Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1987, Side 8
8
LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 1987.
Ferðamál
Með rútu
til Chicago
Tilvonandi ferðalangur hringdi
og spurðist fyrir um hvað kostaði
að £ara raeð áœtlunarbíl frá New
York til Chicago og hve langan
tíma sú ferð tæki.
Ferð með „gráa hundinum" kost-
ar aðra leiðina 101 dollar eða sem
svarar 4000 kr. ísl. Ferðin tekur
23-24 klt. Á leiðinni er stoppað til
þess að borða og er að sjálfeögðu
greitt aukalega fyrir það. í svona
langferðabílum eru sæti svipuð og
í flugvélum, sem hægt er að blunda
-A.BJ.
Hallar- og
kastala-
gistingar
Út er komin í Þýskalandi leið-
sögubókin Hallarferðir 1987/88.
Þar er boðið upp á tíu áhugaverð-
ar ferðir um Þýskaland með gist-
ingu í hallar- og kastalahótelum.
Ferðimar standa frá fímm til átta
daga og er farið gegnum fegurstu
héruð Þýskaland.
Verðið er frá 13.300-21.670 kr. á
mann. Þar eru innifaldar ferðir,
gisting og matur og aðgangur að
stöðum sem heimsóttir eru og auk
þess nákvæmt kort.
Hægt er að fá bæklinginn sendan
frá Tysk Turist-Central, Vest-
erbrogade 6D, 1620 Köbenhavn V.
-A.BJ.
Hjólreiða-
túrí
Þýskalandi
Ef þú vilt gjaman hreyfa þig
duglega í sumarfríinu og ætlar að
bregða þér til Þýskalands er tilva-
lið að ferðast með Radíus-ferðum
sem bjóða upp á þriggja til níu
daga langar hjólreiðaferðir. Verðið
er frá 8.580 kr.
Farangurinn er fluttur í áætlun-
arbflum og á kvöldin er gist í
þægilegum hótelum og boðið upp
á fyrsta flokks mat. Farið er um
fegurstu héruð Þýskalands.
Frekari upplýsingar má fá hjá
Radius-Reisen, Papendieksfeld 2,
D-3005 Hemmingen 1.
-A.BJ.
Sumar-
hátíðahöld
í Hamborg
Um öíðustu helgi hófust í Ham-
borg gríðarlega mikil hátíðahöld
sem standa óslitið fram í septemb-
er. Þá ferfram frumsýning á „Luna
Luna“ eftir fjöllistamanninn
André Heller. Þijátíu heimsfrægir
listamenn frá öllum heimshomum
leggjast á eitt við að skapa sam-
bland af skemmtigarði og útilista-
safrii í lystigarði nálægt
Dammtorjámbrautarstoðinni.
Þama eru listamenn eins og
Salvador Dali, Roy Lichtenstein,
Keith Haring og David Hockney.
Af öðrum listaviðburðum, sem
fyrir dyrum standa í Hamborg í
sumar, má nefrta Hummelhátíðina
sem stendur frá 24. júlí tii 8. ágúst,
sumarleikhús í Kampnagel verk-
smiðjunni frá 17. júlí til 15. ágúst
Og hátíðina „Álstervergnugen"
sem stendur frá 27. til 30. ágúst
Það eru líflegri viðskipti i nýju Fríhöfninni, enda hefur flugfarþegum fjölgað.
Við seljum ekki
unglingum áfengi
að gamni okkar
„Við reynum að nota dómgreind-
ina en auðvitað geta okkur orðið á
mistök hvað varðar aldur fólks, en
ef einhver er grunsamlega unglegur
er hann krafinn um vegabréf. Sumir
þykjast ekki vera með vegabréf og
getum við þá neitað að afgreiða þá.
Það er svo verið með alls konar af-
sakanir og fólk er alltaf að reyna
að plata yfirvöldin," sagði Jón
Helgason, einn af verslunarstjórun-
um í Fríhöfninni í Flugstöð Leifs
Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli, í
samtali við DV.
