Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1987, Qupperneq 11

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1987, Qupperneq 11
FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ 1987. 11 Utlönd framlögum til hefðbundins vígbún- aðar? „Ég er ekki viss um að hægt sé að leiða rök að því. Ríkisstjórnir aðild- arríkja Atlantshafsbandalagsins, líkt og ríkisstjórnir annarra ríkja, ákveða framlög til varnarmála af nauðsyn. Ríkisstjórnir lýðræðisríkja starfa á grundvelli vilja almennings og þessar þjóðir vilja verja sig. Það þyrfti ákaflega mikinn almennan þrýsting til að breyta því. Þegar á málið er litið í heild væri það kaldhæðnislegt ef við ynnum allt þetta starf til að ná fram sam- drætti í kjarnorkuvígbúnaði og undirrituðum samkomulag þess efnis til þess eins að skapa okkur nýjar hæðir að klífa til að halda jafnvægi í vígbúnaði. í dag er mikið rætt um samdrátt í hefðbundnum vígbúnaði þótt ákvarðanir í þeim efnum hvíli til muna meira á Varsjárbandalaginu en NATO, því hjá þeim liggja yfir- burðirnir á því sviði í dag. Það má líka minna á að þótt kostn- aður við varnir aukist fyrirsjáanlega eitthvað ef meðaldræg og skamm- dræg kjarnorkuvopn hverfa frá Evrópu kemur ýmislegt á móti sem nota má til að halda þeim kostnaðar- auka í skeíjum. Má þar til dæmis nefna samhæfmgu vígbúnaðar ein- stakra aðildarríkja NATO. Það er raunar næsta fáránlegt að hvert og eitt þeirra skuli vera með sínar eigin tegundir skriðdreka, sínar eigin teg- undir af byssum, flugvélum og svo framvegis, án þess að hægt sé að nota svo mikið sem einn varahlut úr einu í annað. Það mætti spara mikið með samhæfingu á þessu sviði. Þótt ég vilji alls ekki gerast neinn spámaður vil ég endurtaka að stuðn- ingur við bandalagið í heild hefur alltaf verið mjög almennur meðal þjóðanna sem að því standa og ég sé ekki að það breytist neitt.“ Aðildarjafnvægi - Ef til samkomulags um kjarnorku- vígbúnað dregur eru þá ekki fyrirsjá- anlegar breytingar á hlutVerki einstakra ríkja innan NATO, jafnvel hugsanlegt að kröfur verði settar fram um /virkari aðild Evrópuríkja og smærri ríkja? „Ég fæ ekki séð að þar sé að vænta neinna afgerandi breytinga. Vissu- lega er augljóst að það er áhugi á því að skilgreina hlutverk innan Atlantshafsbandalagsins á einhvern breyttan máta, ef til vill ná fram meira jafnvægi í aðild og þátttöku einstakra ríkja. Hins vegar hygg ég að þar sé um samstillingu að ræða, fremur en beinar breytingar." Staða stórveldanna - Staða stórveldanna hefur stundum verið til umræðu og sýnist þá sumum að þau hafi völd og áhrif sem séu langt umfram það sem eðlilegt sé, miðað við stærð þeirra og raun- verulegt mikilvægi í heiminum. Hafa Bandaríkin í NATO, svipað og Sov- étríkin í Varsjárbandalaginu, of mikil áhrif og völd? „Það er augljóst að í samningavið- ræðum um samdrátt í kjarnorkuvíg- búnaði, svipuðum þeim sem nú eiga sér stað, hlýtur að bera mest á stór- veldunum, það er Bandaríkjunum og Sovétríkjunum. Þessi stórveldi eiga Athafnasvæði NATO er afmarkað og þótt sumir vilji ef til vill breyta því í dag er enginn grundvöllur slíks meðal bandalagsþjóða. þann vígbúnað sem verið er að semja um. Bandaríkjamenn standa hins vegar að þessum samningaviðræðum í mjög náinni samvinnu við banda- lagsríki sín í Atlantshafsbandalag- inu. Bandaríkin hafa alltaf gegnt lykil- hlutverki í Atlantshafsbandalaginu, einfaldlega vegna kjarnorkumáttar síns, en eins og ég benti á áður var það sá máttur sem vestræn ríki treystu á sem haft á allar árásir af hálfu Sovétríkjanna og annarra. Hvort þessi lykilaðstaða er í