Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1987, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1987, Side 4
4 LAUGARDAGUR 20. JÚNÍ 1987. Fréttir Miklir yfirburðir Morgunblaðsins og DV yfir önnur dagblöð: DV útbreiddara en Morgunblaðið í Norðurlandi eystra - 67 prósent landsmanna sjá DV daglega eða oft en 75 prósent Morgunblaðið Samkvæmt niðurstöðu könnunar Félagsvísindastofriunar sjá 67% landsmanna DV daglega eða oft en 75% Morgunblaðið en ef aðeins eru teknir þeir sem sjá blöðin daglega kemur í ljós að Morgunblaðið sjá 59%. DV 40%, Þjóðviljann 13% og Tímann 11%. Einungis 3% sjá Al- þýðublaðið daglega. Svörun í könnun Félagsvísinda- stofiiunar var liðlega 70% og var spurt um hvort menn sæju dagblöðin daglega, oft, sjaldan eða aldrei. Dag- blaðið Dag sjá 7% daglega, en það er mjög svæðisbundið, en 79% svar- enda í Norðurlandskjördæmi eystra sjá blaðið daglega eða oft. I sama kjördæmi sjá 57% aðspurðra DV daglega eða oft en 44% Morgun- blaðið. Ef þessar niðurstöður eru bomar saman við samsvarandi könnun árið 1983 koma litlar breytingar í ljós að öðru leyti en því að færri sjá nú Tímann en áður. Þá var dreifing Tímans meiri en Þjóðviljans en nú er dreifing blaðanna svipuð. -ój Hversu oft sérðu dagblöðin? Hlutföll Alþýðu- Dagur DV Morgun- Tíminn Þjóð- blaðið blaðið viljinn Daeleea 3 7 40 59 11 13 Oft 2 4 27 16 8 7 Sjaldan 35 14 29 20 43 38 Aldrei 59 75 5 5 38 42 Alls 99% 100% 101% 100% 100% 100% Fjöldi (1840) (1836) (1841) (1840) (1832) (1836) . eða oft 5% 11% 67% 75% 19% 20% Ferskfiskmatið á síðustu vertíð: Margir fóru illa út úr fasta fiskmatinu Að sögn Guðrúnar Hallgrímsdótt- ur, matvælafræðings hjá Ríkismati sjávarafurða, er ekki gott að gera sér fulla grein fyrir hvort nýja að- ferðin við ferskfiskmatið, að láta útgerð og fiskvinnslu annast það, hefur gefist betur eða verr en gamla aðferðin meðan Ríkismatið annaðist það. „Þó er eitt ljóst eftir liðna vertíð og það er hve sárt þeir fiskkaupend- ur kvarta sem gerðu samning um fast fiskmat við bátana. Þess vom dæmi að fiskkaupendur greiddu 90% aflans í 1. flokk og 10% í 2. flokk eða 80% í 1. flokk, 10% í 2. flokk og 10% í 3. flokk. Þeir sem þetta gerðu segjast aldrei munu gera það aftur sökum þess hve illa það gafst. Þegar hvatann til að gera vel vant- aði var sjómönnum alveg sama hvemig aflinn var,“ sagði Guðrún Hallgrímsdóttir. Ríkismat sjávarafurða hefur í tvær vertíðir gefið út fréttablað með fjöl- breyttum upplýsingum um fiskmat, gæði, þrifhað og fleira. Þetta hefur orðið til þess að vekja umræður um þessi mál í vertíðarplássunum sem hefur leitt til aukins þrifhaðar og betri meðhöndlunar á fiskinum. „Það er að eiga sér stað hugarfars- breyting hjá fólki sem vinnur við fisk, hvort heldur er á sjó eða í landi. Fólk er farið að umgangast fisk eins og mat, en á það hefur skort hjá okkur íslendingum," sagði Guð- rún. Hún benti á að það væri að verða undantekning að bátar væru þvegn- ir úr hafharsjó en það var nærri því regla fyrir fáum árum. Margt fleira benti til þess að hér væri að verða ánægjuleg breyting á. -S.dór Sojaprótín bætir kjötvörur - segja talsmenn framleiðenda og neytenda „Það er réttur íslenskra neytenda og framleiðenda að nota efnið til að bæta framleiðsluna en réttar upplýs- ingar eiga að liggja fyrir á innihalds- merkingum á umbúðunum," sagði Jónas Bjamason, stjómarmaður í Neytendasamtökunum og formaður landbúnaðamefndar samtakanna, um sojaefhi sem notað er í ýmsar unnar kjötvörur. Jónas sagði að sojaprótíni væri blandað í unnar kjötvörur um allan heim, meiri að segja í því mikla kjöt- framleiðslulandi Bandaríkjunum. „Það er lítið athugavert við þetta, það er dýrafita í pylsum sem er miklu al- varlegra mál. Varan er ekkert verri heldur betri og hollari ef sojaprótín er notað.