Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.1987, Síða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.1987, Síða 18
18 Kristinn Sigmundsson söngvari tók fyrir stuttu þátt í söngvakeppn- inni í Cardiff í Wales, sem BBC stendur fyrir. Að dómi þeirra sem sáu Kristin á sviði í Cardiff stóð hann sig frábærlega vel. Salurinn fagnaði honum innilega en allt kom fyrir ekki. Kristinn komst ekki í úrslit í sínum riðli. Eftir á kom fólk til hans á götu úti og lýsti yfir vanþóknun á að hann skyldi ekki vinna keppnina. Málið allt þótti orðið hálfeinkenni- legt og mikil fundahöld urðu hjá BBC eftir að keppninni lauk. Ekki var allt með felldu. Helgarblaðið bað Kristin að segja frá þessari reynslu í Cardiff. Hann var í fyrstu hálftreg- ur til, fannst hann vera að upphefja sjálfan sig. Kristinn lét sig þó að lok- um og féllst á viðtalið. Leit á þetta sem frí „Það var Jón Þórarinsson sem bað mig um að taka þátt í þessari keppni fyrir hönd íslenska sjónvarpsins. Þetta er landskeppni og það eru tutt- ugu og fímm lönd sem senda þátttak- endur. í fyrstu var ég ekkert sérstaklega spenntur fyrir þessari keppni en eftir að ég hafði hugsað mig um ákvað ég að slá til. Sérstak- lega eftir að mér var sagt að ég þyrfti engan kostnað að bera. BBC sá algjörlega um okkur, borgaði meira að segja dagpeninga. Við bjuggum á glæsilegu Holliday Inn hóteli og ég leit kannski fyrst og fremst á þetta sem frí í nokkra daga,“ sagði Kristinn. - Þessi keppni hefur verið haldin tvisvar áður og í bæði skiptin var haldin keppni hér heima á undan í sjónvarpssal. Sigurvegarar í þeirri keppni voru síðan fulltrúar í keppn- inni. Hvernig stóð á því að slíkt fyrirkomulag var ekki núna? ,,Þú ættir náttúrlega að spyrja ein- hvern annan en mig að því,“ svaraði „Já, það er rétt. Og það var mjög gaman. Dagana á eftir var ég stopp- aður á götu og í búðum og fólk vildi taka í höndina á mér til að þakka mér fyrir sönginn og til að sýna mér að það væri alveg á öndverðum meiði við dómnefndina." - Það hefur enginn Islendingur ver- ið í dómnefnd? „Nei, dómnefndin er skipuð af BBC. í henni eru ekki fulltrúar landa. Það var einn dómari frá Finn- landi, einn frá Bandaríkjunum, tveir frá Wales, einn frá Ungverjalandi og einn frá Kína.“ - Mér var sagt að dómarar í þessari keppni hefðu átt nemendur sem þarna kepptu? „Já, þú getur séð það hérna í pró- gramminu sem ég er með. Þessi kínverski söngvari, sem hér er kynntur, hefur lært hjá prófessor þá var kínverski söngvarinn ljótasta dæmið. Hann var ekkert sérstakur söngvari, meira að segja að margra dómi í lakara lagi. Hann var engu að síður valinn sem uppbótarmaður í úrslitin. Þeir velja sex söngvara þó riðlarnir séu ekki nema fimm. Þá sá maður það svart á hvítu hvað var að gerast. Þó hann hafi ekki sungið af neinni sérstakri snilld í úrslita- keppninni, þessi maður, þá var pínlegt að hlusta á hann í forkeppn- inni.