Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1987, Page 15
FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ 1987.
15
ísland í Nató, herinn um kjurt
að hundsa hlutleysið og leggja landið undir sig, ekki hika við það eitt ein-
asta andartak".
Þá eru menn búnir að þramma frá
Keflavík til Reykjavíkur rétt einn
ganginn. Þeir segjast vera að mót-
mæla tilvist erlends hers á íslandi
með þessu. Island úr Nató, herinn
burt, söngla göngugarpar, eins og
það sé allsherjar kyrie, og trúa því
að þeir hafi gert eitthvað raunhæft.
Að vísu var þetta ekki íjölmenni
mikið, eftir því sem sjónvarpsstöðv-
amar sögðu okkur. Önnur sagði að
þrjú til fjögur hundruð manns hefðu
tekið þátt í göngunni. Hin sagði
fimm hundruð. Eftir því að dæma
sem þær sendu okkur virtust böm
ótrúlega hátt hlutfall af þessum hópi.
Mannskepnan er
ófriðarskepna
Það fer ekki milli mála að friðar-
hugmyndin er einhver fallegasta
hugsun sem menn eiga. Aftur á móti
er með ólíkindum hve margt bráð-
greint fólk lemur höfðinu við stein-
inn og lætur sem það sjái ekki
hvemig mannkynssagan hefur artað
sig. Það hundsar þá augljósu stað-
reynd að mannskepnan er ófriðar-
skepna og í gervallri mannkynssög-
unni er varla til eitt einasta tímabil
sem hægt er að segja að friður hafi
ríkt í mannheimum.
Friðarhugmyndin er ekki raun-
hæf. Það er eins gott að horfast i
augu við það.
Það gera þeir sem aldrei hafa
þrammað frá Keflavik og tónað ís-
land úr Nató, herinn burt. Þessir
menn hafa gert sér ljóst að hlutleysi
og þar með herleysi er engin vöm.
Menn geta lýst yfir hlutleysi lands
og þjóðar þangað til þeir verða rauð-
ir og bláir í framan. En ef til stríðs
kæmi á annað borð myndi sá stríðs-
aðili, sem sæi sér hag í að hundsa
hlutleysið og leggja landið undir sig,
ekki hika við það eitt einasta andar-
tak. Því er öldungis eins gott að
gera sér grein fyrir því fyrirfram
hvorum megin við kjósum heldur að
standa, kannski af tvennu illu, og
haga sér samkvæmt því.
Sumir segja það galla á varnar-
KjaUarinn
Sigurður Hreiðar
ritstjóri Úrvals
sambandinu að bandarískt vamarlið
sé ekki hér á landi til að veija okk-
ur heldur til að verja Bandaríkin ef
til kæmi og myndi þá ekki hugsa
um okkar hag. Sjálfsagt er heilmikið
til í þessu og mun meira áhyggjuefni
heldur en þó hér sé yfir höfuð erlend-
ur her.
Okkur sjálfum að kenna
Sumpart er þetta ökkur sjálfúm
að kenna. Við höfum keppst við að
kreppa að vamarliðinu og afgirða
það á fáum, völdum stöðum, helst
afekekktum, í stað þess að taka þátt
í því með því að byggja upp mark-
vissar vamir landsins með þéttu
neti vamarstöðva sem við ættum að
taka þátt í að manna og vera í að-
stöðu til að kunna með að fara.
Það er nefnilega ekki nóg að hafa
löggu. Menn verða líka að búa vel
um sig sjálfir og kunna að loka sín-
um eigin gluggum - læsa sínum eigin
dyrum.
Þetta fólk, sem af misskilningi ark-
aði 48 kílómetra (eða styttra þeir sem
höfðu vaðið fyrir neðan sig og slóg-
ust ekki í hópinn fyrr en líða tók á
leiðina), er sjálfsagt líka í flokki
þeirra sem beijast fyrir því að Vest-
urlönd afvopnist. I orði kveðnu líka
að lönd Varsjárbandalagsins af-
vopnist. Gallinn er bara sá að austur
þar þýðir ekki að byggja upp al-
menningsálit og halda uppi áróðri -
þar væri bannað að fara í svona
göngur.
Vissulega væri það fallegt og gott
að bæði Natólöndin og Varsjár-
bandalagslöndin legðu niður vopn
og eyddu öllum sínum sprengjum og
öðrum eyðingartólum.
Ef það væri ekki vísasti vegurinn
til að fara með heimsfriðinn til and-
skotans.
