Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1987, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1987, Blaðsíða 10
10 MÁNUDAGUR 20. JÚLÍ 1987. -I Við lofum því sem skiptir mestu máli: GÓÐRI ÞJÓNUSTU Verð og tæknileg útfærsla við allra hæfi Borgartúni 20 Sími 2-67-88 afslóttur í júní og júlí veitum viö 15% staðgreiösluafslátt af öllum bremsuklossum í Volksvagen, Mitsubishi og Range Rover bifreiðar. Kynntu þér okkar verð, það getur borgað sig. 0 HÉKLAHF SÍMAR: 91-695500 91-695650 91-695651 Utlönd Kafflrækt í Brasilíu að ná sér eftir áfall síðasta árs Kaffirækt í Brasilíu virðist nú hafa náð sér að fullu eftir áföll síðasta árs og búist er við að uppskera verði með mesta móti á þessu ári. Þurrkar þeir sem ollu uppskerubresti á árinu sem leið sködduðu kaffitré á ekrum landsins verulega, jafnvel svo að tal- ið var að það myndi taka mörg ár að koma lagi á ræktunina að nýju. Öllum á óvart blómstruðu kaffitré hins vegar í desember síðastliðnum og hafa nú náð sér svo að líklega verður uppskera í ár meiri en nokkru sinni fyrr. 35milljón pokar Talið er að kaffiuppskera í Brasilíu muni nema þrjátíu og fimm milljón Þúsundir landbúnaðarverkamanna starfa nú við að tína kaffibaunir í Brasilíu og búist er við mikilli uppskeru þrátt fyrir hrakspár sem uppskerubrestur síðasta árs bar með sér. Símamynd Reuter pokum í ár en í hverjum poka eru liðlega hundrað kíló af kaffibaunum. Ef spár þessar standast verður upp- skeran sú næstmesta sem sögur fara af. Brasilía hefur um nokkurt árabil verið mesta kaöiframleiðsluríki heims. Á síðasta ári varð uppskeran aðeins fjórtán milljónir poka þannig að þá varð landið að sætta sig við annað sæti á heimsmarkaðinum, næst á eftir Colombíu. Brasilíumenn eru ákveðnir í að sýna bæði kaffineytendum og öðrum útflytjendum að þeir eru mesta kaffi- ræktarþjóð veraldar þrátt fyrir slælegan árangur eins árs. Hyggja þeir á útflutning á tuttugu milljónum poka af kaffibaunum á þessu ári sem nemur meir en þriðjungi kaffiþarfar í heiminum. Verðið lágt En þótt Brasilíumenn flytji út tug- milljónir poka af kaffibaunum leysir það ekki efnahagsvanda þeirra, hvorki erlendar skuldir né vand- kvæði innanlands. Verð á kaffibaunum er ótrúlega lágt í dag. Opinbert lágmarksverð hefur verið ákveðið rétt undir sjötíu dollurum á pokann en á síðasta ári var það nærri tvö hundruð dollurum. Brasilíumenn segja að með þessu verði komi kaffibóndinn til með að búa við mjög rýran skerf. Verð til hans sé raunar svo lágt að búist sé við að margir hætti kaffirækt og yfir- gefi jafnvel plantekrur sínar. Þeir komist betur af með að leggja pen- ingana inn á banka og lifa af rentun- um. Enn verri er staða landbúnaðar- verkamanna sem vinna myrkranna á milli við kaffiræktina en búa við kjör sem ekki geta talist mannsæmandi á nokkurn mælikvarða. Þéir fá um tvö sent fyrir hvern lítra af baunum sem þeir tína og á góðum degi getur einstaklingur náð um tvö hundruð og fimmtíu lítrum. Dag- launin verða þá um fimm dollarar. Mótórhjólakappar vekja ugg lögreglu og vegfarenda í Moskvu Hreyfingar þær, sem vakna á Vesturlöndum, berast oft mun síðar til Sovétríkjanna. Sovéskt samfélag hefur verið ákaflega lokað íyrir streymi upplýsinga, menningar- áhrifa og annarra hræringa