“ - Það hljóta fleiri en fslendingarnir að hafa tekið eftir þessu og kvartað? „Já, já. Það sem gerði málið allt svolítið erfitt var að það var svo of- boðslega vel séð um okkur. BBC borgaði fyrir okkur ferðirnar og uppihald á lúxushóteli. Það var séð um það að okkur liði sem best. Hljómsveitin, hljómsveitarstjórinn, saman um þetta, keppendurnir og fulltrúar sjónvarpstöðvanna hinna. Það voru allir sammála um að þetta væri bara pólitík og einhvers konar klíkuskapur. Ég veit að fulltrúi Portúgals, sem við kynntumst, að hún og fjórir aðrir þátttakendur fóru í viðtal við kanadíska sjónvarpið. Það væri gaman að sjá það viðtal, því eftir því sem hún sagði mér, töluðu þau mikið um þetta. Sérstak- lega kanadíski þátttakandinn, en mér fannst einmitt að hún ætti að komast í úrslit. Bretarnir sjálfir voru líka óhressir. Ég las tónlistargagn- rýni í bresku blaði, þar sem meðal annars kemur fram gagnrýni á þenn- an kínverska fulltrúa.“ Löglegt en siðlaust - Verðaeinhvereftirmál? „Já, ég reikna með því. Yfirmenn SOILEISOKOSKI FANJINGMA £ RNLAND CHINA TP.NOR Fan Jingnia w» born in IV57. He uudicd singing at thc Sichuan Conservatory of Music whcrc hc later taught for a fúrthcr thrcc ycars. In 1985. hc bcean to studv with Profcssor Shen Xiang at thc Central Conscrvatory of Music in Beijing where he is still a studcnt. His most rccent rolcs havc induded Alfrcdo in La trtviata, Rinucdo in Cianni Stliirtlii antl llic Oiikc of M.inua tn ASSIA DAVIDOV SOPRANO Soilc Isokoski was bom in 1957. Shc graduatcd from thc Sibclms Acadcmy in Kuopioin 1984. Since thcn, she has becn studying in Swcden with Dorothy Irving. At thc bcginning ofthis year, shc was awardcd first priae in thc Lappecnranta Singing Coinpetition, the most prcstigious national singing compctition in Finland. Her dcbut rcdul was in Hdsinki in 1986 and *hc has *incc appcarcd a* a soloist in Mozart's Extuhair jubilatr and Bach's St. Manhcw and St. John Passions. Shc has givcn numcrous lieder reriuls and appcared as a soloist with several Fínnish orchcstras. Wclsh Nationa! Opcra. Bom in Hcrtfordshirc, hc rcad law and qualificd as a solicitor. Howcvcr, a passion for opcra lcd first to an Arts Counril administration coursc, thcn via EMI rccords to a post with English Nationa) Opcra. In 1976 hc was appointed Gcncral Administrator of Wdsh National Opcra. Undcr Mr. McMastcr, thc Company has bccomc BRIAN McMASTER This succcss has resultcd in tours and visits to many major Europcan ritics. The impact that Mr. McMastcr has had on operatic lifc was recognised by his appointmcnt as Artistic Direaor for Canada’s Vancouvcr Opcra in 1984. Hc remains, howevcr, with Wclsh National Opcra and thc two companics will share productions. KIM BORG Thc Finnish bass-baritonc has travcllcd widcly appcaring in thc rolcs of Boris Godunov, Mcphistophdcs, Scarpia and Don Giovanni. Hc’s also a composcr, and both Sibclius and Kilpincn havc dcdicatcd works to him. SIR GERAINT EVANS Our distinguishcd Wclsh baritonc, aftcr many ycars graring thc world's opcra stagcs. and a host of outstanding portrayals from Mozart and Vcrdi to Bcrg and Britten, has now rctired. But his dcvotion to music, and particularly to thc cncouragcmcnt of young singcrs and musirians, rcmains vcry much part ofhis lifc. JUDIT SANDOR Judit Sandor was bom in Budapcst, and studicd at thc Liszt Academy and at the Lorint Eötvös Univcrsity in that rity. From 1948, shc sang for 30 ycars as a prinripal soloist with thc Hungarian Statc Opcra. Shc was a rcgular rcriulist, and was awardcd scvcral sutc and art awards. As a music tcachcr, shc conducted singing L A R R Y STAY E R Larry Staycr joincd Mctropolitan Opera in Ncw York