Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1987, Page 20

Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1987, Page 20
LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 1987. zu Knattspyma unglinga IR-ingar komu á óvart - náðu jöfnu gegn Fram ÍR-ingar komu heldur betur á óvart þegar þeir gerðu jafntefli við Fram í 3. flokki á þriðjudagskvöld. Framarar. sem voru álitnir mun sigurstranglegri, áttu í miklum vandræðum með bar- áttuglaða iR-inga og þegar upp var staðið máttu Framarar þakka fyrir 2-2, jafntefli. Fyrir skemmstu léku þessi lið saman í Reykjavíkurmótinu og þá sigruðu Framarar 5-0 svo það var kannski ekki svo skrýtið að Fram- arar komu nokkuð sigurvissir til leiks. ÍR-ingar mættu samt í leikinn með öðm hugarfari en að tapa og komu Fram í opna skjöldu strax í byrjun með faliegu marki. Vilhjálmur Valdi- marsson skoraði þá með glæsilegu skoti sem hafnaði beint í vinkilinn á marki Fram. Það var eins og köldu vatni hefði verið skvett framan í leik- menn Fram því það tók þá allnokkra stund að átta sig á þessari ótrúlegu byijun. Framarar náðu þó undirtök- unum á vellinum og um miðjan fyrri Fyrra mark Fram í uppsiglingu. Anton Markússon þrumar knettinum í átt að marki ÍR og skömmu síðar lá boltinn i netinu. hálfleikinn tókst þeim að jafna með laglegu marki Antons Markússonar. Það sem eftir var hálfleiksins sóttu Framarar meira en tókst ekki að bæta við. ÍR-ingar mættu frískir til leiks í síð- ari hálfleik og með mikilli seiglu og baráttu náðu þeir forystunni á nýjan leik. Pálmi Guðmundsson lék skemmtilega á vamarmenn Fram og skoraði síðan af stuttu færi án þess að markvörður Framara kæmi vöm- um við. ÍR-ingar fögnuðu gífurlega og reyndu allt til að halda fengnum hlut. Sókn Framara þyngdist verulega síð- ustu mínútumar og bar loks árangur 5 mínútur fyrir leikslok þegai' Rík- harður Daðason skoraði með góðu skoti. Bæði lið fengu færi á lokamínút- unum en fleiri urðu mörkin ekki. Lið ÍR á hrós skilið fyrir baráttu og dugnað og allir leikmenn liðsins lögðu sig fram af öllum mætti og uppskáru laun erfiðisins. Athygli vakti Pálmi DV-mynd Þorsteinn Auðólfur Guðmundsson, en hann sýndi mjög góða boltameðferð og barðist sérstak- lega vel á framlínunni. Framarar hafa á sterku liði að skipa og geta þeir mun meira en í þessum leik. Framlína liðs- ins er mjög skæð en besti maður liðsins að þessu sinni var Anton Markússon, sonur Markúsar Arnar Antonssonar útvarpsstjóra, en hann er mjög sterkur og baráttuglaður leikmaður sem á ör- ugglega eftir að láta að sér kveða í nánustu framtíð. -RR Skoski þjálfarinn lan Fleming (t.v.) sést hér gefa ungum leikmönnum góð ráð en hann er þjálfari i knatt- spyrnuskóla FH. DV-mynd Þorstelnn Auðólfur Grasið hefur mikið að segja Litið inn í knattspyrnuskóla FH Blaðamaður DV brá sér í stutta heimsókn í knattspymuskóla FH á dögunum og var margt um manninn á nýja grasæfingasvæðinu í Kapla- krika. Hátt í 50 krakkar, strákar og stelpur, voru þar á fullri ferð með eða á eftir boltanum undir leiðsögn þriggja þjálfara, þeirra Magnúsar Pálssonar, Ians Fleming og Hlyns Eiríkssonar en þeir leika allir með 1. deildar liði FH. „Takmarkið er að hafa æfingamar sem skemmtilegastar þannig að krakkarnir hafi virkilega gaman af og þau láta það strax í ljós ef ein- hver æfingin er leiðinleg eða of erfið. Þá reynum við að hafa fjölbreytni í þessu með því að láta krakkana fara í ýmiss konar leiki og einnig er keppt við aðra skóla. Það að leyfa þeim að vera á grasinu hefúr mikið að segja og hefur aukið aðsóknina verulega," sagði Magnús Pálsson í stuttu spjalli. Skotinn Ian Fleming var að leið- beina markmönnum framtíðarinnar þegar blaðamaður kom á vettvang. „Það er mikilvægt að krakkamir læri undirstöðuatriðin strax f byrj- un. Við reynum því að kenna þeim grundvallaratriðin eins vel og hægt er,“ sagði Fleming og hélt síðan áfram að sýna markvörðunum hvemig verja ætti markið. -RR Gerum okkur góðar vonir í Tommamótinu Þeir Sigurjón Sigurðarson og Lár- us Jóhannesson, leikmenn 6. flokks FH, voru teknir í örstutt spjall á miðri æfingu. „Við gerum okkur von- ir um góðan árangur í sumar og stefnum að sjálfsögðu á sigur í Tommamótinu og Pollamótinu. Við spilum báðir á miðjunni og mórallinn í liðinu er góður og liðið er þræl- sterkt. Við höldum mikið upp á Maradona og Michael Platini og Bryan Robson er einng frábær leik- maður,“ sögðu þeir félagar að lokum. -RR Franvtíðarmarkmenn Það var nóg að gera hjá markmönn- unum í knattspymuskólanum en þeir Pálmi Guðmundsson og Brandur Sig- fússon gáfu sér samt tíma í stutt viðtal. Þeir félagar voru sammála um að það væri frábærlega gaman í knattspymu- skólanum og að þeir lærðu margt nýtt sem ætti eftir að koma þeim að góðum notum. „Ég er búinn að æfa mark í 4 mánuði og spilaði tvo fyrstu leikina i Islandsmótinu með 5 flokki gegn KR og ÍA. Það er mjög gaman að vera í marki þótt ábyrgðin sé mikil,“ sagði Brandur. Félagi hans, Pálmi, bætti við, „Það verður gaman næsta ár að spila í Islandsmótinu en hjá okkur í 6. flokki eru ekki eins margir leikir. Stóra stundin hjá okkur er Tomma- mótið og Pollamótið og ég vona að við stöndum okkur vel þar.“ Belgíski markvörðurinn, Jean Marie Pfaff, var í miklu uppáhaldi hjá þeim báðum og þeir sögðu hann vera besta markvörð í heimi. -RR r t * sMi% íiSs Markmenn framtíðarinnar hjá FH. Standandi fyrir aftan eru þeir Pálmi Guð- mundsson (t.v.) og Brandur Sigfússon. DV-mynd Þorsteinn Auðólfur Stórkostleg tilþrif! Pálmi Guðmundsson sést hér fljúga í loftinu á eftir boltan- um og nær að verja glæsilega. DV-mynd Þorsteinn Auðólfur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.