Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1987, Page 27

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1987, Page 27
FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ 1987. 31 Sandkom Næsta skrefið í Keflavík Styrjöldin á Sjúkrahúsi Kefla- víkur heldur áfram og þar hefur ekkert vopnahlé verið samið. Ljósmæðurnar kveðja sjúkrahúsið hver af annarri og láta ekki þar við sitja held- ur flytja burt úr bænum og helst sem lengst í burtu. Ein er þegar flutt til Noregs. Stjórnarformanni sjúkra- hússins, Ólafi Bjömssyni útgerðarmanni, er legið á hálsi fyrir ónærgætni við ljós- mæðurnar en hann hefur gengið svo langt að kenna þeim um fátíða barnsburði á sjúkrahúsinu. Eftir nokkra útreikninga komst hann að þeirri niðurstöðu að þar fædd- ist ekki barn nema á 12 daga fresti að meðaltali. Þar með telur Ólafur að ljósmæður séu svotil óþarfaráþessusjúkra- húsi, ef ekki hreinlega til óþurftar. I framhaldi af þessu öilu saman má alveg eins búast við því að fæðingardeild Sjúkra- húss Keflavíkur verði lokað i sumar vegria sumarleyfa ef einhverjir starfsmenn verða þá eftir til þess að fara í leyfi. Sjúkrabíll verður þá í förum með sængurkonur af Suður- nesjum til Reykjavíkur, væntanlega 12. hvern dag. Veisla hjá Amarflugi Það verður væntanlega eng- inn hversdagsmatur á boðstól- um um borð í flugvélum Arnarflugs þegar þær halda frá Leifsstöð hér eftir. Flugfé- lagið hefur nefnilega gert samning um matarkaup við Veisluþjónustuna í Keflavík. Bláa lóns tískan Þótt það hafí ekki farið hátt að undanfömu, nema þá á Suðurnesjum, er Bláa lónið við Hitaveitu Suðurnesja ekki síður en áður notað á nóttunni af kófdrukknum lýð sem hefur ráðist á nýja, himinháa girð- ingu og rammlæst hlið og subbað út nýþrifinn staðinn. Lögreglan ræður ekki við neitt enda hefur hún ekki að- setur á staðnum og varla við því að búast að hún standi til lengdar í svona bardúsi. Liðið, sem brýtur öll bönn og spillir þessari heilsulind, kemur yfirleitt ekki sérstak- lega undir það búið að baða sig í lóninu. Það lætur sig hafa það að fara út í annað- hvort á nærbrókunum einum saman ellegar allsnakið. Hef- ur lögreglan verið að tína fólk þarna upp úr í þessari nýju baðtísku sem virðist vinsælli með hverri helginni sem líður. Annars er þetta meiri háttar alvörumál því Bláa lónið er engin venjuleg sundlaug og hreinlega hættuleg fyrir ölvað og lítt sjálfbjarga fólk. Botn- inn er misjafn og ýmist leðja eða hraunnybbur. Iðulega er skyggni ekkert vegna gufu og loks er lónið mjög misheitt. Allt gerir þetta það að verkum að teljast má heppni umfram annað að ekki skuli hafa orðið þarna fleiri stórslys en raun ber vitni. Líklega er beðið eft- ir slíku áfalli eins og vant er. Hverju svaraði Seljan? Skáldin senda stundum hvert öðru meinlegar örvar. Jó- hannes úr Kötlum sendi Kristmanni Guðmundssyni þessa: Lít ég einn, sem list kann, löngum hafa þær kysst hann, Kristmann. Kristmann svaraði auðvitað fyrir sig: Fleiri þó við ötlum, farið hafi úr pjötlum, í Kötlum. En hagorður Alþýðubanda- lagsmaður og sagður renna hýru auga til hins k^ nsins notaði sama bragarhátt í smá- skot til flokksbróður síns, HelgaSeljan: Fáar virðast velj ’ann, kvensemin þó kvelji’ann, Seljan. En hverju svaraði Seljan? Úr kjúklingum í steinsteypu Ásmundarstaðabræður, sem gerðust á tímabili stórtækir í kjúklingaframleiðslu, drógu sig nýlega út úr henni og seldu þann hluta Holtabúsins sem framleiðir kjúklinga en halda eggjaframleiðslu áfram. Eins séldu þeir hlut i Kornhlöðunni í Sundahöfn. Eitthvað hafa þeir haft upp úr krafsinu þótt sá búskapur