Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1987, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1987, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 20. JÚLÍ 1987. Fréttir Hvalveiðamar stöðvaðar á miðnætti: Áfram unnið í Hvalstöðinni - Veiðst hefur upp „Það verður hér áíram vinna, þótt ekki verði í sama mæli ó meðan á þessu hléi stendur. Það verður unnið við viðhald ýmiss konar sem við höfum lítið getað komist í,“ sagði Kristján Loftsson, skrifstofustjóii Hvals h/f, en lét þess þó getið að þeir sem ynnu á hvalveiðiskipunum sjálfum færu þó í frí en þau koma inn á miðnætti. I dag hefjast viðræður íslendinga og Bandaríkjamanna um hvalveiðar í Washington. Þegar Kristján var spurður um útkomu þess fundar sagð- ist hann ekki vita hvað tala ætti um. Hins vegar bjóst hann ekki við að ís- lenska sendinefndin myndi láta undan í langreyðarkvótann þrýstingi af neinu tagi og sagðist varla búast við að hvalvertíðinni væri lokið, hvort heldur sem til lengri eða skemmri tíma væri litið. Kristján sagði að mikið hefði verið af hval og hann skammt undan landi. Þegar hefði veiðst upp í langreyðar- kvótann, sem er 80 dýr. Engar san- dreyðar hefðu enn veiðst en leyfilegt er að veiða 40. Kristján sagðist engu \dlja spá um hversu lengi stöðvunin myndi vara, það færi eftir lengd við- ræðnanna. Hann biði bara eftir grænu ljósi frá sjávarútvegsráðherra. -JFJ Þjóðhátíðin í Eyjum 1987: Vinna hafin í Dalnum Ómar Garðsscn, DV, Vestmannaeyjum; Nú þegar 3 vikur eru til þjóð- hótíðar eru merki um þessa mestu hátíð Vestmannaeyja að koma f ljós. Kominn er myndarlegur hlaði af brennudrasli á Fjósaklett, m.a. gamla stýrishúsið af Gullborginni, sem var búið að þjóna sínum til- gangi og vel það. Vinna hófst í Dalnum fyrir nokkrum vikum og þjóðhátíðarlagið hefur verið kynnt, en það er eftir Kristin Svavarsson og ljóðið eftir Áma Johnsen. Þorsteinn Jónsson fiá Laufási er formaður þjóðhátfðamefndar þetta árið og var hann inntur frétta af undirbúningi. Þorsteinn sagði að þeir í nefndinni hefðu tekið þátt í hreinsun bæjarins undanfarið og hirt allt brennanlegt sem þeir ko- must yfir og stefndi í það að brennan yrði með stærsta móti í ár. Brennan, sem er á föstudagskvöld- inu á þjóðhátíðinni, er einn af hápunktum hennar, en þá lýsir hún upp Dalinn og hamrabeltið í kring. Búið er að ráða skemmtikrafta, en það er eitt af fyrstu störfum nefhdar- innar. í ár mun Hljómsveit Magnús- ar Kjartanssonar leika á stóra pallinum ásamt Greifunum frá Húsavík. „Munu þeir skiptast á þannig að aldrei ætti að koma dauð- ur punktur í dansinn. Auk þess munu landsfrægir skemmtikraftar koraa fram á kvöldvökum öll kvöld- in. Svo má ekkí gleyma því að við fáum h]jómflutning8kerfi Reykja- víkurborgar leigt, þannig að dag- skráin ætti að komast vel til skila.