Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.1987, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.1987, Blaðsíða 9
LAUGARDAGUR 11. JÚLl 1987. 9 Ferðalög Við opnun hinnar glæsilegu upplýsingamiðstöðvar, f.v. Óli J. Ólason, Áslaug Alfreðsdóttir, Guðjón Ingvi Stefáns- son og Kjartan Lárusson. Fleiri einstaklingar núna Kjartan Lárusson, formaður Ferðamálaráðs, sagði að þróunin í ferðamálum á íslandi hefði orðið sú að nú væru langtum fleiri stakir ferðamenn hér á ferð en áður voru það meira hópferðir. Þörfin fyrir upplýsingamiðstöðvar er því brýnni, því hópunum var hægt að sinna nán- ast áður en þeir fóru að heiman. Kjartan sagði að íslendingar væru einnig farnir' að ferðast meira um eigið land og því aúkin þörf fyrir upplýsingar fyrir þá. Margrét Sigurðardóttir hefur unnið við að miðla upplýsingum til ferða- manna I gamla turninum á Lækjartorgi sl. tuttugu ár. Hún hefur nú látið af störfum og turninum hefur verið lokað. Hún sagði í samtali við DV að mikill fjöldi ferðamanna hefði komið daglega i turninn til hennar, suma daga á annað hundrað manna. Kostnaður við upplýsingamiðstöð- ina er milli 5 og 6 milljónir kr. og skiptist þannig að ferðamálasjóður greiðir 2 milljónir, Samband gisti- og veitingahúsa 1,5 millj., Reykja- víkurborg 500 þús. kr. og ýmis fyrir- tæki í ferðaþjónustu það sem á vantar. Þrir til fjórir starfsmenn starfa hjá nýju upplýsingamiðstöð- inni í framtíðinni, fyrir utan starfs- menn Búnaðarbankans. Ódýrar flugferðir Ef farið er á stærri flugvelli er hægt að komast í hreint ótrúlega ódýrt flug. Sem dæmi um þetta má nefha að hoppfargj ald (stand by) með leiguflugi frá París til New York er um sjö þúsund krónur og frá London er hægt að komast til margra borga á Spáni fyrir þrjú þúsund krónur fram og til baka. Flugfélögin bjóða upp á margs konar fargjöld. Hér á eftir verður gerð grein fyrir flestum þeirra svo að ferðamaður, sem hyggat halda áfram leið sinni eftir að út er komið, geti áttað sig betur. Áætlunarflug Þetta eru fastar flugferðir flugfélaga og á fostu verði. Sé keyptur miði á þessum kjörum gildir hann í heilt ár og er möguleiki á að breyta honum eða fá hann end- urgreiddan. Excursion Þetta er afsláttur af venjulegu áætlunarflugi sé keyptur miði fram og til baka með tiltekinni lágmarksdvöl. Visiting Skilyrðin eru þau að mið- inn sé staðfestur og greiddur um leið og pantað er. Einnig eru skiiyrði um lág- og hámarksdvöi. Budget Pöntun, útgáfa og greiðsla miðans er gerð fyrirfram. Skilyrt er hámarksdvöl. Leiguflug Þetta eru ferðir á vegum ferðaskrifstofa eða hópa. Miða í áætlunarflugi er yfirleitt ekki hægt að breyta. Oft er hægt að komast ódýrt með leiguflugi sé miðinn keyptur rétt fyrir brottfór. APEX Miðann verður að panta og greiða 21 degi fyrir brottfór. Ákveða verður fyrirfram alla tíma. Lág- marksgildistími miðans er sjö dagar en hámarksgildistími þrír mánuðir. APEX midweek Ódýrari en APEX. Aðeins er hægt að ferðast á mánudögum, þriðjudögum og mið- vikudögum í báðar áttir og panta verður flug og greiða miðann 14 dögum fyrir brottför. Gildir minnst í viku en mest í sex mánuðl ABC Panta verður minnst 15 dög- um fyrir brottför. Þetta fargjald er venjulega notað í leiguflugi, aðal- lega milli Evrópu og Ameríku, og er ódýrara er APEX. ABC með afslætti Þetta fargjald er enn ódýrara en það fyrmefhda, en farþeginn fær ekki svar fyrr en 48 stundum fyrir brottför. Oft þarf að bíða á biðlista. Námsmannaafsláttur fæst að- eins ef viðkomandi getur fært sönnur á það að hann stundi háskólanám. Stand by Kaupa verður miðann án þess að panta flug og bíða síðan á biðlistum þangað til sæti fæst. Aðeins sum flugfélög bjóða upp á þetta fargjald. -PLP Hamborg er stærsta borg í Vestur-Þýskalandi og hefur allt frá dögum Hansa-kaup- manna verið ein helsta versl- unarmiðstöð landsins. Hún er líka einstaklega skemmti- leg heim að sækja fyrir ferða- menn. Hamborg er oft kölluð borgin græna, því skemmti- garðar eru þar fleiri og stærri en í öðrum borgum og laða til sín þúsundir gesta á góð- um dögum. Eiginlega má segja að lífið í borginni færist út á götur, torg og garða á sumrin, því þá líður varla svo dagur að ekki sé einhvers konar uppá- koma einhvers staðar. Tónlistarunnendur geta til dæmis hlýttá Níundu sinfón- íu Beethovens á Ráðhústorg- inu eða fræga rokkhljóm- sveit í einhverjum skemmti- garðanna. Afkomendur víkinga vilja kannski ýta úr vör. Þaö er hægt á Alster-vatni, sem er í miöri borginni. Um það sigla bátar meö ferðamenn, en það er líka hægt aö fá leigða farkosti fyrir þá sem sjálfir vilja vera skipsyórar. Þú getur leigt þér bát og siglt á Alster vatni. i Hamborg eru niu yfírbyggðar göngugötur, þar sem hver verslunin er við aðra. Fhig sm Skemmtanalífið í Ham- borg er svo alveg kapítuli út af fyrir sig. St. Pauli er líklega eitt frægasta lastabæli í heim- inum, en þaö er líka fleira í boði. í borginni eru fjölmargir bjórkjallarar þar sem menn skemmta sér á bavariska vísu, með söng og dansi. Þar er líka nóg af diskótekum og næturklúbbum fyrir þá sem vijja. Það getur veriö talsverður vandi að fara út aö borða í Hamborg því þar er um að velja eina 800 matstaði frá 40 þjóðlöndum. í grennd við Hamborg eru líka margir staðir sem gaman er að heimsækja, svo sem gamlir kastaiar og lítil sveitaþorp. Þaðan er líka stutt til ann- arra skemmtilegra borga eins og t.d. Berlinar og Kaup- mannahafnar. Það verður enginn svikinn af heimsókn til Hamborgar. ^fARNARFLUG Lágmúla 7, sími 84477

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.