Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1987, Síða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1987, Síða 32
32 LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 1987. Messur Guðsþjónustur í Reykjavíkurpróf- astdæmi sunnudaginn 14. júní 1987. Árbæjarprestakall ^Guðsþjónusta í Árbæjarkirkju kl. 11.00. árdegis. Organleikari Jón Mýrdal. Sr. Guðmundur Þorsteinssson. Áskirkja Guðsþjónusta kl. 11.00. Sr. Árni Bergur Sigurbjörnsson. Breiðholtsprestakall Guðsþjónusta kl. 11 í Bústaðakirkju. (Ath. breyttan messustað.) Organisti Daníel Jónasson. Sr. Gísli Jónasson. Bústaðakirkja Guðsþjónusta kl. 11. (Ath. breyttan messu- tíma.) Organisti Daníel Jónasson. Sr. Gísli Jónasson messar. Sóknarnefndin. bómkirkjan Kl. 11. Minningarguðsþjónusta um drukknaða sjómenn. Dómkórinn syngur. Marteinn H. Friðriksson leikur á orgelið. Sjómenn flytja bænir og ritningartexta. Sr. Þórir Stephensen. 17. júní. Kl. 11.15. Þjóðhátíðarmessa, Prestur sr. Frank M. Halldórsson. Dómkórinn syngur. Organ- leikari Marteinn H. Friðriksson. Einsöng- ur Sólrún Bragadóttir. Landakotsspítali Messa á Landskotsspítala kl. 12.30. Organ- leikari Birgir Ás Guðmundsson. Sr. Þórir Stephensen. Elliheimilið Grund Guðsþjónusta kl. 10. Sr. Gylfi Jónsson. Fella- og Hólakirkja tGuðsþjónusta kl. 11. Organisti Guðný Margrét Magnúsdóttir. Hreinn Hjartar- son. Grensáskirkja Messa kl. 11. Altarisganga. Guðlaug Helga Ásgeirsdóttirguðfræðinemi prédikar. Org- anisti Árni Arinbjarnarson. Sr. Halldór S. Gröndal. Hallgrímskirkja. Laugardagur 12. júní. Bachtónleikar kl. 17. Sunnudagur. Messa kl. 11. Sr. Karl Sigurbjörnsson. Þriðjudagur. Fyrirbæna- messa kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Landspítalinn Messa kl. 10. Sr, Karl Sigurbjömsson. Háteigskirkja Messa kl. 11. Sr. Tómas Sveinsson. Kópavogskirkja Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Árni Pálsson. Neskirkja Messa kl. 11. Einsöngur Kristján Elís Jón- asson. Orgel- og kórstjórn Reynir Jónas- son. Sr. Guðmundur Óskar Ólafsson. Miðvikudagur. Fyrirbænamessa kl. 18.20. Sr. Guðmundur Óskar Ólafsson. Langholtskirkja Kirkja Guðbrands biskups. Guðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. Pjetur Maack. Órganisti Jón Stefánsson. Sóknarnefndin. Seljasókn Guðsþjónusta í Ölduselsskólanum kl. 11 árdegis. Sóknarprestur. Þingvallakirkja Fermingarguðsþjónusta á sunnudag kl. 14. Fermingarbam: Jóna Elín Gunnarsdóttir, Fellsenda. Organleikari Einar Sigurðsson. Sóknarprestur. Grunnskólamót stúlkna í skák Grunnskólamót stúlkna 1987 var haldið 25. maí sl. í húsakynnum Taflfélags Reykjavíkur. Upphaflega skráðu 9 sveitir sig til leiks en aðeins 6 sveitir mættu. Teflt var á 4 borðum og var hart barist þar til yfir lauk. Úrslit urðu þau að Hvassaleitisskóli sigraði, hlaut 16 vinn- Seltjarnarneskirkja Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Frank M. Hall- dórsson. Eyrarbakkakirkja Messa kl. 10.30. Sóknarprestur. Stokkseyrarkirkja Messa kl. 14. Sóknarprestur. Keflavíkurkirkja Sjómannadagurinn: Sameiginleg guðs- þjónusta Keflvíkinga og Njarðvíkinga kl. 11. Jón Sæmundsson, fyrrverandi skip- stjóri, flytur hátíðarræðu. Kór Njarðvík- ursóknar syngur. Organisti. Oddný Þorsteinsdóttir. Sr. Ólafur Oddur