Því þó okkur þyki það öllum bölv-
að má ljóst vera þeim sem vilja líta
raunsætt á málin að rétt ógnarjafn-
vægi milli þessara tveggja öflugu
vamarbandalaga er það sem skást
tryggir frið í heiminum.
Menn grunnhyggnir
Hefðu ekki Natólönd annars vegar
og Varsjárbandalagslönd hins vegar
nægilegan hemaðarmátt væri ekki
einu sinni sá friður í heiminum nú
sem við þó búum við. Ekki þarf ann-
að en líta til stríðandi ríkja til þess
að gera sér ljóst að stríð sitt mvndu
þau allt eins teygja í aðrar áttir ef
þau þyrðu. Gaddafi í Líbýu er einn
þeima sem áreiðanlega hefðu farið
með her gegn Vesturlöndum hefðu
þeir þorað. En hvort sem mönnum
líkar betur eða verr hefur þó dregið
úr hiyðjuverkum á Vesturlöndum
eftir að Bandaríkjamenn sýndu hon-
um klæmar.
Menn geta ekki verið svo grunn-
hyggnir að halda að beislun kjam-
orku sé aðeins á færi Natóríkja og
Varsjárbandalagsríkja. Halda menn
að heimsfriðurinn væri betur tiyggð-
ur með þvi að þessi ríki ættu ekki
kjamavopn heldur bara Líbýumenn
og álika kónar eða Pakistanar. Ind-
veijar og Líbanir?
Mörg óskum við eftir friði. Ekki
öll, þvi miður. Þá væri ffiður. Þetta
er staðrevnd. og þess vegna verður
hver þjóð að vera svo sterk sjálf að
þau okkar sem ekki skilja að óffiður
verður aldrei nema til bölvTmar
hreinlega þori ekki að hefja stríð.
Annar friður er ekki til og hefur
ekki verið til.
Tökum þátt í vörnum landsins
Við íslendingar höfum ekki bol-
magn til að sjá um okkar eigin
vamir sjálfir. En við gætum lagt
meira af mörkum í því samstarfi en
við gerum. Vamir landsins em ekki
eitthvað sem við eigum bara að láta
aðra um. Við eigum að taka þátt i
þeim sjálfir og trvggja að þær séu
fyrir okkur líka. ekki bara fyrir þá
þjóð sem leggur okkur til vamarlið.
Meðan við kjósum að búa við
menningu og frelsi. eins og vdð
þekkjum það nú. verðum við að verja
þann lífemáta af einurð og raunsæi.
Við ættum því frekar. ef endilega
þarf að kyrja eitthvað. að brevta ein-
hæfum texta göngumanna og segja
Island í Nató. herinn um kjmt.
Sigurður Hreiðar
„Friðarhugmyndin er ekki raunhæf. Það
er eins gott að horfast í augu við það.“
Falskar vonir
„.. .vel þykir mér hæfa að benda ráðvilltri forystu Sjálfstæðisflokksins á
að lesa af athygli gullvæga ábendingu Jesú Krists urn flisina i auga bróður-
ins og bjálkann i eigin auga.“
Það sem á síðustu mánuðum hefir
átt sér stað í íslenskum stjómmálum
á sér tæpast nokkra hliðstæðu í sögu
hins íslenska lýðveldis og á ég þar
fyrst og ffemst við klofning Sjálf-
stæðisflokksins og stofnun Borgara-
flokksins upp úr því. Stórsigur
Borgaraflokksins í nýafstöðnum al-
þingiskosningum hefir að vonum
valdið ótta og upplausn í herbúðtmi
þeirra sem beinlínis orsökuðu að
flokkurinn varð til. Ýmsir af forystu-
mönnum Sjálfstæðisflokksins virð-
ast, ef dæma má af síðasta blaði
flokksins í Reykjaneskjördæmi,
gæla við þá hugmynd að fólk úr
þeirra röðum, sem gengið hefir til
liðs við Borgaraflokkinn, muni fyrr
en varir sjá sig um hönd og snúa
aftur til gamla flokksins. Slíkar tál-
vonir em auðskilin viðbrögð flokks-
forystu sem finnur vanmátt sinn og
getuleysi til.þess að framfylgja upp-
mnalegum stefnumálum þess Sjálf-
stæðisflokks sem við þekkjum ffá
tímum stórbrotinna flokksleiðtoga á
borð við Jón Þorláksson, Ólaf Thors