“ Á sunnudeginum verður dagskrá á vegum Hvítasunnusafnaðarins og þann dag verður stanslaus dagskrá allan daginn. Dansleikir verða öll kvöldin til kl. 05.00 á morgnana og auk Hljómsveitar Magnúsar Kjart- anssonar og Greifanna verður hin vinsæla hljómsveit Eymenn á litla pallinum. Þá má ekki gleyma því að útvarpsstöð verður starfandi alla dagana." Áð endingu sagði Þorsteinn að nú ætti bara eftir að semja við veður- guðina, en eins og endranær á þjóðhátíð, er það veðrið em setur punktinn yfir i-ið. Það er ekki á hverjum degi sem barn er skirt i listasafni. Þetta geröist þó á föstudagskvöldið þegar Ina Salome listakona lét skíra dóttur sína i Nýlistasafninu. Það var sr. Rögnvaldur Finnbogason sem skírði barnið sem hlaut nafnið Kristín. DV-mynd KAR Arsgömul stúlka skírð í Nýlistasafninu Nokkuð óvenjulegt má það teljast þegar ársgamalt bam er skírt í mynd- listasafni klukkan sjö að kvöldi. Þetta gerðist síðasliðið föstudagskvöld en móðurinni, ínu Salome Hallgríms- dóttur listakonu, datt í hug sama dag að nota tækifærið, rétt fyrir opnun sýningar hennar, og fá prest til að skíra dótturina. Hún hlaut nafnið Kristín. Það var fjölskylduvinur, séra Rögnvaldur Finnbogason, sem skírði bamið en föðuramman, Bryndís, fékk að halda stúlkunni undir skírn. Krist- ín litla er búsett í Finnlandi ásamt foreldrum sínum, ínu Salome og Gunnari Borgarssyni sem er nemandi í arkitektúr. Þau kusu að bíða með skímina þangað til að þau kæmu heim til íslands. Fjölskyldan verður hér aðeins í sumar í heimsókn. -ELA Gjögur: Ámeshreppingar sigursælir Regína Thorarensen, DV, Gjögri: Þrír fullorðnir menn fóru úr Ár- neshreppi í Strandasýslu á landsmó- tið á Húsavík og komu þeir allir heim með verðlaunapening. Ólafur Axelsson, Gjögri, kom með gullpen- ing, en hann varð í fyrsta sæti í beitingum, en hann vann líka fyrstu verðlaun í beitingum á sjómanna- daginn á Hólmavík. Svo tóku tveir þátt í skákmótinu, þeir Gunnar Finnsson skólastjóri og Jakob Thor- arensen, Gjögri, og komu báðir með silfurpening fyrir góða frammistöðu í mótinu. Þess má geta að þetta er fimmta landsmótið sem Ólafur fer á og hefur hann fjórum sinnum náð verðlaunasæti, en Jakob keppti nú á landsmóti í annað sinn. Þeir Jakob og Ólafur eru bræður. Fimm unglingar úr hreppnum kepptu í hlaupum á landsmótinu og kom Ingibjörg Valgeirsdóttir, 13 ára, heim með silfurpening. I dag mælir Dagfari Salmonella í Dölunum Þeir eru sniðugir í Dölunum. Ferðafólk hefur verið abbast upp á þá meira en góðu hófi gegnir í sum- ar. Þannig lagði heil ætt af Suður- nesjunum land undir fót og hélt ættarmót að Laugum, fór þar um sveitir, settist upp á hótelinu og söng Heim í Búðardal og um Amorellu svo undir tók í fjöllunum. Slíkar heimsóknir eru til ama og mælast illa fyrir í friðsælum sveitum lands- ins sem ekki hafa áhuga á annarra manna ættum. Dalamennimir tóku það til ráðs að eitra matinn fyrir gestunum með þeim glæsilega ár- angri að ættarmótið leystist upp í gubbupest og niðurgang hjá meiri- hluta þeirrar þrjú hundruð ætt- menna sem slysuðust til að borða matinn. Mátti víst engu muna að ættin yrði aflífuð í heilu lagi og er það auðvitað ekkert gamanmál enda runnu tvær grímur á þá Dalamenn- ina þegar fréttist um. veikindin því aldrei var meiningin að drepa heila ætt þótt matareitrunin hafi verið ætluð til að fæla fólkið og aðra