Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1987, Page 26

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1987, Page 26
38 MÁNUDAGUR 20. JÚLÍ 1987. Rakarastofan Klapparsug : Hárgreiðslustofan Klapparstíg Sími 12725 ! I íímapantamr lJ 13010 i Viðskiptafræðingar Fræðslustörf, stjórnun og umsjón starfsþjálfunar, skipulagsstörf o.þ.h. við Samvinnuskólann á Bifröst eru laus til umsóknar. Viðskiptafræðimenntun eða önnur sambærileg menntun og reynsla áskilin. Mjög góð launakjör, mikil tengsl við atvinnulífið, at- vinnumöguleikar fyrir maka og fjölskylduíbúð á Bifröst fylgja starfi. Umsókn sendist skólastjóra Samvinnuskólans á Bif- röst og hann veitir upplýsingar í síma 93-50001. Samvinnuskólinn. Bændur, athugið! Ódýr drifsköft fyrirliggjandi: 1,5mmeðsnuðkúplinguf/fjölfætlur ........ kr. 13.400,- 1,0 m með brotkúplinguf/dælurog dreifara ... kr. 11.400,- 1,0 m án brotbolta f/sláttuvélar ....... kr. 7.550,- Kaplahrauni 18. Sími 91-651800. 1—:—i—rrj : / SÖLUDREIFIMG HEILDSALAR - FRAM- LEIÐENDUR Tökum að okkur sölu og dreifingu á vörum ykkar. Dreifum og seljum bæði í fyrirtæki, stofnanir og versl- anir. Sjáum einnig um vörukynningar. Kynnið ykkur okkar þjónustu og kjör. SÖLUDREIFING sf. Ármúla 19, sími 68 98 77. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 114., 116. og 117. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1985 á eigninni Vitastíg 1, Hafnarfirði, þingl. eign Björgvins Halldórssonar, fer fram eftir kröfu Innheimtustofnunar sveitafélaga á skrifstofu embættisins að Strand- götu 31, Hafnarfirði, fimmtudaginn 23. júlí 1987 kl. 15.00. ___________Bæjarfógetinn í Hafnarfirði. Sandkom I stuði Ýmsir hafa hringt í Sand- komið að undanfbmu og sagst sakna þess að sjá ekki í dag- blöðunum hvemig gangi á námskeiðinu í kynfullnæg- ingu sem vakti svo mikla athygli fyrr í sumar. Þessu er til að svara að miðað við þau rafmagnstól sem nota átti á námskeiðinu hljóta allir þátt- takendumir að vera í miklu stuði. Ari Garðar Kokkurinn landsfrægi, Ari Garðar, sem veeeeeltir græn- metinu svoooona á pönnunni, matreiðir í sumar ofan í gesti Sjallans og Hótel Akureyrar. Ari er sagður hafa staðið sig vel í listinni og um helgina stóð hann í ströngu í Sjallan- um ásamt hljómsveit Magnús- ar Kjartanssonar. Frystikistulag Hljómsveitin Greifarnir eru greifar í að skíra lögin sín. Á nýju plötunni þeirra er að finna lögin Ást, Framan við sviðið, Frystikistulagið og Þyrnirós. Menn eru á einu máli um að frystikistulagið hljóti að vera eitt suð út í gegn. Aumingja Othello Tónlistarmyndin Othello var sýnd á Akureyri tvisvar sinnum í síðustu viku. Það bar til tíðinda að 8 manns voru á hvorri sýningu. Myndin var sýnd á Siglufirði um páskana síðastliðinn vetur. Þar mættu þrír í bíóið og eins og DV skýrði þá frá stóð til að bíó- stjórinn æki öllum bíógestum heim að lokinni sýningu. Úheppnir Ólafsfirðingar Ólafsfirðingar hafa ekki haft heppnina með sér í Lottó- inu hingað til. Þar hefur enginn fengið fimm tölur rétt- ar og víst sárafáir fjórar tölur. Ólafsfirðingar vona að þetta breytist núna eftir að sjón- varpskóngurinn, Skúli Páls- son, er kominn með Lottóið. Ný kirkja á Akureyri Stór og athyglisverður turn hefur risið við brauðgerð Kristjáns Jónssonar á Akur- eyri. Ætlunin er að vera með bakarí og skrifstofur í nýja húsnæðinu. Eftir viðbygging- una líkist brauðgerðin svo kirkju að menn eru farnir að spyrja um hvaða prestur fái þetta brauð. Kristján seinn Til stóð í fyrra sumar, þegar KEA átti 100 ára afmæli, að Kristján Jóhannsson tæki lagið fyrir sjómenn á togurum KEA þá síðar um sumarið. Ekkert varð af tónleikunum. En nú ætlar tenórinn að syngja fyrir sjómennina og fleiri á tónleikum á Akureyri á laugardaginn. Seint koma sumir en koma þó. Þingeyingar í jurtum Þingeyingar áttu þrjá efstu menn í keppninni um jurta- greininguna á landsmótinu. Það hefur löngum verið vitað að Þingeyingar hafa mikinn áhuga á náttúrunni. Jón Baldvin aó braggast. Jón Baldvin og bragginn Það hefur ekki farið framhjá neinum að Jón Báldvin fjár- málaráðherra er að fá sér Citroen bragga. Það sem vek- ur athygli er að Jón ræðir sífellt um að helsti kostur braggans sé hve auðvelt sé að skrúfa hann sundur og saman með einum skiptilykli. Það er tæplega gott bisnessvit hjá fjármálaráðherra að kaupa bíl sem hann heldur að muni sí- fellt bila. En vonandi fer Jón að braggast. Nói veiðimaður Nói Björnsson, fyrirliði Þórs í 1. deild í knattspyrnu, hefur veiðibakteríuna í sér. Dagur ræddi við hann í helg- arviðtali á fostudaginn. Þar segir Nói að hann og veiðifé- lagar sínir hafi eitt sinn rokið í Hólakotstjörn eftir að þeir fréttu af einum sem fékk þar 17 silunga á hálftíma. „Við fréttum það ekki fyrr en við komum heim með þenn- an eina sem við fengum að maðurinn hafði náð þeim í net.