mann- lífsins. Hefur stundum ekki mátt á milli sjá hvort gengi tregar, streymið út eða inn. Ætlað er að Glasnost, stefna Gor- batsjovs aðalritara, breyti þama nokkru um. Greiði götu upplýsinga og áhrifa og geri sovésku samfélagi kleift að meðtaka menningar- strauma örar en verið hefur. Ekki eru allir Sovétmenn á einu máli um ágæti þessara breytinga og þykjast margir þeirra sjá fram á að þeim fylgi ýmislegt það sem sam- félagið væri betur komið án. Nú hefur þeim efagjömu bæst vopn í baráttunni, því mótorhjólamenning hefur haldið innreið sína í Moskvu og er þar flestum til ama, jafnt lög- reglu sem almennum borgurum. Háværir á ofsahraða Undanfamar vikur hefúr borið sí- fellt meira á hópum ungmenna sem geysast á mótórhjólum um breiðgöt- ur Moskvu. Oft fara ungmennin um á miklum hraða, em jafhvel meira eða minna undir áhrifum áfengis og hafa í frammi mikla háreysti. Lögreglunni er mikill ami að ferð- um þeirra. Segir þau vera til vand- ræða í umferðinni, erfitt að fylgjast með þeim og að auki hafi slysum á mótórnjólum fjölgað vemlega. Það sem af er þessu ári hefúr umferðar- lögreglan í Moskvu skráð sextíu og eitt mótórhjólaslys og hafa fimm lát- ið lífið í þeim. Sextíu og sjö manns hafa hins vegar slasast vem- lega. Lögreglan kallar mótórhjólahóp- ana sjálfsmorðssveitir og fullyrðir að þeir valdi gangandi vegfarendum stórfelldri hættu, auk þess að vera öllum íbúum borgarinnar til ama og óþæginda vegna hávaða og háreysti sem fylgir ferðum þeirra. Viðurkenna vandann Ungmennin í mótórhjólaflokkun- um viðurkenna að gagnrýnendur þeirra hafi nokkuð til síns máls. „Við ökum hratt, jafnvel á hundr- að og fjörutíu kílómetra hraða,“ segir forsprakki eins hópsins, flokks sem nefnir sig Rokkaramir. „Við vitum að við sköpum erfiðleika, en það er bara svo gaman að aka hratt á mótórhjóli." kennisbúningum, líkt og mótór- hjólaflokkar gera víða á Vesturlönd- um. Segjast ekki fá leðurklæðnað neins staðar í Sovétríkjunum. Þeir kvarta einnig um að skortur sé á hjólum, auk þess að þau séu feikilega dýr. Gott mótórhjól kostar sem svarar sextíu þúsund krónum út úr búð í Moskvu Rokkaramir gera lítið úr deilum sínum við lögregluna. Segja vissu- lega ríkja nokkra spennu þar á ipilli en hafna algerlega sögusögnum, sem birst hafa í sovéskum dagblöðum, þess efnis að lögreglan sýni mótór- hjólahópunum ofbeldi. Enginn þeirra hefur lent í slíku. Svo virðist sem mótórhjólaflokk- arnir hafi áunnið sér sess meðal sovéskra ungmenna, nokkrum ára- tugum eftir að þeir gerðu garðinn frægan á Vesturlöndum og án þess villimannlega ofbeldis sem svo oft fylgdi Vítisenglunum og öðrum þekktum flokkum í vestri. Rokkar- amir segjast vilja ná sambandi við Vesturlandabúa sem eiga sér svipuð áhugamál en stofnun slíkra sam- banda gengur enn treglega fyrir sig austan tjalds. Á meðan láta Rokkaramir sér nægja að geysast um götur Moskvu, þenja maskínumar við hávært glam- ur sovéskrar rokktónlistar og glotta að ótta hins almenna borgara. Rokkaramir klæðast engum em- Andrei og Volodia, tveir af mótórhjólaköppunum sem nú vekja ugg meðal íbúa Moskvuborgar, sýna listir sinar. Báðir aka þeir um á kraftmiklum hjól- um frá Tékkóslóvakíu af Jawa-gerð. Simamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.