Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1987, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1987, Blaðsíða 36
Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta- skot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 1.500 krónur. Fyrir besta fréttaskotið i hverri viku greið- ast 4.500 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022 Frjálst,óháö dagblað r i i í MANUDAGUR 20. JULI 1987. Hvalveiðistopp á miðnætti ..Bátarnir fóru hér suður fviir land og svipuðust um-eftir sandreyðum. Þeir vom fram til miðnættis en lítið var hægt að skoða miðin." sagði Stefán Andréasson. skrifstoftmiaður hjá Ffval h f. í morgun. A miðnætti í nótt hættu hvalveiði- bátarnir veiðtmt og héldu í land þar sem þeir munu hafast viö á rneðan á viðræðum Islendinga og Banda- ríkiamanna stendur. Xú þegar heftu' verið veitt upp í langreyðakvótann. SO dýr. en engin sandreyðtu' hefur veiðst. en veiða ntá 40 dýr. Stefán sagði að sandreyðttrin kæmi veniu- legast á rniðin í ágúst. en hún hefði komið aðeins fvrr í fvrra. -JFJ Verkfall boðað við Blönduvirkjun - sáttafundur í dag X'erkfall hefur verið boðað við Blönduvirkiun á miðnætti annað kvöld. Ef af verkfallinu verður lam- ast öll starfsenti við virkiunina. Samningar rnilli \’erkalýðsfélags A-Húnavatnssýslu og Landsvirkiun- ar runnu út tun árantót og ekki hefur tekist að semja síðan. Deilan er nú kontin til rikissáttaseniiara og hefur verið boðaður fundur niilli deiluað- ila kl. 13.30 í dag. Guðión Tómasson. starfsmanna- stióri Landsvirkiunar. og Sigtíður Friðriksdóttir. formaður Verkalýðs- félags A-Húnavatnssýslu. hafa bæði sagt í samtölum við DV að ekki beri mikið á milli svo að iafnvel er búist við að deilan leysist án þess.að komi til verkfalls. -ES Skemmdarverk í Kópavogskóla - fimm hurðir brotnar Brotist var inn í Kópavogskóla aðfaranótt sunnudags og rnikið skemmt. Tilkynnt var um innbrotið á hádegi á sunnudag og kom þá í ljós að að minnsta kosti fimm hurðir höfðu verið brotnar og farið inn á skrifstofur. Ekki var ljóst hvort ein- hverju hefði verið stolið. Málið er í höndum rannsóknarlögreglunnar. -GKr. ÓVEIMJU LÁGT VERÐ 0PIÐ TIL KL. 16.00 Á LAUGARDÖGUM Smiðjuvegi 2, Kópavogi. Símar 79866, 79494. LOKI Menn hafa greinilega verið kjaftfullir um helgina. Bandarísk flugvél í erflðleikum í gær: „Var orðinn ansi smeykur“ -sagði flugmaðurinn þegar hann lenti á Reykjavíkurflugvelli ..Ég var orðinn ansi smeykur und- ir það síðasta. áður en við lentum. enda veit ég ekki hvað var að.” sagði William Byars sem lenti í erfiðleik- tmi á lítilli eins hreyfils flugvél sinni tmi 35 kílómetra undan strönd lands- ms í gær. Byars var á leið í útsýnisflug yfir Grænland frá íslandi en hér rnilli- lenti hann á leið sinni til Bandaríkj- anna fi'á Austurríki. Hann segist hafa fundið það fljótlega eftir flugtak að vélin vann ekki eins og venjulega og þegar þeir hefðu verið kornir í 12.000 fet hefðu mælarnir sýnt að eitthvað væri að auk þess sem bens- ínþrýstingur var of mikill. ..Ég hef lært það á meira en 35 árum sem flugmaður að tefla ekki í neina tví- sýnu þegar vélin vinnur ekki rétt og þ\ú var snúið við.” sagði Bvars. Auk hans í vélinni var aðstoðarflug- maður og tveir flugnemar. Xokkur viðbúnaður var á Revkja- víkurflugvelli vegna kornu vélarinn- ar. 1 sjúkrabíll, 3 slökkviliðsbílar og 2 lögreglubílar voru til taks. Ekki kom þó til þeirra kasta þar sem lend- ingin tókst farsællega. William Bvars sagðist ekki vita hvenær þeir gætu haldið af stað til Bandaríkj- anna. Nú þyrfti að láta skoða vélina en vonandi væri þetta ekki alvarlegt svo að þeir gætu haldið af stað sem fvrst. -JFJ Flugmaðurinn William Byars eftir lendinguna á