as a membcr of thc Opcra Studio. Hc is currcntly Assistant Artistic Administrator of thc Mctropolitan and heads thcir Young Artists Dcvelopmcnt Programmc. HELEN WATTS 1979 markcd thc silvcr jubilcc ofHclcn Watts’ carccr as onc of Briuin's most-travcllcd and oft-recordcd contraltos, a fact ofTirially rccogniscd thcprcvious ycar by thc award ofthc CBE for her scrviccs to music. Bcforc hcr rcccnt rctircmcnt, shc had taken part in over 150 rccordings during hcr thirty-year carecr. PROFESSOR S H E N X I A N G China's notcd tcnor and promincnt voice tcachcr, Profcssor Shcn Xiang, was bom in Ticntsin. During his forty-ycar tcachiug carccr hc has traincd many fmc singcrs and now tcachcs at thc Ccntral Conscrvatory of Music in Beijing. Hc is a pcrmanent mcmbcr of China's Musirians’ Assoriation and thc Acadcmic Rcscarch Committec ofthc Ccntral Conservatory ofMusic. Þessi úrklippa er úr prógrammi keppninnar en þar sem er undirstrikað sést vel að Kínverjinn er nemandi prófess- ors Shen Xiang sem var einn af dómurum keppninnar. LAUGARDAGUR 11. JÚLÍ 1987. svona fram við íslendingana að minnsta kosti. Þeir vildu heldur ekki viðurkenna það, þeir sem ég ræddi við. Fólk er mjög hissa á þessu. Ann- ars má segja það að þeir sem koma á konsertana og sem sjá dagskrána í sjónvarpinu verða ekki varir við þetta eins vel og við sem vorum með þessu fólki daglega." Hefur fengið fjögur tilboð - Ég hef heyrt að þú hafir átt að vinna þessa keppni. Hefur þú heyrt það? „Sumir sögðu það. Sérstaklega fólkið sem ég hitti á götunum í Card- iff. Að minnsta kosti minn riðil.“ - Hvað fannst þér? „Það er nú erfitt fyrir mig að svara því. Ég get það ekki.“ - Varstu samt ekki svekktur að komast ekki áfram? „Það var ég náttúrlega. Það er auðvitað erfitt að meta sjálfan sig. En maður getur gert það óbeint. Bæði út frá því hvemig fólkið í saln- um bregst við manni miðað við hvernig það tekur öðrum söngvurum og svo líka þegar maður horfði á hina riðlana og sá endurtekin dæmi um að bestu söngvararnir komust ekki áfram. Mér fannst það áber- andi. Smátt og smátt fór þessi hugsun að sækja á mig. Ég held jafnvel að ég hafi grætt meira á þessari keppni af því að þetta vakti umtal og samúð hjá fólki. Ég man eftir því þegar við vorum öll kölluð upp á sviðið síðasta kvöldið. Það væri að vísu réttara að einhver annar en ég myndi segja frá því, en við fengum við það tækifæri öll afhent kristalsglas til minningar um keppnina, sem við tókum við eitt í einu. Þetta var yfirleitt kurteisis- legt klapp en svo brá þó við þegar ég var kynntur að salurinn trylltist bókstaflega. Meira að segja hljóm- sveitinjstappaði í gólfið. Ég var mjög Söngvakeppnin í Cardiff var hneyksli: - segir Kristinn Sigmundsson söngvari um þátttöku sína en í helgarviðtalinu segir hann frá því siðleysi er ríkti í sambandi við þessa keppni Kristinn. „En ég held að það hafi verið peningamál sem þar voru inni í myndinni. Sjónvarpið var nýbúið að vera með söngvakeppni fyrir Eurovision og þeim hefur sjálfsagt fundist það nóg. Annars veit ég það ekki.