Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1987, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1987, Blaðsíða 6
6 MÁNUDAGUR 20. JÚLÍ 1987. Fréttir_________________ FJórhJólin: Kappakstur í Vogunum Tveir fjórhjólaökumenn voru gómaðir er þeir voru að þenja öku- tæki sín í kappakstri í Vogunum á laugardagskvöldið. Voru öku- tækin dregin með dráttarbifreið í vörslu lögreglunnar í Keflavík þar sem þau verða geymd uns eigendur vitja þeirra. Þau munu vera í cigu fjórhjólaleigufyrirtækis í Hafhar- fírði. Sem kunnugt er er bannað að aka fjórhjólum í þéttbýb og nánast hvar sem er og er lögreglan með mjög harðar aðgerðir gagnvart fjórhjólaökumönnum sem brióta þau lög um þessar mundir. Oku- mennimir voru báðir með full réttindi á fjórhjólin. BilveltaviðNesti Ökumaður Mazda bifreiðar slas- aðist lítils háttar er bifreið hans valt á Hafharíjarðarveginum, rétt sunnan við Nesti í Kópavogi. Bif- reiðin er mikið skemmd. Ekki var um ölvun að ræða. Slysið varð klukkan rétt rúmlega fjögur að- faranótt sunnudags og var ökumaðurinn einn í bifreiðinni. -GKr. Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR (%) hæst Innlán óverðtryggð Sparisjóðsbækur ób. 10-15 Lb.Sp Sparireikningar 3ja mán. uppsógn 13-16 Ab.Lb. Sp 6 mán. uppsögn 14-20 Ib.Vb 12 mán. uppsogn 17-26,5 Sp.vél. 18 mán. uppsögn 25-27 Ib Ávísanareikningar 4-12 Ab Hlaupareikningar 4-8 Ib.Lb Innlan verötryggö Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 2 Allir 6 mán. uppsögn Innlán með sérkjörum 3-4 Ab.Úb 10-24,5 Lb Innlán gengistryggð Bandaríkjadalir 6-6,5 Sp.Vb, Ab Steriingspund 7.5-9 Vb Vestur-þýsk mörk 2.5-3.5 Vb Danskarkrónur 8.5-10 Vb ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst Útlán óverðtryggð Almennir víxlar(forv.) 24-28.5 Bb.Úb. Sb Viðskiptavixlar(forv.)(1) 25-26 eða kge Almenn skuldabréf 25-29.5 Úb.Sb Viðskiptaskuldabréf(1) kge Allir , HlaupareikningarMirdr.) Útlán verðtryggð 25-30 Bb.Sb Skuldabréf Að 2.5árum 7-9 Sb Til lenqri tíma 7-9 Sb Utlán til framleiðslu Isl. krónur 21 -24 Ub SDR 7.75-8.25 Bb.Lb. Úb.Vb Bandaríkjadalir 8.75-9.25 Bb.Lb. Sp.Vb Sterlingspund 10-11.5 Bb.Lb. Vb Vestur-þýsk mörk 5.25-5.5 Bb.Lb. Úb.Vb Húsnæðislán 3.5 Lifeyrissjóðslán 5-6.75 Dráttarvextir 36 VÍSITÖLUR Lánskjaravísitala júlí 1721 stig Byggingavísitala 320 stig Húsaleiguvísitala Hækkaði 9% 1. júni VERÐBRÉFASJÓÐIR Gengi bréfa verðbréfasjóöa (uppl. frá Fjárfestini arfélaginu): Ávöxtunarbréf 1,1634 Einingabréf 1 2.163 Einingabréf 2 1.283 Einingabréf 3 1.337 Fjölþjóðabréf 1.030 Kjarabréf 2.158 Lífeyrisbréf 1.088 Markbréf 1.075 Sjóðsbréf 1 1.058 Sjóösbréf 2 1.058 Tekjubréf 1.174 HLUTABRÉF Söluverö að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.: Almennar tryggingar 112 kr. Eimskip 255 kr Flugleiðir 175 kr. Hampiöjan 114 kr Hlutabr.sjóöurinn 114 kr. Iðnaöarbankinn 137 kr. Skagstrendingur hf. 350 kr. Verslunarbankinn 120kr. Útgerðarf. Akure. hf. 150 kr. (1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aöila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge. Búnaðarbanki kaupir viðskiptavlxla gegn 25% ársvöxtum, Samv.banki 25% og nokkrir sparisj. 26%. Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn, Bb= Búnaðarbankinn, lb = lönaðarbank- inn, Lb=Landsbankinn, Sb = Samvinnu- bankinn, Úb= Útvegsbankinn, Vb = Versl- unarbankinn, Sp = Sparisjóðirnir. Nánarl upplýsingar um peningamarkaöinn blrtast i DV á fimmtudögum. ___________________DV Eíttlivað sagði mér að hjóla Sólheimahringmn - sagði Reynir Pétur þegar DV-menn hittu hann á fömum vegi hjá mér á Sólheima- hringnum er ein klukkustund og tíu mínútur." Reynir Pétur veifar, hress að vanda, þegar DV menn hittu hann skammt frá Sólheimum. DV-mynd G. Bender „Ég fann í morgun að það var eitt- hvað sem sagði mér að hjóla Sól- heimahringinn. ég vissi að það myndi eitthvað gerast. Fvrst hitti ég þessar rosalegu skvísur og svo vkkur á DV. Þetta er svakalega skrítin og skemmti- leg tilviljun.'