Jónsson. Sýningar Ljósmyndasýning í FÍM saln- um. í dag, 13. júní. opnar Björgvin Pálsson ljós- myndasýningu i FÍM salnum Garðastræti. Á sýningunni verða einungis myndir unn- ar með Gum bícrómat tækni á vatnslita- pappír. Fuglar eru flest mótívin en einnig eru nokkur portret og kyrralífsmyndir, alls 41 mynd. Mvndirnar eru gérðar á síð- ustu fjórum árum og hafa margar þeirra verið sýndar áður í Evrópu. en aldrei hér á landi. Sýningin í Garðastræti 6 mun standa til sunnudagsins 28. júní. Kvennakór Siglufjarðar í Þýskalandsferð Þann 21. þ.m. heldur kvennakór Siglu- fjarðar til Þýskalands, nánar tiltekið til VVheye leeste og Riede, sem eru smábæir í úthverfum Bremen. Kórinn fer í boði kóra í þessum bæjum og mun halda tvenna tónleika ásamt þeim þann 26. og 27. júní. Stjórnandi þessara kóra er frú Silke Óskarsson sem er þýsk og gift Hlyni Óskarssyni frá Siglufirði. Silke er söng- kennari og stofnaði kvennakór Siglufjarð- ar fyrir 20 árum. í kórnum eru 22 konur, en alls eru um 30 manns sem fara í þessa ferð. inga, í öðru sæti varð Digranesskóli með 12,5 vinninga og í þriðja sæti Snælands- skóli með ellefu vinninga. Sigursveitirnar fengu verðlaunapeninga og fyrir bestan árangur á hverju borði voru veitt bóka- verðlaun. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkt mót er haldið og líklega fjölmennasta stúlknamót sem haldið hefur verið hér á landi. Tapað - Fundið Hver skildi eftir gleraugu í Ikornanum? Nýleg herragleraugu í dökkri umgjörð og vönduðu bláu hulstri, merktu Linsunni, eru í óskilum í íkornanum, Austurstræti 24, sími 14580. Rocky týndur Tapast hefur bröndóttur fressköttur. að nafni Rocky. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 73612 eða 33529. Tilkyimingar Umferðarfræðsla fyrir 5 og 6 ára börn fer nú fram á vegum lögreglu, umferða- nefnda. sveitarfélaga og Umferðarráðs. Börnin eru boðuð bréflega og fer kennslan fram í grunnskólum. Nýlokið er kennslu í Kópavogi. en í Reykjavík stendur um- ferðarfræðslan nú yfir og verður kennt í 20 skólum. Þar lýkur kennslu ekki fyrr en 1. júlí. Mánudaginn 15. júní hefst þessi fræðsla í Hafnarfírði. Garðabæ, Seltjarn- arnesi og Mosfellssveit. í ágústmánuði verður farið til Akraness og í Borgarnes, einnig á Selfoss og í nágrenni. Endað verð- ur í Vestmannaeyjum. Umsjón með fræðslunni hefur María Finnsdóttirfóstra. Fjölmennt hefur verið á þeim námskeiðum sem haldin hafa verið og börnin full áhuga. Iðjuþjálfafélag íslands Dagana 25.-27. maí sl. gekkst Iðjuþjálfafé- lag íslands fyrir námskeiði fyrir iðjuþjálfa. Námskeiðið fjailaði um kenningar innan iðjuþjálfunar og bar yfirskriftina „Inte- grating theory into practice: A workshop to enhance you clinical skills". Leiðbein- andi á námskeiðinu var Deborah R. Labovitz sem er námsbrautarstjóri og pró- fessor við námsbraut iðjuþjálfa við New York háskóla. Islenskir iðjuþjálfar eru menntaðir erlendis þar sem námsbraut í iðjuþjálfun hefur ekki enn verið stofnuð við H.í. Möguleikar á viðbótarmenntun í faginu eru því engir hér á landi og því hefur I.í. það á stefnuskrá sinni að fá er- lenda fyrirlesara a.m.k. einu sinni á ári. Námskeiðið var haldið á Reykjalundi. 