misræmi við stöðu mála í dag skal ég ekki fullyrða um. Ég tel svo ekki vera. Ég held það"ríki ekki nein óánægja með hlut Bandaríkjanna meðal ann- arra bandalagsþjóða. Endanlegt markmið bandalagsins er að tryggja öryggi allra aðildarríkja og því hlut- verki hefur bandalagið gegnt fram að þessu. Alltaf óánægjuraddir Vissulega koma alltaf upp óánægju- raddir, ekkert frekar um hlutverk eða stöðu Bandaríkjamanna heldur en annað. Hins vegar er NATO ekki í áróðursbransanum og gerir því lítið til að lægja óánægju innan einstakra ríkja, það er hlutverk stjórnvalda í hverju landi fyrir sig ef þau kæra sig um og þykir ástæða til. Það hefur ríkt friður í Evrópu í fjóra áratugi og þótt það beri ef til vill ekki vott um mikla hógværð þá viljum við þakka Atlantshafsbandalaginu það að miklum hluta. Ef við íhugum hlut bandalagsins sem tryggingu fyrir öryggi aðildarríkja þess hefur það hreint ekki sýnt svo lítinn árangur. Ef til vill hefur bandalagið ekki lagt nægilega áherslu á að kynna þennan árangur, ekki komið nægilega áleiðis hlut sínum að þvr merkilega jafn- vægi sem hefur ríkt.“ Árás hvaðan? - Lengi vel var talað um hæfni Atl- antshafsbandalagsins til að mæta hugsanalegri árás frá Sovétríkjunum og Varsjárbandalaginu. I dag er oft- ast talað um hæfnina til að mæta árás. Felst í þessu sá skilningur að NATO telji sig hugsanlega þurfa að mæta ágengni annars staðar frá en frá Sovétríkjunum? „Ef þú átt við hvort NATO geti hugsanlega flækst í mál við Persa- flóann þá hlýtur svarið að vera neikvætt. Áhrifasvæði bandalagsins var á sínum tíma skilgreint og fast- sett og það nær ekki til Persaflóa. Það voru á sínum tíma Bandaríkja- menn, líklega vegna þess að þeir vildu ekki flækjast í málefni ný- lendna Evrópuríkja, sem vildu takmarka áhrifasvæði NATO á þann hátt sem varð. Jafnvel þótt þeir, eða einhverjir aðrir, vildu ef til vill fá breytingar á þeirri skilgreiningu nú er enginn vilji til þess hjá öðrum aðildarríkjum og því tilgangslaust að minnast á það.“ - Er hugsanlegt að þessi litla breyt- ing á orðalagi feli í sér viðurkenn- ingu á þeim möguleika að Evrópa kunni að blandast í átök milli suðurs og norðurs, eins og það er stundum orðað? Eða, með tilliti til þess að sum ríkja Varsjárbandalagsins hafa ekki tekið of vel undir með Gorbatsjov, leiðtoga Sovétríkjanna, nú undan- farið að til átaka geti komið í Evrópu án þátttöku Sovétríkjanna og þá hugsanlega án þátttöku Bandarikj- anna? „Þetta eru möguleikar sem ég hef bara ekki hugsað út í og mér er ekki kunnugt um að séu til umræðu innan Atlantshafsbandalagsins. Bandalag- ið er stofnað til að gæta öryggis allra aðildarríkja sameiginlega og hlýtur því að bregðast sameiginlega við hverri árás á þau." ALSTIGAR ALLAR GERÐIR SÉRSMÍÐUM BRUNASTIGA O.FL. Kaplahiauni 7, S 651960 10 ARA ABYRGÐ Snotra UFO B&S motor . Snotra Steel 46 SB Flymo XE30 VINNUR VERKIÐ 7 Flymo rafknúinn E 30 Ginge handsláttuvólar Lipurtá BS 40 300 : Lipurtá BS 40 500 m: ' Flymo E 38 Snotra 46 Flymo L 38 Snotra 46 Ginge valsasláttuvól m/drifi 700 mJ Ginge þyrlusláttuvól m/driti Flymo L 47 Snotra m/grassafnara Westwood 6000 m1 á klst. SLÁTTUVÉLAR FYRIR ALLAR STÆRÐIR GARÐA Hjá okkur færðu allar stærðir af sláttuvélum í úrvali. Rafmagnsvélar og tvígengis- eða fjórgengisvélar. Allar bensínvélar með rafeindakveikju. Við leiðbeinum þér við val á sláttuvél, sem Hentar bér oq þínum garði. ^Euro- og Visakjör. Engin útborgun, greiðsla skiptist á fjóra mánuði. Vélorf Zenoah markaðurinn Smiöjuvegur 30 E-gata Kóp. Símar 77066 og 78600

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.