“ Jónas sagði að sú væri hættan helst að þeir, sem stjómuðu landbúnaðar- múlum hérlendis, myndu fara á lagg-, imar og banna innflutning eða tolla sojaefni til að skrúfa fyrir þann mögu- 'leika að kjötframleiðendur gætu bætt vömna, gegn því þyrftu neytendur að vera á varðbergi. Ekkert leyndarmál „Þetta er ekkert leyndarmál og kem- ur ffarn á vörumerkingum okkar," sagði Steinþór Skúlason, framleiðslu- stjóri Sláturfélags Suðurlands. Stein- þór sagði að sojaprótín væri notað í litlum mæli í unnar kjötvörur til að bæta vömna hjá kjötframleiðendum. -JFJ Ökukennarafélag íslands: Vill enn ný lög um ökukennsluna Nýju umferðarlögin em ófullnægj- andi varðandi menntun ökukennara og ökumanna, að dómi ökukennarafé- lags íslands. Félagið skorar á Alþingi að taka málið upp þegar á næsta þingi. Ökukennarafélagið telur einnig að auka þurfi löggæslu verulega og að bæta þurfi uppsetningu umferðar- merkja og merkingu gatna. Aðalfundur Ökukennarafélagsins ályktaði um þetta allt saman og undir- strikaði meðal annars að umferðar- merkingar þyrftu að vera mjög skýrar og mættu ekki orka tvímælis eins og nú er til dæmis ú nýju Reykjanes- brautinni. Bent er á að koma þuifi upp loftmerkingum þar sem yfirborðs- merkingar sjáist ekki nema lítinn hluta af árinu. Formaður félagsins var kosinn Guðbrandur Bogason. -HERB Eldvirkni á Kolbeinseyjarhryggnum er viðfangsefni þessara leiðangurs- manna sem eru frá íslandi, Englandi og Bandaríkjunum. Breska ríkissjón- varpið mun kvikmynda rannsóknirnar og nota i fræðslumyndaflokk sem sjónvarpið er að gera um Atlantshafið. Myndin er tekin um borð i rannsókn- arskipinu Bjarna Sæmundssyni sem leiðangursmenn hafa til afnota. DV-mynd JAK Staðgreiðslukerií skatta: Starfsfolk skattstofanna ekkert komið inn í málið - Framkvæmdin gengur eðlilega fyrir sig, segir ríkisskattstjóri Þessa dagana er unnið að álagningu opinberra gjalda í síðasta sinn eftir því kerfi sem verið hefur hér um ára- tuga skeið. Um næstu áramót tekur við nýtt kerfi, staðgreiðslukerfi, sem samþykkt var sem lög frá Alþingi í mars síðastliðnum. Samkvæmt öruggum heimildum DV er starfsfólk skattstofa í landinu orðið órólegt vegna þess að ekkert er farið að kynna því nýja fyrirkomulagið. Einnig er ljóst að það krefst aukins mannafla til að byrja með og það tek- ur sinn tíma að þjálfa nýtt fólk til starfa. „Það hefur verið unnið að fram- kvæmd staðgreiðslukerfisins allt frá því í mars að lögin voru samþykkt. Undirbúningurinn er hjá okkur, Skýrsluvélum ríkisins og fjármála- ráðuneytinu og það eru starfshópar að vinna að málinu," sagði Garðar Valdimarsson ríkisskattstjóri í samtali viðDV. Eitt af því sem fylgir staðgreiðslu- kerfinu eru svo nefnd skattakort, sem búin eru til um hvem skattskyldan einstakling. Þessi kort eru síðan send til vinnuveitenda, sem draga skatta af launum, og á kortunum em upplýs- ingar um hvað draga skal af viðkom- andi. Garðar Valdimarsson sagði að búið væri að afla þeirra upplýsinga sem setja ætti á skattakortin og nú er unn- ið að því að gera skrá yfir alla launagreiðendur í landinu. Næsti mánuður er að venju skatt- laus mánuður, eins og janúar, hjá öllum launþegum. Þegar staðgreiðslu- kerfið tekur gildi verður ekki um neina skattlausa mánuði á árinu að ræða, opinber gjöld verða tekin af fólki alla mánuði ársins. Að sögn Garðars verður það Al- þingis að ákveða í haust hver skatt- prósentan verður á næsta ári og verður þá að einhverju leyti stuðst við álagningu þessa árs. -S.dór Burðarþolsskýrslan dregur dilk á eftir sér: Ihuga málssókn - segir Magnús Hreggviðsson, stjómarformaður Frjáls framtaks „Ég er að íhuga málssókn vegna mikillar neikvæðrar umijöllunar um húsið," sagði Magnús Hreggviðsson, stjómarformaður Frjáls framtaks hf„ í samtali við DV þegar hann var spurð- ur um viðbrögð sín við niðurstöðu skýrslu um að burðarþol húss Frjáls framtaks að Skipholti 50C væri ófull- nægjandi. í skýrslunni er burðarþol hússins dæmt ófullnægjandi en það var síðan dregið til baka og sagt að frágangur teikninga væri mjög góður. „Ég hef orðið fyrir neikvæðri umræðu að ósekju og það er með þessu vegið að heiðri Frjáls framtaks og mínum og af því getur orðið fjárhagslegur skaði," sagði Magnús. „Þegar sérfræðingar fjalla um jafn alvarleg mál og burðarþol stórra húsa þá verða þeir að gera sér grein fyrir ábyrgð sinni og þar af leiðandi ástunda nákvæmni í vinnu sinni. Það kemur mér spánskt fyrir sjónir að þeir skuli ekki treysta sér til að afhenda útreikn- inga þá sem þeir lögðu til gmndvallar áfellisdómum sínum. Ég hef raunar rökstuddan gmn um það að áfellis- dómur verði dreginn til baka um fleiri hús en Frjáls framtaks," sagði Magn- ús. -ój

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.