“ Hlauparar ráðnir Sigfús Jónsson hlaupari var ráðinn bæjarstjóri Akureyrar eins og allir vita. Nú hefur annar hlaupari verið ráðinn norður. Það er Sigurður B. Sigmundsson, maraþonhlaup- ari úr FH, sem er fram- kvæmdastjóri Fiskmarkaðar Norðurlands á Akureyri. Ýmsir óttast að fjárhagsáætl- anir þessara manna geti hlaupið á hundruðum þús- unda króna. Engin kerti á afmælinu Nú er ljóst að ekki verður blásið á 125 kerti á Akureyri þegar bærinn verður 125 ára laugardaginn 29. ágúst næst- komandi. Ljósadýrð verður engu að síður í bænum, Lysti- garðinn á að lýsa upp um kvöldið og til stendur að klykkja út á afmælinu með magnaðri flugeldasýningu um miðnættið. Eftir af blaðið fór í prentun Feykir á Sauðárkróki fjall- aði í síðasta blaði um mál Jóns frá Skarfhóli við Framleiðslu- ráð. Ríkislögmaður fékk í síðustu viku viku frest á dómi til að afla frekari gagna. Feyk- ir sagði í fréttinni: „Sam- kvæmt upplýsingum sem Feykir aflaði sér úr innsta hring, eftir að blaðið fór í prentun, er útlitið gott fyrir Jón bónda." Hún er rosaleg prenttæknin hjá þeim Feykismönnum. Umsjón: JónG. Hauksson. Nauðungaruppboð annað og síðara á eigninni Strandgötu 37, 3. hæð, Hafnarfirði, þingl. eign Helga Sigurðssonar, fer fram á skrifstofu embættisins að Strandgötu 31, Hafnarfirði, fimmtudaginn 23. júlí 1987 kl. 15.30. ________Bæjarfógetinn í Hafnarfirði. Nauðungaruppboð annað og síðara á eigninni Suðurgötu 78, kj. nr. 2, Hafnarfirði, þingl. eign Gunnars Kristjánssonar, fer fram á skrifstofu embættisins að Strandgötu 31, Hafnarfirði, fimmtudaginn 23. júlí 1987 kl. 14.00. _________________Bæjarfógetinn i Hafnarfirði. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 76., 78. og 80. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1984 á eign- inni Hjallabraut 2,3. hæð tv„ Hafnarfirði, þingl. eign Sigursteins Húbertssonar, fer fram eftir kröfu Guðjóns Steingrímssonar hrl. á skrifstofu embættisins að Strandgötu 31, Hafnarfirði, fimmtudaginn 23. júlí 1987 kl. 16.00. '________Bæjarfógetinn í Hafnarfirði. Mazda-umboðið mun hafa ákveðið að gefa glæsilegan Mazda 626 í úrslitakeppninni i hausf. Hann verður sams konar og bíllinn hér á myndinni nema hann verður að sjálfsögðu 1988 árgerð. Sigurvegarar i keppninni í kvöld munu eiga möguleika á að vinna bílinn. Hafnarfjörður í kvöld Nú fer ökuleikninni senn að ljúka. Keppt hefúr verið á 27 stöðum víðs vegar um landið og aðeins eftir að keppa á 5 stöðum. I kvöld verður keppt í Hafnarfirði og verður keppt við Lækjarskólann. Hefst keppnin kl. 20.00 og verður keppt bæði á bílum og reiðhjólum. Glæsileg verðlaun í boði Veitt verða verðlaun fyrir 3 efstu sætin í bæði karla- og kvennariðli í ökuleikninni en auk þess mun CASIO- -umboðið gefa þeim keppanda, sem bestan tímann hefur, vandað Casio-úr. Sigurvegarar í báðum riðlum komast í úrslit sem fram fara í Reykjavík þann 5. sept. næstkomandi og þar verða vegleg verðlaun í boði, sólarlandaferð- ir með ferðaskrifstofúnni Terru ásamt bikarverðlaunum fyrir 3 efstu sætin. Þá mun Mazda-umboðið hafa ákveðið að gefa þeim keppanda, sem ekur villu- laust í gegnum brautina, splunkunýj- an Mazda bíl. Ekki verða síður vegleg verðlaun í hjólreiðakeppninni því fyrir utan gull-, silfur- og bronsverðlaun í keppninni í kvöld fá keppendur, 12 ára og eldri, happdrættismiða og úr þeim verður dregið. Vinningur er vandað DBS- reiðhjól sem reiðhjólaverslunin Fálk- inn mun gefa. Þá munu keppendur, 9-11 ára, keppa um utanlandsferðir. Sá hátturinn verður hafður á að 10 efstu keppendur yfir landið eftir sum- arið fara í úrslit í haust og keppa um 2 utanlandsferðir til Svíþjóðar en Bindindisfélagi ökumanna mun hafa verið boðin þátttaka í norrænni hjól- reiðakeppni fyrir þennan aldurshóp. Keppendur eru hvattir til að mæta stundvíslega í kvöld og nægir að láta skrá sig á staðnum kl. 20 í kvöld við Lækjarskólann í Hafnarfirði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.