* sagði Revnir Pétur Ingvarsson. göngugarpurinn frægi, er DV-menn hittu hann skammt frá Sól- heimum í Grímsnesi um helgina en hann var þá að ljúka við að hjóla Sólheimahringinn í blíðskaparveðri. „Besti tíminn hjá mér á Sólheima- hringnum. sem er 24 km. er ein klukkustund og tíu mínútur. Ég er hins vegar fjórar klukkustundir að ganga hringinn á sex km hraða á klukkustund." - Þú ert ekki að æfa þig fyrir aðra hringferð? „Það er aldrei að vita. Annars lang- ar mig til að ganga Vestfirðina áður en þeir skerast algerlega frá megin- landinu. Það yrði mjög gaman," sagði Reynir Pétur. Reynir Pétur með blómarósunum sem hann hitti þegar hann var að hjóla Sólheimahringinn um helgina. DV-mynd G. Bender Laxá á Refasveit Mikill lax í ánni „Ég var að koma úr skoðunarferð úr Laxá á Refasveit. Það er alls staðar lax í ánni og það eru nokkrir laxar á sumum veiðistöðunum." sagði Sigurð- ur Kr. Jónsson á Blönduósi er við leituðum frétta af veiðinni. „Það hefur veiðst 31 lax og hann er 14 punda sá stærsti, vatnið er gott í ánni og það er rigning héma núna. Það er einn lax í Laxá á Refasveit sem gengur undir nafninu Skjóni og hafa flestir veiðimenn séð hann í ánni. Þetta er 17-18 punda lax með tvo bletti á bakinu og sjást þeir greini- lega. En laxinn vill alls ekki taka agn veiðimanna. Blanda Blanda hefur gefið 642 laxa. Það fæst mikið úr henni þessa dagana. Jóhannes Pétursson var við veiðar í gærmorgum er ég leit við og hann hafði fengið 6 laxa, þetta var um tíu- leytið. Laxá í Skefilsstaðahreppi Ég fór í Laxá í Skefilsstaðahreppi fyrir nokkrum dögum. Ég fékk bara einn lax og reyndi lengi við nýgengna laxa neðst í Oshylnum, með flugur í öllum regnbogans litum, en þeir tóku ekki. Það er töluvert af fiski í henni og ætli það séu ekki komnir 54 laxar á land,“ sagði Sigurður ennffemur. Veiðivon Gunnar Bender Svartá og Hallá Svartá hefur gefið vel af laxi og veiðimaður, sem var að kom úr henni, sá töluvert af laxi. Svartá er komin í 63 laxa. Hallá hefúr verið róleg og eru aðeins komnir 5 laxar á land. Við fréttum að það væri vatnsleysið sem stæði ánni fyrir þrifum og fáir laxar væm í henni. Laxá á Ásum Laxá á Ásum hefúr verið heldur ró- leg en veiðin er farin að batna og við fréttum af veiðimönnum sem vom við veiðar hálfan laugardaginn og hálfan sunnudaginn og veiddu 44 laxa. Önnur stöngin tók 30 af þessum löxum. Það var mikið af fiski í ánni. Guðlaugur Bergmann var við veiðar í ánni fyrir skömmu og fékk 32 laxa á stöngina. Hugðust þessar aflaklær, sem fengu þessa 30 laxa, slá hann út en það gekk ekki, vantaði 2 laxa. Hörðudalsá „Við fengum einn 5 punda lax og sjö góðar bleikjur. Það hafa veiðst 4 laxar og þeir em allir smáir. Eitthvað er af laxi í ánni og töluvert afbleikju," sagði Ragnar Karlsson sem var að koma úr Hörðudalsá í Dölum. „Vatnið í ánni er gott og laxinn sem við fengum grá- lúsugur, bleikjan tók ekki en þetta em fallegir veiðistaðir í ánni og gaman að vera þama,“ sagði Ragnar í lokin. Laxá og Bæjará í Reykhóla- sveit „Það em komnir 4 laxar og hann er 15 punda sá stærsti, veiddur í Hólmahylnum og tók maðk. Veiði- maðurinn var Tryggvi Sigfússon og þetta var maríulaxinn hans,“ sagði Gunnar Másson er við leituðum frétta af Laxá og Bæjará í Reykhólasveit. „Bleikjan er að koma og allur laxinn sem hefur veiðst var lúsugur.“ -G.Bender Hann er veiðinn, hann Sigurfinnur Jónsson frá Sauðárkróki, og hér renn- ir hann fyrir lax í Blöndu. Sigurfinnur er einhentur en lætur það ekki aftra sér við veiðarnar. Úr Blöndu eru komnir 642 laxar. Pétur R. Guðmundsson rennir fyrir lax í Leirvogsá á föstudaginn en hann tók illa. Úr Leirvogsánni eru komnir 88 laxar og mikið hefur sést af laxi í henni. DV-mynd G. Bender

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.