ferða- menn frá því að spilla sveitarómantí- kinni. Þetta átti í mesta lagi að vera sprell þannig að fólkið missti lyst- ina. Heimamenn urðu lafhræddir og kokkurinn sagði ekki ég. Hótelstjór- inn sagði ekki ég og matvælafram- leiðendumir sögðu ekki ég. Aðrir vonuðu að málið yrði þaggað niður. En Hollustuvemdin vildi rannsaka málið. Rannsókn hófst á þeim tveim áhættuhópum sem líklegast þykir að beri salmonellusýkil, annars veg- ar svínum og hins vegar starfsfólki Sláturfélags Suðurlands. Ekki er gott að vita hvort Hollustuvemdin telur hreinlæti þessara tveggja dýra- tegunda vera með svipuðu sniði, en allavega mátti lengi vel ekki á milli sjá hvorum megin sökin lá. Að lok- um varð þó niðurstaðan sú að svínin þóttu grunsamlegri og nú hefur ve- rið staðfest að salmonellan fannst einmitt í svínakjöti frá Sláturfélag- inu. Eitmnin stafar af salmonellu í svínakjöti frá Sláturfélagi Suður- lands. Framleiðslustjóri Sláturfé- lagsins er hálfhissa á þessari uppgötvun því hann segir að hundr- að svínum sé slátrað á hverjum degi og þeir hafi ekki undan að selja svínakjöt sem hingað til hafi verið borðað með bestu lyst án þess að nokkrum hafi orðið meint af. Vill hann meina að svínin hafi verið sýklalaus þegar þau fóm í slátmn hjá Sláturfélaginu en með- ferð í hreinlæti kunni að vera ábótavant hjá þeim sem keyptu kjö- tið, það er að segja hjá þeim vestur i Dölum. Framleiðslustjórinn bendir meðal annars á að salmonellusýklar drepist við sjötíu gráða hita þegar kjötið er soðið. Af þessu má ráða að það vom ekki svínin sem eiga sökina. Þau gæta hreinlætis í hvívetna í stíunum á svínabúunum. Sökin er heldur ekki hjá Sláturfélaginu sem er búið að selja hundmð tonna af svínakjöti án þess að nokkur hafi lagst veikur, svo vitað sé. Framleiðslustjórinn hjá Sláturfélaginu fylgist vel með veik- indum hjá þeim sem kaupa svínakjöt hjá Sláturfélaginu og veit upp á hár hvenær viðskiptavinir Sláturfélags- ins fá niðurgang og hvenær þeir fá ekki niðurgang. Nei, skýringin hlýt- ur að liggja í því að kokkurinn í Dölunum hefur gleymt að sjóða kjöt- ið sem borið var á borð í ættarmót- inu. Böndin berast sem sagt aftur af þeim vestur í Dölum. Gallinn er bara sá að sýkillinn gengur nú laus á þeim slóðum og verður sennilega að setja Dalasýsluna í sóttkví meðan salmonellunni er útrýmt þar vestra. Nú verður víst ekki lengur sungið um amorellu í rútunum vestur í Dalasýslu en hins vegar geta Dala- menn sætt sig við að hafa fengið salmonellu í staðinn en það er nú allt önnur ella og ekki meira um það. Af ættmönnunum þrjú hundruð, sem töldu óhætt að éta svínakjöt að Laugum í heiðursskyni við ættina sína, er það aftur á móti að segja að heilsa þeira er óðum að lagast. Sumir lentu í botnlangauppskurði en mestu máli skiptir að ættin lifði ættarmótið af. Næsta ættarmót er heldur ekki á döfinni fyrr en með næstu kynslóð og þá verður ekki farið í Dalina. Dalamenn fá frið fyr- ir ættarmótum og ferðafólki, amo- rellum og salmonellum ef að líkum lætur. Eins og til stóð. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.