30 iðjuþjálfar sóttu námskeiðið en það er 72% iðjuþjálfa á íslandi. Migrensamtökin, Suðurgötu 14 Skrifstofan er opin á mánudögum frá kl. 17-19, sími 623620. Dr. Björn Dagbjartsson ráðinn framkvæmdastjóri Þróunarsamvinnustofnunar Islands Dr. Björn' Dagbjartsson verkfræðingur hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Þró- unarsamvinnustofnunar íslands í stað Þórs Guðmundssonar viðskiptafræðings sem hættir að eigin ósk eftir 5 ára starf hjá stofnuninni. Björn er fimmtugur að aldri. Hann lauk prófi í efnaverkfræði frá Tækniháskólanum í Stuttgart árið 1964 og doktorsprófi frá Rutgers háskólanum 1971. Hann varð sérfræðingur hjá Rann- sóknastofnun fiskiðnaðarins árið 1972 og forstjóri þeirrar stofnunar var hann frá árinu 1974-1984 er hann varð alþingismað- ur. Árið 1981 var hann í leyfi frá störfum í 4 mánuði, þegar hann var ráðgjafi FAO við þróunarhjálp á Maldive- eyjum í Suð- austur-Asíu. Ályktun stofnfundar íbúasamtaka nýja miðbæjarins, haldinn 2. júní 1987. Samvinna við Borgar- yfirvöld um umferðarskipulag og lokafrá- gang hverfisins skal vera forgangsverkefni samtakanna á næsta starfsári. Þar var aðaláhersla lögð á: 1. Að borgaryfirvöld og samtökin hafi með sér samráð um umferð gangandi og akandi í hverfinu. 2. Að skýr skil skuli vera á milli íbúa og verslunarhluta hverfisins hvað varðar umferð. 3. Að benda á að hér gefst borgaryfirvöld- um og borgarskipulagi tækifæri til að sýna fram á að íbúðarhverfi megi skipuleggja við hlið verslunarhverfis þannig að íbúða- byggð sé bæði vistleg og örugg. 4. Að hvetja lóðaeigendur í hverfmu og borgaryfirvöld til að vinda bráðan bug að frágangi lóða og gangstétta. Gististaðurinn Hof opnar Þann 1. maí sl. jókst gistirými í Iíeykjavík um 30 rúm þegar gististaðurinn Hof opn- aði í Skipholti 21. í því húsnæði var starfrækt Hótel Rauða kross Islands um árabil. Á Hofi eru 20 rúmgóð herbergi sem henta vel ferðamönnum og öðrum sem gista borgina. Boðið er upp á léttar veit- ingar allan sólarhringinn og íjölbreytt morgunverðarhlaðborð sem opið er öllum. í notalegri setustofu er sjónvarp og þar liggja dagblöðin frammi. Gestamótttakan er opin allan sólarhringinn og þar er veitt öll almenn upplýsingaþjónusta fyrir gest- ina. Hof er rekið af fjórum konum sem allar hafa langan starfsferil að baki í hót- elstörfum. Þær eru Aðalbjörg Kristjáns- dóttir, Ásdís Sigurðardóttir, Ásrún Lára Jóhannsdóttir og Jónína Ingvadóttir. Fósturskóla íslands slitið Fósturskóla Islands var slitið 22. maí sl. í Bústaðakirkju. Skólastjóri, Gyða Jó- hannsdóttir, las yfirlit yfir starfsemi skólans á sl. skólaári og ræddi ýmis fram- tíðarverkefni. I upphafi skólaárs voru 168 nemendur við nám í skólanum. Skiptust nemendur í 8 bekkjardeildir. Þrjár bekkj- ardeildir voru á fyrsta námsári, tvær á öðru námsári og þrjár á þriðja námsári. Víðtæk endurmenntun fór fram sl. vetur fyrir starfandi fóstrur. Skólastjóri greindi jafnframt frá því að á næsta skólaári verð- ur starfrækt eins árs framhaldsdeild. Námið er einkum ætlað fóstrum með starfsreynslu er hyggja á stjórnunar-, ráð- gjafar- og umsjónarstörf á dagvistunar- heimilum. Nemendur geta jafnframt valið um nokkra sérhæfingu svo sem starfsemi skóladagheimila - skapandi starf dagvist- unarheimila börn á sjúkrahúsi - börn með sérþarfir. Burtfararprófi luku 67 nem- endur. Skólaslit Fjölbrautaskólans í Breiðholti Fjölbrautaskólanum í Breiðholti var slitið 22. maí sl. í Bústaðakirkju. 