Reykjavíkurflugvelli í gær. DV-mynd KAE Mikil ölvun um helgina: Kjaftfullar fangageymslur Fangageymslur í Reykjavík voru kjaftfullar um helgina vegna mikillar ölvunar í miðborginni. Lögreglan í Reykjavík stóð í ströngu og var ölvun mikil, bæði á föstudags- og laugar- dagskvöld. Mikið var um rúðubrot í - margar rúður brotnar miðbænum, í Pósthússtræti 13, við Útvegsbankann, í Lækjargötu, Aust- urstræti og Miðtúni. Lögreglan var oftsinnis kölluð á vettvang vegna ölvunar í Laugardals- höll, sérstaklega var hún mikil á föstudagskvöld. Má tengja hina milku ölvun í miðborginni við tónleika A-Ha í Höllinni, enda var þar kröggt af unglingum sem kyrjuðu lög þeirra fé- laga. Einnig var ölvunarakstur tals- verður en árekstrar fáir. -GKr Veðrið á morgun: Heitt í veðri Suðvestlæg átt verður á landinu í dag. Víðast verður þurrt og sums staðar bjart veður austanlands en skýað og skúrir vestanlands. Hiti verður á bilinu 10 til 18 stig. Þróstur og Hann- es Hlffar unnu i i Þröstur Þórhallsson og Hannes Hlíf- ar Stefánsson unnu báðir sínar fyrstu skákir á heimsmeistaramóti unglinga, 20 ára og yngri, en mótið fer fram í Manila á Filippseyjum. Þröstur tefldi við skákmann frá Luxemburg en Hannes lagði mótherja frá arabarík- inu Qatar. Samkvæmt upplýsingum frá Ólafi H. Ólafssvni hjá Skáksambandinu er mótið í Manila sérstaklega sterkt og mun sterkara en mótið sem Hannes sigraði á í vor. A heimsmeistaramóti 20 ára og yngri hefur Karl Þorsteins náð lengst þegar hann komst í þriðja sæti á slíku móti árið 1984. KGK Tveir bílar skemmdir eftir bruna Tvær bifr eiðir eru stórskemmdar eft- ir að kveikt var í þeim í fyrrinótt, annarri á Hagamel en hinni á Greni- mel, með 10 mínútna millibili, og er önnur bifreiðin talin gjörónýt. Slökkviliðið var kvatt kl. 5.04 að Hagamelnum að Lada bifreið með X- númeri sem stóð þar í ljósum logum. Var mikill eldur i mælaborði og þaki. Tíu mínútum seinna var slökkviliðið aftur kallað út, þá að Grenimel, að Datsun bifreið með U-númeri. Var mikill eldur i framsætum bifreiðarinn- ar. Að sögn rannsóknarlögreglunnar er talið víst að hér hafi sami maðurinn verið að verki í báðum tilfellum en málið er í rannsókn. -GKr. i i i i i i i i i i i Tvær flugvélar d í vandræðum - Gæsluþyrlan til hjálpar | Tvær tveggja manna flugvélar lentu r í vandræðum um helgina. Voru þær af gerðinni Piper. Þyrla Landhelgis- gæslunnar kom báðum vélunum til hjálpar. A föstudag ki. 18.30 drapst á öðrum mótomum á Piper véi og flaug þyrla Landhelgisgæslunnar til móts við hana. Vélin lenti svo heilu og höldnu ó Reykjavíkurflugvelli. Þyrlan þurfti svo aftur að hetja flug á laugardag er kom í ljós að önnur Piper vél var kom- in í þrot með eldsneyti. Klukkan fjögur á laugardag náði hún að ienda ófalla- laust á Keflavíkurflugvelli. -GKr Héðinn Steingrímsson: í í i i Heimsmeistara- É titill í augsýn Hinn ellefu ára gamli skákmaður, Héðinn Steingrímsson, vann skák sína í níundu umferð á opinbem heims- meistaramóti í Puerto Rico og er nú með átta og hálfan vinning af níu mögulegum. Ekki cr teflt í dag en á morgun verð- ur tefld síðasta umferð mótsins. Þá nægir Héðni jafntefii til að vinna mótið og verða þar með fyrsti opin- beri heimsmeistari 12 ára og yngri, en slíkt heimsmeistaramót or nú haldið í fyrsta sinn. Héðinn er einhvcr efnilegasti skák- maður sem við höfum eignast. „Ég held að enginn íslenskur skákmaður hafi verið eins storkur og hann á þess- um aldri,“ sagð Ólafur H. Óiafsson, þegar DV spjallaði við hann um mót- ið. „Hann teflir eins og fullorðinn maður, enda hef ég aldrei orðið vitni að öðrum eins skákþroska hjá ekki eldri manni.“ KGK i i i i i Í

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.