Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1987, Blaðsíða 16
16
MÁNUDAGUR 20. JÚLÍ 1987.
Frjálst.óháÖ dagblað
Útgáfufélag: FRJÁLS FJOLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aöstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PALL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 550 kr.
Verð í lausasölu virka daga 55 kr. - Helgarblað 65 kr.
Ný þjóðhagsspá
Þjóðhagsstofnun hefur sent frá sér nýja spá um ástand
og horfur í efnahagsmálum. Þar er spáð samdrætti í þjóð-
artekjum og hagvexti, sem setur þjóðarútgjöldum
skorður, þar á meðal íjárlögum ríkisins og launakröfum.
Hvorugt er þó óviðráðanlegt, ef ríkisstjórn og aðilar
vinnumarkaðarins láta skynsemina ráða.
Þjóðhagsstofnun minnir á að íslendingar hafa búið
við einstakt góðæri á undanförnum þrem árum. Þjóðar-
tekjur hafa aldrei verið meiri og neysla hefur aukist
að sama skapi. Gallinn er hins vegar sá að ríkissjóður
hefur ekki kunnað sér hóf, frekar en þjóðin, sem finnur
sér stað í fjárlagahalla sem nemur rúmum fjórum mill-
jörðum króna. Með þessum halla hefur ríkissjóður sýnt
það vafasama fordæmi að eyða meiru en aflað er og það
einmitt á þeim tíma sem tekjur þjóðarbúsins hafa slegið
öll fyrri met.
Ríkissjóðshallinn hefur skapað þenslu og kynt undir
verðbólguþróun. Vandræðalegar og óburðugar tilraunir
nýrrar ríkisstjórnar til að fylla upp í þetta gat með
smásköttum og sparðatíningi hér og þar leysa engan
vanda. Höfuðverkefni ríkisstjórnarinnar er að leggja
fram fj árlagafrumvarp í haust sem boðar niðurskurð í
opinberri eyðslu og fjárfestingu.
Það verður afturkippur í góðærinu, segir Þjóhags-
stofnun, en sá spádómur verður fyrst og fremst túlkaður
sem áminning til stjórnvalda og landsmanna allra um
að sníða sér stakk eftir vexti. Góðærinu er engan veg-
inn lokið ef þjóðin tekur mark á aðvörunum efnahags-
ráðgjafanna. Við verðum að fara betur með tekjurnar,
hætta bruðlinu og sleppa daglegu veisluhaldi. Það fer
enginn á gaddinn þótt hann fái ekki veislumat í hvert
mál.
Fróðlegt er að lesa þann kafla þjóðhagspárinnar sem
snýr að launaþróun. í ljós kemur að atvinnutekjur hafa
vaxið um fjórðung á síðustu þrem árum en það sem
meiru skiptir, kaupmáttur launatekna hefur aukist um
þriðjung. Þessar upplýsingar eru athyglisverðar í ljósi
þeirrar staðreyndar að verkalýðssamtökin hafa rekið
þá stefnu að stilla kröfum sínum í hóf. Forysta Al-
þýðusambandsins hefur hlotið ámæli fyrir linkind í
launamálum og nú er uppi hreyfing innan hennar að
skera upp herör og hverfa aftur til gömlu aðferðanna.
Krafa Verkalýðssambandsins liggur nú á borðinu um
20 til 40% hækkun launa.
Ekki verður dregið í efa að ófaglært verkafólk þurfi
að bæta lífskjör sín en staðreyndin er hins vegar sú að
bæði þetta launafólk sem og aðrar stéttir hafa borið
meira úr býtum í auknum kaupmætti en dæmi eru til
um áður á undanförnum árum. Einmitt á því tímabili,
sem hófsemi og skynsemi hefur gætt í kröfugerð. Með
stífni og óbilgirni er án efa hægt að knýja fram stökk-
breytingar í launum en sá ávinningur verður skammær
og veldur sprengingu sem enginn sér fyrir endann á.
