Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1987, Blaðsíða 36
FRÉTT ASKOTIÐ
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greið-
hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta- ast 4.500 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt.
skot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 1.500 Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn.
Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022
Frjálst,óháð dagblað
LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 1987.
Mikil leit að plastbát:
Maður
talinn af
í gær fór fram mikil leit að litlum
plastbát með einum manni um borð.
Báturinn, sem er með utanborðsmót-
or, fór frá Grindavík um hádegi á
fimmtudag og þegar ekkert hafði
spurst til hans í gærmorgun var
hafin viðamikil leit að bátnum.
Þyrla Landhelgisgæslunnar, Herkú-
les-vél frá Vamarliðinu, björgunar-
bátar frá Grindavík og Sandgerði
og fjöldi fiskibáta tóku þátt í leitinni.
Báturinn fannst síðan mannlaus á
reki 26 sjómílur suðaustur af Hóps-
nesi á fimmta tímanum í gær. Um
borð voru legufæri og mótorinn lá í
botni bátsins svo ljóst er að honum
hvoldi ekki. Talið er að maðurinn
hafi fallið fyrir borð.
Vpður var gott á þessum slóðum,
hæg norðan- og norðvestanátt um
nóttina en hægviðri i gær. -sme
Skagafjörður:
Hlaða og fjós
brunnu til
kaldra kola
Að bænum Villinganesi í Lýtings-
staðahreppi í Skagafirði kom upp
eldur í hlöðu og fjósi um hádegis-
bilið í gær. Það tókst að bjarga
kúnum úr fjósinu en bæði hlaðan
og fjósið brunnu til kaldra kola.
Slökkvilið komu bæði frá Varma-
hlíð og Sauðárkróki en ekki varð
við neitt ráðið. -sme
Akureyri:
Ók út í Glerá
Það óhapp varð á Akureyri laust
fyrir klukkan sautján í gær að bif-
reið var ekið út i Glerá. Bifreiðin
var að koma Hlíðarbraut í vesturátt
og virðist ökumaðurinn ekki hafa
náð beygjunni inn á brúna sem ligg-
ur yfir Glerána.
Ökumaðurinn var fluttur á Fjórð-
ungssjúkrahúsið é Akureyri en hann
mun ekki vera alvarlega slasaður.
Bifreiðin er talin ónýt. -sme
LOKI
Af hverju ekki að hafa
ráðhúsið undir Tjörninni?
Albert Guðmundsson, þingflokksformaður Borgaraflokksins, kyssir fyrsta langafabarnið á fæðingardeild Landspitalans í gær. Móðirin,
Jóhanna bóra, dóttir Helenu, heldur á nýfæddum syni sínum og Ólafs Haraldssonar. Amman og langamman í föðurætt Jóhönnu eru
einnig á myndinni. DV-mynd KAE
Dæmt í morðmáli:
Hlaut fimm ára
fangelsisdóm
Hæstiréttur dæmdi i gær Magnús
Friðrik Óskarsson til fimm ára fang-
elsisvistar fyrir að hafa orðið valdur
að dauða Gunnhildar Gunnarsdóttur.
Þessi dómur er samhljóma dómi hér-
aðsréttar sem féll 31. október 1986.
Ákærða ber einnig að greiða allan
sakarkostnað af málinu. Gæsluvarð-
haldsvist Magnúsar Friðriks kemur til
frádráttar en hann hefur setið í gæslu-
varðhaldi óslitið frá 7. maí 1986.
í dómi Hæstaréttar segir meðal ann-
ars: „Þykir varlegast að meta afleið-
ingar árásinnar ákærða til sakar sem
gáleysisverk." -sme
Svona lítur ráðhús Margrétar Harð-
ardóttur og Steve Christers út sem
kemur til með að prýða borgina í
framtíðinni.
Ráðhús í Reykjavík:
TVeir fengu
2 milljónir
Fyrstu verðlauh, að upphæð tvær
milljónir og níutíu þúsund, hafa nú
verið veitt fyrir hugmynd að byggingu
ráðhúss við Tjömina í Reykjavík. Þau
hlutu Margrét Harðardóttir og Sveve
Christer, bæði arkitektar.
Önnur verðlaun komu í hlut þeirra
Guðmundar Jónssonar og Sigurðar
Gústafesonar með aðstoð Jan Tore
Cristoffersen og Per Christian Holter,
að upphæð ein milljón og 36 þúsund.
Alls voru 8 hugmyndir sem fendu pen-
ingaverðlaun.
-GKR
Veðrið á sunnudag
og mánudag:
Hlýjast
fyrir austan
Veðurguðimir virðast ætla að
haldast í sólskinsskapinu enn um
sinn. Hæðarhryggur er austur af
landinu en grunnt lægðardrag á
Grænlandshafi. Á sunnudag og
mánudag em horfur á fremui' hægri
vestanátt og skýjað verður sums
staðar. Þokusúld verðurvestanlands
en bjart veður austantil á landinu.
Hiti verður 8-16 stig og þá hlýjast
fyrir austan.
Ríkissjóður hefur é þessu ári þurft
að kosta yfir einum milljarði króna
til landbúnaðar umfram heimildir í
fjárlögum. Þessar nýju upplýsingar
nota alþýðuflokks- og framsóknar-
menn til að þrýsta enn frekar á
sjálfstæðismenn til að fallast á að-
gerðir til að draga úr ríkissjóðshall-
anum.
Sjálfstæðismenn telja þrátt fyrir
þessar tölur að hallinn á fjárlögum
verði ekki meiri en áætlun Þjóð-
hagsstofiiunar frá því í maí bendi tiL
Hagfræðinganefhd Jóns Sigurðs-
sonar, Bolla Héðinssonar og Geirs
H. Haarde klofhaði í gær um for-
sendur þeirra dæma sem Þjóðhags-
stofhun og Seðlabanki munu um
helgina reikna hvaða áhrif hafi á
efnahagslíf.
Jón og Bolli, fúlltrúar Alþýðu-
flokks og Framsóknarflokks, vom
sammála um þá forsendu að tekjuöfl-
un verði 2,5 milljarðar fram að
áramótum og um leiðir til að draga
úr þenslu.
Geir, fulltrúi Sjálfstæðisflokks,
gerði ráð fyrir smávægilegum að-
gerðum vegna ríkissjóðshalla en
lagði meiri áherslu á aðgerðir gegn
þenslu í efnahagslífinu. Þó er talið
að vænta megi einhverra tilslakana
frá Sjálfstæðisflokki í skattheim-
tunni.
-KMU/ES
Hagfræðinganefndin klofnaði:
■ ■■■■■ jK
Milljarður um
ÆM jtumwm Æ- mm
í landbúnað