“ - Hefðir þú tekið þátt í slíkri keppni hér heima ef hún hefði verið haldin? „Nei, ég á ekki von á því. Ég hef litið á þessa keppni fyrst og fremst fyrir unga söngvara sem eru að byrja sinn feril. Enda sagði ég það strax við Jón að ég væri of gamall fyrir þessa keppni. Hins vegar kom það í ljós að keppendur frá öðrum löndum voru ekkert frekar af yngri ky nslóð- inni. Það er 18 ára aldurslágmark í keppninni en ekkert hámark." - Voruhinirþátttakendurnirvaldir eftir keppni í sínum heimalöndum? „Nei, ekkert frekar. Það var allur gangur á því. Margir voru bara beðn- ir svona rétt eins og ég.“ - Hvernig fór keppnin fram? „Hún fór þannig fram að keppt var í fimm riðlum á fimm kvöldum. Einn söngvari sigraði síðan í sínum riðli og komst í úrslitakeppnina. Reyndar fannst mér þetta riðlaform mjög ein- kennilegt og það var eiginlega það fyrsta sem kom mér á óvart þarna úti. Keppendur virtust vera valdir í riðlana af handahófi. Þannig lentu kannski fimm góðir í einum riðli en fimm lélegir í öðrum. Mér fannst til dæmis eitt kvöldið að þrír kæmu til álita, því allir voru mjög góðir. Svo kom annað kvöld, sem bókstaflega enginn söngvari var neitt sérstakur, að mínum dómi. Þannig að þarna kom fyrsti feill keppninnar fram.“ - Mérersagtaðþérhafi veriðmjög vel tekið af salnum eftir að þú söngst? Shen Xiang, en sá maður sat einmitt í dómnefndinni. Maður þarf bara að skoða prógrammið til að staðfesta það, þetta er svona opinbert. Síðan var annar dómari, Judit Sandor. Það kom í ljós daginn eftir keppnina í riðlinum, sem ég keppti í, mjög náið samband hennar og stúlkunnar sem vann minn riðil. Mjög sennilega er hún kennari hennar. Auðvitað á ég ekki að vera að segja frá þessu en það er bara vegna þess að ég er bú- inn að missa trúna á keppnina sem slíka og það er leiðinlegt." Pínlegt að hlusta á hann - Það hlýtur að skipta máli fyrir þig sem söngvara ef upp kemst um svik í slíkri keppni? „Vissulega. Ég hlýt að líta á þetta sem móðgun við mig. Sérstaklega vegna þess að ég hélt að ég gæti tek- ið þetta alvarlega. Við fórum í skoðunarferð, íslendingarnir, ásamt nokkrum öðrum söngvurum úr keppninni. Þará meðal varþessi ungverska stúlka sem vann minn rið- il og tveir dómarar keppninnar. Þar á meðal ungverski dómnefndarfull- trúinn. Þær sátu saman allan tímann í rútunni og sú gamla var að fara yfir músíkina sem stúlkan átti að syngja í úrslitakeppninni. Það var eins og hún væri að leggja henni lífs- reglurnar. Þá fór maður aðeins að velta hlutunum fyrir sér. Þó maður geti gagnrýnt keppnina á ýmsan hátt húsið sem við sungum í, allt var þetta eins gott og maður gat hugsað sér. Þess vegna var erfitt að gera eitthvað í þessu. Annars töluðum við mikið 20 Trtisilliaii Wty, Goldsworll. Park. WoKlng. Surrey GU2 I 30L Telephone: 04862-27422 Cardiff Slnger of the W'orld BBC 35 Marylebone High Street London WIM 4AA Dear Sir i One has encountered perverse decisions before in Cardiff Slncer of the Morld but none so j outrugeous as the failure to select Kristinn Sigmundsson in the second round. On the basis of the televised programme (Tuesday 16 June, BBC2 10.10) he convinced me of his ability to win the overall competition before he was halfway through Fin c'han del vino, which I thought equalled Samuel Ramey on the recent Karajon recording of Don Giovanni! Further. anyone who can make Giordano sound like something worth listenlng to must be exceptional. Objective analysis reinforced the initial reaction: Kristinn Slgmundsson evinced Professor Shen Xiang's three qualities of head, heart