Þær kröfur eru óraunsæjar í ljósi þeirra spádóma að
þjóðartekjur dragist saman á næsta ári. Með þeim
vinnubrögðum værum við í rauninni að bjóða hættunni
heim, þeirri hættu sem Þjóðhagsstofnun er að vara við.
Verkalýðshreyfmgin á að leggja höfuðáherslu á varð-
veislu kaupmáttarins, enda ætti það að vera næsta
auðvelt ef ríkisstjórnin bregst ekki þeirri skyldu sinni
að draga úr þenslunni og halda fjárlögum innan þeirra
marka sem þjóðartekjurnar setja okkur. Hér þurfa allir
að leggjast á eitt. Þá mun góðærið halda áfram.
Ellert B. Schram
„Sá sem gjöfina fær verður uppveðraður af fallegu útliti pakkans og að sama skapi verða vonbrigðin mikil og
óvænt þegar i Ijós kemur að hann er tómur eða innihaldið ónýtt rusl.“
Tómur pakki?
Eitt vel þekkt hrekkjabragð og
það heldur ótuktarlegt er að færa
einhverjum sem glettast á við tóman
pakka. Slíkur „platpakki" saman-
stendur af miklum og skrautlegum
umbúðum með engu eða fánýtu inni-
haldi. Sá sem gjöfina fær verður
uppveðraður af fallegu útliti pakk-
ans og að sama skapi verða von-
brigðin mikil og óvænt þegar í ljós
kemur að hann er tómur eða inni-
haldið ónýtt rusl.
Þessu bellibragði hefur af og til
skotið upp í huga mér að undanfómu
og tilefnið er myndun og hveiti-
brauðsdagar ríkisstjómar Þorsteins
Pálssonar.
Alþýðuflokkur gleymir
kosningaloforðum
Stjómin varð til með harmkvælum
sem alþjóð þekkir. Þær raunir sner-
ust þó að sorglega litlu leyti um það
sem máli skiptir og ætti, ef allt væri
með felldu, að vera aðalviðfangsefni
í stjómarmyndunarviðræðum, þ.e.
a.s. um stefnu. Nei, þjóðin mátti þola,
ekki síst vegna elju Ijölmiðlamanna,
að horfa upp á forustumenn verð-
andi stjómarflokka karpa vikum
saman um titla og stóla. Ljósasta
sönnun þess hvemig tímanum í
stjómarmyndunarviðræðunum var
varið er hinn rýri og útþynnti stjóm-
arsáttmáli þar sem nóg er af orðum
en lítið um frumlega hugsun.
Alþýðuflokksmaður, sem varð á
vegi undirritaðs á dögunum, hitti
naglann á höfuðið þegar hann
hreytti út úr sér að „Það hefði tekið
Alþýðuflokkinn rúma 70 daga að
koma sér inn í gömlu ríkisstjórnina
og gleyma öllum sínum kosningalof-
orðum,“ annað hefði ekki gerst.
Ljóst er að það hefur vakið undrun
margra hversu lítið eimir eftir af
áherslum Alþýðuflokksins í hinum
endanlega stjómarsáttmála og
gömlu stjómarflokkunum hefur sem
vænta mátti dottið fátt nýtt í hug.
Skylt er auðvitað að hafa í huga
að hjá ríkisstjómum eins og fleiri
em það athafnir sem gilda hvað sem
orðunum líður í samstarfssamningi.
Þar um verður reynslan að sjálf-
sögðu að dæma en naumast verður
sagt að fyrstu aðgerðir ríkisstjómar-
innar á sviði efhahagsmála séu
stórhuga eða frumlegar. Matarskatt-
lagning hefði trúlega þótt hrakspá
Jóni Hannibalssyni þegar hann reið
um hémð að safiia liði meðal al-
mennings gegn skattsvikurum og
hvers kyns óréttlæti í ónýtu skatta-
kerfi. Betur má ef duga skal.
