Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.1987, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.1987, Síða 8
8 LAUGARDAGUR 11. JÚLÍ 1987. r VEGAGERÐIN Útboð Drangsnesvegur 1987 Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í ofangreint verk. Lengd vegarkafla 1,5 km, bergskeringar 5.000 m3, fyllingar 50.000 m3 og burðarlag 5.300 m3. Verklok eru 1. ágúst 1988 en hluta verksins skal lokið fyrir 15. nóvember 1987. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins á isafirði og í Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 14. þ.m. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14.00 þann 27. júlí 1987. Vegamálastjóri Verkfræðingar - tæknifræðingar Rafmagnsveita Reykjavíkur óskar eftir að ráða raf- magnsverkfræðing eða tæknifræðing til starfa við áætlanagerð við raforkuvirki. Kunnátta í Fortran-forrit- un æskileg. Boðið er upp á góða vinnuaðstöðu og m.a. aðgang að stóru tölvukerfi sem nota má við áætlanagerð. Nánari upplýsingar veitir starfsmannastjóri í síma 686222. RAFMAGNSVEITA REYKJAVÍKUR er ekki sérrit heldur fjölbreytt, víðlesið heimilisrit og býður hagstæðasta aug- lýsingaverð allra íslenskra tímarita. VIKAN AUGLÝSINGADEILD Þverholti 11, sími 27022 F YRIRTÆKI - ATVINNUREKENDUR! VIKAN Byggingarhappdrætti Sjálfsbjargar 6. júlí 1987 Vinningaskrá: Ibúð að eigin vali kr. 1.500.000 119860 Bifreið, hver v. á kr. 600.000. 6827 63187 112041 114456 Sólarlandaferðir, hver v. á kr. 50.000 3069 23694 60037 89342 97272 7051 24067 64408 90118 99726 9631 26110 65883 92438 99835 13844 37758 69768 92555 105566 19891 41720 83866 95233 106234 23256 46873 86669 96217 117538 Vöruúttekt, hver v. á kr. 40.000 5746 18684 31269 73147 102053 10266 18883 60041 96895 109153 14614 29571 70133 99518 112050 Sjálfsbjörg - landssambandfatlaðra Hátúni 12 - Sími 29133 Ferðalög Upplýsingamiðstöð fýrir innlenda og erlenda férðamenn Húsrými fyrir upplýsingastarfsemi fyrir ferðamenn í Reykjavík hefur nú aldeilis verið margfaldað. Þessi starfsemi var áður til húsa í gamla turninum á Lækjartorgi sem er rétt um 2,5 fermetrar að stærð. Nú hefur verið opnuð glæsileg upplýsingamið- stöð fyrir ferðamenn sem er 240 fermetrar að stærð. Gamla turninum hefur verið lokað og verður hann fluttur af torginu, en að öðru leyti er óráðið um fram- tíð hans. Upplýsingamiðstöðin er til húsa í Ingólfsstræti 5. Þar geta ferðamenn, bæði erlendir og innlendir, fengið hlutlausar upplýsingar um hvaðeina. Skrifstofan er opin frá kl. 8 til 20 alla daga vikunnar. Meðal nýmæla, sem þarna er bryddað upp á, er að Búnaðarbankinn verður með af- greiðslu þar sem hægt verður að fá skipt erlendum gjaldeyri þegar aðrir bankar eru lokaðir. Að þessari nýju upplýsingamiðstöð standa Ferða- málaráð ásamt með ferðamálasam- tökum landsbyggðarinnar og ferðamálanefnd Reykj avíkurborgar. Miðstöð ferðamála „í upplýsingamiðstöðinni eiga ferðamenn að geta fengið allar hugs- anlegar upplýsingar, um gönguleiðir, hestaleigu, laus hótelherbergi og hvað eina sem þeim kemur vel að vita. Þetta er hins vegar alls ekki ferðaskrifstofa og hér verður ekkert selt, nema hugasnlega tekið á móti staðfestingargjöidum fyrir gistipant- anir,“ sagði Áslaug Alfreðsdóttir, framkvæmdastjóri hinnar nýju og glæsilegu upplýsingamiðstöðvar, í samtali við DV. Þarna verður jafnframt miðstöð ferðamála fyrir landsbyggðina þar sem ferðamálaráð landsbyggðarinn- ar geta haft aðstöðu. Þar verða í Gamli turninn, sem þjónað hefur sem upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn á Lækjartorgi um árabil, var merktur með alþjóðlegu merki upplýsingamið- stöðva fyrir ferðamenn eins og sjá má yfir dyrunum. Turninum hefur nú verið lokað og verður hann fjarlægður af torginu þótt enn sé óvíst um ör- lög hans. Turninn er ekki nema 2,5 fermetrar að gólffleti og þykir víst ekki uppfylla nútíma skilyrði um „vinnustað" þar sem nauðsynlegt er að hafa salernisaðstöðu og afdrep fyrir starfsmennina. DV-myndir JAK gangi myndbandasýningar allan daginn. Ætlunin er að safna þarna saman á einn stað öllum landkynn- ingarmyndböndum sem út hafa verið gefin. Hérna eru allir bæklingar sem út eru gefnir á landinu, en þeir eru allir á ensku. Hingað til hefur ekki verið hugsað fyrir upplýsingum fyrir íslendinga um þeirra eigið land,“ sagði Áslaug. Hvert liggur leiðin í sum- arleyfinu? Sigríður Guðmundsdóttir ræstitæknir: Ætli ég verði ekki þar sem ég er vanalega, heima hjá mér. Ég hef ekki farið neitt í sumarfríinu í mörg ár, fór einu sinni kringum land, nei ekki á hringveginum því hann var ekki kominn þá. Mig langar heldur ekki til útlanda og hef aldrei þangað komið. Maður saknar ekki þess sem maður þekkir ekki. Henrietta Gísladóttir, vinnur í Landsbankanum: Veit ekki alveg hvert verður haldið en ég er ákveðin í að fara eitthvað út í lok ágúst. Jú, ég hef farið í ferðalög innanlands, fer stundum í tjaldferðir um helgar. Þúsundir íslendinga dvelja á sól- arströndum og láta suðræna sól baka sig. Aðrir láta sér nægja að láta norræna sól baka sig, ferðast um landið sitt eða dvelja „bara heima við“. Margir nota sumar- leyfið til þess að dytta að ýmsu heima hjá sér og slappa af á kunn- uglegum slóðum. ViA hittum nokkrá vegfarendur í norrænni sól á Lækjartorgi í vikunni. DV-mynd JAK/-A.BJ. Þröstur Ólafsson, fram- kvæmdastjóri Dagsbrúnar: Fer sennilega ekki neitt, verð mest í landnámi Ingólfs. Skrepp kannski norður í land. Jörgen Ólason, starfsmaður Isal: Ég er búinn að vera viku í orlofs- húsi við Svignaskarð í Borgarfirði. Það var dásamlegt og sólskin alla daga. Ég verð í fríi þennan mánuð, kannski skellir maður sér í tvær vikur til útlanda. Hver veit. Svo á ég inni viku orlofsdvöl í sumarhúsi starfsmannafélagsins í Brekku- skógi seinast í mánuðinum. Ólafía Pálmadóttir, vinnur í Landsbankanum: Ég er ekki ákveðin hvert ég fer. En ég fæ sumarfrí seinast í ágúst og langar þá til að komast eitthvað út.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.