Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1987, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1987, Síða 6
6 LAUGARDAGUR 20. JÚNÍ 1987. Utlönd Hótar að lýsa yfir neyðar- ástandi í Seoul Lee Han-Key, forsætisráðherra Suð- ur-Kóreu, varaði í gær landsmenn sína við því að þjóðin myndi steypast út í alvarlega félagslega óreiðu ef óróa þeim, sem nú ríkir í stjómmálum landsins, yrði leyft að halda áfram. Sagði ráðherrann í sjónvarpsviðtali að ríkisstjómin hlyti óhjákvæmilega að grípa til sérstakra aðgerða ef óeirð- ir þær og mótmæli, sem staðið hafa undanfarið, röskuðu lögum og reglu. Þrálátur orðrómui- gengur nú um það að ríkisstjóm S-Kóreu hyggi á setningu neyðarlaga, hugsanlega her- laga, í landinu. í höfuðborginni, Seoul, reyna leiðtogar stjómmálaflokka landsins nú að finna málamiðlunar- lausn á deilumálum sínum, í þeirri von að koma í veg fyrir að herinn grípi í taumana. Þeir sem standa að mótmælaaðgerð- um í S-Kóreu krefjast þess að kosn- ingafyrirkomulagi þar verði breytt. Segja þeir núgildandi kosningalög hygla ríkjandi stjómvöldum og krefj- ast þess að hreinar hlutfallskosningar verði settar á. I mótmælaaðgerðum hefur mest bor- ið á stúdentum en almennir borgarar hafa einnig tekið þátt í mótmælunum, í fyrsta sinn síðan núverandi ríkis- stjóm tók við völdum. Þá hafa leið- togar kaþólsku kirkjunnar í landinu einnig mótmælt atferli stjómvalda og segja þau vinna á ólöglegan máta gegn lýðræði. Framtíð Rajiv Gandhi nú talin mjög óviss Póhtísk framtíð Rajiv Gandhi, for- sætisráðherra Indlands og formanns Kongressflokksins, er nú talin mjög óviss éftir afhroð það sem flokkur hans beið í þingkosningum í Hary- ana-fylki á miðvikudag. Úrslit kosn- inganna em versti ósigur sem Kongressflokkurinn hefur beðið í fylk- iskosningum síðan hann var stofnaður fyrir hundrað og einu ári. Þegar átta- tíu og fjórum þingsætum af níutíu hafði verið úthlutað í gær hafði Kon- gressflokkurinn áðeins fengið fjögur. Hann hafði áður sextíu og eitt sæti á þingi fylkisins. Bandalag Lok Dal flokksins og End- urvakningarflokks hindúa fékk 72 sæti og fagnar því sigri. Kommúnista- flokkur Indlands, sem er marxista- flokkur, fékk átta þingsæti. Gandhi hefur undanfarið orðið fyrir sívaxandi gagnrýni vegna dauflegrar frammistöðu sinnar sem forsætisráð- herra og þingleiðtogi. Þá þykir hann ekki hafa stýrt kosningabaráttunni í Haryana af neinum skörungsskap þrátt fyrir mikilvægi kosninganna. Aðrir leiðtogar Kongressflokksins munu nú taka til rækilegrar skoðunar hvort víkja beri Gandhi úr embætti flokksleiðtoga. Einkum í ljósi þess að undir hans forystu hefur flokkimnn tapað mjög fylgi sfnu, jafht á sunnan- verðu Indlandi sem norðurhluta landsins þar sem styrkur hans var mestur. Einn kardínála s-kóresku kirkjunn- ar, Kim Sou-Hwan, sakaði í gær stjóm landsins um að hafa að engu óskir þjóðarinnar og hvatti forseta landsins til þess að endurskoða þá ákvörðun sína að bíða með umbætur á kosninga- ; 4 t H.N. Bahuguna, formaður Lok Dal flokksins, fagnar sigri i Haryana-fyfki. þingkosningunum í Simamynd Reuter Flugstöd Leifs Eiríkssonar Keflavíkurflugvelli Flugmálastjórn á Keflavíkurflugvelli óskar eftir tilboðum í leigu á húsnæði fyrir tísku- vöruverslun. Um er að ræða 132 fermetra verslunarhúsnæði á 2. hæð í aðalbiðsal flugstöðvarinnar. Leyft verður að selja í þessu húsnæði fatnað og leðurvörur. Lágmarksleiga er kr. 5.300.000 á ári. Tilboðum ber að skila til skrifstofu flugvallarstjóra á Keflavíkurflugvelli, pósthólf 118, 235 Keflavíkurflugvelli, eigi síðar en 1. júlí 1987. Nánari upplýsingar eru veittar á skrif- stofu flugvallarstjóra, sími 92-1442. Bandaríkin refsa fýrir sölu á há- tækni til Swét Norðmenn eiga yfir höfði scr refsiaðgerðir Bandaríkjastjómar vegna sölu ríkisrekinnar vopna- verksmiðju, Kongsberg Vaapenfa- brikk, á hátækni til Sovétríkjanna. Verksmiðjan seldi, ásamt japanska stórfyrirtækinu Toshiba, útbúnað til Sovétríkjanna sem gerir so- véska sjóhemum mögulegt að smíða mun hljóðlátari kafbáta en hingað til. Toshiba og dótturfyrir- tæki þess, sem tóku þátt í sölunni, hafe fengið sína refsingu; áminn- ing til eins en árs sölubann fyrir stórfyrirtækið. 