Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1987, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1987, Blaðsíða 11
MÁNUDAGUR 20. JÚLÍ 1987. 11 Utlönd Búist við eifiðum unni milli írans viðræðum í deil- og Frakklands Amy rekin úr skóla Amy Carter, dóttir Jimmy Cart- ers fyrrum Bandaríkjaforseta, var í síðustu viku rekin úr skóla, iík- lega vegna slælegs námsárangurs. Lítið dagblað í Providence á Rhode Xsland haíði á laugardag eftir heimildum sem blaðið taldi áreið- anlegar að Amy hefði verið vísað úr námi við Brown-háskólann. Amy hefur undanfama mánuði vakið athygh vegna þátttöku sinnar í mótmælum af ýmsu tagi. Rætt um stríðslok Frönsk stjórnvöld búa sig nú undir langar og erfiðar viðræður við íranska embættismenn um það hvemig staðið skuli að þvi að ríkin skili aftur starfs- mönnum sendiráða hvort annars en þeir em nú í stofúfangelsi í sendiráð- unum eftir að ríkin rufu stjómmála- samband sitt í lok síðustu viku. Franska ríkisstjómin hefur gefið frest til miðvikudags til þess að starfs- menn franska sendiráðsins í Teheran verði sendir heim til Frakklands og um leið fái starfsmenn íranska sendi- ráðsins í París að fara til íran. Beggja sendiráðanna er nú gætt af her og lögreglu. Starfsmenn þeirra em í stofufangelsi og hafa ekki fengið að fara út fyrir dyr frá því á föstudag. Með þeirri undantekningu þó að franski sendiherrann í Teheran, Pierre Lafrance, hefur fengið að fara til við- ræðna við íranska ráðamenn en hann hefúr haft forystu um samninga þá sem nú em hafnir milli ríkjanna. Haft er eftir heimildum, sem taldar em áreiðanlegar, að íranir muni reyn- ast erfiðir í samningum þessum. Þeir hafa sakað franska ræðismanninn í Teheran, Paul Torri, um njósnir og svartamarkaðsbrask, auk þess að inn- anríkisráðherra íran, Mohtashemi, hefur borið almennar ásakanir um njósnir á alla starfsmenn og embættis- menn í franska sendiráðinu. Alls em ellefú diplómatar og fimmtán aðrir starfsmenn í sendiráði Frakka í Teher- an. Frakkar krefjast þess að Vahid Gordji, túlkur í íranska sendiráðinu í París, komi fyrir rétt þar vegna ætlaðr- ar aðildar hans að sprengitilræðum í París á síðasta ári en í þeim létu þrett- án manns lífið og um tvö hundmð slösuðust. Gordji er enn í sendiráðinu í París og um helgina kom lögreglan þar fyrir flóðlýsingu við sendiráðsbygginguna, til að koma í veg fyrir að hann flýji um þök bygginga i skjóli næturmyrk- urs. írönsk stjómvöld segja Gordji njóta friðhelgis sem diplómat en frönsk stjómvöld segja hann ekki hafa komið á diplómatavegabréfi til Frakklands og þvi beri honum að mæta fyrir rétti. Úm fjömtíu diplómatar og annað starfsfólk er í íranska sendiráðinu í París. Frönsk stjómvöld sjá fóikinu fyrir mat og láta flytja rusl frá bygg- ingunni en það er eina þjónustan sem fólkið fær. Fyrr í þessum mánuði vakti það athygli að eldur stóð upp úr reyk- háf sendiráðsbyggingarinnar og er talið að íranir hafi þá þegar verið fam- ir að brenna trúnaðarskjöl sendiráðs- ins. Irönsk stjómvöld munu hafa í hvggju að biðja Pakistan um að fara með hagsmunamál sín í Frakklandi. ítalir hafa hins vegar boðist til þess að sjá um hagsmuni Frakka í Iran framvegis. Þegar Frakkar slitu stjómmálasam- bandi við íran á föstudag, bámst hótanir um að franskir borgarar, sem