Við höfðum heyrt að talsverð
brögð væru á því að unglingum
væri selt áfengi í Fríhöfiiinni en það
síðan tekið af þeim í tollinum. En
eins og öllum ætti að vera ljóst má
ekki selja fólki undir tvítugu áfenga
drykki hér á landi.
„Starfsfólkið bendir fólki á reglu-
gerðir og auglýsingar sem gilda um
þessi atriði. Það er áríðandi fyrir
starfsfólkið að þessar reglur séu
haldnar því það getur lent í að borga
sekt ef það selur fólki undir lögaldri
áfengi. Við fyrsta brot er áminning
en eftir það eru sektarákvæði," sagði
Jón.
Það er því ekki að gamni sínu sem
starfsfólk Fríhafharinnar selur ung-
lingum áfengi.
-Hvemig bregðist þið við því ef
fólk vill kaupa meira magn heldur
en má hafa með sér tollfrjálst inn í
landið?
„Við bendum á reglugerðina. Hver
maður má hafa með sér eina flösku
af sterku áfengi og eina flösku af
veiku eða kassa af bjór. Hins vegar
er heimilt að flytja inn 2 flöskur af
sterku og 2 af veiku áfengi þar fyrir
utan og greiða toll. Þannig getur
hver maður haft með sér 6 flöskur,
en við berum ekki ábyrgð á hvort
hann greiðir af þeim toll eða ekki.
Verðið á algengum tegundum er
svipað og í ríkinu með þvi að greiða
tollinn, en ef um dýr vín er að ræða
getur þetta borgað sig,“ sagði Jón.
Samkvæmt reglugerðum mega
ferðamenn hafa með sér tollftjálsan
vaming inn í landið fyrir 14 þúsund
kr., þar af má einn hlutur vera 7
þús. kr. virði. Ferðamönnum er hins
vegar heimilt að kaupa gjaldeyri fyr-
ir allt að 80 þús. ísl. kr.
Jón sagði að viðskipti ferðamanna
í Fríhöfninni væm líflegri eftir að
flutt var í nýju flugstöðina, aðstaðan
væri alltaf að batna. Þegar flutt var
inn var aðstaða fyrir starfsmennina
ekki tilbúin en hún er nú frágengin.
„Það eina sem vantar nú er svolít-
ið ferskt loft, en loftræstikerfið er
ekki enn komið í gagnið, en það
stendur allt til bóta,“ sagði Jón
Helgason.
-A.BJ.
Franska sendiráðið
viðhefur enn vegabréfs-
áritanir til Frakklands
Eins og flesta rekur minni til tóku
Frakkar upp á því í fyrrahaust að
krefjast vegabréfsáritunar af þeim
sem huga á Frakklandsferðir. Þessi
neyðarráðstöfun þeirra á rætur að
rekja til sprengjutilræða hryðju-
verkamanna sem náðu hámarki í
París í fyrrahaust.
Samkvæmt upplýsingum frá
franska sendiráðinu í Reykjavík er
hér um tímabundnar ráðstafanir að
ræða sem verður viðhaldið á meðan
franska lögreglan á í höggi við
hryðjuverk''menn í Frakklandi.
Starfsmenn sendiráðsins treysta sér
því ekki til að segja neitt um það
hvenær áritunum verður aflétt.
Þeir sem ætla til Frakklands á
næstunni verða því að koma í sendi-
ráðið með vegabréfið sitt, fylla út
umsóknareyðublað sem þar liggur
frammi og greiða 390 krónur fyrir
afgreiðsluna.
Ef menn eru ekki þeim mun grun-
samlegri ætti áritunin svo að vera
tilbúin eftir tvo til þrjá daga, en hún
gildir að öllu jöfnu í þrjá mánuði.
Sendiráðið er opið alla virka daga