1 Bandaríkjunum er sagt að sala Kongsberg Vaapenfabrikk og Tos- hiba hafi stórskaðað hagsmuni Bandaríkjanna og gert Sovétríkj- unum kleift að smíða mun hættu- legri kafbáta. Kongsberg Vaapenfebrikk seldi til Sovétríkjanna, með milligöngu Toshiba, tölvustýringu á renni- bekki sem notaðir eru til að smíöa mjög nákvæmar og hljóðlátar skipsskrúfur. Sala á þessum útbúnaði er sögð brjóta svonefhdar COCOM reglur sem banna sölu á hátækni frá Vesturlöndum til Sovétríkjanna. 16 þjóðir hafe skuldbundið sig til að fara eftir þessum reglum, þar á meðal eru Noregur og Japan. Margir þeirra sem þekkja til við- skipta á milli Vesturlanda og Sovétríkjanna segja lítið tillit tek- ið til COCOM reglnanna. Þau fyrirtæki, sem eru varkár og fera í einu og öllu eftir reglunum, missi vanalega af samningum við Sovét- ríkin og horfe upp á að önnur fyrirtæki hreppi hnossið. í þetta ainn ætlar Bandaríkja- stjórn að veita sölumönnum hátækni til Sovétríkjanna ráðn- ingu. Það gerir málið auðveldara að bíeði fyrirtækin cru útlend. Toshibafyrirtækinu hefúr verið bannað að eiga viðskipti við 14 kommúnistaríki næste árið. Gro Harlem Brundtland, forsæt- isróðherra Noregs, hefur skrifað Reagan Bandaríkjaforseta bréf þar sem hún biður hann afsökunar á slappri frammistöðu Norðmanna. Símamynd Reuter lögum fram yfir ólympíuleikana 1988. Kardínálinn sakaði ríkisstjómina um óheilindi og sagði að rót vandræð- anna í landinu væri ekki fólkið og þeir sem mótmæla heldur ríkisstjóm sem brýtur lög, starfar óréttlátlega og siðlaust. Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR Innlán óverðtryggð (%) hæst Sparisjóðsbækur 10-12 Bb.lb, óbund. Lb.Úb Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 12-15 Sb.Úb 6 mán. uppsögn 13-20 Ib 12 mán. uppsögn 14-25,5 Sp.vél. 18mán. uppsögn 22-24,5 Bb Ávísanareikningar 4-10 Ab Hlaupareikningar 4-6 Ib.Lb. Úb Innlánverðtryggð Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 1.5-2 Ab.Bb, Lb.Sb, Úb.Vb 6 mán. uppsögn Innlán með sérkjörum 2,5-4 10-23,9 Ab.Úb Innlán gengistryggð Bandaríkjadalur 5,5-6,5 Ib.Úb Sterlingspund 7,5-10 Vb Vestur-þýsk mörk 2,5-3,5 Ab.Sb, Vb Danskarkrónur 9-9.5 Ab.Sb. Sp.Úb ÚTLÁNSVEXTIR Útlán óverðtryggð (%) lægst Almennir víxlar(forv.) 22-24,5 Lb Viðskiptavíxlar(forv.)(1) 25-26 eða kge Almenn skuldabréf 23.5-25,5 Lb Viöskiptaskuldabréf(1) kge Allir Hlaupareikningar(yfirdr.) Útlán verðtryggð 23-26 Lb Skuldabréf Að 2.5árum 6.75-8 Úb Til lengritíma Útlántiltramleiðslu 6,75-8 Úb Isl.krónur 18,5-24 Ab SDR 7.75-8.25 Bb.Lb, Úb.Vb Bandaríkjadalir 8.75-9,25 Sp.Úb Sterlingspund 10,25-11,5 Lb Vestur-þýsk mörk 5.25-5.5 Bb.Lb, Vb Húsnæðislán 3.5 Lífeyrissjóðslán 5-6.75 Dráttarvextir 33,6 VÍSITÖLUR Lánskjaravísitala júní 1687 stig Byggingavísitala 305 stig Húsaleiguvísitala Hækkaði 3% 1. apríl HLUTABRÉF Söluverð aö lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.: Almennartryggingar 110 kr. Eimskip 248 kr. Flugleiðir 170kr. Hampiðjan 114 kr. Iðnaðarbankinn 134 kr. Verslunarbankinn 116 kr. Úgerðarf. Akure. hf. 150kr. Skagstrendingurhf. 350 kr. (1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge. Búnaðarbanki kaupir viðskiptavixla gegn 24% ársvöxtum, Samv.banki 25% og nokkrir sparisj. 26%. Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn, Bb= Búnaðarbankinn, lb= Iðnaðarbank- inn, Lb = Landsbankinn, Sb = Samvinnu- bankinn, Úb = Útvegsbankinn, Vb = Versl- unarbankinn, Sp = Sparisjóðirnir. Nánari upplýsingar um peningamarkaðinn birtast i DV á fimmtudögum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.