Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1987, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1987, Blaðsíða 18
18 MÁNUDAGUR 20. JÚLÍ 1987. SELFOSS, NÁGRENNI Hef opnað lögfræðiskrifstofu að Tryggvagötu 2a, Selfossi, sími 99-1265. Ingimundur Einarsson héraðsdómslögmaður. REYKJKJIKURBORG Jlciuéan Stödcci Fóstrur óskast á eftirtalin heimili: Dagheimilið Bakka- borg, dagh./leiksk. Grandaborg, leiksk. Hólaborg og Hlíðarborg. Upplýsingar gefa umsjónarfóstrur í síma 27277 og forstöðumenn viðkomandi heimila. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykja- víkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð, á sérstökum eyðublöðum sem þar fást. Kennarar Okkur vantar kennara til að vinna með yngri nemend- um næsta skólaár. Mjög góð aðstaða er í skólanum og góð íbúð fæst á hagstæðum kjörum. Upplýsingar í símum 93-81225 (9-17) og 93-81376 (á kvöldin). Grunnskólinn í Stykkishólmi kI Ritstjóra vantar Kennarasamband íslands auglýsir til umsóknar starf ritstjóra Kí vió Félagsblað BK. Um er að ræða 1/2 starf, en hugsanlegt er að starfshlutfall aukist frá næstu áramótum. Umsækjendur þurfa að hafa kennaramenntun og kennslureynslu auk þess að hafa áhuga á félagsstarfi í stéttarfélagi kennara. Starfið er laust frá 1. september nk. um eins árs skeið meðan ritstjóri blaðsins er í leyfi vegna framhaldsnáms. Umsóknarfrestur er til 1. ágúst og skulu umsóknir sendar til stjórnar Kennarasambands íslands, Grettis- götu 89, Reykjavík, merktar „Ritstjórastarf". Allar frekari upplýsingar á skrifstofu Kí, sími 91 -24070. Mælingamaður Rafmagnsveita Reykjavíkur óskar eftir að ráða mæl- ingamann til starfa við mælingar fyrir stólpum, línum og lögnum. Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi góða þekkingu á viðhaldi bygginga og æskilegast að hann sé iðnmenntaður. Upplýsingar um starfið gefa starfsmannastjóri og deildarstjóri byggingadeildar. Umsóknum skal skila til starfsmannastjóra Rafmagns- veitunnar að Suðurlandsbraut 34, Reykjavík, fyrir 1. ágúst nk. RAFMAGNSVEITA REYKJAVÍKUR GULA BÓKIN óskar eftir sölumanni Starfið felst í því að kynna fyrirtækjum og stofnunum kosti Gulu bókarinnar og afla skráninga í hana. Gula bókin er viðskipta- og þjónustuskrá ásamt full- komnum götukortum af þéttbýlisstöðum á Suðvestur- landi og Akureyri. Gula bókin kemur út árlega í 120.000 eintökum og er dreift inn á hvert heimili í landinu. Gula bókin kemur einnig út á ensku og verð- ur dreift í helstu viðskiptalöndum íslendinga. Við leitum að duglegum, heiðarlegum og vandvirkum manni. Góð laun í boði fyrir réttan mann. Upplýsingar í síma 22229. Gula bókin Vatnsstíg 11 Merming_________ Launung innan dyra Þorsteinn frá Hamri. Urðargaldur eftir Þorstein frá Hamri Iðunn 1987, 68 bls. Þetta er fimmtánda bók Þorsteins og geymir fimmtíu ljóð í fjórum bálk- um. Hér er aðeins hægt að grípa á örfáum. Bókin hefst á stuttu ljóði sem mér finnst að mörgu leyti dæmigert: Haustboð Hér skulu nú, vinur, veislubekkina strá hugir okkar heilir sem öll vor kynni þó leggi rökkrið launung á sumt hér inni og móki á voginum vökin fordæðublá; hver varstu, hver ertu... Hér eru miklar andstæður. í fyrstu fjórum línunum er dregin upp mynd af vináttu og fögnuði, mynd sem er ættuð úr elstu bókmenntum á ís- lensku, Eddukvæðunum (að strá bekki). Þar er lögð áhersla á heil- lyndi, en þegar í 5.-6. línu kemur andstæðan, einhver launung er inn- an dyra, hlutgerð af rökkrinu. Enn eykst háskinn utanhúss, í 7.