and body - il sacro foco - and his performances evoked that frisson which is constar.tly sought and so rarely found...he was The Real Thlng. I observe that many of the women competltors are beautiful and I never underrate the importance of physical attractiveness in stagcd opero. Does thls unduly influence the Judges, or do they all have cloth ears? Yours faithfully Anne M Mace 17th June, 1987 Bréf sem barst í hendur Kristni. Þar kemur fram mikið hrós um Kristin fyrir frammistöðu hans í keppninni og enn og aftur hneykslast á vali dómaranna. keppninnar eru í miklum vandræð- um eftir þetta og þeir hafa allt að vinna með því að breyta þessu. Ég talaði við tvo af þeim sem stóðu fyr- ir þessu. Meðal annars Mervyn Williams, sem er eiginlega upphafs- maður þessarar keppni, og sagði honum að þeir yrðu að breyta fyrir- komulaginu. Ef þetta yrði svona áfram gæti ég ekki mælt með þessari keppni við nokkurn mann. Ef ein- hverjir starfsfélagar mínir spyrðu mig hvort þeir ættu að taka þátt í henni þá myndi ég segja nei. Bæði vegna þessa óheiðarleika í sambandi við dómnefndina en ekki síður vegna þess hvernig valið er í riðlakeppnina. Þeir sem komast að lokum á pall eru ekkert endilega bestu söngvararnir íkeppninni." - Einhverjarreglurhljótaað vera til um þessa keppni? „ Já, ég býst við því. Hins vegar er sennilega ekkert skrifað um það í þær reglur að dómnefndarmaður megi hafa náin tengsl við þátttak- endur. Þetta eru svona óskrifuð lög finnst manni því það sitja náttúrlega ekki allir við sama borð nema dóm- nefndin sé algjörlega hlutlaus. Löglegt en siðlaust." - Hefur eitthvað slíkt viðgengist áður í þessari keppni? „Það hafa farið sögur af einhverj- um svona einkennilegum hlutum en það hefur aldrei verið svona opin- bert. Það hefur aldrei verið komið hissa, því þegar næsti keppandi á eftir mér kom inn þá datt klappið aftur niður. Slík augnablik gefa manni mikið. Þau hafa áhrif á mann. Eftir að ég kom heim hafa fjórir breskir umboðsmenn haft samband við mig og boðið mér að vinna á sín- um vegum. Þeir bjóðast til að koma mér á framfæri. Þannig að ég er ekk- ert viss um að ég hafi haft meira upp úr því þó ég hafi unnið minn riðil." - Hvað hyggstu gera í sambandi við þessi tilboð? „Ég veit það ekki. Þetta er allt svolítið meira en ég bjóst við. Ég þarf að hugsa málið. Það er sjálfsagt að fara út og kynna sér þetta enn frekar. Ég get sagt það að eftir að ég tók þátt í þessari keppni þá sé ég miklu betur en áður hvar ég stend gagnvart öðrum söngvurum. Það er svo erfitt hér á landi að átta sig á því.“ Alltaf að leita að röddum - Hefurþúáðurtekiðþáttíslíkri keppni? „Já, þegar ég var í Vín tók ég þátt í keppni og stóð mig betur þá en nú, því ég hlaut þar tvenn verðlaun." - Breytir þátttaka þín í Cardiffein- hverjufyrir þig? „Það breytir auðvitað því að nú veit fólk á Bretlandseyjum og í þeim 25 löndum sem tóku þátt í þessari keppni og sjónvörpuðu frá henni að ég er til. Það má segja að þetta sé eins og búðargluggi. Þarna koma umboðsmenn, jafnvel óperustjórár og fulltrúar frá útvarps- og sjón- varpsstöðvum og sjá hvað í boði er. Ég hef að minnsta kosti haft það upp úr þessari keppni að fjórir umboðs- menn hafa haft samband við mig. Það er aldrei að vita hvað maður

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.