Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1987, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1987, Blaðsíða 8
8 MÁNUDAGUR 20. JÚLÍ 1987. Útlönd Flotavemd á Persaflóa á áætluðum tíma Kaupahéðinn fram- bjóðandi kommún- ista á Kýpur Kommúnistaflokkur á Kýpur hef- ur tilkynnt að hann styðji forseta- framboð George Vassiliou, sem er nýiiði í stjómmálum, hagfræðingur og kaupahéðinn. Vassiliou býðu'- sig fram óháð stjómmálaflokkum. Hann segir að stuðningur kommúnista styrki fram- boð sitt verulega og geri raunar nær fullvíst að hann sigri í kosningunum. Þá hefúr Vassiliou einnig tryggt sér stuðning Nicos Rolandis, fyrrum utanríkisráðherra, sem stofnaði flokk fijálslyndra á síðasta ári. Vestrænir embættismenn telja ólíklegt að utanríkisstefiia Kýpur breytist nokkuð þótt Vassiliou verði kjörinn. Búist er við að hann haldi hlutleysisstefhu þeirri sem ríkt hef- ur. Hann er fylgjandi tollabandalagi við Evrópubandalagið og hefur tekið hófsama afstöðu gagnvart herstöðv- um Breta á eyjunni. Haft er eftir heimiidum í Washington að á morgun. þriðjudag, verði banda- ríski fáninn dreginn að hún á tveim risaolíuskipum frá Kuwait og þeim siglt út á Persaflóa á miðvikudag, undir vemd bandaríska flotans. Bandaríkjamenn hafa samþykkt að skrá ellefú olíuskip frá Kuwait í Banda- ríkjunum og verja þau gegn árásum á flóanum. F>rsta tankskipið. sem verður endurskráð með þessum hætti, er liðlega fjögur hundruð þúsund tonna hráolíuflutningaskip sem ber nafhið Bridge- ton. Skipið hefúr legið ríð ankeri úti fyrir höfhinni í Khor Fakkan í Sameinuðu arabísku fúrstadæmunum um nokkurra vikna skeið. Bandaríska strandgæslan sagði í gær að endurskráningu Bridgeton og annars tankskips, Gas Prince. væri lokið. Þau hétu áður A1 Rekkah og Gas Al-Minagish. Iranirhafa aukið árááir sínar á skip á Persaflóa til mikilla muna undanfar- ið. Þeir hvggja á miklar heræfingar með þátttöku bæði flughers og flota á flóanunr á næstunni, að eigin sögn til þess að sýna stórveldunum að þeim er alvara með hótunum sínum um hertar aðgerðir. Bandaríski flotinn hefur sent fimmtán herskip til vamar oliuskipunum á Persaflóa og þí sama tilgangi eru yfir fimmtíu orrustuþotur og sprengjuflug- vélar um borð í flugmóðurskipi. íranmálið átti að verða kosningamál Thomas O’Neill, frTrum forseti fulltrúadeildar bandaríska þingsins, skýrir frá því í bók sem hann er nú að ganga frá, að ætlun ríkisstjómar Reagan forseta hafi veríð að nota fyrirhuguð skipti á vopnum og gíslum við Irani í kosningunum 1986. Repúblikanar reyndu þá í örvæntingu allt sem þeim gat komið til hugar til þess að halda meirihluta sínum í öldungadeild þings- ins og töldu forsetinn og samstarfsmenn hans að tækist þeim að frelsa bandaríska gísla í Líbanon fyTÍr tilstilli írana myndi það nægja til að meiri- hluti þeirra í deildinni héldist í kosningunum 1986. O'Neill segir ennfremur í bók sinni að Reagan hafi skort þekkingu á svo til öllum málum, bæði innanríkis- og utanríkismálum. Forsetinn hafi verið að leika hlutverk sem hann skrifaði sjálfúr og hafi ekki einu sinni skilið sínar eigin áætlanir. íranskur andófs- maður myrtur í Vín Lögreglan í Austurríki skýrði frá því í gær að talið væri að lík, sem fannst í íbúð í miðborg Vínar fyrir viku, væri af írönskum andófs- manni. Maðurinn, sem hét Hamid Reza Chitgar, hafði verið myrtur. Talsmaður