-8.1; vök á ísilögðum voginum gæti gleypt ferðalanga, og um hana er þá talað eins og hún væri lifandi óvættur, hún mókir eins og selur og litur hennar Bókmermtir Örn Ólafsson minnir á fordæðu, illviljaða galdra- kind. Þetta hættulega umhverfi gerir vinafagnaðinn innanhúss enn meira virði en ella, en síðasta línan ávarp- ar þó vininn, sem var og er ókunnur, gæti því verið háskalegur. Öryggið innanhúss og vinfengið eru þá til- búningur úr ótta og einangrun talandans. Vera má að ljóð þetta mætti skilja á annan veg, því eins og önnur ljóð bókarinnar gefur það í skyn, og sýn- ir tilfinningar á hverfulli andrá, erfitt yrði að negla eitthvað niður. Fremur er of lítið sagt en hitt. En alltént er ljóðið vangaveltur um stöðu einstaklings í viðsjálum heimi, þær eru sýndar í ljóðmynd sem bygg- ist á þjóðsögum og öðrum fomum bókmenntaverkum. Þetta finnst mér áberandi samkenni ljóðanna. Hefð og nýjung Þorsteinn hefur alla tíð byggt mik- ið á bókmenntaarfleifðinni, vísað til hennar og einkum kemur orðaforði hans frá henni, ríkulegur og stund- um fomlegur. Þorsteinn beitir honum af mikilli umhugsun og ná- kvæmni. Hins vegar hefúr ljóðaform hans jafnan verið nýtískara, svo sem kom til eftir Atómskáldin. Stuðlun er þó mjög áberandi í þessari bók, hún er einn burðarás ljóðanna. Hátt- um Eddukvæða bregður fyrir og stundum er formið allt hefðbundn- ara, í hiynjandi, rími og stuðlun, svo sem í vandaðri sonnettu: í tvísýnu og í eftirfarandi ljóði, sem tengist nafni bókarinnar, sem virðist hér merkja þann lærdóm eða lífsreynslu sem fæst af því að hrekjast í urð - gjaman í yfirfærðri merkingu. Nafh- ið Urðargaldur væri þá tvírætt, því Urður er ein af örlaganomum Völu- spár, og hafa menn litið á hana sem fúlltrúa framtíðarinnnar, enda á galdur að ráða henni. En hér talar jarðbundinn maður, sem tekst á við erfiðleika hversdagsins. Þeir birtast honum að vísu sem úlfskjaftur, en hann gefur sjálfum sér sök á því. Sama líkingin er höfð um draum og veruleika, að klífa björg. En and- stæðumar em milli þess að vera háleitur og komast upp á hamra- borgir annars vegar, hins vegar vakan; að horfa á sitt nánasta um- hverfi, sem særir iljamar til blóðs. Því vill talandinn una, og það er áleitið stef í þessum ljóðum, t.d. í Föggur. Jarðbúi Ég horfi sjaldan til hæstu fluga og hamraþorgir í draumi klíf en það sem vakan til viðfángs býður er vargtennt skriðan. Mitt jarðarlíf um ótal blóðstimdar aldir hefúr þann urðargaldur af henni lært er seint mun skráður til skýrrar hlítar (en skáldin hafa í gátur fært). Því er mér dælli en annars væri mín iljasenna við klúngrin blá og grói seint yfir glöp og skrámu ber grjótið lángminnsta sök þar á. Oft er hér vikið að hlutverki skáld- skaparins, í fallegum ljóðum, svo sem Bæn og Slitur. En lítum á annað Ijóð þar sem breytileg hrynjandi og vísun til fomrar sögu skipta höfúð- máli: Þjóðminjar Efst á hvolnum stakur, veðraður steinn. Stöldrdum við og nemum undarlegt skraf dáinnar túngu sem biður við undirleik bám að eyru vor þjökuð af rausta og rasta glym leggi hlustir við kviðlíngi, kveðnum í eldi forðum daga... Hér vísar á staðinn steinn, staðinn - þarsem Ijóð var kveðið í eldi! Viðnámslegur í fasi... Stakur steinn. Rammi ljóðsins em fyrstu tvær lín- ur og síðustu tvær, stuttar og með óreglulegri hrynjandi, virðist eðli- legt að lesa þær upp hægt. En í 3. línu skiptir um hrynjandi, hún verð- ur reglubundin, mest þríliðir (áhersluatkvæði og síðan tvö áherslulaus, svo sem í „dáinnar", en breytt hrynjandi í lok hverrar línu). Og með þessari reglubundnu hrynj- andi finnst mér færast ákafi i ljóðið, m.a. vegna þess að það stiklar á stuðlum: biður-bám; rausta rasta; kviðlingi-kveðnum; staðinn-steinn. Þessi ákafi hæfir því sem sagt er frá, þarna hefur maður bmnnið inni, en kveðið ljóð við dauða sinn. Og nú áttum við okkur á því hvaða hvoll þetta er í 1. línu, þetta er auðvitað Bergþórshvoll, Skarphéðinn kvað vísu, þegar hann var brenndur inni. Um þá atburði sjást engar menjar nema steinn upp úr hvolnum, því verður hann einskonar persónugerv- ingur Skarphéðins, og við hann á sláandi vel þessi fallega lýsing næst- síðustu línu: „Viðnámslegur í fasi“. Andstæðumar milli ramma og mið- hluta sem birtast í hrynjandinni, þær verða öflugri við það að vísa jafn- framt til andstæðna milli fomsög- unnar og nútímans, þar sem fjölmiðlar koma í stað Njálu, því em „eym vor þjökuð af glym“. Ékki er rúm til að rekja meira, en lesendur mega sjá að ljóð þessi em mjög vönduð, og gefa því meira, sem betur er í þau rýnt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.