sem þeir stund- uðu hafi þótt ganga köflótt hér á landi síðustu ár. Bræð- urnir hafa nefnilega keypt að minnsta kosti tvö stórhýsi í höfuðborginni, annað þeirra af Bílaborg hf. þar sem M az- da-umboðið hafði allan sinn rekstur til skamms tíma. Kvennaíþróttir Ársrit Kvenréttindafélagsins, 19. júní, er helgað kvenna- íþróttum að þessu sinni. Þykir þar margt mega betur fara til þessaðkonurnjótij afnréttis Bjarni Fel. - gleymdi knatlspyrnu- konunum á laugardaglnn. til þess að stunda íþróttir sín- ar á við karlana að stunda sínar íþróttir. Minna er fjallað um þær íþróttir sem kynin stunda saman, enda sérefni. Auðvitað er ágreiningur um ástæður þess að kvennaíþrótt- ir á íslandi eru minna metnar í fjárveitingum og fjölmiðlum en karlaíþróttir. Lengi hafa menn hangið á þeim mæli- kvarða að árangur skapaði athyglina og stuðninginn við íþróttaiðkun en það er alveg óvíst að þetta eigi lengur við. Að minnsta kosti virðast sum- ir gagnstæðrar skoðunar um þessar mundir og að stuðning- urinn skapi árangurinn. En hvað um það. Vissulega má finna fyrir þeim mun sem fjölmiðlar gera á íþróttum karla og kvenna. Og rétt á meðan kvenréttindakonur auglýstu ársrit sitt um síðustu helgi gleymdi Bjarni Felixson knattspyrnukonum okkar al- veg í íþróttaþættinum á laugardaginn. Hann komst alla leið niður í 4. deild karla með úrslit láugardagsleikja en lét 1. deild kvenna alveg eiga sig. Þannig smíða menn vopn- in í hendur þeirra sem heimta jafnrétti og ekkert nema jafn- rétti. Umsjón: HerbertGuómundsson Kvikmyndir Bíóborgin/Moskítóströndin ★★★ I fötspor snillings The Mosqulto Coast. Leikstjóri: Peter Weir. Handrit: Paul Schrader eftir sögu Paul Theroux. Framleiöandi: Jeromie Hellman. Myndataka: John Seale. Tónlist: Maurice Jarre. Aðalhlutverk: Harrison Ford, Helen Mirren, River Phoenix, Jadrien Steele, Hilary Gor- don, Rebecca Gordon, Dick O’Neill og Andre Gregory. Draumur eins getur hæglega orðið að martröð annars. Það sannast á fjölskyldu snillingsins Allie Fox sem neyðist til að elta hann á endimörk jarðar í leit hans að paradís. Land tækifæranna, Ameríka, fullnægir ekki metnaði og draumum Fox sem segist flytja í burtu til að þurfa ekki að horfa upp á fósturjörð sína deyja en Fox er sannfærður um að kjam- orkustyrjöld sé yfirvofandi. Reyndar telur hann að hún sé löngu dáin fyr- ir áhrif sölumennsku og hnignandi verkmenningar. Fox dreymir um óspillt land með óspilltu fólki þar sem hann geti byggt sér sina prívat paradís eftir eigin höfði. Paradís sem verður auðvitað fullkomin en einnig það sem er meira virði nefnilega sköpuð af honum. En maðurinn hef- ur jafnóðum glatað þeim paradísum sem hann skapar sér þannig fer fyrir Fox og hans hrjáðu fjöskyldu. Móskítóströndin hefur vakið mikla athygli og verið imideild. Það er forvitnilegt lið sem stendm’ að gerð myndarinnar og fyrir þær sakir hlaut hún að vekja umtal. Ford og Weir hittust fyrst við gerð Vitnisins sem vakti verðskuldaða athygli. Ford er nú komin í þá óskastöðu að geta allavega leikið i einni mynd á ári, óháð því hvað hann fær í laun. Hann gat því hlaupið hér inn í stað- inn fyrir Jack Nicholson sem fór fram á sínar venjulegu milljónir. Margir hafa ekki viljað sætta sig við meðferðina á sögu Theroux og þykir vandlætingarmönnum að hún hafi fengið hina hefbundnu „út- þynningar/einföldunarmeðferð" hjá kvikmyndagerðarmönnum. Ekki get ég dæmt um það - bókina hef ég ekki lesið. Hins vegar er því ekki að neita að aðalpersóna myndarinn- ar Allie Fox verður lítt heillandi í myndinni. í raun er hann hálfgerður andstyggðarkarakter sem dreymir