Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1987, Síða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1987, Síða 36
 FRÉTT ASKOTIÐ Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greið- hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta- ast 4.500 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. skot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 1.500 Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Augiýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022 FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ 1987. Mat þing- flokka að leysa megi ágreininginn Þingflokkar Alþýðuflokks, Sjálf- stæðisflokks og Framsóknarflokks mátu allir í gærkvöldi að ágreinings- efni flokkanna væru ekki það mikil að þau væru óleysanleg. Þingflokksfundir hófust hjá þeim þremur í Alþingishúsinu klukkan 20.30 í gærkvöldi. Allir voru fundim- ir langir. Sjálfstæðis- og framsóknai'- menn luku sínum fundi laust eftir miðnætti. eftir þrjár og hálfa klukkustund. Aiþýðuflokksmenn funduðu hins vegar til klukkan hálftvö um nóttina. Þorsteinn Pálsson sagði eftir fiind sinna manna í nótt að nú væri veður til að skapa nýja ríkisstjórn. Sjálf- stæðismenn væm tilbúnir að ganga í það verkefni og reyna að finna lausnir á ágreiningsefnum. Hann sagði spuminguna um skatt- heimtu eitt stærsta ágreiningsefhið. Bjóst hann við að skattamálin yrði erfiðast að yfirstíga. Steingrímur Hermannsson sagði að framsóknarmenn legðu áherslu á fyrstu aðgerðir í efnahagsmálum sem bæði drægju úr fjárhagshalla ríkissjóðs og verðbólguþrvstingi. ______________________-KMU Leyfa útifund á Hagatorgi Samtök herstöðvaandstæðinga munu efna til útifundar á Hagatorgi í dag klukkan 18.00. Tilgangur fund- arins mun vera að krefjast úrsagnar íslands úr NATO og mótmæla aukn- um hemaðarumsvifum hér á landi og í norðurhöfum. Að sögn Bjarka Elíassonar yfiriög- regluþjóns hafa herstöðvaandstæð- ingar fulla heimild fyrir fundinum og örvggisráðstafanir við Hótel Sögu verða ekki auknar frá því sem nú er þrátt fvrir hann, í gær var Hagat- org afgirt og sagði Bjarki það hafa verið gert til að gæta fánanna sem þar blakta. Ekki sagðist hann hins vegar vita hvemig gæslu þeirra yrði háttað meðan á fundinum stæði eða hvort þeir yrðu yfirhöfuð uppi. -JFJ Framsóknarmenn krefjast tillagna frá Þorsteini: Annars skammt í að upp úr slitni ,,Ef Þorsteinn fæst ekki til þess, strax í dag, að koma með tillögur um það hvemig megi draga úr hall- anum á ríkissjóði þá er skammt í að upp úr slitni,“ sagði einn af foiystu- mönnum Framsóknarflokksins í samtali við DV í morgun. Töluvert virðist enn í land í stjórn- annyndunarviðræðunum. Helst er deilt um ríkisflánnálin og hallann é ríkissjóði. Alþýðuflokkur og Fram- sóknai'ílokkur vilja að gripið verði til ýmissa skattahækkana í því skyni að minnka hallareksturinn. Þannig telja Jfrarasóknarmeim að auka þurfi tekjur ríkissjóðs um 1,5 til 2,5 millj- arða króna á árí. Þeir hafa lagt til að eignaskattar verði hækkaðir og skylduspamaður tekinn upp á há- tekjur. Sjálfstæðismenn hafa hins vegar staðið þvert gegn slíkum áformum og virðast ekki tilbúnir til að grípa til skattahækkana nema í litlum mæli. Á þingflokksftmdi