Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1987, Qupperneq 8
8
FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ 1987.
Útlönd____________________________________________
Elding skaut upp eldflaugum
Elding, sem laust niður við tilraunastöð bandarísku geimferðastofnunar-
innar í Virginia-fylki í gœr, varð til þess að þrjár litlar eldílaugar skutust
á loft. Þœr lentu skömmu síðar á hafi úti og ollu hvorki tjóni á mann-
virkjum né fólki. Þetta gerðist skömmu áður en skjóta átti einni flauginni
á loft.
Weinberger í deilum á þíngi
Caspar Weinberger, vamarmálaráðherra Bandaríkjanna, lenti í hörðum
deilum í fulltrúadeild bandaríska þingsins í gær þegar steíha bandarískra
stjórnvalda í málefnum Pereaflóa var tekin þar til urnræðu. Deildu þing-
menn hart á þá ætlan stjómarinnar í Washington að setja ellefu skip frá
Kuvvait undir bandarískan fána til þess að veija þau gegn árásum Irana
og sökuðu stjómina um að ástunda barnaleiki á þessu svæði.
Weinberger varð að sitja fyrir svörum í þinginu í tvær klukkustundir og
gengu þingmenn mjög hart að honum.
í gær var tilkvnnt að Bandaríkjamenn hygðust nota njósnaþotur sínar í
auknum mæli til öryggisgæslu á Persaflóa. Er ætlunin að þotumai- hefy
eftú'lit yfir endilöngimi flóanum áður en bandarísk herskip fara að fylga
olíuskipum frá Kuwait í næsta mánuði.
Styðja uppreisnarmenn áfram
Bandarísk stjórnvöld hyggjast halda ófram leynilegri aðstoð sinni við
uppreisnamienn í Angóla og er ætlunin að veita þeim að minnsta kosti fimmt-
án miltjón dollara hemaðaraðstoð á þessu óri, að því er stórblaðið New
York Times skýrði fró í morgun.
Dagblaðið hafði það eftir ónefhdum embættismönnum að Bandaríkjastjóm
vonaðist til þess að aukin aðstoð við skæmliða Unita-hreyfingarinnar, und-
ir stjórn Jonas Savimbi. mvmdi neyða stjórnvöld marxísta í Angóla til þess
að senda á brott þrjátíu og fimm þúsund kúbanska hermenn sem nú em í
landinu.
Blaðið bætti því við að stjómvöld í Angóla hefðu lýst því yfir að aukin
aðstoð við skæmtiða myndi fremur verða tii hins gagnstæða, að hindra að
Kúbanimir verði sendir á brott.
Blaðið sagði að skæmliðunum wðu meðal annars fengnar í hendur Stin-
ger toftvamaflaugar og skriðdi’ekaflaugar og að heildarverðmæti aðstoðar-
innai' gæti orðið allt að sautján milljónum dohara.
Ríkisstjóm Reagans Bandaríkjaforseta veitti Unita-skæruliðum aðstoð sem
nemur fimmtán milljónum dollara á síðasta ári.
Aðstoðin er veitt úr sjóðum bandarísku leyniþjónustunnar, CIA.
í gær kom enn til mikilla átaka milli lögreglu og mótmælenda í Panaraa-
borg. Stórir hlutar borgarínnar em nú líkastir því að sfyrjöld hafi staðið
þar eftir að óeirðir andstæðinga Manuel Noriega. herforingja breiddust út
um borgina.
Lögreglan beitti haglabyssum og tóragasi á mótmælendur í gær en óeirð-
irnar stafa af ásökunum á hendur Noriega um að hann hafi átt hlut að
morðum og öðrum glæpum í Panama.
Þúsundir stúdenta söfhuðust saman við háskólann í borginni og víða
annars staðar. Lokuðu þeir götum, kveiktu í bifreiðum og hrópuðu slagorð
gegn Noriega. Þegar kvöldaði gengu almennir borgarar í lið með stúdentun-
um, hrópuðu og lömdu potta og pönnur til áherslu.
Ekki er ljóst hversu margir hafa meiðst í ótökunum við lögreglu né held-
ur hvort skothríð lögreglunnar hefúr orðið einhveijum að bana.
Styrkja tengsl við Albaníu
Ríkisstjóm Vestur-Þýskalands tilkynnti í gær að hún hygðist efha til
stjómmálasambands við kommúnistaríkið Albaníu. Eins og er mun Albanía
vera eina Evrópuríkið sem V-Þjóðveijarhafa ekki stjómmálasamband við.
Talsmaður v-þýska utanríkisráðuneytisins skýrði blaðamönnum frá því í
gær að þýsk sendinefhd væri nú í Tirana, höfuðborg Albaníu, til að ganga
frá tæknilegum og skipulagslegum atriðum málsins.
Talsmaðurinn vildi ekki segja til um hvenær löndin myndu skiptast á
sendiherrum en gaf í skyn að það gæti orðið mjög fljótlega.
V-Þýskaland og Albanfe hafe þegar náð samningum um stríðsskaðabætur
vegna aðgerða Þjóðverja í Albaníu í síðári heimsstyrjöldinni. Skaðabótakröf-
ur Albaníu vom það sem lengst stóð í vegi fyrir stjómmálasambandi milli
ríkjanná.
AIls kröfðust Albanir liðlega 4,6 milljarða Bandaríkjadala í skaðabætur.