em í gíslingu i Líbanon, yrðu teknir af lífi. Skýrt var frá því í símtali að tveir þeirra yrðu líflátnir þegar í stað. Franskir hermenn standa vörð við sendiráð írana í Paris og gæta þess að starfsfólk sendiráðsins komist ekki út úr byggingunni. Hermennirnir eru vopnað- ir vélbyssum og klæddir skotheldum vestum. Símamynd Reuter Najib, leiðtogi í Afganistan, kom í gær óvænt til Moskvu þar sem hann mun eiga viðræður við sov- éska áhrifamenn, að því er talið er í tengslum við tilraunir til þess að binda enda á styrjöldina í Afgan- istan. Najib boðaði til einhliða vopnahlés, af hálfu stjómarhers landsins sem berst með Sovét- mönnum, í janúarmánuði síðast- liðnum. Bardagar hafa þó haldið áfram og segja heimildir að mann- fall Sovétmanna og stjómarhera Afganistan fari mjög vaxandi. Á smávél mllll álfa Eva Jackson lenti á föstudag smáflugvél sinni í bænum Longre- ach í Astraliu eftir að hafa flogið henni yfir tuttugu og tvö lönd á leiðinni frá London til Sidney i Ástralíu. Flugvél þessi er nánast aðeins sæti flugmannsins og h'till mótor og mun þetta vera í fyrsta sinn sem slíkri vél er flogið svo langa vegalengd. Vttnlsburður á bók Vitnisburður sá er OUver North, ofúrsti og fyrrum starfsmaður þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna, bar fyrir rannsóknamefnd banda- ríska þingsins fyrir liðlega viku er nú kominn út á bók. Bókin heitir „Taking a Stand“ og er gefin út af aðdáendum North. VERÐLÆKKUN Á SPARKOMATIC SR-300 ÚTVARP MEÐ LB, MB OG FM STERÍÓ, mónó, steríó rofi. Segulband hraðspólun áfram. Magnari 10W (RMS). Verð áður kr. 6.580,- Verð nú kr. 5.980,-. SR-322 ÚTVARP MEÐ LB, MB OG FM STERÍÓ, electronic tuning, electroning stöðvaminni, mónó/steríó og muting rofar. Segulband hraðspólun áfram. Magnari 12 W (RMS). Verð áður kr. 13.940,- Verð nú kr. 12.260,- <«>M ð ö ö SR-329 ÚTVARP MEÐ LB, MB OG FM STERÍÓ, digit- al tuning 18 minni, mónó/steríó, muting og loudness. Segulband auto/reverse. Dolby, Metal. Magnari 45 W (RMS). Verð áður kr. 21.715,- Verð nú kr. 20.760,- Úrvalið hefur aldrei verið meira. Verðið hefur aldrei verið betra. — ísetning á staðnum. SENDUM í PÓSTKRÖFU. DENVER ÚTVARP MEÐ LB, MB, OG FM STERÍÓ, mónó, steríó rofi. Segulband auto/reverse hraðspólun áfram. Næturljós. Magnari 9 W (RMS). Verð áður kr. 10.885,- Verð nú kr. SR-325 ÚTVARP MEÐ LB, MB OG FM STERIO, digit- al tuning, fast minni, stöðvaval. Segulband hraðspólun áfram og afturábak, loudness, metal. Magnari 12 W (RMS). Verð áður kr. 15.880,- Verð nú kr. 13.960,- LC-54 VANDAÐUR 40 W KRAFTMAGNARi með loudness. Margfaldur kraftur og hljómgæði allra venjulegra tækja. Verð kr. 2.600,- SR-305 ÚTVARP MEÐ LB, MB, OG FM STERÍÓ, mónó/steríó og muting rofa. 5 banda tón- jafnari, loudness og fader. Segulband hraðspólun áfram. Magnari 45 W (RMS). Verð kr. 9.890,- SR—328 ÚTVARP MEÐ LB, MB OG FM STERÍÓ, digit- al tuning, 18 minni, mónó/steríío, muting og loudness rofar. Segulband auto/reverse, metal. Magnari 12 W (RMS). Verð áður kr. 18.680,- Verð nú kr. 17.780,- SK-622 MIKIÐ ÚRVAL VANDAÐRA HÁTALARA frá 40-130 W. Verð frá kr. 2.535,- pariö. VILDARK/ÖR VISA EURO KREPIT D !_• I Kaaio Ármúla 38 (Selmúlamegin) 105 Reykjavík. Símar: 31133 - 83177. Pósthólf 8933.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.