Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1987, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1987, Blaðsíða 3
MÁNUDAGUR 20. JÚLÍ 1987. 3 Fréttir Lottóvélin bilaði i beinni útsendingu „Kom flatt upp á okkur“ - segir Þorgeir Ástvaldsson „Venjulega hefur unnist tími fyrir fréttir til að yfírfara hvort allt sé ekki í stakasta lagi en svo var ekki nú. Þó sýndu öll Ijós og merki að allt vœri í lagi. Það kom siðan í ljós að það hafði gleymst að snúa einum aðalrofanum rétt,“ sagðí Þorgeir Ástvaldsson, er hann var spurður hvers vegna 'lottóvélin hefði ekki farið af stað í beinni útsendingu á laugardagskvöldið. „Sem betur fer voru starfsmenn sjónvarpsins fljótir að setja hlémerk- ið á skjáinn en ég get ekki þrætt fyrir að þetta kom mjög flatt upp á okkur. Það er alltaf svolitið erfitt að lenda í slíku í sjónvarpi því mað- ur verður að halda andlitinu. Mér var þó hlátur efst í huga, sennilega vegna taugaveiklunarinnar," sagði Þorgeir ennfreraur. Hann sagði að von væri á annarri vél til landsins og myndi þetta atvik flýta fyrir því að hún yrði tekin í notkun. „í salnum með okkur er allt- af viðstaddur fulltrúi borgarfógeta- embættisins og hann er með innsiglaða tösku með kúlum í. Ef vélin hefði ekki farið aftur í gang hefðum við notað þá aðferðina en þá hefði fúlltrúinn þurft að rjúfa innsiglið í beinni útsendingu og færa kúlumar með hönskum yfir í plast- poka. Það hefði þá komið í hfut stjómendanna að draga fimm kúlur úr pokanum.“ - Er þessi vél þá eitthvert drasl? „Nei, vélar eins og þessi eru notað- ar víða um heim og viðurkenndar. Mér er ekki kunnugt um hvað hin hefúr fram yfir þessa en hún á að vera eitthvað betri." - Er ekki hætt víð að fólk efist um leikinn ef vélin á það til að bila? „Nei, það held ég ekki. Það er fylgst vel með öllu í sambandi við drátt- inn, bæði frá borgarfógetaembætt- inu og íslenskri getspá. Ég er stundum spurður að þvi hvort við getum ekki komið þvf þannig fyrir að heppilegar tölur komi upp. Það er náttúrlega engin leið til þess. Kerfið á að vera alveg pottþétt. Ég vissi ekki heldur til þess að nokkur viðbrögð hefðu komið upp hjá sjón- varpinu vegna þessa,“ sagði Þorgeir. Þess má geta að einn aðih var með heppnina með sér í þetta skiptið og fékk í sinn hlut rúmlega 1,7 milljón- ir króna. -ELA Enn leitað að húsnæði fyrir Málningu hf. Hafa tvennt í sigtinu „Við erum ennþá að leita að hús- næði undir starfsemina. Við höfum tvennt í sigtinu en ætlum að skoða fleira á morgun," sagði Stefán Guðjo- hnsen, forstjóri Málningar hf. Stefán sagði að verið væri að leita að 1500 fermetra húsnæði og leitað væri í Reykjavík, Kópavogi og Hafii- arfirði. „Við þurfum að hafa húsnæðið á leigu í um 2 ár en þá vonumst við eftir að endurbyggingu eftir brunann verði lokið.“ -JFJ Flugstöðm rýmd vegna bilunar í hljóðkerfi - góð æfing, að sógn lögreglunnar Brunakerfi nýju flugstöðvarinnar fór í gang á annarri hæð hússins í gærmorgun, á mesta annatíma flugs- ins. Er talið að um bilun í hljóðkerfi hafi verið' að ræða. Heyrðist rödd Gunnars Eyjólfssonar leikara sem sagði frá ástandi mála og hvar og hvemig væri best að koma sér út úr flugstöðvarbyggingunni. Viðvörunin var gefin á þrem tungumálum, ís- lensku, ensku og þýsku. Allir héldu stillingu sinni og voru með eindæmum rólegir. Að sögn lögreglunnar i nýju flugstöðinni eru þessi nýju tæki mjög næm og það má varla falla á þau ryk- kom til þess að þau fari ekki í gang. Talið er að um 1000 til 1500 manns hafi verið staddir í flugstöðinni þegar neyðarkerfið fór af stað og tókst að rýma flugstöðina á innan við hálftíma. Ekki var nauðsyn að það gerðist skjót- ar vegna þess að sams konar kerfi, sem mælir hita og er í samspili við hljóð- kerfið, sýndi ekki á sér neina hreyf- ingu. Mikil flugumferð er á þessum tíma sólarhrings og var því hér um góða æfingu að ræða, sagði lögreglan enn- fremur. Alls em fimm lögreglumenn á vakt yfir daginn í flugstöðinni og þrír á nóttinni, auk slökkviliðsins, sem er að sjálfsögðu tiltækt allan sólarhringinn. Einnig munu tollverðir og annað starfslið vera þjálfað í að bregðast við í svona tilfellum. -GKr. Flugstöð Leifs Eirikssonar. ERÞETTA B(KI RÉTTASPO FYRIRÞIC Ef þú hefur áhuga á að myndbandstækið þitt endist betur er mikið atriði að spólurnar, sem þú notar, séu í háum gæðaflokki. Er þá bæði átt við bandið sjálft og kassann utan um. PANASOIMIC PREMIUM STD myndbandsspólan sameinar báða þessa gæðaþætti og er því kjörinn valkostur þeirra sem vilja meiri upptöku - gæói og betri endingu tækjanna. VERÐ AÐEINS KR. 595. ClJAPIS BRAUTARHOLT 2 SlMI 27133.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.