og Bjarna Benediktsson. Undir skel-
eggri forystu þessara stórbrotnu
foringja átti Sjálfstæðisflokkurinn
sterk ítök og menn gátu með sanni
fylkt sér undir kjörorðin „Stétt með
stétt" en allt slikt tilheyrir liðnum
velmektartíma sem tæpasat á eftir
að endurtaka sig. Aðförin að Albert
Guðmundssyni, einum skeleggasta
baráttumanni Sjálfetæðisflokksins
um áratuga skeið, er án vafa stór-
kostlegustu og afdrifaríkustu stjórn-
málaleg afglöp sem nokkm sinni
hafa verið unnin í sögu lýðveldisins
og þá er mikið sagt. En menn skulu
hafa hugfast að þótt umrædd aðför
að Albert Guðmundssyni hafi verið
KjaUarim
Þorvaldur
Sigurðsson
skrifstofumaður
hvatinn að stofnun Borgaraflokks-
ins þá hefir sýnt sig að til liðs við
flokkinn hafa gengið einstaklingar
úr röðum allra gömlu flokkanna og
því verða forystumenn Sjálfetæðis-
flokksins að leita á önnur mið til
þess að skýra ófarir flokksins í síð-
ustu kosningum og vel þykir mér
hæfa að benda ráðvilltri foiystu
Sjálfstæðisflokksins á að lesa af at-
hvgli gullvæga ábendingu Jesú
Krists tmi flísina í auga bróðurins
og bjálkann í eigin auga. Borgara-
flokkurinn er breiðfylking fólks af
ölhmi stéttum. fólks sem orðið var
langþrevtt á miðstýringu og klíku-
skap fáira útvaldra. Þetta fólk mun
tun ókomin ár halda uppi merki
Borgaraflokksins og þróun mála
mun án nokkurs vafa verða sú að
vaxandi fjöldi fólks niun fylkja sér
undir merki flokksins og laðast til
stuðnings við mildi og mannúð sem
em einkunnarorð þessa nýja og
ferska afls i íslenskum stjómmáhmi.
Enda þótt eftir þessar kosningar
hafi staðreyndimi verið snúið við og
liinn eini og sanni sigurvegari kosn-
inganna, Borgaraflokkurinn. að
nokkru horfið í skugga sjálfsblekk-
inga gömlu flokkanna, sem allir vilja
kalla sig sigurvegara þrátt fyrir nið-
urstöður sem tala allt öðm máli. Þá
er víst að Borgaraflokkm-inn mun
lifa og vaxa til dáða og heilla fyrir
íslensku þjóðina.
Borgaraflokkurinn vinnur af
krafti
Innra starf Borgaraflokksins er nú
í mótun og þar er unnið af fullum
krafti að því að bvggja upp öflugt
flokksstarf imi land allt og nú er því
brýnt að Borgaraflokksfólk standi
einhuga og þétt sarnan og slái vörð
um þær hugsjónir sem fram hafa
verið settar. Starf flokksins og áhrif
í þjóðlífinu er háð skilningi og vel-
vild allra hinna fjölmörgu sem gjörst
hafa þreyttir á fagurgala og orða-
gjálfri gömlu flokkanna. Og því
skora ég á alla þá íslendinga, sem
\nlja sjá farsælar brevtingar á hag
þjóðarinnar, að ganga til liðs við
Borgaraflokkinn, taka virkan þátt í
þeim störfum sem framundan em
innan flokksins og gera hann þannig
að sterku og litríku afli sem ekki
verður gengið framhjá í mótun á
stefnu fyrir framtíð okkar allra,
stefhu sem, ef vel er á haldið, gæti
megnað að gjöra þjóð okkar að
mesta velferðarríki veraldar. Ungir
sem aldnir em velkomnir til starfa,
revnsla og viðhorf fjöldans er það
afl sem Borgaraflokkurinn vill
virkja og koma þannig á framfæri
viðhorfum og stefnu sem á sér hljóm-
gmnn hjá þeim sem landið byggja.
Þorvaldur Sigurðsson.
„Aðförin að Albert Guðmundssyni, ein-
um skeleggasta baráttumanni Sjálfstæð-
isflokksins um áratuga skeið, er án vafa
stórkostlegustu og afdrifaríkustu stjórn-
málaleg afglöp sem nokkru sinni hafa
verið unnin í sögu lýðveldisins og þá er
mikið sagt.“