1 yfirlitsræðu skólameistara, Guðmundar Sveinssonar. kom fram að 1258 nemendur hafa stundað nám í dagskóla F.B. og 987 þeirra lokið prófum, 226 nemendur luku lokaprófi af einhverri námsbraut Fjölbrautaskólans í Breiðholti og er þá bæði um nemendur í dagskólum og öldungadeildum að ræða. Bestum árangri á stúdentsprófi náði Ari Jónasson, eðlisfræðibraut, með 136 eining- ar, 383 stig, og lauk hann náminu á þremur árum. Guðmundur Steinar Guðmundsson náði næstbestum árangri á stúdentsprófi og fengu þeir báðir fjölda verðlauna fyrir námsárangur sinn. I kvöldskóla F.B. stunduðu 902 nemendur nám á vorönn og gengu 780 þeirra undir annarpróf í einum eða fleiri námsáföngum. I kvöldskólan.um náði bestum árangri á stúdentsprófi Kristjana Valdimarsdóttir og almennu verslunarprófi Hjördís Árnadóttir. Ferðalög Lífríki Þingvallavatns Náttúruskoðunarferð Hið íslenska náttúrufræðifélag fer x nátt- úruskoðunarferð að Þingvallavatni sunnudaginn 14. júní. Farið verður frá Umferðamiðstöðinni að sunnanverðu kl. 10. Komið verður til baka milli kl. 18-19. Allir eru velkomnir hvort sem þeir eru félagsmenn eða ekki. Sigurður Snorrason líffræðingur og samstarfsmenn hans kynna rannsóknir sínar á Þingvallavatni. Rétt er að benda fólki á að hafa með sér stígvél. Ýmislegt S tj ómarskrárm áliö hugleiöinjiu am tilgiog f*J«n*ku stjórairskrfrúuiir, rjóromtnþróuo ifðustu ir»ta£» og huguaíc^a tijórvtnkcíríxeyúoftr Hannes Hólmsteinn Gissurarson Nýtt rannsóknarrit Stofnunar Jóns Þorlákssonar 2. júní sl. kom út fyrsta rannsóknarrit Stofnunar Jóns Þorlákssonar á þessu ári. Það ber heitið „Stjórnarskrármálið“ og er samið af dr. Hannesi Hólmsteini Giss- urarsyni stjórnmálafræðingi, fram- kvæmdastjóra stofnunarinnar. Ritið skiptist í íjóra kafla. í fyrsta kaflanum er rætt um upphaflegan tilgang íslensku stjórnarskrárinnar. í öðrum kaflanum er því haldið fram að því lýðræði, sem óbund- ið sé af föstum reglum, sé að ýmsu leyti ábótavant. í þriðja kafla eru tillögur stjórnarskrárnefndar frá 1983 gagnrýndar þar sem þar sé vikið frá hinum upphaflega anda stjórnarskrárinnar yfir á brautir fé- lagshyggju. í íjórða kafla gerir höfundur nokkrar tillögur um stjórnarskrárbreyt- ingar. Vogaver opið í DV í gær var birtur listi um matvöruverslanir sem hafa opið á laugardögum. Þar vantaði versl- unina Vogaver, Gnoðarvogi 44-46, en þar er opið á laugardögum kl. 10-16. Lokkablik flytur sig um set Hárgreiðslustofan Lokkablik flutti nýlega í nýtt og stærra húsnæði í verslunarmið- stöðinni að Leirubakka 36 í Breiðholti þar sem áður var hárgreiðslustofan Aþena. Eigandi Lokkabliks er Dollý Grétarsdóttir sem rekið hefur stofuna að Miklubraut 68 undanfarin ár og þar áður í Nóatúni 4. Dollý er meðlimur í Pivot Point klúbbnum, sem er alþjóðlegt kennslukerfí í háriðn- aði. Með Dolly starfa 3 stúlkur og bjóða þær upp á alla alhliða hársnyrtingú fyrir dömur, herra og börn og einnig allar nýj- ungar frá Pivot Point hverju sinni. Opið er í Lokkabliki mánudaga til föstudaga kl. 9 19 en lokað á laugardögum í sumar. Síminn er 72053.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.