Yfirborðsleg umfjöllun
Gaman væri að taka til skoðunar,
Kjallariim
Steingrímur J.
Sigfússon
og það betur en hér gefst rúm til,
þátt fjölmiðla í og við margnefnda
stjómarmyndun. Margt var á því
sviði ágætlega unnið og fagmann-
lega. Hæst ber óþreytandi elju
margra fréttamanna og lagni við að
segja sífellt fréttir, dögum og vikum
saman, af því sem engar fréttir vom.
Það sem ég vil leyfa mér að gagn-
rýna er almenn tilhneiging frétta-
manna, vissulega með virðingar-
verðum undantekningum, til
yfirborðslegrar umfjöllunar. Mynd-
un ríkisstjómar er ekki bófahasar
heldur alvarlegt mál og sú stefna
sem ríkisstjóm velur sér getur haft
mikil áhrif á líf og störf okkar allra,
það veit a.m.k. talsverður hluti nú-
verandi eða fyrrverandi húsnæðis-
eigenda í landinu. Þess vegna eiga
fréttamenn, jafnvel þó stjómmála-
mennimir sjálfir verði sér til
skammar með þrasi um stóla, að
grafast fyrir og krefja svara um
stefnu, um staðreyndir, um fram-
kvæmdir.
Þegar slitnaði upp úr viðræðum
Sjálfstæðisflokks, Alþýðuflokks og
Kvennalista var sú ástæða gefin upp
að ágreiningur hefði verið um leiðir
til að hækka lægstu laun og bæta
kjör þeirra sem minnst mega sín.
Sem sagt, allir vom flokkamir vinir
og velunnarar þessara aðila og vildu
bæta þeirra hag en greindi aðeins á
um leiðir. Þar og þá hefði verið gam-
an að sjá harðsnúna fréttamenn
ganga í skrokk á talsmönnum flokk-
anna og spyrja þá spjömnum úr um
þennan ágreining. í hverju fólst
hann? Hvemig var nákvæmlega leið
hvers flokks um sig að þessu marki?
Hvemig var hin praktíska útfærsla
á hverri leið? Hve langt vildi hver
um sig ganga? o.s.frv.
Dýrkeypt mótsögn
Ánnað dæmi gæti verið þegar
Steingrímur Hermannsson taldi það,
aðeins nokkrum vikum eftir kosn-
ingar, vera eina hindrunina í vegi
stjómarmyndunar að „sumir“ væm
ekki tilbúnir að grípa til nógu rót-
tækra björgunaraðgerða í efnahags-
málum. Sami Steingrímur var
látlaust auglýstur upp fyrir kosning-
ar og reyndar kosinn sem maðurinn
á bak við stórkostlegan árangur í
efnahagsmálum. Þessi mótsögn hefði
orðið forsætisráðherrum nágranna-
landanna dýrkeyptari en hún varð
Steingrími Hermannssyni þegar
hann varði sig í kvöldfréttum út-
varpsins með því að segja: „Jú, ég
hef alltaf sagt að það þyrfti aðgerð-
ir.“ Málið var ekki rætt frekar.
Skyld tilhneiging sýnist mér vera
að verki þegar miklu meira er lagt
upp úr því að fræða þjóðina um það
að nýir ráðherrar séu upp til hópa
ágætlega giftir, vel búandi og hafi
áhugamál heldur en hvað þeir ætli
að gera.
Og þá sameinast þessar vangavelt-
ur í þeirri staðreynd að umbúðimar
virðast í lagi hvað sem innihaldinu
líður.
Steingrímur J. Sigfusson
„Myndun ríkisstjómar er ekki bófahasar
heldur alvarlegt mál og sú stefna sem ríkis-
stjórn velur sér getur haft mikil áhrif á líf
og störf okkar allra, það veit a.m.k. tals-
verður hluti núverandi eða fyrrverandi
húsnæðiseigenda í landinu.“