Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1987, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1987, Blaðsíða 12
12 MÁNUDAGUR 20. JÚLÍ 1987. Neytendur Biriani hrísgrjón Bn'rn hrísgrjón eru farin að verða miklu algengari á borðum okkar en var fyrir aðeins nokkrum árum. Það er einnig orðið hægt að fá þau í flest- um matvöruverslunum þannig að ekki þarf að gera sér mikið ómak við að kaupa þau inn. Hrísgrjón eru mjög góð með öðrum mat og jafnvel sem aðalmáltíð ef blandað er saman við þau til dæmis baunum. En hér kemur ein af mínum uppáhaldshrís- grjónauppskriftum. Þar eru hrís- gijónin soðin með mung baunum, sem vanalega eru notaðar til spír- unar. Mung baunir eru mjög góðar með hrísgrjónum og ekki síst fyrir það að þær þurfa lítið meiri suðu en hrísgrjónin. 200 g mungbaunir 4 msk. matarolia 2 meðallaukar 1 hvítlauksbátur 175 g gulrætur 250 g brún hrísgrjón 6 dl grænmetissoð 2 msk. tarnari sojasósa salt 1 lárviðarlauf Látið mung baunimar í pott með köldu vatni. Látið suðuna koma upp og sjóðið kröftuglega i 15 mínútur. Látið renna af baununum. Saxið laukinn, hvítlaukinn og gulræturnar fínt. Hitið matarolíuna í þykkbotna potti og látið grænmetið þar í. Steikið það við lítinn hita í 5 mínútur og hrærið í öðru hveiju. Hollustufædi Svanfríður Hagvag Látið út í baunimar og hrísgrjónin og hellið soðinu þar yfir. Kryddið með sojasósu, salti eftir smekk og lárviðarlaufi. Látið suðuna koma upp og látið malla undir loki í 45 mínútur eða þangað til allt er orðið meyrt. Kostnaður er um 170 kr. eða um 57 kr. á mann. Bæklingur varðandi samkeppnina liggur frammi í þeim verslunum víðs vegar um landið þar sem framleiðsluvörur Marska hf eru seldar. Kjúklinga- fjallið 600tonn Neyslan á uppleið „Því er ekki að neita að salmon- ellusýkingin, sem kom upp i Búðar- dal í vor, hefúr haft áhrif á eftirspum eftir kjúklingum. Salan minnkaði en er nú greinilega að taka við sér á nýjan leik. Það hafa saihast upp birgðir hjá okkur og er nú orðið til um 600 tonna kjúklingafjall i landinu. Er það um fjögurra mánaða neysla," sagði Al- freð Jóhannsson, fraimkvæmdastjóri ísfugls í Mosfellssveit, í samtali við DV. - Má þá búast við kjúklingaútsölu á næstunni? „Nei, það verður engin útsala. Það frestar bara vandanum að setja birgðimar á útsölu. Við drögum úr framleiðslunni. Það verður lokað vegna sumarleyfa í þijár vikur hjá okkur í Isfúgli og sumir framleiðend- ur eru famir í langt sumarfh', jafiivel alveg til áramóta,“ sagði Alfreð. - Hvað segið þið við kjamfóður- skattinum? „Það er fáránlegt gjald sem notað er til þess að niðurgreiða lambakjöt- ið enn frekar. Eins og komið hefúr fram erum við greinilega ekki nógu raargir til þess að tekið sé mark á orðum okkar,“ sagði Alfreð. -A.BJ. Agúrkan á 151 kr. en ekki 179 kr. { verðtöflu í föstudagsblaðinu, þar sem kannað var verð á íslensku grænmeti slæddist inn villa. Agúrkur hjá versluninni Seljakaupi kosta 151 kr. en ekki 179 kr. eins og gefið var upp. Canon Ljósmyndabúöin CailOH Canon meó 50 mmf1.8 LJÓSMYNDABÚÐIN LAUGAVEG1118, ® 27744 mmmmmmmmmmmmmmmmammmmmmmmmm VIÐKJÓSUM

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.