoðana- könnun sem Hagvangur gerði fyrir það um hvaða íslenskt orð ætti að nota um sjúkdóminn AIDS. Orðið „eyðni“, sem DV notaði fyrst fjölmiðla að staðaldri, sigraði svo af- gerandi að helstu áhrifamenn, bæði meðal lækna og íslenskumanna, mæla með því í viðtali við tímaritið að það verði hér eftir notað um sjúkdóminn. Skoðanakönnunin var gerð í apríl. Náði hún til 1.158 karla og kvenna á aldrinum 15 til 79 ára. Af þeim tóku 809 afstöðu. Orðið „eyðni" vildi 491 nota eða 60,7%. Næst kom orðið „alnæmi", sem 310, eða 38,3%, vildu nota. Mjög fáir, aðeins 1%, nefhdu orðið „ónæmistær- ingu“. Orðanefnd læknafélaganna mælti með orðinu ónæmistæringu sumarið 1985, áður en DV kynnti orð Páls Bergþórssonar veðurfræðings, eyðni, í nóvember 1985. Öm Bjamason, formaður orða- nefhdarinnar, kveðst í viðtali við Heilbrigðismál nú búast við að nefhd- in muni leggja til við lækna að orðið eyðni verði notað um smitun af völd- um HIV-veiru. Hins vegar finnst honum vanta sérstakt orð yfir lokastig eyðni, sem honum finnst þó ekki rétt að kalla alnæmi. Tímaritíð hefur eftir Ólafi Ólafssyni landlækni að með hliðsjón af þessum niðurstöðum verði orðið eyðni notað um sjúkdóminn í þeim gögnum sem embætti hans sendir frá sér. Telur Páll Bergþórsson, höfundur orðsins eyðni. Ólafur að eyðni geti átt við allan sjúk- dóminn og ekki sé þörf fyrir annað orð um lokastigið. Ekki væru sérstök orð höfð um lokastig berkla, krabba- meins eða kransæðasjúkdóma. Baldur Jónsson, prófessor og for- stöðumaður Islenskrar málstöðvar, segir að orðið eyðni hafi þann ótví- ræða kost að það sé ekki notað um neitt annað, sé stutt og ósamsett. Það sé rétt málfræðilega myndað og ekkert sem mæli á móti því í stað AIDS. -KMU VÖNDUÐ HÚSGÖGN / SÓLSTOFUNA EÐA SUMARBÚSTAÐINN MJÖG GOTT VERÐ Opið laugardag til kl. 17 og sunnudag fvá kl. 14-17. TM-HÚSGÖGN Sídumúla 30, sími 68-68-22 Sigurvegarinn i lendingarkeppninni, Gunnlaugur Jónsson frá Selfossi, með bikar Karls Kristmannssonar. Ljósm. ÓG Vestmannaeyjar: Keppt í lendingu Qmar Garðarsson, DV, Vestmannaeyjum; í síðustu viku fór fram lendingar- keppni á flugvélum í Vestmannaeyj- run. Keppt var um svonefndan Karls Kristmannssonar bikar en Karl var einn af frumkvöðlum í flugsam- göngum Vestmannaeyinga. Keppend- ur voru 9 frá Vestmannaeyjum og Suðurlandi. Vegna veðurs komust keppendur frá Faxaflóasvæðinu ekki til Eyja í tæka tíð. Gunnlaugur Jónsson frá Selfossi sigraði i keppninni en mjótt var á mununum hjá efstu mönnum. Mikill flugáhugi er í Vestmannaeyj- um og hafa yfir 15 Eyjamenn tekið einkaflugmannspróf. Fimm eins hreyf- ils flugvélar eru í eigu heimamanna. li 1.010.000 1.108.000 CHIEF ., 1.160.000 Lúxus útgáfa - WAGONEER LIMITED Verð kr. 1.635.000,- ATH. Þegar að endurnýjun kemur tryggir bíll innfluttur af AGLI mun betrl endursölu. Bíll þar sem fara saman gæði og glæsilegt útlit. ................... Stuttur afgreiðslufrestur. m EGILL VILHJALMSSON HF. umboðið Smiðjuvegi 4, Kóp., s. 7 72 00 - 7 72 02.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.