DV
Sósíalistar töpuðu
miklu fýlgi á Spáni
Ljóst er nú, eftir að nær öll atkvæði
hafa verið talin í kosningum þeim sem
fram fóm á Spáni í gær, að sósíalista-
flokkur landsins hefur tapað verulegu
fylgi og hlaut innan við fjörutíu af
hundraði atkvæða. Kosið var um sæti
Spánar á Evrópuþinginu, svo og í
borgar og sveitarstjómir. Sósíalistar
settu niður í öllum þremm- þáttum
kosninganna.
Eftir að 85 prósent atkvæða höfðu
verið talin höfðu sósíalistar hlotið lið-
lega 39 prósent greiddra atkvæða og
talið var að þeir myndu hljóta tuttugu
og átta af þeim sextíu sætum á Evr-
ópuþinginu. sem Spáni hafa verið
úthlutuð. Alþýðubandalag hægri
manna hafði þá hlotið nær 25 prósent
atkvæða og sautján sæti á Evrópu-
þinginu. Aðrir flokkai' hlutu minna
magn atkvæða og skiptu með sér
fimmtán sætum.
Þá virtist ljóst að sósíalistar höfðu
einnig tapað miklu fylgi í kosningum
til borgarstjóma og héraðsstjóma.
Meðal annars virtist flokkurinn hafa
misst meirihluta sinn í borgarstjóm
Madiid.
Talið er að orsök hrakfara sósíalista
sé óánægja með harða stefhu flokksins
undir forystu Felipe Gonzalez forsæt-
isráðherra, svo og aukning afbrota í
landinu og vaxandi fíkniefnavandi,
sem ríkisstjóm hans virðist ráða illa
við.
Manuel Fraga, leiðtogi spænsku stjórnarandstöðunnar, greiðir atkvæði í kosn
ingunum á Spáni í gær. Simamynd Reute
Guyana
French
Guyana
Surinama e
Brasiiía
Sakar Hollendinga
um tvöfeldni í samskiptum
Jules Wijdenbosch, forsætisráðherra
S-Ameríkuríkisins Surinam, sakaði í
gær hollensku ríkisstjórnina um að
stvðja skæruliða í tilraunum þeirra til
að steypa stjórn hans. Við sama tæki-
færi hét forsætisráðherrann því að
frjálsar kosningar yrðu haldnar í
landinu á þessu ári.
Forsætisráðherrann sagði í ræðu á
þingi samtaka Ameríkuríkja í gær að
hollensk stjómvöld sýndu tvöfeldni í
því að ráða, Qármagna og heimila
flutninga á skæmliðum um landsvæði
sín. Sagði hann hollensku ríkisstjórn-
ina hafa heimilað útlögum.frá Surin-
am að ráða og vígbúa hópa af
skæruliðum sem síðar voru hand-
teknir og dæmdir fyrir samsæri gegn
ríkisstjóminni í landinu.
Surínam var áður hollensk nýlenda
en hlaut sjálfstæði árið 1975. Landið
hafði mjög náin tengsl við Holland þar
til herforingjar tóku völdin í Surinam
í sínar hendur í febrúar 1980.
Atlantshaf
Surinam er fyrrverandi hollensk nýlenda á norðausturströnd S-Ameríku.
Kannanir sýna örugga
forystu Thatchers
Margareth Thatcher virðist nú örugg
um sigur í kosningunum, sem fram
fara á Bretlandseyjum i dag, þótt
skoðanakannanir sýni mjög misjafn-
lega mikið forskot.
Símamynd Reuter
Síðustu skoðanakannanir fyrir
þingkosningamar, sem fram fara á
Bretlandseyjum í dag, benda til þess
að Margareth Thatcher, forsætisráð-
herra og leiðtogi íhaldsmanna, haldi
enn ömggri forystu og muni hljóta
meirihluta þingsæta í neðri málstofú
breska þingsins þriðja kjörtímabilið í
röð. Kannanir þessar greinir þó nokk-
uð á um hversu mikil forysta íhalds-
flokksins er og því hversu stór
meirihluti flokksins á þingi verður.
Skoðanakönnun, sem birt var í The
Times í morgun, benti til þess að
íhaldsflokkurinn myndi hljóta 44 pró-
sent atkvæða í kosningunum og hafa
tólf prósentustiga forskot á Verka-
mannaflokkinn, sem talið var að hlyti
32 prósent. Kosningabandalag frjáls-
lyndra og sósíaldemókrata var talið
fá uitv 22 prósent atkvæða.
Breska blaðið Guardian birti aðra
skoðanakönnun sem benti til þess að
forskot íhaldsmanna á Verkamanna-
flokkinn væri aðeins sjö prósentustig.
Þar vom íhaldsmönnum ætluð 42 pró-
sent atkvæða, Verkamannaflokki 35
prósent og Kosningabandalaginu 21
prósent.
Engar skoðanakannanir undan-
fama daga hafa bent til þess að sigur
Ihaldsflokksins væri í hættu, en stærð
meirihluta flokksins á þingi gæti haft
afgerandi áhrif á stefnumörkun hans
næstu árin. Ef flokkurinn nær hundr-
að sæta meirihluta, líkt og könnunin
í Times bendir til, má búast við að
Thatcher haldi ótrauð áfram þeim
breytingum sem hún hefúr verið að
framkvæma. Ef meirihlutinn hins veg-
ar verður aðeins liðlega fjömtíu sæti,
eins og könnun Guardian bendir til,
verður frúin líklega að fara sér mun
hægar en ella.