drottnunardrauma þótt hann ráði aðeins yfir fjölskyldu sinni sem vegna ástar sinnar á honum er tilbú- in til að elta hann á endimörk jarðar. „Is er menning” hrópar hann í tíma og ótíma. Fox reyndist að sögn margslunginn persónuleiki í bók Theroux en hér er það aðeins af- burðaleikur Harrison Ford sem bjargar honum. Eitthvað hefur greinilega farið úrskeiðis í hanch-iti Schraders. Eins og áður sagði kemst Ford mjög vel frá hlutverki sínu hér og tryggir hann mjög stöðu þá er hann náði með Vitninu. Helen Mirren er einnig mjög vönduð í hlutverki hinn- ar hljóðlátu móður en án efa muna margir eftir henni í myndum eins og Cal. 2010. White Nights og Hea- venly Pursuits. Þrátt fyrir sterka móðurmynd hennar. sem birtist með- al annars í því að hún er aldrei kölluð annað en mamma. tekur hún afstöðu með eiginmanninum gegn bömunum á dramatísku augnabliki. Þó hér sé um gevsilega forvitnilega mynd að ræða. en án efa má enda- laust velta sér upp úr symbólisma í henni. þá tekst henni varla að standa undir þeim væntingimi sem gerðar em til hennar. -Sigurður Már Jónsson ★★★★ Frábær ★★★ Góð ★★ Miðlungs ★ Léleg 0 Afleit SUMARBUÐIRNAR ÁSASKÓLA, Gnúpverjahreppi, Árnessýslu. Við erum með hálfsmánaðarnámskeið í sumar fyrir börn á aldrinum 7-9 ára og 10-12 ára. Góð íþrótta- aðstaða úti og inni. Skoðunarferðir á sveitabæi. Smíðar, leikir, kvöldvökur, farið á hestbak og fleira. Vegna mikillar eftirspurnar verður námskeiðið 14.-26. júní einnig fyrir börn á aldrinum 7-9 ára. Tryggið ykkur pláss í tíma. Upplýsingar í síma 91-651968 og 99-6051. RAFMAGNSVERKFRÆÐINGAR, RAFMAGNSTÆKNIFRÆÐINGAR Hitavita Suðurnesja framlengir hér með umsóknar- frest um stöðu forstöðumanns rafmagnsdeildar til 26. júní. Starfið felst í yfirstjórn rafmagnsdeildar HS, þ.e. dag- legum rekstri, skipulagningu og uppbyggingu að- veitu-, stýri- og dreifikerfa, auk rafmagnseftirlits. Hæfniskröfur eru að umsækjendur séu menntaðir raf- magns verk- eða tæknifræðingar og hafi háspennu- réttindi. Starfsreynsla er nauðsynleg. Laun eru byggð á taxta Verkfræðinga- eða Tækni- fræðingafélags íslands. Umsóknarfrestur er til og með 26. júní nk. Umsóknum skal skilað á umsóknareyðublöðum sem fást á skrif- stofu Hitaveitu Suðurnesja, Brekkustíg 34-36, 260 Njarðvík. Umsóknir þeirra, er sóttu um starfið fyrir 15. maí síðast- liðinn, eru fullgildar og þurfa því ekki að endurnýjast. Allar nánari upplýsingar eru veittar í síma 92-3200. HITAVEITA SUÐURNESJA ^K.rúiv HL'l-O 1/otVFL. 'íMtoe CA^A bíiaVaost Daihatsu Runabout árg. 1983, fallegur bíil á krómfelgum. Verð 255.000. Honda Accord EX árg. 1982, ekinn aðeins 45.000 km. Ath. skipti á Range Rover '82. Honda Civic árg. 1983, ekinn aðeins 34.000 km. Verð 290.000. Daihatsu Charade árg. 1986, ekinn 13.000 km. Verð 330.000. Fiat Uno 45 árg. 1984, ekinn 47.000 km. Verð 185.000. Range Rover árg. 1976, uppt. vél og kassi, gullfallegur bill. Ath. skipti á dýrari. Honda Civic sport 1,5 árg. 1984, ekinn 53.000 km. Verð 380.000. VW Golf CL árg. 1982, ekinn aðeins 49.000 km. Ath. skipti á Golf '84-'85. Verð 245.000. Mazda 626 1600 XL árg. ’85, ekinn 32.000 km. Verð 430 000. Ath. skipti á ódýrari. Lada Lux árg. 1985, ekinn aðeins 15.000 km. Verð 180.000. Skipti á dýrari. BMW 520 árg. 1981, ekinn 100.000 km. Verð 380.000. Skipti á ódýrari. M. Benz 608 D árg. 1979. Verð 730.000. Saab 900i árg. 1987, ekinn aðeins 5.000 km. Ath. skipti á nýlegum Range Rover. M. Benz 913 árg. 1974, uppt. vél, lyfta. Verð 580.000. BÍLASALAN HLÍÐ Borgartúni 25, SÍMAR 17770 og 29977

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.