lögreglunnar sagði í gær að vinir Chitgar hefðu borið kennsl á líkið. Ekki er þó talið full- víst að þeir hafi rétt fyrir sér þar sem morðið er talið hafa verið framið í maímánuði og líkið því töluvert rotnað. Talið er að morðið sé af stjóm- málalegum toga spunnið. Leitað að fórnarlömbum óveðursins sem gekk yfir norðurhluta Ítalíu um helgina. Símamynd Reuter Tuttugu fórust í óveðri á ttalíu Aurskriða féll yfir borgina Tartano á Ítalíu þar sem þessar litlu stúlkur búa. Simamynd Reuter Baldur Róbertsson, DV, Genúa; Rúmlega tuttugu manns hafa látist í óveðri sem gengið hefur yfir norð- urhluta Italíu siðustu tvo daga. Margir hafa slasast eða týnst í óveðr- inu og er talið að fjöldi látinna eigi eftir að hækka töluvert þegar farið verður að leita í aurskriðum og rústum. Rigningar hófust á Norður-Italíu fyrir viku og síðustu tvo dagana hef- ur verið eins og hellt úr fötu yfir svæðið kringum borgina Bergamo. Margar aurskriður féllu og lenti ein þeirra á fjölbýlishúsi sem síðan féll á hótel. Ar flæddu yfir bakka sína og tóku þær með sér allt lauslegt, svo sem bíla, tré og brýr. Óx ein áin um rúma fimm metra á tveimur klukku- stundum. Hreinsaði hún götur og næstum allan jarðveg úr litlum dal þar sem rúmlega tvö þúsund manns búa. Mesta óveðrið er liðið hjá í bili en talið er að það geti skollið á aftur síðar í vikunni. Kontra drápu átta á afmæli stjómarinnar Skæruliðar kontrahreyfingarinnar, sem berst gegn stjórn sandinista í Nic- aragua, drápu í gær átta manns, þar á meðal konu og bam, í árás á sam- yrkjubú skammt frá Matagalpa í Nicaragua, þar sem hátíðarhöld fara fram í dag í tilefni átta ára afmælis stjómarinnar. Kontrahreyfingin, sem nýtur flárhagslegs og hemaðarlegs stuðnings bandarískra stjómvalda, hefúr undanfarið hert mjög aðgerðir sínar í Nicaragua. Undanfama viku hafa skæruliðar hreyfingarinnar gert árásir á að minnsta kosti þrjú þorp. Að sögn talsmanna stjómarhersins hafa nær þrjátíu skæruliðar fallið í þessum árásum. Ronald Reagan, forseti Bandaríkj- anna, hvatti á föstudag bandaríska þingið til þess að samþykkja enn frek- ari aðstoð við kontrahreyfinguna og sagði að hún væri í raun hið eina sem stæði í vegi fyrir yfirráðum Sovétríkj- anna í Mið-Ameríku. Reagan minntist ekki á neinar upphæðir í þessu sam- bandi en heimildir segja að forsetinn hyggi á aðstoð sem nemur um hundrað og fjörutíu milljónum dollara. Kontraskæmliðar hafa undanfarið háð baráttu sem miðar beinlínis að Bandaríski söngvarinn og kvikmyndaleikarinn Kris Kristofferson heldur krepptum hnefa á loft þegar hann lýkur flutningi lags er hann samdi til aö minnast átta ára afmælis stjórnar sandinista i Nicaragua. Simamynd Reuter því að grafa undan efnahag Nic- aragua. Vonast þeir til þess að skapa óánægju sem leiði til uppreisnar gegn sandinistum í landinu. Hafa stjómvöld í Band'aríkjunum haldið því fram að með stuðningi sínum við kontrahreyf- inguna séu þau að reyna að koma á lýðræði í Nicaragua. Stjóm Nicaragua hefúr hins vegar sakað Bandaríkja- menn um að vilja ekki friðsamlega lausn mála í landinu enda hafi þeir ekki sinnt boðum um samningavið- ræður milli embættismanna ríkis- stjórnanna tveggja. Kona i San Jose de Bogay i Nic- aragua situr hjá líki eiginmanns síns sem skæruliðar kontrahreyfingar- innar felldu i árás i síðustu viku. Simamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.