Sjálfetæðis- flokksins í gærkvöldi sögðu menn í fyrirlitningartóni að þeir vildu ekki taka þátt í stofhun „einhverrar vinstri stjómar“. Sjálfetæðismenn virðast hins vegai' ekki hafe lagt fram neinar sannfær- andi tillögur um minnkun á hallan- um á ríkissjóði og því hefúr mikil óþolinmæði gripíð um sig hjá Fram- sókn og krötum -ES Framsóknarmenn þóttu fremur þungbúnir er þeir gengu út af þingflokksfundi í Aiþingishúsinu laust eftir miðnætti i nótt. Við bíl Jóns Helgasonar standa ásamt honum Guðmundur G. Þórarinsson, Stefán Guðmunds- son og Steingrímur Hermannsson. DV-mynd JAK Obreytt blíðviðri Blíðviðrið heldur áfram óbreytt um sinn - norðangola eða hvassviðri og léttskýjað um sunnanvert landið en skýjað víða norðan- og austan- lands. Hitstigið verður á bilinu sjö til fjórtán stig. LOKI Því ekki að setja hallamál á Þorstein? Drög ganga á milli um skiptingu ráðuneyta Imprað hefur verið á hugsanlegri ráðuneytaskiptingu á milli Alþýðu- flokks, Framsóknarflokks og Sjálf- stæðisflokks. Flokkamir eiga þó alveg eftir að takast á um þetta mál. Samkvæmt lauslegum drögum, sem gengu á milli manna í gær, er talað um þessa skiptingu: Sjálfstæðisflokkur fengi forsætis-, dóms- og kirkjumála-, iðnaðar- og sam- gönguráðuneyti. Framsóknarflokkur fengi utanríkis-, viðskipta-, sjávarútvegs- og landbún- aðarráðuneyti. Alþýðuflokkur fengi fjármála-, menntamála-, félagsmála- og heil- brigðis- og tryggingai-áðuneyti. Sjálfstæðisflokkur gerir mjög ein- arða kröfu um að hann fái fleiri ráðherra en hinir. 1 Framsóknarflokki og Alþýðuflokki hefur verið uppi það sjónarmið að Sjálfstæðisflokkur þurfi að fóma manni fyrir forsætisráðuneyt- ið og að allir hafi jafnmarga ráðherra eða þrjá. Líklegra þykir þó að skipt- ingin verði 4-3-3. Þessar hugmyndir um ráðuneyta- skiptingu hafa þegar valdið óróa í flokkunum. Þannig hrýs bæði sjálf- stæðis- og alþýðuflokksmönnum í Reykjaneskjördæmi hugui' við að fá Steingrím Hermannsson í utanríkis- málin þvi um leið fengi hann sterka stöðu í atvinnumálum á Suðurnesjum sem yfirmaður Vamarliðsfram- kvæmda. Ennfremur er talað um að Stein- grímur fái viðskiptaráðuneytið undir sig, annaðhvort allt eða hluta af því ef ráðuneytinu verður skipt upp. Meðal þingmanna Alþýðuflokks ut- an Reykjavíkur er urgur því sam- kvæmt þessum hugmyndum er nánast óhjákvæmilegt að ráðherrar flokksins verði allir þrír úr Reykjavík, Jón Sig- urðsson, Jóhanna Sigurðardóttir og Jón Baldvin. Nær víst þykir að hjá framsóknar- mönnum verði Guðmundur Bjamason ráðherra með Steingrími og Halldóri Ásgrímssyni. Þorsteins Pálssonar bíður hins vegar afar erfitt verkefni að velja ráðherra úr þingliði Sjálfstæðisflokksins. -KMU Nato-fundurinn: Vopna leitað á Seyðisfirði Þegar Norræna kom til Seyðisfjarð- ar klukkan átta í morgun var hafin mikil leit að vopnum. Lögregluþjónar frá Seyðisfirði, Egilsstöðum, umferðar- lögreglan og útlendingaeftirlitið annast leitina. Á meðan á Nató-fund- inum stendur eru gerðar sérstakar ráðstafanir við móttöku farþega sem koma með Norrænu. Þetta er önnur ferð Norrænu á þessu sumri. 1 síðustu viku voru svipaðar aðgerðir i gangi - mikið leitað, en þá fannst ekkert athugavert,. -sme

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.